Ég las mig í gegnum ræðuna hans Mario Draghi sjá Introductory statement to the press conference (with Q&A). Sennilega er eitt stærsta atriðið í henni, að loksins hefur ECB gefist upp á því að halda því fram að viðsnúningur hefjist fyrir lok þessa árs. En þ.e. ekki fyrr en nú að ég sé fyrst Draghi viðurkenna. Að evrusvæði klári þetta ár í samdrætti.
- "Based on our regular economic and monetary analyses, we decided to keep the key ECB interest rates unchanged."
- "The economic weakness in the euro area is expected to extend into next year."
- "In particular, necessary balance sheet adjustments in financial and non-financial sectors and persistent uncertainty will continue to weigh on economic activity."
- "Later in 2013 economic activity should gradually recover, as global demand strengthens and our accommodative monetary policy stance and significantly improved financial market confidence work their way through to the economy."
- "In order to sustain confidence, it is essential for governments to reduce further both fiscal and structural imbalances and to proceed with financial sector restructuring."
Hann virðist vera að spá því að heimshagkerfið byrji að rétta við sér seinni hluta nk. árs.
Og að auki, að hin samræmda niðurskurðarstefna sem er í gangi innan evrusvæðis, þ.s. löndin eru nær öll að skera niður hallarekstur sinna ríkissjóða - þ.e. nær öll samtímis; muni skila trausti markaða til baka.
Sýn ECB á málin virðist einföld, virðist byggjast á hinni þýsku ríkjandi hagfræði, þ.e. ef í hallarekstri - skera niður.
Ef skuldir hlaðast upp v. hallarekstrar og markaðurinn óttast stöðu þíns lands, þá skera enn meira niður.
--------------------------
Þetta er í reynd mjög merkileg "hagfræði tilraun" en ég veit ekki þess nokkur dæmi.
Að svo mörg lönd á einu svæði, hafi reynst niðurskurð "samtímis."
- Hann kallar "monetary stance accomodative" en þ.e. ekkert í líkingu við aðgerðir, seðlabanka Bandaríkjanna eða Bretlands.
- Sem hafa verið að prenta peninga, til þess að viðhalda lægri vöxtum á sínum gjaldmiðilssvæðum, en markaðurinn hefði ákveðið.
Ef maður hefur í huga þær umfangsmiklu prentanir sem eru í gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum, þá er peningastefnan á evrusvæði - miklu mun stífari.
Þó svo virðist ef til vill ekki, með 1% stýrivöxtum.
Þá hefur ECB ekki verið að tryggja "lágvaxtaumhverfi" innan síns peningasvæðis."
Í löndum S-Evrópu, hafa markaðsvextir hækkað verulega, samtímis hafa markaðsvextir lækkað í N-Evrópu. Nú geta bæði ríkissjóðir N-Evr., sem og fyrirtæki og almenningur, tekið lán á ótrúlega hagstæðum kjörum. Samtímis því, að kjörin hafa verulega versnað fyrir sömu aðila í S-Evr.
Þetta er örugglega að draga úr hagkerfum S-Evrópu - - meðan að N-Evr. hagkerfin græða á sennilega lægsta vaxtaumhverfi, sem þau nokkru sinni hafa haft.
- Þetta er örugglega verulegur hluti skýringarinnar, af hverju S-Evr. hagkerfin dragast svo kröftuglega saman sem þau gera.
- Meðan að N-evr. hagkerfin, standa betur.
- Ekki má gleyma því, að hækkuðu vextirnir, koma sér afskaplega ílla fyrir almenning, fyrirtæki og ríkissjóði - í löndum S-Evr.
- Er örugglega hluti ástæðu þess, að skuldirnar hækka stöðugt.
En vextir í þessum löndum eru nú - - vel yfir hagvexti.
Meðan, að í N-Evr. eru þeir annaðhvort undir hagvexti, eða rétt ca. jafn hagvextinum.
Þetta er lykilmunur.
Framkallar gerólíka "skuldaþróun."
--------------------------
Ég er alveg viss, að það hefur skipt mjög miklu máli fyrir skuldug fyrirtæki, skulduga einstaklinga og heimili, sem og skulduga ríkissjóði Bandaríkjanna og Bretlands.
Að "Federal Reserve" og "Bank of England" hafa tryggt, lágvaxtaumhverfi innan Bandar. og Bretlands.
Höfum í huga, að lægri vaxtagjöld allra þessara aðila - - að sjálfsögðu þíðir, að neyslustig er hærra en ella.
Að fjárfestingar eru meiri en annars þær væru - og svo má lengi telja.
Þess vegna finnst mér frekar kaldhæðið þegar Mario Draghi "Raupar um - Accomodative monetary stance."
- Og heldur því fram, að sá muni stuðla að viðsnúningi í Evrópu seinni part nk. árs.
- Málið er, að peningastefnan er ekkert "accomodative" í samhengi S-Evr.
- Einungis í samhengi N-Evrópu.
Það er ekki nóg, ef hagkerfi N-Evr. kannski fara að lyftast upp á seinni hl. nk. árs.
Ef hagkerfi S-Evr. eru enn á leið niður í ystu myrkur á sama tíma.
Reyndar leiðir sú útkoma líklega til "áframhaldandi samdráttar" heilt yfir.
--------------------------
Þá fer að koma að einhverjum brotapunkti.
Niðurstaða
Það er mjög merkileg hagfræðitilraun í gangi innan evrusvæðis. Þ.e. samræmd niðurskurðarstefna. Og á sama tíma - - er engu, alls engu, til að dreifa. Til að vega þann samdrátt uppi.
En sögulega séð, ganga samdráttaraðgerðir best. Og þ.e. einmitt rétt að nota orðalagið "samdráttaraðgerðir" þegar viðsnúningur er hafinn í einkahagkerfinu.
Því þegar ríkið sker niður, minnkar það efnahagsumsvif af sinni hálfu.
Ef aftur á móti á sama tíma er í gangi aukning í einkahagkerfinu, skiptir þetta ekki svo miklu máli. Einkahagkerfið, vöxtur þess kemur þá á móti.
En eins og sést á öllum hagtölum á evrusvæði. Eru nær öll hagkerfin nú í samdrætti. Einungis Finnland, Austurríki, Þýskaland og Írland. Sennilega eru ekki í samdrætti.
Þetta er þ.s. ég á við, þegar ég segi - - að ekkert komi á móti.
Við sömu aðstæður í Bretlandi eða Bandaríkjunum, væru þeir seðlabankar að prenta á fullu. Og þannig að styðja við hagkerfið.
En þannig forðaði "Federal Reserve" árið 2009 mjög líklega því að samdrátturinn sem þá var í einkahagkerfinu, yrði að einhverskonar "economic meltdown."
Í Bretlandi er svipað ástand og í evrusvæði, þ.e. efnahagsleg stöðnun, ríkið að skera niður - - en "Bank of England" er að prenta á fullu. Þ.e. lykilmunur.
Prentunin myndar mótvægi þegar ríkið minnkar sín umsvif, í ástandi er einkahagkerfið samtímis er í slæmu ástandi. Eins og málum er háttað í Bretlandi.
Fyrir bragðið hefur samdráttur á Bretlandeyjum orðið þrátt fyrir allt, merkilega lítill.
Sá væri alveg örugglega miklu mun meiri, ef sama peningastefna væri viðhöfð í Bretlandi og sú sem Mario Draghi kallar "accomodative."
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk enn og aftur Einar fyrir góðan pistil.
Smáspurning, er Englandsbanki ekki fyrst og fremst að prenta fyrir fjármálakerfið??, er eitthvað annað í gangi hjá þeim?
Annað, var ekki frétt í morgun um endurskoðaða spá fyrir Þýskaland????
Er hún inní þessari bjartsýnni hans Dragha??
Þetta hljómar eitthvað svo snemma árs 2008, jú það eru erfiðleikar en bati handan við hornið. Orð sem byggðust á óskhyggju, ekki köldu mati á staðreyndum.
Er bara ekki málið Einar að við erum að sjá sama ferli og var í upphafi kreppunnar miklu, að það virtist vera viðsnúningur, og þá vegna ýmissa stjórnvaldsaðgerða, svo hrundi allt.
Það hrundi allt þegar kreppuhegðun greip um sig hjá fyrirtækjum og almenningi.
Þá stigmagnaðist allt og ekkert varð við ráðið.
Þessi kreppuhegðun hefur ekki ennþá verið áberandi, en ef þau koma, þá er allt hrunið, því innviðir framleiðslunnar eru svo veikir, svo mikið af henni hefur verið útvistað, og aðeins froða yfirbyggingarinnar setið eftir, og svo er enginn viðnámsþróttur í fjármálakerfinu, það þarf að endurfjármagna gigantískar skammtímaskuldir og hver ætti að vilja sitja uppi með þann svarta pétur???
Allavega væri fróðlegt að fá þitt mat Einar ef þú hefur tíma og tök á.
Miklu fleiri en ég myndu lesa það sér til fróðleiks.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.12.2012 kl. 09:01
Sá þessa nýju hagsspá sbr. frétt Wall Street Journal: Germany's Central Bank Cuts Forecasts. Í grunninn virðist mér Draghi einfaldlega hafa seinkað þeim viðsnúningu sem ECB telur muni eiga sér stað, um 1 ár. Þeir virðast ekki hafa neitt breytt þeirri sýn sem þeir hafa um framhaldið, nema að þessu leiti.
Afleiðingin hefur verið ath, að tryggja bönkunum stöðugan aðgang að ódýru lánsfé. Þannig, að þeir hafa ekki gripið til þess eins og bankar í S-Evr. að hækka vexti á útlán, til þess að auka tekjur.
Að auki hafa stjv. eins og hér, hvatt til þess að bankar séu þolinmóðir við skuldara.
Ríkinu hefur einnig verið tryggð mjög hagstæð fjármögnun.
Bankarnir fá peningana á mjög hagstæðum kjörum skv. "0" vöxtum "Bank of England."
Svo vaxtaumhverfið er últralágt í Bretlandi.
---------------
Það þarf vart að efast um það, að ef ástandið væri svipað þar og t.d. á Spáni að vextir hafa hækkað verulega þvert yfir þ.e. fyrir ríkið, sveitarfélög, almenning og fyrirtæki - allt samtímis.
Þá hefði niðursveiflan í Bretlandi orðið miklu mun harkalegri en hefur verið útkoman.
---------------
Við skulum horfa á þessa "fiscal cliff" umræðu í Bandaríkjunum. En ef Bandar. hefja nýárið á snöggri efnahagsdýfu, þá myndi það einnig valda aukinni efnahagslægð í Evrópu.
Ef það gerist, þá yrði staða mála Evr. mjög hratt - virkilega erfið. Vægast sagt.
---------------
Það er rétt hjá þér að innviðir framleiðslunnar eru veikir. Þetta á ekki síst við Evr. Ef þú manst eins langt aftur sem á 10. áratuginn. Er verið var að stofna svokallaðan "innri markað" þá tengdist það umræðu um stöðu samkeppnishæfni Evr. Sérstaklega gagnvart Asíuþjóðum. Þá þegar var það áberandi vandamál, að störf voru að flytjast þangað.
Síðan undir lok þess áratugar, varð ljóst að hæg en örugg hnignun framleiðslugreina í Evrópu hafði ekki stöðvast. Þá gaus upp hugmyndin um hinn sameiginlega gjaldmiðil, hann átti að vera næsta töfratrix er átti að skapa þá auknu samkeppnishæfni er upp á vantaði.
Nú, en útkoman eftir þann áratug er sú, að áfram hefur haldið þessi holun innviða framleiðslugreina í Evrópu. Og að auki, hefur bæst við skuldakreppa.
Niðurstaðan virðist mér augljós að lífskjör muni skreppa saman í Evrópu. Ég get bent þér á athugasemd sem ég setti upp á bloggi Stefáns Ólafssonar:
Spiegel: Hnignun Bandaríkjanna
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.12.2012 kl. 22:44
Takk Einar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.12.2012 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning