Grikkland lafir fram fram á næsta ár, og stofnað til bankasambands!

Vikunni lauk með tveim sæmilega stórum fréttum. A) Það virðist Grikkland fái þá peninga, sem duga til að halda því á floti a.m.k. út þetta ár og eitthvað fram á það næsta. B) Það var stofnað til bankasambands, sem þó tekur ekki til starfa fyrr en 2014.

‘Grexit dead’ as €34bn loan agreed

Forsætisráðherra Grikklands var kokhraustur er hann sagði "Grexid is dead"? 

En ég held að enginn trúi öðru en því, að "Björgun3" sé einungis tímabundin aðgerð, því Merkel hefur komist að þeirri niðurstöðu, að slæmt sé atkvæðalega að láta Grikkland hrynja úr evru; fyrir þingkosningar í Þýskalandi sept. 2013.

Árinu lýkur með Grikkland innan Evru - - ég verð að segja, að lengi leit það mjög erfiðlega út, að það myndi takast.

Það verður síðan áhugavert að fylgjast með því, hvernig gengur á nk. ári - - en ljóst er að Grikkland mun áfram að halda að hrynja saman, einhversstaðar á bilinu frá 5,5-7%. En óháðar spár, eru á þessu bili ca.

Mér virðist það alls ekki öruggt, að Grikkland lafi svo lengi sem fram yfir kosningarnar í sept. 2013.

Það er áhætta Merkelar. En, svo getur einnig farið, að Grikkland slefi það fram yfir þann tímapunkt; en mér virðist þá líklegt. Að "4. björgun" Grikklands muni þá ekki geta beðið mikið lengur.

Kannski, að þá telji Merkel, óhætt að láta Grikki róa - hver veit. Það má einnig vera, að þá sé hún til í að stíga stærri skref, til að gera áframhaldandi vist þeirra innan evru mögulega. 

Það allt kemur í ljóst síðar.

--------------------------------

Varðandi bankasambandið, þá virðist samkomulagið í grófum dráttum, skv. fréttum - kveða á um að Bankasambandið, muni hafa yfirumsjón með ca. 200 bönkum. Miðað við þ.s. heyrst hefur um þær tillögur er lágu fyrir.

Þá hafa Þjóðverjar skv. því, gefið eftir hluta af litlafingri.

Því, þeir vildu að einungis milli 20-30 stærstu bankarnir, væru undir sameiginlegri umsjón. Á móti, kváðu ýtrustu tillögur um það, að sameiginleg umsjón næði til allra milli 6-7 þúsund bankastofnana, innan evrusvæðis þ.e. stórra sem smárra.

En þ.s. þetta tekur ekki til starfa fyrr en 2014, þá er það "eftir kosningar" - en Merkel virðist vera mjög áhugasöm um, að tryggja að ekki ein einasta evra af kostnaði, falli á Þýska kjósendur fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi.

Ég reikna með því, að Þjóðverjar - hafi náð fram meginmarkmiðum sínum:

  1. Að sameiginlegt eftirlit, næði ekki yfir Landabanka Þýskalands. Sem væntanlega þíðir að svokallaðir Cajas á Spáni, teljast ekki til þess eftirlits heldur.
  2. Og því, að ekkert raunverulega bitastætt, gerist fyrir kosningar. Þjóðverjar virðast hafa hummað af sér, allar hugmyndir um "sameiginlega innistæðutryggingu" - ekki verði tekin afstaða til slíks, fyrir 2014.
  • Eitt annað, að það virðist sem að þjóðunum utan evru, hafi tekist að ná fram tryggingu fyrir því, að evru 17 valti ekki yfir aðildarríkin að ESB sem ekki eru innan evru.
  • Einhvers konar 2-föld regla, þannig að tveir meirihlutar þurfi til, skilst mér.
  • Síðast en ekki síst er, að skv.ritstjóra FT þá var samþykkt, að undir "sérstökum kringumstæðum" verði sameiginlegum eftirlitsaðila, mögulegt að grípa inn í aðstæður smærri fjármálastofnana.

Eins og sagt er, "the devil is in the details." 

Sjálfsagt á enn eftir að skrifa smáa letrið um það, hvernig akkúrat sú neyðarheimild virkar.

Ég ætlaði næstum að segja, að þetta væri gersamlega "gagnslaust apparat."

En - fer eftir því hvernig sú neyðarheimild verður útfærð - er a.m.k. hugsanlegt, að þetta bankasamband raunverulega komi til með að vera gagnlegt.

En halda ber til haga, að meginvandinn innan fjármálastofnana á Evrusvæði, er innan smærri stofnana þ.e. þeirra sem eru einkum með viðskipti innan einstakra landa - ég vísa til húsnæðislána.

En víða, eru slíkar stofnanir með mjög náið samstarf við svæðisbundnar pólit. elítur, sem gjarnan sitja í stjórn - slíkra svæðisbundinna lánastofnana.

Þetta á við m.a. um Þýsku Landabankana, og sannarlega um spænsku lánasjóðina þá sem heita að jafnaði "Caja" eitthvað.

----------------------

Það er þ.s. ég á við, að sameiginlegt eftirlit sé gagnlítið - ef það hefur ekkert með að gera, þær stofnanir sem eru megin ógnin við fjármálastöðuleika á evrusvæði.

En vegna þess hve slíkt þægindasamband er algengt innan Evrópu, ekki í Bretlandi. Þar var slíkt afnumið af Thatcher. En víða á meginlandinu, er slíkt þægindasamband til staðar.

Og ekki að furða, að kröfur um sameiginlega ábyrgð - sem þíddi að slíkt þægindasamband líklega myndi taka enda; skuli mæta andstöðu í fj. aðildarríkja.

Það er líklega fyrst og fremst "Nauð og ótti" sem fær Ítalíu og Spán, til að taka undir þörf á svo umfangsmiklu eftirliti, en þá er vonin að unnt sé að færa kaleikinn af fjármögnun slæmra húsnæðislána, yfir á sameiginlega sjóði.

Sem mig grunar að Þjóðverjar muni í reynd aldrei samþykkja.

 

Niðurstaða

Evran hefur það út þetta ár. Það er öruggt. Grikkland lafir einnig út árið. Það virðist nú einnig öruggt. Og það var stofnað til Bankasambands. Sem möguleiki er, að geri eitthvað gagn.

Það verður að koma í ljós. 

Ég á von á að vandræði evrunnar gjósi upp á nýjan leik, ekki sennilega strax í janúar eða febrúar, en þegar kemur inn í mars til apríl. Ættu uppgjör sl. árs að liggja fyrir.

Þá líklega verður ljóst, að kreppan í fj. ríkja er ívið harkalegri, en stjv. hafa verið að segja hana vera.

Svo verður að koma í ljós, hvort Merkel vinnur eða tapar því veðmáli sem hún hefur ákveðið að taka - þ.e. að Grikkland virkilega lafi innan evru, fram yfir þinkosningar í Þýskalandi sept. 2013.

  •  Nema að Berlusconi komi til, og steli senunni í ítölsku kosningunum í febrúar 2013.

-------------------------

Það er sannarlega enn til staðar spurningarmerki - hvort evran hefur það af eða ekki. Ég mynni fólk á bankana okkar sálugu, munið eftir litlu kreppunni 2006 tveim árum áður en þeir féllu, ég man eftir uppgjörum sem gefin voru út við árslok 2007. Sem öll virtust sýna stofnanir er væru, ekki í mikilli hættu - væru eins og erlendir fjölmiðlar töluðu um, að sigla í "var."

Annað kom í ljós. Það logn sem stóð yfir fyrri hluta árs 2008 var svikalogn. Á meðan, út á við virtist sem hlutir færu skánandi, var í reynd með stöðugt meiri hraða að grafa undan þeim.

Spurning hvor það logn á evrusvæði sem hefur rikt nú í nokkra mánuði, sé einungis augað í fellibylnum?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ertu ekki bara falsspámaður - endalaust að spá þessu með grikkland og esb. hvernig væri að koma með eitthvað 'raunverulegt' í málið

Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 23:56

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvað væri "raunverulegt"?

Einar Björn Bjarnason, 15.12.2012 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband