18.12.2012 | 19:37
Áhugaverð rök S&P fyrir hækkun lánshæfis Grikklands um 6 flokka!
Skv. þessu er lánshæfi Grikklands hækkað úr "selective default" í "B-." Það sem er áhugavert við þessa ákvörðun, er að hún virðist ekki byggja á vaxandi tiltrú á Grikklandi sjálfu. Heldur, endurskoðuðu mati starfsmanna Standards&Poors á afstöðu aðildarríkja evrusvæðis til stöðu Grikklands innan evru!
S&P raises Greece's ratings
"The upgrade reflects our view of the strong determination of European Economic and Monetary Union (eurozone) member states to preserve Greek membership in the eurozone."
- Akkúrat, þeir telja að aðildarríki evrusvæðis - hafi tekið þann pól í hæðina, að halda Grikklandi innan evru, nánast - hvað sem það kostar.
"The outlook on the long-term rating is stable, balancing our view of the government's commitment to a fiscal and structural adjustment against the economic and political challenges of doing so."
- Þeir telja, það verður áhugavert að sjá hvort það stenst síðar meir, að gríska ríkisstjórnin hafi nægilegt bakbein, til að standa við núverandi samkomulag - þrátt fyrir enn hratt vaxandi kreppu í Grikklandi, og versnandi ástand hjá almenningi - sjá stórfína fréttaskýringu WSJ: Struggling Greeks Face Harsh Winter
Áhugaverð mynd úr frétt Wall Street Journal!
- "Golden Dawn currently polls around 12%, up from 7% of votes in the June elections."
- "It could reach 20% support if the economy continues to sink, Mr. Nikolakopoulos says."
Merkilegt, mjög svipuð þróun og þegar hin hyldjúpa kreppa 4. áratugarins í Þýskalandi, magnaði fylgi við nasista - stig af stigi.
Um það þarf ekki að efast, að gríska hagkerfið mun sökkva áfram - sennilega í gegnum hið fyrirhugaða 4 ára niðurskurðartímabil. Sem ríkisstj. Grikkl. hefur samþykkt og gríska þingið staðfest.
Ef Golden Dawn hefur 20% fylgi á nk. ári, þá væri það eins og endurtekning á Þýskalandi 4. áratugarins. Er nasistar og kommar börðust um völdin á götum borga.
En annar flokkur, Zyrisa flokkur róttækra "anti" globalista. Mælist í dag skilst mér í kringum 30%.
Þrátt fyrir það, virðist mér Zyrisa ekki eins hættuleg hreyfing, og Golden Dawn sem hefur formann sem afneitar helför Gyðinga.
------------------------
En þ.e. vel unnt að sjá aðra hvora þessara hreyfinga við völd, innan nk. 2 - 3 ára.
Niðurstaða
Ég fullyrði ekki neitt um líkur þess að starfsmenn S&P hafi rétt fyrir sér. Það má vera að eftir þingkosningar í Þýskalandi sept. 2013, muni aðildarríki evru standa við fyrirheit um það að bæta greiðslukjör Grikklands - svo fremi að ríkisstj. Grikklands sé enn að standa að fullu við hið nýlega samþykkta "3. björgunarprógramm Grikklands." Og að auki, afskrifa að einhverju leiti af höfuðstól skulda Grikklands.
Eiginlega er ekki nokkur leið að vita fyrirfram, hvort ríkisstjórn Þýskalands var einungis að framkvæma "Björgun 3" til að halda Grikklandi innan evru, fram yfir kosningarnar 2013. Eða hvort, að það var í reynd í gangi, framtíðarstefnumörkun - sem starfsmenn S&P virðast veðja á um, að halda Grikklandi innan evru. Gera þ.s. til þarf, svo það gangi upp.
Hver sem sannleikurinn er, þá a.m.k. er ljóst - að þanþol gríska samfélagsins er óþekkt. Sá strengur getur gefið sig þá og þegar, eða haldið út um óþekktan tíma til viðbótar.
En slæmt, afskaplega slæmt, er ástandið þegar orðið og enn, hratt versnandi.
Það er því alls ekki öruggt, að ríkisstjórn Grikklands verði fær um að halda fram þeim niðurskurðaráformum nk. 4 ár - sem ríkisstjórn Grikklands hefur skuldbundið sig til.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning