16.12.2012 | 23:52
Kalt stríð framundan milli Japans og Kína? Gjaldmiðlastríð í uppsiglingu? Japan að feta verðbólguleið?
Gamli Frjálslyndi Demókrataflokkurinn, sem stjórnaði Japan um áratugaskeið. Er kominn aftur til valda í Japan. Eftir stórsigur, þ.s. flokkurinn virðist hafa fengið 293 þingsæti í neðri deild japanska þingsins, eða hreinan meirihluta. Ásamt hinum nýja hægri sinnaða og þjóðernissinnaða flokki, "Endurreisn Japans" hefur Frjálslyndi Demókrataflokkurinn, 2/3 meirihluta í neðri deildinni.
Það þíðir skv. reglum í Japan, að þó svo aðrir flokkar hafi meirihluta í efri deild, þá getur neðri deild staðfest þá lagasetningu sem neðri deildin vill - - með þessum 2/3 meirihluta.
Þannig að meirihluti andstæðinga í efri deild, geti ekki stöðvað lagasetningar hinnar nýju ríkisstjórnar.
Sem líklega verður samsteypustjórn hins hægri sinnaða Frjálslynda Demókrataflokks og hins últra-hægri sinnaða og þjóðernissinnaða, "Endurreisn Japans."
- Mér skilst að "Endurreisn Japans" vilji einmitt þ.s. í nafninu felst, að hefja Japan aftur til fyrri virðingar, sem meiriháttar veldi í heimsmálum.
- Þá herveldi einnig.
Skv. BBC hefur hinn nýi tilvonandi forsætisráðherra, Shinzo Abe sagt:
Japan election: LDP's Shinzo Abe vows tough China line
- "Mr Abe said the islands were Japan's "inherent territory" and it was his party's objective was "to stop the challenge" from China."
- ""We don't intend to worsen relations between Japan and China,"..."both parties need to share the recognition that having good relations is in the national interests of both countries"..."China lacks this recognition a little bit. I want them to think anew about mutually beneficial strategic relations," he said.
Hafandi í huga, að foringi samstarfsflokks Abes, hefur árum saman sem borgarstjóri Tokyo, barist fyrir því að Japan - tryggi um aldur og æfi, eign sína á þessum skerjum sem nefnast af Japans hálfu Senkaku; virðist ljóst að deila Japans og Kína um viðkomandi hafsvæði og smáeyjar, mun harðna.
Að auki, tala báðir um að "efla japanska herinn og flota," tala um að endurreisa virðingu Japans á ný.
----------------------
Útlit fyrir að sannkallað "kalt stríð" geti verið í farvatninu milli Japans og Kína. Ásamt tilheyrandi vígbúnaðarkapphlaupi. Það mun síðan líklega, íta á 3-þjóðir á svæðinu, að einnig efla sína heri og flota frekar.
Gjaldmiðlastríð framundan?
Skv. frétt Reuters sagði Abe eftirfarandi:
Japan's LDP surges back to power, eyes two-thirds majority with ally
""We have promised to pull Japan out of deflation and correct a strong yen," Abe said on live television. "We need to do this. The same goes for national security and diplomacy.""
Hann ætlar sem sagt að tékka af hækkun jensins gagnvart ýmsum heims gjaldmiðlum á síðari misserum.
Það getur vart þítt annað, en að hann muni láta seðlabanka Japans, hefja prentunaraðgerð.
Þannig, að þá sláist Seðlabanki Japans í hóp með "US Federal Reserve" og "Bank of England."
----------------------------
Það virðist blasa við, að þetta getur leitt til "competitive devaluation through printing."
Spurning hvað evrusvæði gerir - en prentun á dollarasvæðinu, er örugglega meginástæða þess, að evran hefur ekki fallið að ráði gagnvart dollar. Og nú væntanlega, fer evran að hækka gagnvart jeni.
Að sjálfsögðu, munu einhverjir kjánar sjá þá hækkun evrunnar gagnvart jeni, sem traustyfirlýsingu við evruna - - en þess í stað, getur sú hækkun, aukið hættuna á falli evrunnar.
Því, þá verður útflutningur evrusvæðis, síður samkeppnishæfur við útflutningsvörur frá Japan en í dag, sem verður síst til að hjálpa löndum í vanda á evrusvæði, í því markmiði að snúa við neikvæðum viðskiptajöfnuði yfir í nægilega stóran plús að þær muni ná fram sjálfbærni skuldastöðu.
Ætlar ríkisstjórn Abe, að fara "verðbólguleið?"
Skv. Financial Times er eftirfarandi, stefna Frjálslynda Lýðræðisflokksins um efnahagsmál:
Economic and monetary policies - LDP crushes rivals in Japanese poll
âFocus on overcoming deflation and reversing the yens strong rise against major currencies, particularly the dollar.
⏠Set a clear inflation target of 2 per cent and work with the Bank of Japan to achieve that goal through aggressive monetary easing. If necessary, rewrite the BoJ law for that purpose and aim to achieve nominal GDP growth of at least 3 per cent.
âConsider setting up a public investment fund, with contributions from the BoJ and the private sector, to invest in foreign bonds in as a means to weaken the yen. Pursue growth by investing heavily in public works to rebuild Japans infrastructure, beginning with a large scale supplementary budget. Implement dramatic deregulation measures to make Japan globally competitive.
Best að muna, að flokkurinn hefur gert þetta áður. En hann var við stjórn í Japan, megnið af 10. áratugnum. Og beitti einmitt svokölluðu "stimulus" þ.e. eyðsluprógrömmum á vegum ríkisins, til þess að koma hagkerfinu úr sporunum.
Á sama tíma, er flokkurinn einnig að tala um að, lækka gengi jensins.
- Best að halda til haga að japanska ríkið skuldar í dag ca. 230% af þjóðarframleiðslu.
Sem betur fer, er megnið af því dæmi í eigu Japana sjálfra, þannig að þeir skulda í reynd sjálfum sér. Sem væntanlega er stór hluti ástæðu þess, að japanska ríkið hefur hingað til komist upp með þetta.
----------------------------
En nú ætlar ný ríkisstjórn Lýðræðislega Demókrataflokksins, að endurtaka "public spending" stefnu þá sem flokkurinn hefur áður beitt, og var beiting flokksins á 10. áratugnum örugglega stór hluti ástæðu þess, að japanska ríkið í dag skuldar svo óskaplega mikið.
Og samtímis, að stunda "seðlaprentun."
Þess vegna set ég þá spurningu fram: Ætlar Japan að fara "verðbólguleið"?
- Fræðilega er unnt, einmitt vegna þess að Japanir sjálfir eiga þessar skuldir, að eyða þeim mikið til upp - - með því að búa til nægilega mikla verðbólgu.
- Samtímis, fræðilega, getur raunlækkun lífskjara stuðlað að endurreisn samkeppnishæfni japansks vinnuafls - - en Japan sjálft hefur seinni ár verið að ganga í gegnum sama ferlið og Bandaríkin sem og Evrópa, að störf hafa verið að flytjast þangað þ.s. laun eru lægri.
----------------------------
Best að gleyma því ekki, að efling hers og flota er sögulega séð, klassískt "spending program."
En þá fá innlendir aðilar meira að gera þegar flr. skip og flr. vígtól eru smíðuð, flr. fá vinnu hjá hernum og flotanum o.s.frv.
Ríkisstjórnin ætlar að gera þetta "einnig."
Niðurstaða
Hin stóra hægri sveifla sem allt í einu hefur átt sér stað í Japan. Getur haft mjög "áhugaverðar" afleiðingar í heimsmálum.
- Japan mun að líkindum hefja formlegt vígbúnaðarkapplaup við Kína, samtímis því að ný hægri sinnuð og samtímis þjóðernissinnuð ríkisstjórn, mun auka hörku í samskipum við Kína, í tengslum við deilumál þjóðanna um landgrunn og landsvæði.
- Svo, ætlar ríkisstjórn Japans að hefja prentunaraðgerð, sem mér virðist augljóst að er beint gegn prentunaraðgerð "US Federal Reserve" sérstaklega, en í síðustu viku var bætt enn í bensíngjöfina hvað það varðar, er Seðlabanki Bandaríkjanna lofaði því að stefna að minnkun atvinnuleysis í 6,5%. Á næsta ári, stefnir því í að evran verði eins og milli steins og sleggju. Ef ECB fer ekki einnig í prentun, mun væntanlega evran hækka gagnvart dollar og jeni, sem stuðla mun enn frekar að verðhjöðnun og samdrætti í S-Evr., jafnframt að enn frekari dýpkun evrukreppunnar.
- Að auki, ætlar ríkisstjórn Japans, að hefja til vegs og virðingar á ný, stórfelld eyðsluprógrömm, til þess að stuðla að "hagvexti." Það þegar skuldir ríkisins í Japan eru ca. 230%. Það verður áhugavert mjög svo að sjá, hvaða afleiðingar það mun hafa, samtímis því að stórfelld prentun mun augljóslega einnig vera í gangi. Ekki má gleyma eflingu hers og flota, sem í eðli sínu virkar efnahagslega sem "public spending program" og mun því bætast ofan á, aukningu framkvæmda á vegum ríkisins í Japan.
Þegar ég segi - áhugaverðar afleiðingar. Vísa ég því, til mögulega býsna fölþættra afleiðinga.
Þetta augljóslega magnar hættu á "gjaldmiðlastríði." Síðan, getur aukin spenna milli Japans og Kína, magnað upp vígbúnaðarkapphlaupið í Asíu í almennum skilningi. Í reynd smám saman, gert Asíu að sambærilegri púðurtunnu og - - Evrópa var vorið 1914.
En þá var Þýskaland vaxandi efnahags- og herveldi. Á endanum, gripu Frakkland og Bretland, einnig til eflingu eigin vígbúnaðar. Til að mæta eigin skynjun á hættuna, af hinu rísandi veldi.
Þarna getur skapast sæmilega öflugt "Déjà vu."
Bendi á eldri umfjöllun um Senkaku deiluna:
Japan og Kína eru að rífast um eyjaklasa, sem er minni að flatarmáli en Heimaey!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.12.2012 kl. 00:02 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn, þarna hefur þú einmitt næsta "kalda" stríðið. Þar verður ansi heitt á tímabili.
Eyjólfur Jónsson, 17.12.2012 kl. 14:41
Já, því get ég trúað. Verður áhugavert að sjá, hvort Japan kemur sér upp kjarnavopnum. En Japan á mikið af plútóníum, nóg fyrir flr. hundruð kjarnasprengjur, ef þeim sýnist svo - afleiðing þess að reka svokallaða "fast breeder" ofna árum saman. Hafa örugglega þekkingu til að smíða sprengju á nokkrum vikum til mánuðum, ef þeim sýnist svo.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.12.2012 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning