Skv. Financial Times, gríðarlegur uppgangur í orkumálum í Bandaríkjunum!

Smá tilbreyting að tala um Bandaríkin. En skv. frétt FT - US sees $90bn boost from shale gas boom - hefur nýfjárfesting í tengslum við nýtingu á svokölluðu "leirsteins gasi"/"shale gas" numið um 90ma.$ sl. 2 ár. Sem hljómar sem ágætis búbót fyrir hagkerfi, sem að öðru leiti hefur verið í efnahagsvanda.

Þetta er fyrir utan þá nýfjárfestingu sem í gangi er á öðru svæði - sem tengist aukinni olíuvinnslu.

  • Spurning: Hvenær þetta "boom" nái því krítíska umfangi, að það fari að lyfta heildarhagkerfinu?
  • Eins og margir vita, hvíla mikil þyngsli á bandar. hagkerfinu í formi skulda.
  • Þó hefur peningastefna "Federal Reserve" verið miklu mun hagstæðari fyrir skuldara, en peningastefna sú er ríkir á evrusvæði.
  • Þó svo að skuldir séu a.m.k. eins miklar víð og dreif um hagkerfið eins og tja á Spáni, þá munar það mikið sennilega um, miklu mun hagstæðara vaxtaumhverfi; að þunginn af skuldunum verður minni. 

Skv. fréttinni, er verðlag á gasi það lægsta í 10 ár, þ.e. 3,3$/mBTU(per million British thermal units).

Sbr. að 2008 var gasverð í Bandaríkjunum 13$/mBTU.

Meðan skv. frétt er algengt verðlag í Evrópu og Asíu, í kringum 16$/mBTU.

  • Skv. þessu hefur verðlag á gasi í Bandaríkjunum lækkað um tæp 75%. Ekkert smáræði það.
  • Miðað við erlenda gasverðið, er það þá nærri því 80% lægra.
  • Það má einnig segja, að 2008 hafi gasverð verið nærri 4 falt hærra en í dag.
  • Eða að í Evrópu eða Asíu, sé það nærri 5 falt hærra en í dag innan Bandaríkjanna. 

Það hefur með öðrum orðum átt sér stað "verðhrun" á orku innan Bandaríkjanna, á sama tíma og orkuverð, fer hækkandi í Asíu sem og í Evrópu.

Þetta að sjálfsögðu, mun skapa Bandaríkjunum mikið samkeppnisforskot, í tilteknum geirum.

Þegar gætir þess, að fyrirtæki með starfsemi í Evrópu, á sviðum þ.s. orkuverð er mikilvægur kostnaðarþáttur, séu farin að fjárfesta í nýjum verksmiðjum innan Bandaríkjanna.

Þetta skapar Bandaríkjunum ekki síður "bætta" samkeppnisaðstöðu miðað við Asíu, en orka er ekki ódýr í Kína.

Í dag og a.m.k. næstu 20-30 ár, ef ekki lengur, er útlit fyrir að orka verði mun ódýrari fyrir bandar. framleiðendur, en kínverska.

Því geta kínv. framleiðendur einungis mætt með "lágum" launum - meðan að kostnaðarhagræðið fyrir framleiðendur innan Bandaríkjanna, þíðir að þeir geta "sjálfbært" staðið undir hærri launum en ella.

Þess vegna, má vera að á næstu árum, muni snúa við þróun sl. 20 ára innan Bandaríkjanna; að laun verkamanna og millistéttar, standi í stað eða jafnvel lækki.

-----------------------------

Ryðbeltið í Bandaríkjunum getur gengið í endurnýjun lífdaga.

Jafnvel Detroit, borg sem hefur hnignað svo svakalega, að heilu borgarhlutarnir (districts) hafa lagst í auðn, verið skrúfað fyrir þjónustu - síðustu íbúar jafnvel neyddir til að flytja.

Viðsnúningur í framleiðslu hagkerfinu, getur þítt einnig viðsnúning um viðskiptajöfnuð Bandaríkjanna, þannig að aftur eins og var á áratugum áður, séu bandarískar framleiðsluvörur áberandi á alþjóðamörkuðum.

En á seinni árum hafa asísk merki verið miklu mun meir áberandi.

Skv. frétt FT: hefur iðnframleiðsla í Bandaríkjunum síðan 2010 aukist um 12%, meðan að í Kína hafi iðnframleiðsla í reynd fallið um 2%, og í Japan um 6%. Innan Evrópu, sé það einna helst þýska hagkerfið sem stendur í Bandaríkjunum, með aukningu iðnframleiðslu um 11% yfir sama tímabil. En þýskir framleiðendur hafa nýverið varað eigin stjórnvöld við versnandi samkeppnisskilyrðum, að ekki sé að vænta að slík aukning haldi áfram á þeim dampi. 

  • Því miður fyrir Evrópu, þá er stefnumörkun þannig - að frekar er líklegt að verðlag á orku haldi áfram að hækka.
  • Sem þíðir væntanlega, að enn heldur störfum áfram að fækka - mögulegur hagvöxtur að minnka af þess völdum einnig ofan á þann vanda sem neikvæðri fólksfjölgunarþróun fylgir.
  • Til samans, þíðir það þá einnig, að minnkandi möguleika Evrópu til að ráða fram úr þeirri skuldakreppu sem hún er stödd í.

Á einhverjum tímapunkti hlýtur kreppan að verða það erfið, að erfiðleikarnir knýja fram stefnubreytingu, þannig að Evrópa einnig eins og Bandaríkin, fari að vinna í því - - að skapa störf.



Niðurstaða

Orku-"boomið" í Bandaríkjunum virðist raunverulega vera ein af þessum mikilvægu breytingum, sem stöku sinnum verða í heiminum. Eins og ég hef áður sagt. Að miðað við þessar horfur, þá reikna ég með því að "boomið" fari að lyfta heildarhagkerfinu í Bandaríkjunum, innan núverandi kjörtímabils Obama. Þannig að þegar kemur að þeim tíma að næst á að kjósa forseta. Verði komin myndarlegur hagvöxtur að líkindum -- þannig að næsti frambjóðandi Demókrata verði líklega fyrir bragðið sigurstranglegur. Demókratar græði á því að vera við stjórnvölinn, þegar uppgangurinn hefst.

---------------------------

Ítreka þ.s. ég hef sagt, að þetta líklega þíðir að dollarinn - er ekki á útleið.

Að hnignun Bandaríska hagkerfisins, tekur enda - viðsnúningur þeirrar þróunar, tryggi áframhaldandi öfluga stöðu Bandaríkjanna, sem mesta herveldis heims a.m.k. nk. 50 ár eða svo.

Bandaríkin séu áfram, kjarnaríki hins vestræna heim, þungamiðja vestursins.

Með auknum hagvexti, þá jafnharðan muni skuldavandræðin smám saman líða hjá.

*Meðan að Evrópa virðist mér, vera stödd í langvarandi vanda af því tagi.

Með bættum efnahag, verður auðvitað - hagstætt aftur að selja til Bandaríkjanna, og þá minnkar mikilvægi Evrópumarkaðar á ný.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein. Einar. Bandaríkjamenn eiga nóg af olíu og sérstaklega norður í Alaska en þar eru ónotaðar lindir bæði fyrir utan norður ströndina Bauford haf. Það eru líka stór orku svæði í Alaska sem eru ''federal reserves'' sem þeir einir geta ákveðið að nota en hugmyndafræðin var að kæmi stríð þá yrði þau svæðið nýtt. Það er spurning hvað þeir gera ef möguleg kreppa kæmi. Það eru líka olíulindir á Cook inlet svæðinu sem þeir lokuðu fyrir um tíu árum síðan.  

Valdimar Samúelsson, 15.12.2012 kl. 11:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nú svo merkilegt, Einar, að þó þýska efnahagskerfið standi kannski næst því að vera samkeppnishæft við það bandaríska, eru fyrirtæki eins og BMW að flytja sífellt meira af sinni framleiðslu vestur yfir Atlantsála.

Skemmst er að minnast þess er erlendir fjárfestar sem höfðu ætlað sér að setja á stofn fyrirtæki hér á landi, hættu við og sneru sér til Bandaríkjann. Ástæðan; hagstæðara orkuverð!

Það er ljóst að gasframleiðsla hefur stór auklist í Bandaríkjunum. Það kemur einkum raforkufyritækjum til góða, þar sem þau hafa þá getu til að skipta úr kolaverum yfir í gasver og framleiða mun hagstæðara rafmagn. En það er fleira í gangi varðandi orkuöflun þar vestra. Bakken svæðið, sem nær yfir hluta Norður Dakóta, Montana og upp til Kanada, er fullt af olíu, unnið með fracking aðferðinni. Þetta er rétt að hefjast, byrjaði fyrir einungis rúmu ári síðan af einhverju viti og enn er langt í að fullri vinnslu sé náð. Þar er hellsti þröskuldurinn grunnaðastaða fyrir það fólk sem þarf við vinnsluna. Hver áhrif þessa á eftir að verða, þegar framleiðslan kemst á fullt skrið, er erfitt að segja, en ljóst að enn frekar uppbygging mun verða í Bandaríkjunum.

Það er kominn tími til að leiðrétta þau mistök sem gerð voru vegna skammvinnra gróðasjónarmiða, þegar markaðir fyrir íslenskan fisk voru vanræktir vestan hafs og efldur innan ESB. Það er ljóst að framtíðarmarkaður fyrir fiskafurðir er vestan Atlantsála, ekki austan. Því er mikilvægt að vera fyrri til að endurvekja þann markað, áður en t.d. Norðmenn ná honum öllum. Takist það mun Ísland njóta þess gróða sem fyrirsjáanlegur er á Amerískri grund og jafnfram forðast það hyldýpi sem ríki Evrópu eru að falla í, vegna evrunnar.

Því gæti verið bjart framunda hjá okkur Íslendingum, ef stjórnvöld bara tækju rörið frá augum sér og liti í kringum sig. Heimurinn er nefnilega stærri ESB!!

Gunnar Heiðarsson, 15.12.2012 kl. 11:03

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt Gunnar, nú er sennilega rétti tíminn að hefja markaðsátak innan Bandaríkjanna fyrir ísl. fisk.

Áhugaverð ábending að erlendur aðili hafi hætt v. fjárfestingu hér - - en lækkun orkuverðs í Bandar. þíðir, að við getum ekki verið að heimta hærra verð.

Þurfum að vera lægri ef e-h er, og þá væntanlega koma aftur raddirnar, sem segja að við fáum "ekki neitt" fyrir auðlindirnar.

Þeir virðast ekki átta sig á því, að tilgangurinn er að skapa grundvöll fyrir sköpun framtíðarstarfsemi, fjölga störfum hérlendis, auka útflutning svo unnt sé að flytja meir inn o.s.frv.

Þegar menn eru á annað borð komnir hingað með starfsemi, þá taka þeir tillit til hins sokkna kostnaðar og vilja fá hann aftur, eru ekki farnir þó e-h gefi á bátinn tímabundið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.12.2012 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband