23.12.2012 | 02:39
Grísk hringavitleysa!
Ég reikna með því að einhver ykkar sem lesa þetta blogg, munið eftir niðurfærslu skulda Grikklands snemma á þessu ári, þegar einkaaðilar voru neyddir til að afskrifa um 50% skulda í sinni eigu. Nú nýlega, fór fram svokallað "endurkaupa prógramm" þ.s. aftur var höggvið í þann sama knérunn.
- En hverjir hafa farið verst út úr þessu?
Svar: grískir bankar.
Enda eru þeir undir lögsögu grískra stjórnvalda, svo unnt er að beita þá þvingunum.
- Hver er þá hringavitleysan?
Svar: Það að ca. 50 ma. er ætlað í endurfjármögnun einmitt, grískra banka - í núverandi björgunarprógrammi.
Svo grískum stjv. er aftur lánað fyrir því sem grískir einkabankar voru neyddir til að afskrifa. Bæði í fyrra og seinna skiptið.
Sjá: Greece's Top Banks Need $36 Billion Boost
Til stendur á næstunni að taka yfir 4 stærstu bankana sem skv. frétt, þurfa 27,4ma. fjármögnun. Sem fer gríska ríkið mun skulda.
Ekki kemur fram hvaða viðmið um framtíðarvöxt Grikklands er notað, til að áætla þessa endurfjármögnun.
- "Greek banks will use a mixture of common shares and convertible bonds in order to meet international capital adequacy requirements."
- "The shares, which will be offered in rights issues that are expected to take place early next year, will be offered at a 50% discount to their 50-day average market price."
- "The bonds will carry a 7% annual coupon (interests), which will rise by 0.5 percentage point per year and will be converted to shares at the end of five years."
Ekki verða lán ódýr í framtíðinni innan Grikklands, ef fjármögnunarkostnaður grískra banka verður á þessu róli.
Þá er til sbr. fjármögnun ísl. banka, hræódýr.
Ég velti samt fyrir mér, hvort nokkur muni kaupa þessi bréf - hafandi í huga ég á erfitt með að sjá, hvernig nokkur rekstur geti borið sig á þessum kjörum.
En ef vextir hækka um hálft prósent per ár, þá hækka þeir um 2,5% á 5 árum, og verða þá 9,5%.
Ekki kemur fram, hvaða kjör myndu ríkja þaðan í frá - en mér kemur ekki á óvart, að miðað sé við arðkröfu upp á 9,5% eftir þann tíma.
Þannig að eigendur fái áfram sama hlutfall. Þetta eru þó vangaveltur.
Vextir væru þá himinháir á útlánum, í tilraun til að standa undir þeim tilkostnaði. Þó erfitt sé að sjá, að nokkur muni geta telið lán á þeim kjörum, í því ástandi sem ríkir í Grikklandi.
Að vísu, eru þau seld á genginu 0,5. Greinilega á að nota þessi "hagstæðu" kjör sem gulrót.
Ég velti samt fyrir mér, hvort það dugar. Hafandi í huga, ástand gríska hagkerfisins. Og hve augljóst er, að reksturinn yrði gríðarlega erfiður! Í besta falli.
Ég á mjög bágt með að trúa því, að eins og þríeykið miðar við, að það sé öflugur viðsnúningur framundan - þ.e. 3% hagvöxtur frá 2015 og næstu ár þaðan í frá, hagvöxtur hefjist 2014. Samdráttur 2013, verði miklu mun minni en samdráttur 2012.
Viðsnúningur hefjist þegar nk. ár!
Sjálfsagt á að leitast við að fá einhverja fjárfesta út á þá spá!
Mér er þó fyrirmunað að sjá nokkur hin minnstu líkindi fyrir þeirri útkomu.
Niðurstaða
Mér skilst að skuldir Grikklands eftir lækkun v. endurkaupa, séu áætlaðar akkúrat núna 160% af þjóðarframleiðslu.
Síðan hækka þær aftur, þegar grísk stjv. taka á sig skuldir v. endurfjármögnunar grískra banka. M.a. vegna þess, að þeir þurftu að afskrifa skuldabréf gríska ríkisins í sinni eigu fyrr á árinu.
Síðan er þeim væntanlega ætlað, að vera áfram helstu kaupendur grískra ríkisbréfa.
Spurning hvort þetta verði endurtekið síðar - en ef Grikkland verður áfram í evru, þá örugglega þarf frekari afskriftir skulda gríska ríkisins síðar, og þá mun líklega enn gilda. Að aðildarríki evru verða treg til afskrifta af sinni hálfu, og að Seðlabanki Evrópu verði sama sinnis, sem og AGS.
Þá velti ég fyrir mér, hvort tekin verði annar hringur - að knýja þá til að afskrifa og síðan lána gríska ríkinu aftur fyrir þeirra endurfjármögnun. Svo eina ferðina enn, verði þeir látnir ganga í hlutverk helstu kaupenda grískra skammtímabréfa. Því væntanlega verður áfram mjög lítil eftirspurn eftir grískum ríkisbréfum, meðan enginn utanaðkomandi trúir á sjálfbærni landsins.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning