Gleðileg jól öll sömul - áhugaverðu ári er lokið, spurning hvernig það næsta verður!

Ég ákvað aðeins að skoða hvað Hagstofa segir um þróun landsframleiðslu. En skv. yfirliti frá því snemma í desember, varð aukning á landsframleiðslu fyrstu 9 mánuði upp á 2%. Athygli vekur gríðarlegar sveiflur í landsframleiðslunni milli ársfjórðunga, þ.e. rúml. 3% 1. fjórðung, -6,1% 2. fjórðung, síðan 3,5% á 3.

Takið eftir að þetta ár erum við að njóta makrílsins, sem er ekki öruggt að fáum áfram að njóta.

Það var hagstæð loðnuveiði þetta ár - - meginástæða aukningar landsframleiðslu eru aukin útfl. verðmæti.

Sjá: Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi

Næsta ár verð ég að segja lítur verr út - ógnanir eru:

  1. Aukning Norðmanna og Rússa á þorskveiði í Barentshafi um kvartmilljón tonn, í 1ma.tonna. Þ.e. aukning sem er umfram þ.s. við veiðum. Og til stendur að komi að verulegu leiti inn á fiskmarkaði á nk. ári.
  2. Samdráttur í Evrópu heldur líklega áfram á nk. ári, þegar er þess farið að gæta í lækkandi fiskverðum - - þegar áhrif kreppunnar og stóraukins framboðs á þorski koma saman. Virðist augljós hætta á verðhruni.
  3. Evrukrísan örugglega mun gjósa upp nk. ár. Burtséð frá því sem gerist í Bandaríkjunum.
  4. Síðan má ekki gleyma "fiscal cliff" umræðunni í Bandaríkjunum, sem hótar því að skapa samdrátt í Bandaríkjunum á nk. ári. En 11. stundar viðræður um lendingu, fóru út um þúfur fyrir helgina. Enn er veik von um samkomulag milli jóla og nýárs. Ef það bregst, skellur á bandar. hagkerfinu ca. 5% af landsframleiðslu högg, í bland í formi hækkana skatta þ.e. skattalækkanir Bush taka enda-renna út, 10% sparnaðarkrafa sem fer þvert á línuna í bandar. ríkisrekstrinum nokkurn veginn sama hvað það er. Hagstofa Bandar. þingsins, áætlar viðsnúning yfir í ca. 0,5% samdrátt af þessa völdum nk. ár.
  5. Ef það gerist, að "fiscal cliff" skellur á án mildandi samkomulags milli jóla og nýárs. Þá auðvitað verða áhrifin, mjög erfið fyrir Evrópu. En miðað við það að hagvöxtur mældist Bandar. 3% á 3. ársfjórðungi. Þá getum við verið að tala um sveiflu - niður á við. Á bilinu 3 - 3,5%. Miðað við það að er Leahmans skellurinn kom innan Bandar. þá varð skellurinn innan Evrópu síst minni en innan Bandar. Ég á við, að ef til vill eru þessi hagkerfi svo nátengd. Að 3 - 3,5% minnkun í Bandar. miðað við þetta ár, leiði til sambærilegrar aukningar niðursveiflu í Evrópu. Sem ef af verður - - þíðir þá, hyldjúpa kreppu í Evrópu á nk. ári.
  • Sú útkoma væri auðvitað mjög slæmar fréttir fyrir Ísland. Óhjákvæmilegt væri, að þá yrði einnig hér, snögg niðursveifla.

Það er auðvitað einhver séns að, það náist fram mildandi lending fyrir áramót á Bandaríkjaþingi. Þó eins og ég sagði vonin virðist veik.

 

Fiscal Cliff - mun ráða miklu um framvindu ársins!

Ef Bandaríkin fara ekki yfir í skammvinnan samdrátt á nk. ári - - þá er möguleiki að árið verði rólegra en það síðasta, hvað vanda evrunnar varðar.

En á evrusvæði, virðist flestum málum hafa verið skotið á frest - fram yfir kosningar í Þýskalandi.

Þá er alveg sama hvaða mál er um að ræða: Meiri afskipti Framkvæmdastjórnar af fjárlögum aðildarríkja - >umræðu frestað. Stækkun sjálfstæðra fjárlaga sambandsins, gefa þeim aukið hlutverk ->umræðu frestað. Svokallað bankasamband ->Tekur gildi eftir kosningar. Sameiginleg innistæðutrygging ->Umræðu einnig skotið á frest. O.s.frv. 

Öllum stóru málunum virðist hafa verið skotið á frest - framyfir á áramót 2013-2014.

Á evrusvæði eru menn nefnilega komnir á þá skoðun, að það versta sé afstaðið í kreppunni.

Enda hlutir verið rólegir, eftir að Seðlabanki Evrópu gaf út tiltekið loforð um kaup á skuldabréfum ríkja án takmarkana með tilteknum skilyrðum; þó þau kaup hafi hingað til ekki komist til framkv. Og má vera, að verði aldrei framvk. Er eins og, að markaðurinn taki þessu loforði einu sér, sem trúverðugri yfirlísingu þess, að "ECB" muni ekki heimila evrunni að sigla sinn sjó út í eilífðina.

Það ríkir sem sagt - enska orðið er "complacency".

Þetta er ekki fyrsta sinn! 

Athygli vekur, að viljinn til athafna - hefur gufað upp!

Eins og að paníkástandið, hafi verið þ.s. gaf drifkraftinn.

---------------------------

Þannig að ekki ef - heldur þegar krísan gýs upp eina ferðina enn!

Virðist mér ljóst - að viðbrögðin verða sjokk.

Eins og er krísan gaus upp í fyrsta sinnið.

  • Spurning einungis - hversu stórt.
  1. Ef fiscal cliff umræðunni, lýkur með mildandi samkomulagi. Sjokkið verður lítið. Þá kannski, hætta menn við að "fresta umræðunni" um mikilvægar breytingar. Mál fara aftur inn í farveg. Evran getur þá eins og árið sem er að líða. Slumpað áfram frá einni "smákrísunni" til þeirrar næstu.
  2. En ef fiscal cliff umræðan endar ílla, þ.e. án samkomulags. Tja, þá getur árið orðið "spennandi." Þá skellur stórt sjokk á Evrópu. Og mál fara líklega yfir í "hreina krísustjórnun" eins og þegar Leahmans krísan gekk yfir. Nema nú hafa ríkissjóðir Evrópu. Ekki getu til að skuldsetja sig stórfellt. Til þess að forða eigin hagkerfum frá "niðurbráðnun." Evran getur þá orðið fyrir mjög miklu höggi.

 

Niðurstaða

Næsta ár verði annaðhvort mjög svipað því síðasta!

Eða mjög áhugavert ár, þ.s. allt fjármálakerfi heimsins mun vera skekið harkalega, og heimurinn mun sveiflast yfir í kreppu!

Það virðist enn gilda - þegar Bandaríkin hnerra, fær heimurinn kvef - eða þaðan af verra.

--------------------

Alveg burtséð frá hvort gerist, virðist mér möguleikar til hagvaxtar fyrir Ísland ívið lakari en á árinu sem er að líða.

Ef fiscal cliff skellur yfir ómengað, þá auðvitað erum við í kreppu eins og allir hinir.

 

Þetta kemur ekki strax í ljós - - svo á meðan skulum við halda jólin, og hafa það eins gott og við getum núna um jólin, og um áramótin!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband