19.12.2012 | 22:34
Kreppa á nk. ári í Hollandi og vaxandi vandi franska eftirlaunakerfisins!
Sá þessar tvær umfjallanir á vef Financial Times. Sú fyrri sem ég tek fyrir fjallar um nýja hagsspá frá hagstofu Hollands. En skv. glænýrri spá þeirrar stofnunar, verður samdráttur í stað hagvaxtar á nk. ári í Hollandi. Af þess völdum, muni ekki markmið ríkisstjórnarinnar um minnkaðan halla á ríkissjóði Hollands nást fram.
Best að halda til haga, að ekki er um alvarlegt hallavandamál að ræða.
En miðað við aukningu v. kreppunnar, getur hann náð kannski 4% af þjóðarframleiðslu - ef við ímyndum okkur að núverandi niðurskurðaraðgerðum sem ákvörðun var tekin um á sl. ári, væri hreinlega sleppt.
Ef ekki eru framkvæmdar neinar nýjar niðurskurðaraðgerðir ofan á þær sem þegar eru fyrirhugaðar, verður halli skv. hinni nýju spá ca. 3,3% - sem er umfram hið Maastricht skilyrta 3% viðmið.
Fresh forecasts rock Dutch economy
- "the economy will contract by 0.5 per cent in 2013.
- Earlier, the bureau had expected growth of 0.75 per cent."
- "The forecast predicts that the national budget deficit will reach 3.3 per cent of gross domestic product next year..."
- "This could set off a new round of budget cuts in a country that has already seen three bouts of austerity in three years, slashing government spending by 46bn equivalent to more than 7 per cent of GDP."
Eins og þið sjáið, hafa hollensk stjv. verið dugleg í niðurskurði, þegar halli síðan mældist 4,6% í uppgjöri fyrir árið 2011, var bætt við frekari niðurskurði sem er til framkvæmda og átti að tryggja halla innan hins lögbundna 3% viðmiðs, sem nú virðist ekki ætla að ganga eftir.
Holland þarf þó að gæta sín - - því landið hefur einn akkilesarhæl!Það er gríðarlega há skuldastaða skuldugra íbúðarhúseigenda:
Sjá: EuroStat - Gross debt-to-income ratio of households
Tölur sýna skuldir sem hlutfall af árstekjum!
Tölur frá 2011.
Þar kemur fram að skuldugustu íbúðaeigendur eru í:
- Danmörku: 267,31%
- Hollandi: 250,45%
Til sbr. skulda íbúðaeigendur í:
- Ítalíu: 65,2%
- Spáni: 125,4%
- Portúgal: 125,53%
- Írlandi: 206,35%
Þessar tölur koma ef til vill fólki á óvart - - þetta sýnir hvað ég á við!
Holland þarf að fara varlega - - með svo viðkvæman pakka, sem stöðu íbúðahúsnæðiseigenda.
En sá vandi getur hratt orðið að vandamáli, ef efnahagsleg niðursveifla í Hollandi - ágerist.
En, mér finnst alveg hugsanlegt, að hollenska ríkið geti eins og það ísl. lent í því að þurfa að verja fjármagni, til þess að aðstoða íbúðahúsnæðiseigendur!
Spurning því, hvort frekari niðurskurður geti jafnvel virkað neikvætt!
Það séu ef til vill stærri hagsmunir fyrir hollenska ríkið, að hagkerfið snúi sér við upp úr öldudalnum, heldur en hvort halli er um eitthvert skeið hluta af prósenti yfir 3% Maastricht viðmiðinu, eða jafnvel rúmlega prósent.
En skuldastaða hollenska ríkisins er ekki hættuleg eins og stendur, og yrði það ekki þó landið hefði halla á bilinu 3-5% í einhver ár.
Staða franska eftirlaunakerfisins!
France faces growing pension deficit
- "An official report published on Wednesday forecast the pension system deficit would rise to 18.8bn in 2017 from 14bn last year and would be likely to exceed 20bn in 2020.
- The annual cost of pension payments has risen to 14 per cent of gross domestic product."
- "The scenarios set out by COR, the pensions council, showed that unemployment would have to be more than halved from its present level to 4.5 per cent and productivity growth increased to 1.8 per cent to bring the pension system back into surplus by 2060"
- " if unemployment averaged 7 per cent and productivity growth 1.3 per cent, the deficit would widen to more than 60bn in the same period."
Það virðist afskaplega ólíklegt að Frakkland fari yfir í slíkan hagvöxt, að hagkerfið nái ástandi hærri skilvirkni og lægra atvinnuleysis en það Þýska hefur í dag.
Það virðist því augljóst, að hvort sem Frökkum líkar betur eða verr, þarf að hækka eftirlaunaaldur, sennilega í 70 ár. En ekki bara í 62 eins og Sarkozy ákvað, en Hollande hefur þegar tekið til baka skv. gefnu loforði í kosningum. Svo eftirlaunaaldur er aftur 60 ár, sem er verulega lægra en víða innan Evrópu.
Annars nánast sama hve franska ríkið sker niður í hallarekstri, mun stöðugt vaxandi halli gegnumstreymisfyrirkomulags lífeyrisgreiðsla auka hallarekstur þess á næstu árum.
Að auki virðist ljóst að franska einkahagkerfið er í samdrætti, ekki er augljóst hvernig Frakkland getur náð fram snöggum viðsnúningi.
En gengisfelling er ekki möguleg, en hún myndi leysa á einu bretti helsta vanda franska hagkerfisins nú, sem er að það er ósamkeppnisfær kostnaðarlega.
Þá er vart um annað að ræða, en að lækka laun!
Og í landi þ.s. fjölmennar mótmælaaðgerðir virðast skella á, af minnsta tilefni.
----------------------------
Franska ríkið verður eiginlega að taka á vanda lífeyriskerfisins! En franska ríkið skuldar þegar ca. 90% af þjóðarframleiðslu, einkahagkerfið er í samdrætti en ekki vexti.
Að framkvæma uppskurð í lífeyriskerfinu, gæti verið öflugasta leiðin til þess, að minnka ríkissjóðs hallann á einu bretti.
Samtímis, sem það þarf að lækka laun ef mögulegt á að vera, að skapa viðsnúning innan ósamkeppnisfærs einkahagkerfisins, snúa viðskiptahalla yfir í afgang.
Mér sýnist samt að afskaplega ólíklegt sé að Hollande taki til svo róttækra aðgerða, heldur muni hann grípa til lítilla plástra hér og þar, meðan að líklega haldi vandinn áfram að magnast.
--------------------------
Það verður áhugavert að sjá hvað gerist með Frakkland á nk. ári.
En mér finnst vel hugsanlegt, að Frakkland fari yfir í flokk ríkja í vanda ásamt Ítalíu og Spáni.
Niðurstaða
Það getur verið að landið sem evran í reynd stendur eða fellur með, sé Frakkland. En ef eins og virðist líklegt, að Frakkland sé á leið inn í sbr. dauðaspíral og Ítalía og Spánn þegar eru stödd innan. Þá verður ástandið orðið þannig, að þungamiðja evrusvæðis verður komin í kreppuspíral.
En Þýskaland eitt og sér, getur ekki viktað á móti 3 stórum löndum.
Þá getur togstreitan um stefnuna innan evrusvæðis virkilega orðið áhugaverð.
En ég sé engin teikn þess, að Þýskaland hætti að líta svo á, að þess hagur sé lítil verðbólga og stöðugt peningamagn. Standi þannig gegn öllum hugmyndum um, örvun í gegnum peningaprentun.
Meðan að ríkin 3 verða þá væntanlega stöðugt meira örvæntingarfull í kröfu sinni, um aðgerðir.
- Þessi þróun getur hafist, þegar fyrir liggur væntanlega í febrúar til mars, lokauppgjör fyrir árið sem nú er að ljúka senn.
- En það mun líklega sýna, Frakkland komið í samdrátt og enn frekari hallarekstur.
Þá mun hratt skuldastaða Frakklands stefna í 100%. Eða ca. þangað sem staða Spánar stefnir.
Það mun þá gilda það sama um Frakkland, að án nokkurra mótvægisaðgerða þ.s. ekki er unnt að gengisfella, Þjóðverjar líklega gera sitt ýtrasta ásamt Austurríki og Finnlandi, að blokkera prentun af hálfu Seðlabanka Evrópu; mun líklega óhjákvæmilega, niðurskurður sá sem frönsk stjv. munu neyðast til að innleiða, auka frekar á kreppuna því meðan einkahagkerfið er í samdrætti getur það ekki komið inn á móti ríkinu er það minnkar sín umsvif. Svo niðurskurður leiði beint til frekari samdráttar, eins og Spánn og Ítalía hafa verið að finna fyrir.
----------------------
Eins og ég benti á að ofan, hefur Holland einn stórann akkilesarhæl. Sem er alvarleg skuldastaða hollenskra íbúðarhúsnæðiseigenda. Það hefur ekki verið vandi, meðan hollenska hagkerfið var enn í hagvexti. En öðru nær gildir, ef kreppa sú sem nú ríkir - ágerist. En þá lækka verð íbúða sem þá skapar vaxandi fj. íbúðahúsnæðiseigenda í neikvæðri eiginfjárstöðu, auk þess að tekjur far þá að auki minnkandi.
Hollenska ríkið þarf ef til vill, að nema staðar í niðurskurði. En það getur verið mikilvægara markmið, að til skamms tíma lágmarka efnahagslegan niðurspíral. Vegna hættunnar frá mögnun vanda íbúðaeigenda. Sem ef skellur á ríkinu, eykur þá skuldir þess.
En meðan einkahagkerfið er komið í samdrátt, það er engin mótvægisaðgerð við samdrátt á evrusvæði í boði hjá Seðlabanka Evrópu; er hugsanlegt að nettó neikvætt væri fyrir ríkið, til skamms tíma a.m.k., að grípa til enn frekari niðurskurðar.
Þarna þarf að meta málið heildstætt! Ekki út frá einungis, hinu lögbundna 3% markmiði!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 517
- Frá upphafi: 860912
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 465
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning