27.11.2012 | 01:40
Gros segir skuldir Grikklands sjálfbærar - en eru skuldir evrusvæðis sem heildar það?
Ég rakst á vef Financial Times á áhugaverða grein eftir Daniel Gros sbr: Greece does not need debt forgiveness. Þar sem Gros heldur því fram "blákalt" að óþarfi sé að afskrifa nokkuð af skuldum Grikklands. Það sé vegna þess, að það sé svo mikill hagvöxtur framundan í Grikklandi. Nei, í alvöru hann heldur því fram, hafandi í huga hve mikið gríska hagkerfið hafi fallið sé eðlilegt að reikna með því, að gríska hagkerfið muni rísa aftur næstu árin og eiga inni umtalsverðan hagvöxt í nokkur ár.
Mjög áhugaverður póstur frá ZeroHedge þann 26/11 setur framsetningu Gros í áhugavert samhengi. En hann birtir - veit ekki hvernig hann komst yfir það plagg - þá efnahagsspá sem stofnanir ESB eru að vinna með akkurat núna varðandi Grikkland. Sjá: The Farcical Tragicomedy Of The "Sustainable" Greek Debt/GDP "Denominator". Annar aðili sem heldur úti síðunni Dare Economics, fjallaði einnig um þá afhjúpun, sjá: Síða 1 og Síða 2.
Gros vilja ímsir meina, að sé nokkurs konar "óformleg" málpípa "þrenningarinnar" á vefnum.
---------------------------------------------------------
Hérna er rökstuðningur Gros:
- "For the next few years, Athens is committed to interest payments of about 5.5 per cent of GDP a year, hardly unbearable."
- "In fact, under current plans the Greek government would spend less on interest than it did during the first few years after it joined the euro. Then in the 2001 fiscal year payments on government debt were about 7 per cent of GDP."
- "By 2014, Greeces interest burden is forecast to increase to about 6 per cent of GDP. But this would only bring it in line with Italy and Ireland which will then devote a similar amount of national income to debt service, even though the debt to GDP ratio of both countries is much lower than Greeces only 120 per cent."
- "The reason is simple: the Irish and Italian governments pay market interest rates of, on average, about 4.5 per cent, compared with the 3 per cent that Greece pays on its, mostly official, debt. It is difficult to argue that the debt burden is not bearable for Greece if at the same time the governments of Italy and Ireland are expected to spend about the same percentage of their own national income on interest."
- "For the next few years Greece will not be in a position to repay much principal. Nor will it be able to refinance any debt in the market. The official creditors will therefore have to be patient, and extend the duration of their low-interest loans."
- "But would such patience be rewarded? It probably would be, as one can expect substantial growth in Greek GDP. Even if one does not believe that the structural reforms now being undertaken will increase growth in the long run, one should still expect a substantial rebound from the present excessively depressed conditions in the country. Greek GDP has fallen by about
20 per cent from its peak in 2008 and the European Commission estimates the gap between potential and actual GDP is now 14 per cent, meaning substantial growth over the next decade or so is likely. Over the next 10 to 20 years the average growth rate of Greek nominal GDP is likely to be higher than the interest rate the government pays on its debt, satisfying a key condition of debt sustainability." - "All in all, there seems to be little need for another haircut on Greek debt. But the official creditors might have to wait some time before they get their money back."
---------------------------------------------------------
Ehem, nokkrar staðreyndir:
Eins og einn benti á "comment" að neðan, þá þarf ca. 4% hagvöxt að meðaltali og að auki a.m.k. afgang af útgjöldum ríkisins af "frumjöfnuði" upp á 2% af þjóðarframleiðslu, til þess eins að skuldirnar nái jafnvægi þ.e. hvorki hækki né lækki miðað v. stöðu Grikkl. nú.
Ef þið skoðið afhjúpun ZeroHedge, þá sjáið þið að þ.e. einmitt verið að gera ráð fyrir 4% hagvexti frá 2014 og að því er virðist til eilífðar nóns þaðan í frá, og að auki fjárlaga-afgangi af frumjöfnuði upp á 4% frá og með 2017. Efnahagssamdráttur hætti 2014, gríska hagkerfið hefji öflugan vöxt þaðan í frá.
Manni virðist þarna verið að reikna hlutina í öfuga átt, þ.e. tileknar forsendur þarf að gera ráð fyrir svo dæmið gangi upp, svo er gert ráð fyrir að Grikkland fylgi þeim fyrirfram ákveðna farvegi.
DareEconomics - "After bottoming out in 2014, Greece isexpected to average over 4% growth for eight years in a row. To place this in context, economic powerhouse Brazil has only averaged 3.18% growth over the last 20 years."
- Grikkland var statt í efnahagsbólu, sem var fullkomlega ósjálfbær. Það er, Grikkir fluttu inn miklu meira á hverju ári en þeir áttu fyrir sbr. viðskiptahalli. Þetta gerðist þannig nokkurn veginn, að Grikkland var "há vaxtaland" þ.s. fólkið var vant háum vöxtum. Síðan datt landið allt í einu inn í lág vaxtaumhverfi. Afleiðing, gríðarleg aukning í eftirspurn eftir lánsfé. Nú, Grikkir voru spenntir fyrir vörum utan að frá t.d. þýskum bílum, tískuvörum frá Frakklandi, snyrtivörum frá Ítalíu o.s.frv. Að sjálfsögðu einnig, því sama og við, þ.e. gemsum, flatskjám, tölvum "you name it." Það varð sem sagt gríðarlegur viðskiptahalli. Verslanir spruttu upp út um allt, sem höfðu tekjur af innflutningum. Þær kepptu um vinnufaflið við fyrirtækin sem fyrir voru. Og buðu betri laun ef þurfti. "Boomið" skapaði "launabólu" einnig. Þ.s. útflutningsatvinnuvegir gátu ekki keppt. Þá hnignaði þeim. Sem jók enn á hallann. Við á Íslandi höfum séð sambærilegar útlánabólur margoft, og hjá okkur enda þær alltaf í gengisfellingu.
- Uppgangurinn sem var skulda drifinn, keyrði upp hagvöxt í Grikklandi umtalsvert á fyrri hluta sl. áratugar. Ofan í þessa skuldasöfnun, kom önnur v. óráðsýgju í ríkisrekstrinum. En ríkið hækkaði einnig laun síns fólks. Þrátt fyrir að bólan hækkaði skatttekjur meðan hún stóð yfir, tókst gríska ríkinu að auka verulega við opinberar skuldir. Með hreinni óráðsýgju.
- Málið er, að v. þess að Gros er að nota til samanburðar hápunkt sem var ósjálfbær, ekki nokkur möguleiki á því að gríska hagkerfið nái þeim hápunkti í nokkurri nálægri framtíð; þá dugar það eitt til að grafa undan fullyrðingum hans.
- En þá fellur sú röksemd, að tala um það að munurinn milli hápunktsins og núverandi ástands, þíði að það sé óskaplegur slaki til staðar í hagkerfinu - þannig að við séum rétt í þann mund, að sjá viðsnúning yfir í öflugan uppgang.
- Þetta er eins sanngjarnt, og nota sbr. á stöðu jan. 2008 á Íslandi og jan. 2010, og segja að það sé sönnun þess, að gríðarleg uppsveifla sé framundan.
- Málið með "rebound" sem við getum kallað öflugan viðsnúning, er að hann er dæmigerður í öflugum útfl. hagkerfum. En þau lenda oft í snöggum dífum, þegar vandræði verða í alþjóðakerfinu. En rísa síðan jafnsnöggt upp aftur. Þegar aðstæður skána og eftirspurn eftir þeirra varningi á þeirra hefðbundnu mörkuðum rís á ný.
- Þetta sáum við á upprisi Þýskalands 2010, og upprisi Svíþjóðar á 10. áratugnum í lok skandínavísku kreppunnar.
- Vandinn er sá, að gríska hagkerfið er ekki þannig hagkerfi. Það er með útfl. ekki nema rétt rúml. 20% af þjóðarframleiðslu. Það er eitt af einkennum Grikklands. Mjög lítill útfl. sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Sem eykur flækjustigið mjög svo, þegar kemur að því að minnka fjall af skuldum við útlönd.
- Þá erum v. stödd með Grikkland á þeim stað, að fyrst þarf að búa til þær útflutningsgreinar, sem síðan eiga að knýja Grikkland út úr núverandi feni.
- Í reynd er vandi Grikklands mjög líkur um margt vanda Íslands. Við með sama hætti, þurfum að búa til nýjan útflutning. Þó svo við höfum öflugan útflutning, þá getum við ekki aukið hann með hraði. Vegna þess, að miðin eru fullnýtt. Og öll sú uppbygging sem fyrir er, er 100% í fullum gangi nú þegar. Ef við eigum að lækka skuldirnar hratt, þarf nýja atvinnuuppbyggingu sem er útfl. miðuð.
- Hagvöxtur á grundvelli nýrrar atvinnu-uppbyggingar, sprettur ekki fram með hraði - - > "No rebound."
Ályktun: Gros var að setja fram fantasíu, líklega á grundvelli gagna af því tagi, sem ZeroHedge afhjúpaði.
Eru skuldir Evrusvæðis "sjálfbærar?"
Ég skrifaði "comment" á síðunni hjá Gros. Það var v. skrifa annars manns, sem taldi orð Gros sanngjörn. En það eru vangaveltur um skuldir Evrópu.
Eins og ég hef áður sagt, þá er útlit Evrópu sambærilegt við það útlit er Japan stóð frammi fyrir við upphaf 10. áratugarins.
Það er þó mikilvægur munur á Evrusvæði, ef maður ímyndar sér að þjóðirnar gerir raunverulega tilraun til þess, að halda þéttar saman.
Mynda sitt "skuldabandalag."
Sá munur er, að Japan tókst að láta dæmið ganga upp vegna:
- Japan viðhélt gervallan 10. áratuginn stórum afgangi af erlendum viðskiptum.
- Japanir eins og Þjóðverjar, spara mjög mikið. Sá sparnaður myndar eign á móti skuldunum, fræðilega er hægt að jafna muninn að stórum hluta. Þíðir að "nettó" skuldir Japans þrátt fyrir allt, eru ekki það íkja háar.
- Að auki, hefur japanska ríkið raunverulega í sínu eignasafni, fullt af góðum eignum. Sem eru söluvænlegar. Og unnt að "fræðilega" selja upp í skuldir.
Af hverju er afgangur af utanríkisviðskiptum mikilvæg stærð?
Það er vegna þess, að Japan eins og Evrópa. Er hagkerfi sem er að eldast mjög hratt. Reyndar var Japan cirka statt þ.s. Evrópa er stödd nú, v. upphaf 10. áratugarins.
Evrópa eins og Japan, á framundan þá þróun að það fari að fækka fólki. Þegar er fækkun á vinnumarkaði, farin að draga úr mögulegum hagvexti innan Evrópu.
Til þess að viðhalda nægilega miklum hagvexti, til þess að skuldirnar hækki ekki stöðugt - - sýnist mér að nauðsynlegt sé að viðhafa stöðugan stóran jákvæðan viðskiptajöfnuð.
- Vegna þess hve "innri" hagvaxtargeta Evrópu sé þegar orðin lítil, og eins og í Japan er þverrandi.
Hver er þá vandinn?
Hvar eru þeir gígantísku markaðir? Hafið í huga, að Kína er land sem sjálft leitast við að viðhalda jákvæðum jöfnuði. Er útfl. miðað hagkerfi. Heimurinn er þegar að kikna undan Kína einu sér.
Bandaríkin, geta ekki haldið áfram eins og þau hafa gert sl. 20 ár, að viðhafa stóran halla af eigin viðskiptajöfnuði. Þau þurfa þess í stað, að stefna að því að ná þeim halla a.m.k. í jafnvægi þ.e. hvorki mínus né plús.
- Ég sé sem sagt ekki, að Evrópa geti mögulega, endurtekið feril Japans.
- Vegna þess, að útfl. markaðirnir sem til þurfi, svo Evr. takist að viðhalda nægilega miklum hagvexti, séu ekki til staðar á Plánetu Jörð.
Ályktun: Þetta er sennilega það sem þeir "dómsdagshagfræðingar" hafa verið að sjá, sem hafa verið að segja um nokkra hríð. Að eina lausnin fyrir Evrópu með þá hít sem búin hefur verið til innan hins sameiginlega gjaldmiðils. Sé - - Verðbólguleið.
Vegna þess, að líklegur framtíðar hagvöxtur sé of lítill, munir skuldirnar hlaðast upp og hlaðast upp og hlaðast upp. Ekki sé til staðar forsendur til að framkalla nægilega mikinn vöxt, svo þær lækki hvað þá til þess að þær nái jafnvægi.
Því lengur sem beðið sé með að sleppa verðbólgunni úr læðingi, því verri verði hún fyrir rest.
Bandaríkin: Þau eru betur sett. Því v. nýrrar olíuvinnslu og gasvinnslu sbr. tilkynningu Alþjóðlegu Orkustofnunarinnar að Bandaríkin líklega verði mesta olíuframleiðsluþjóð heimsins 2017 cirka bout.
Og vegna þess, að Bandaríkin eru enn í mannfjölgun fyrirsjáanlega út þessa öld.
Þá geta þau búið til nægan framtíðarhagvöxt, til þess að ráða fram úr eigin skuldafjalli.
Líklega verður engin sambærileg verðbólga á dollarasvæðinu.
Niðurstaða
Líkur virðast sterkar á því, að það verði "Björgun 4" fyrir Grikkland síðar á nk. ári. En v. kosninganna í Þýskalandi í sept. 2013. Virðist stefna í að, "Björgun 3" sem nú er verið að semja um innan ESB, verði enn einn fantasíugerningurinn. Þið sjáið sbr. afhjúpun ZeroHedge, hvaða fantasíuhugmyndir er verið að bera fyrir á borð fyrir þá sem eru að semja um málefni Grikklands á fundum leiðtoga evrusvæðis um Grikklands.
Eftir smávegis íhugun, ef maður ímyndar sér að öllum skuldum evrusvæðis sé skellt í einn pott, sbr. ef löndin ákveða raunverulega að mynda eina hagkerfisheild ásamt sameiginlegum fjárlögum og öðru tilheyrandi.
Þá sýnist mér að þau ímynduðu "Bandaríki Evrópu" séu í skuldagildru.
En heildar sameiginlegar skuldir nálgast 100% af þjóðarframleiðslu. Fara óhjákvæmilega í kringum og yfir 100% í kreppuástandinu ríkja mun á næstunni. Áður en hinn ímyndaði viðsnúningur á sér stað. Sameiginleg skuldastaða getur endað nærri þeim stað þ.s. Ítalía ein er cirka nú. Ef það gerist, þá væntanlega á það sama við og hagfræðingar hafa sagt um Ítalíu, að það þarf cirka 3% hagvöxt per ár svo skuldafjallið geti smám saman farið að minnka hægt og rólega.
En Brasilía hefur ekki gert neitt að ráði betur á sl. 20 árum. Erfitt að ímynda sér, að Evr. í ástandi fólksfækkunar geti mögulega viðhaldið það miklum hagvexti nk. 20 ár.
--------------------------------------------
Ps: "Björgun 3" er víst frágengin skv. fréttum morgunsins á erlendum fjölmiðlum. Skv. Financial Times, hefur verið ákveðið að fara þá leið að:'
- Lækka vexti.
- Og lengja í lánum.
- Svo er Grikkjum lánað til að kaupa aftur eigin bréf og afskrifa.
- AGS hefur lofað að taka þátt. En segist bíða eftir útkomu "endurkaupa" tilraunarinnar." Með öðrum orðum, tekur ekki þátt ef sú tilraun virkar ekki.
- Sýnir hve litla trú AGS hefur á þeirri æfingu.
- "But several elements remain unfinished, including a Greek debt buyback programme, the success of which remains so uncertain that Christine Lagarde, the International Monetary Fund chief, said her institution would not release its portion of the Greek bailout until the transaction was successfully completed."
- "In exchange for allowing a loosening in the target to 124 per cent, Ms Lagarde secured a commitment to get debt levels to substantially below 110 per cent in 2022, a promise that could force eurozone governments to provide even more debt relief in the future."
- "Bilateral loans provided to Athens under its first bailout would be cut 100 basis points, to just 50 points above interbank rates, knocking about 2bn off Greek debt levels, or 2 per cent of GDP by 2020."
- "In addition, both the bilateral loans and assistance provided under a second Greek bailout,...will have their maturities delayed another 15 years. Interest payments on the second bailout will also be deferred by 10 years."
- "The second main element was an agreement by eurozone governments to give up about 7bn owed to them by the European Central Bank for profits on Greek bonds the bank holds...officials said that would knock another 4.6 per cent of GDP from Greek debt levels by 2020."
- "That leaves a substantial amount of the debt relief to the debt buyback programme."
Ástæða þess að AGS neitar að koma með sitt framlag þar til að útkoma endurkaupa liggur fyrir er augljós.
En hættan er sú, að endurkaup hafi áhrif á verðið á markaðinum - þ.e. til hækkunar, sem dragi úr "fræðilegum" gróða.
Ef menn ætla að setja fram fast tilboð, eins og virðist reyndin. Er spurning hve margir taka þátt.
En menn geta einnig veðjað á að Evr. haldi áfram að dæla peningum í Grikkland í það óendanlega, en hingað til hafa margir aðilar fengið greitt að fullu - þ.e. Grikkland fær neyðarlán, sem landið notar til að greiða af skuldum við aðra aðila.
Ef kjörin sem eru boðin eru slæm, er hugsanlegt að menn veðji á að fá betra tilboð seinna, eða það síðara - að Evr. haldi áfram að tryggja þeim 100% greiðslur.
-------------------------------
Ég held enn að það verði "Björgun 4" líklega á nk. ári, einhverntíma að afloknum kosningunum í Þýskalandi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar færð þú þessar upplýsingar um gífurlegan sparnað Þjóðverja.
Þeir eiga kannski 1/2 árskaup mest inn á raunvaxtalausum þjóðargengisverðtryggðum reikningum. Fjárfesta svo í eigin fasteign: vsk. er ekki greiddur af eðlilegum kostnað við að viðhalda virði fasteigna í þýsklandi.
Þeir[ 50% ríkar hluti íbúa] spara með kaupum á lágraunvaxta ríkiskuldbréfum og hlutbréfum grunn lögaðila [sem er ríkisverndaðir fyrir því að fara á hausinn.
Vextir yfir meðalagi á common market er yfirleitt vegna of mikils fjármagns í umferð í stöndugum hlutfallslega ríkjum. Ríki t.d EU í dag keyrir á um 4,0% hagvexti þannig séð, án þess magn raunvirði á neytenda aukist. Meðal vöxturinn er nettóverðbólga. Hlutlaus fyrir tekjuskiptinga stöðugleikan. Hagur af slíku er að þá er hægt að hækka kaup vegna aldurs starfsmanna t.d. Ísland flytur inn skammtíma neytendur og sveltir sína eigin. Fastista ríki og kommunista ríki stunduð þetta líka grimmt hér áður fyrr í þágu sinna 10% ríkiustu.
Júlíus Björnsson, 27.11.2012 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning