12.12.2012 | 23:57
0% stýrivextir í Bandaríkjunum, þar til atvinnuleysi fer niður fyrir 6,5%! 0% stýrivextir mögulegir á Íslandi?
Dálítið gaman að bera saman Vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands vs. Vaxtaákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna. En þ.e. eins og þessar tvær stofnanir séu staðsettar í gerólíkri heimsmynd.
Yfirlísingar Seðlabanka Íslands eru reyndar dálítið steiktar - svo vitlausar eru þær sbr. "Laust taumhald peningastefnunnar á undanförnum misserum hefur stutt við efnahagsbatann."
Einmitt - - laust taumhald :)
Magnað, höfum í huga að í Bandaríkjunum var "Federal Reserve" að lofa að halda stýrivöxtum í 0% - ath. ekki 7% sem Seðlabanki Ísland talar um sem "laust taumhald til að efla hagvöxt"; heldur 0%.
Að auki, "Federal Reserve" og einnig "Bank of England" hafa stýrivexti, sem eru "lægri en verðbólgan."
Þetta er grundvallar atriði - - En Seðló gætir þess ávallt að stýrivextir séu hærri en mæld verðbólga.
--------------------------------
Það skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli, að viðhalda lág-vaxtaumhverfi, þegar skuldavandræði eru mjög útbreitt vandamál.
Þetta vita bæði Bernanke í Washington og Mervyn King (sem er við það að hætta) í London.
Hvernig fær Seðlabanki Ísland það út, að 7% stýrivextir jafngildi - slakri vaxtastefnu?
Það fær hann út, með því að draga verðbólgu frá stýrivöxtunum, en vandinn er sá að verðbólga á Íslandi í seinni tíð, hefur ekkert með þenslu að gera.
Þ.e. rökrétt að tala um, beitingu vaxta til að hindra verðþenslu, þegar í gangi er uppgangur og einmitt þensla, en þegar þ.e. slaki - mesta atvinnuleysi á Íslandi í áratugi; þá er mín skoðun að algerlega "órökrétt" sé að draga verðbólguna frá stýrivöxtunum.
Og kalla nettó töluna - aðhald stýrivaxtanna. Þvert á móti, sé aðhaldið 7% því engin er þenslan.
Um þetta er grundvallar hagfræðilegur ágreiningur - - en Seðlabanki Íslands virðist aðhyllast stefnu Bundesbank og Seðlabanka Evrópu, meðan að "Bank of England" og "Federal Reserve" reka sig á allt annarri hagfræði.
Eða pælið í þessu: Hvenær myndi Seðlabanki Ísland segja e-h þessu líkt?
- "The Committee remains concerned that, without sufficient policy accommodation, economic growth might not be strong enough to generate sustained improvement in labor market conditions."
- "Furthermore, strains in global financial markets continue to pose significant downside risks to the economic outlook."
- "In particular, the Committee decided to keep the target range for the federal funds rate at 0 to 1/4 percent and currently anticipates that this exceptionally low range for the federal funds rate will be appropriate at least as long as the unemployment rate remains above 6-1/2 percent, inflation between one and two years ahead is projected to be no more than a half percentage point above the Committee's 2 percent longer-run goal, and longer-term inflation expectations continue to be well anchored."
Hefði verið unnt að hafa 0% stýrivexti á Íslandi?
Ég sé í reynd - af hverju ekki.
Meginástæða verðbólgunnar sem skall á sl. 2 ár, voru launahækkanir sem stjv. samþykktu annars vegar og hins vegar útgjaldahækkanir ríkisins sjálfs sem og sveitarfélaga.
Ef þess í stað, stjv. hefðu neitað að hækka laun - náð því fram, reiknum með að til þess hefði þurft til að halda út "langt verkfall."
Gjaldahækkanir hafa verið notaðar af hinu opinbera, til að greiða fyrir sinn hluta launahækkananna.
En sannleikurinn er sá, að það var í reynd engin innistæða fyrir þeim hækkunum, einmitt þess vegna fóru þær í verðlagið, og hækkuðu lánin.
Í staðinn, hefði verðbólgan verið lægri, líklega þegar ca. við markmið Seðlab. Ísl. þ.e. 2%. En hún var nærri þeim stað, þegar launahækkanirnar voru samþykktar.
Lánin hefðu ekki hækkað, síðan hækkað minna v. lægri verðbólgu. Í reynd, hefðu launamenn verið betur staddir, a.m.k. þeir sem skulda a.m.k. milljón í eigin húsnæði.
---------------------
Lykilatriðið við það, að halda aftur af verðbólgu á Íslandi - snýst ekki um "stýrivexti." Þeir virka í reynd afskaplega treglega á Íslandi, v. verðtryggingarinnar.
Heldur, snýst lágmörkun verðbólgu, um - að halda launahækkunum í skefjum.
Og að því, að hið opinbera - gæti að sér í hækkun gjalda; þ.e. auðsýni aðhald.
En þetta tvennt "laun" og "útgjaldahækkanir ríkis og sveitarfélaga" eiga sennilega megnið af þeirri verðbólgu umfram 2% sem verið hefur hér, sl. 2 ár.
- Er ég þá ekki að tala um skerðingu kjara?
Alls ekki - enda töpuðu launamenn flestir hverjir líklega, nettó á síðustu launahækkunum.
- Málið er, að launamenn - meðan skuldir eru útbreiddar.
- Græða mest á, að lágmarka verðbólgu.
- Hið skynsamlega hefði verið, að stéttarfélögin hefðu komið sér saman um, að viðhalda verðbólgu sem næst 2%.
- Á sama tíma, hefði ríkið og sveitarfélög, þurft að samþykkja, að mæta ekki útgjaldavanda með hækkunum "gjalda" yfir tímabilið.
Stýrivextirnir á Íslandi, gera nákvæmlega EKKI NEITT GAGN við það, að hemja verðbólgu. Vegna þess, að það er engin "þensluverðbólga" þ.e. verðbólga búin til af eftirspurnarþenslu.
En þ.e. ekki rétt, að þeir skipti lykilmáli um gengi krónunnar.
Þvert á móti, fer gengið eins og sést, upp eða niður í takt við vöxt eða minnkun gjaldeyristekna.
En lykilatriðið um gengið, snýr að viðskiptajöfnuðinum er af íllri nauðsyn, verður að vera nægilega hagstæður, til þess að peningur sé til staða til að standa straum af erlendum skuldum þjóðarinnar.
---------------------
Málið er, að besta leiðin til þess að bæta kjör almennings - - er gengishækkun!
Þá lækkar verðbólga, en gengishækkun er verðhjaðnandi aðgerð.
Fræðilega skv. vísitölunni ófrægu, geta lán "lækkað" skilst mér. Ef það kemur tímabundin verðhjöðnun.
En það væri ekkert vandamál á Íslandi, að hafa tímabundna verðhjöðnun - enda neysla svo sára lítið að halda uppi innlendri framleiðslu.
Gengishækkun, má auðvitað einungis beita - - þegar þ.e. innistæða fyrir henni!
Niðurstaða
Málið með vaxtastefnu Seðlabankans, að sú ákvörðun að ráða Má, var ákvörðun að viðhalda áfram sömu ofur-vaxtastefnunni, og Ísl. Seðlabankinn hefur viðhaldið tja alla tíð síðan Már sjálfur var aðalhagfræðingur Seðlabankans. Áhugavert að hann er aðalhagfræðingur Seðló fram til 2004 frá 1994 til sbr. var DO forsætisráðherra frá 1991 - 2004.
Það er mjög augljóst, að þarna er rekin um margt mjög ólík hagfræði sbr. stefnu "Bank of Englan" eða "Federal Reserve."
Þó svo að ég haldi að "0%" vextir hefðu verið heppilegir, gegnt aðhaldi að launahækkunum og því að hið opinbera viðhefði engar gjaldahækkanir á meðan.
Ég er viss, að það hefði skilað verðbólgu nálægt 2%. Þá er ég ekki að leggja til, að taka upp prentunarstefnu "Bank of England" og "Federal Reserve." En slík stefna ætti ekki við hér.
Í Bandaríkjunum og Bretlandi, er nægilega mikið af verðhjaðnandi áhrifum innan heildarhagkerfisins, til þess að "prentun" sé framkvæmanleg "án verðbólgu-aukningar." En því er ekki til að dreifa hér.
Prentun væri ekki samrýmanleg við 2% verðbólgumarkmið, þó hún sé það skv. "Federal Reserve" sjá yfirlísingu að ofan.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2012 kl. 00:24 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 863660
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það hefði verið hægt Einar, en ekki samkvæmt efnahagsáætlun AGS. Þar var gjaldið við gjaldeyrishöftin þessir háu vextir.
Þegar menn skoða ástandið í dag, ættu menn að skoða upphafið.
Upphafið er ekki Hrunið, heldur samkomulagið við AGS.
Samkomulagið sem bjó til kreppu og hefur haldið þjóðinni í skuldafjötrum æ síðan.
Hefðum við tekist á við skuldir fyrirtækja og heimila, keyrt vextina í núll, og skattlagt útstreymi krónueigna, þá væri allt blómstrandi í dag.
Vegna þess að grunnstoðir atvinnulífsins, sjálf verðmætasköpunin er í blóma.
Aðeins kerfismistök gat hindrað að sá blómi leitaði út í atvinnulífið.
Og hann er ennþá til staðar í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning