Mario Monti, segist til í að leiða næstu ríkisstjórn, en ætlar þó ekki að fara í framboð!

Það sem fylgdi ekki fréttum RÚV, er að Monti hefur staðið frammi fyrir tilboði um einmitt þingframboð. Það kom frá hópi einstaklinga, sem vildi skapa einhverskonar - miðjuflokkabandalag. Með gamlan en lítinn miðjuflokk sem kjarna.

En von þessara aðila var að, með Monti í forystu, ætti slíkt bandalag möguleika á verulegu fylgi.

Á hinn bóginn, virtust sérfræðingar í kjósendahegðan á Ítalíu, ekki vera sammála því.

Og telja ólíklegt að slíkur flokkur, hefði umtalsvert fylgi.

Að auki, virðist að nýjar kannanir, sýni lítinn áhuga kjósenda á slíku framboði!

Þessa stundina virðist að ítalskir kratar hafi mest fylgi, eða e-h rúml. 30%. Hægri fylgin Berlusconi stendur umtalsvert að baki, með rúml. 15%. 

Tek fram þó, að það er á grunni skoðanakannana, sem eru eldri en yfirlýsing Berlusconi um framboð. Hugsanlegt að, hægri fylking hans, hafi nú meira fylgi en þetta. Þó ég að sjálfsögðu fullyrði ekkert um það.

 

Punkturinn er sá; augljóst er að Monti fer ekki fram, vegna þess að hann veit, að hann mun ekki sópa að sér fylgi!

Frétt FT: Monti ready to lead next government

  • Ákveðnar vísbendingar má sjá í alþjóðlegri könnun, sem kom fram um það leiti sem dramað með Berlusconi og Monti hófst, en könnunin var unninn áður en þeirra yfirlísingar komu fram. Og því ekki um það að ræða, að það drama hafi nokkur áhrf á þær niðurstöður.
  • Sjá umfjöllun:  Sterk óánægjubylgja á Ítalíu, skv. skoðanakönnun Financial Times!

Helstu niðurstöður:

  • 74% Ítala segjast vantreysta eigin stjv. meðan að einungis 19% þeirra, segjast treysta þeim.
  • 65% Ítala telja stjv. skera of mikið niður.
  • 58% Ítala telja eigin fjölskyldu hafa orðið fyrir umtalsverðum búsifjum af völdum niðurskurðar stjv.
  • 47% Ítala vill endurskoða sambandið við ESB.
  • 72% Ítala segja áhrif Ítalíu of lítil innan ESB.
  • 83% Ítala telja áhrif Þýskalands of mikil.
  • 74% Ítala telja að Þjóðverjar eigi að gera meira til að aðstoða hinar þjóðirnar við það verk að vinna á kreppunni.
  • 61% Ítala vilja að meira fjármagni sé varið úr sameiginlegum sjóðum ESB til að berjast á kreppunni.

Takið eftir - - að skv. þessu treysti minna hlutfall ríkisstjórn Monti, en treystir ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. á Íslandi!

Eða, mig minnir a.m.k. að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, hafi traust umfram en 19%.

Það er gjarnan talað um Monti, sem nokkurs konar bjargvætt Ítalíu!

Hann kokhraustur, segist hafa forðað Ítalíu frá alvarlegri kreppu!

En sannleikurinn er sá, að hagkerfi Ítalíu mun dragast saman ca. 2,2% þetta ár - skv. fyrirliggjandi tölum.

Atvinnuleysi er í hraðri aukningu.

Auk þess, að fullkomlega öruggt er að samdráttur verði einnig í ítalska hagkerfinu á nk. ári!

Örugglega ekki minni en samdráttur þessa árs.

---------------------------

Það þíðir ekki endilega, að flokkur Berlusconi muni vinna sigur - - enda margir sem vantreysta Berlusconi, þó það sé alveg hugsanlegt að loforð hans um það. Að hverfa frá stefnu Monti, skili hægri fylkingunni fjölgun atkvæða.

Enda ljóst af tölunum að ofan, að kjósendur eru ákaflega óánægðir með stefnuna.

Spurning hvort sú óánægja dugar, til að þeir kjósi Berlusconi! 

Það er ekki víst!

 

Niðurstaða

Sennilega taka ítalskir kratar ekki tilboði Monti, um það að hann leiði næstu meirihlutastjórn. Enda vill örugglega formaður krata, ef hann hefur sigur, leiða slíka ríkisstjórn sjálfur.

Eins og látið er með stefnumörkun Monti í alþjóðlegum fjölmiðlum, þá virðist sú stefna ekki njóta neins umtalsverðs fylgis almennings - í reynd.

Sem þíðir ekki endilega, að kjósendur taki tilboði Berlusconi. Þó hann lofi að hverfa alfarið frá henni.

Það kemur þó í ljós þegar kosið verður í febrúar. Hef ekki enn séð neinar fréttir um, kjördag!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband