Flokkar sjálfsstæðissinna vinna kosningasigur í Katalóníu, meðan stjórnarflokkur héraðsins tapaði þingmönnum!

Það er unnt að túlka kosninguna um helgina á tvenna vegu. Annars vega er klárt að það eru mun fleiri sjálfstæðissinnar á katalónska þinginu áður. Og þeir hafa drjúgan meirihluta 87 af 135 þingsætum. En á sama tíma, fékk flokkur Artur Mas einungis 50 sæti en hafði 62 áður. Hans umboð er því langt í frá ótvírætt. Þess í stað voru aðrir sjálfstæðissinnar sigurvegarar. Þ.e. vinstrisinnaður flokkur sjálfstæðissinnar, fékk 21 í stað 10 áður. Tveir nýir flokkar sjálfsstæðissinna, skiptu á milli sín 25 sætum. 

Svo sjálfstæðissinnar unnu!

  • En megin stjórnarflokkur héraðsins, sá sem veðjaði á að "sjálfstæðis áhersla" myndi skila atkvæðum, tapaði.
  • Katalanar virðast vera að tjá - vilja til sjálfstæðis.
  • En sama tíma, refsa þeir flokk héraðsstjórans Artur Mas.

Líklega eru kjósendur að refsa stjórnarflokknum fyrir versnandi efnahagsástand ásamt þeim niðurskurðar aðgerðum sem héraðsstjórnin hefur gripið til - m.a. að kröfu ríkisstjórnar Spánar. Sem hefur lagt hart að héröðunum, um að minnka eigin halla og draga úr skuldasöfnun.

Rétt að halda til haga, að héraðsstjórnin hefur óskað eftir að fá lánalínu frá spönskum stjv., en héraðið er komið í ruslflokk skv. helstu 3 stóru matsfyrirtækjunum alþjóðlegu.

Deila hefur staðið milli héraðsstjórnarinnar og stjv. Spánar, sem er klassísk deila um - skiptingu peninga.

Héraðsstjórnin vill halda meira af skattfé eftir í héraðinu, minnka það hlutfall sem rennur þaðan til miðstjórnar Spánar.

En stjv. Spánar og fylkisstj. hafa ekki getað náð samkomulagi um nýja og breytta skiptingu.

Fylkisstj. er sjálfsagt með þessu, að leita leiða til að minnka niðurskurðarþörf.

En ef hærra hlutfall skattfjár yrði eftir, væri halli héraðsstjórnarninnar minni sem því næmi - - á hinn bóginn, þá yrði tilfærsla á vanda yfir til miðstjórnarinnar sem þá í staðinn lenti í stærra hallavandamáli, sem er ærið fyrir.

Ekki furðulegt þannig séð, að miðstjórn Spánar hafi hafnað því, að meira skattfé yrði eftir í Katalóníu, á sama tíma. Virðist sem að fylkisstj. hafi að einhverju leiti verið að beita þessari deilu um "peningana okkar" fyrir sig, til að ná til sín einhverju af því fylgi sem var hún farin að missa vegna óvinsælda niðurskurðar aðgerðanna.

Það verður að koma í ljós hvað þetta þíðir!

  • En þó stjv. Spánar ef til vill haldi því fram, að Artur Mas hafi nú ekki umboð kjósenda, til að halda almenna atkvæðagreiðslu um sjálfstæði eða ekki.
  • Þá getur hann væntanlega á móti, bent á góða kosningu annarra flokka sem berjast fyrir sjálfstæðismálinu.

Þetta drama er sennilega rétt að byrja:

Reuters - Catalan election weakens bid for independence from Spain

Financial Times - Catalans take step towards break-up vote

 

Niðurstaða

Að sjálfstæðismálið skuli gjósa upp í Katalóníu, stendur í samhengi við kreppuna á Spáni. En það sverfur að. Miðstjórnin á Spáni. Hefur verið að heimta niðurskurð á niðurskurð ofan af héraðsstjórnunum. Og auðvitað, það bitnar á vinsældum héraðsstjóranna gagnvart almenningi í héröðunum, að þurfa að framfylgja þeim skipunum.

En héröðin á Spáni, kvá sjá um megnið af félagsþjónustu þ.e. félagsbætur, félagsþjónusta, örorkubætur, atvinnuleysisbætur og ellilífeyri. Ekki má gleyma grunnskólum og framhaldsskólum.

Niðurskurðurinn, kemur beint niður á þessum þáttum. Sem eru að sjálfsögðu meginkostnaðarliðirnir.

Ég bíst við því, að ágreiningurinn um "peningana" þ.e. skattféð sem rennur til miðstjórnarinnar frá héröðunum, hafi virst aðlaðandi. En halda ber til haga, að héraðsstjórnirnar standa þá einmitt í eldlínunni, frammi fyrir almenningi - sem er að verða fyrir því að fá skertar bætur.

Þeir eru því ekki beint í öfundsverðri stöðu.

Það eina sem við hér á Íslandi getum gert, er að fylgjast með fréttum. En reikna má með því, að hinir sjálfstæðissinnarnir muni krefja Artur Mas um atkvæðagreiðsluna sem hann lofaði. Sjálfsagt á hann erfitt með að bakka frá því að halda henni til streitu.

Á sama tíma, virðist ljóst að ríkisstj. Spánar - ætlar sér að þvælast fyrir því máli sem mest hún má.

-------------------------------

PS: Það er búin að vera nokkur fjölmiðlaumræða erlendis þess efnis, að Artur Mas sé í vandræðum eftir þessar kosningar, því flokkur hans sé miðjusækinn og frekar viðskiptasinnaður. Meðan að helsti vinstrisinnaður flokkur sjálfstæðissinna eigi nánast ekkert sameiginlegt með flokki herra Mas annað en sjálfstæðismálið. Ef Mas leitar að samstarfi yfir miðjuna þurfi hann að gefast upp á sjálfstæðismálinu. Ef hann vill halda því til streytu, þá þurfi hann á vinstrisinnunum að halda til að mynda meirihluta.

Þarna virðist tækifæri fyrir stóran samning milli þeirra flokka. En vinstrisinnaði sjálfstæðisflokkurinn, hefur víst ávallt verið stuðningsaðili sjálfstæðis héraðsins. Nú er stóra tækifærið að láta reyna á málið. Svo það blasir við, að sá flokkur ætti að gefa eftir - nema að stjórnendur þess flokks séu haldnir einhverri forheimsku. Á sama tíma, blasir sami vandi við Artur Mas og fyrir kosningar. Þ.e. hvernig á að ná endum saman í fjármálum héraðsins, sem var ekki síst drifkraftur sjálfstæðiskröfunnar, að ná til sín öllu skattfé því sem til fellur í héraðinu - sem er það ríkasta á Spáni eftir allt saman.

Annaðhvort heldur hann áfram með það mál, eða hann tekur þann grimma niðurskurð sem ríkisstj. Spánar, hefur uppálagt.

Héraðsstjórinn er þarna milli tveggja elda, maður sem var aldrei mikill sjálfstæðissinni, en varð það allt í einu er hann sá hvílík fjárhagsvandræði steðjuðu að. Sjálfsagt virðist honum lausn, að hóta sjálfstæði til að knýja fram - hagstæðari skiptingu milli héraðsins og miðstjórnarvalds Spánar, á skattfé.

Sem er örugglega þ.s. fyrir honum vakir í reynd. En ef hann vill ná því fram, þá virðist mér að hann verði að halda sjálfstæðismálinu áfram. Annars hefur hann ekkert í höndunum, til að þvinga fram stefnubreytingu hvað varðar málefni héraðsins frá spænskum yfirvöldum.

Þetta virðist helsta þvingunarúrræðið. Meðan að vinstrisinnuðu sjálfstæðissinnarnir raunverulega vilja sjálfstæði.

 

  • Mér virðist líklegra að þetta drama verði tekið á hærra stig. 

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband