Tenging Íslands við orkunet Evrópu með sæstreng væri stórhættulegt tilræði við framtíðar lífskjör og uppbyggingu á Íslandi!

Ég er ekki að tala um kostnaðinn við sæstrenginn sjálfan og hugsanleg líkleg tæknivandamál sem honum fylgja - þ.e. algerlega sjálfstæð umræða, heldur afleiðingar þess fyrir almenning á Íslandi og fyrir Ísland, að tengja landið við orkunet Evrópu. Ég bendi á að uppbygging atvinnulífs hérlendis treystir að mjög miklu leiti á það, að orkan hérlendis sé verulega ódýrari en í Evrópu, jafnvel er orkukostnaður lægri en í Bandaríkjunum. Þó þar hafi hann nú lækkað verulega í seinni tíð, vegna verðfalls á rafmagni framleitt í gasorkuverkum. Út af stórfellt aukinni gasvinnslu sl. 5 ár. Fyrir bragðið, er rafmagnsverðlag orðið gríðarlega samkeppnisfært í Bandaríkjunum, á sama tíma fer það stöðugt hækkandi í Evrópu.

Grundvallarvandamál Íslands er að það er tiltölulega fjarlægt, sem þíðir mikill flutningskostnaður. Sá kemur niður á samkeppnishæfni hvort tveggja í senn, með því að minnka framlegð fyrirtækja því það kostar að koma vörunni á markað, og með því að aðföng eru dýr flutt inn utan frá. Ofan á þetta bætist smæð þjóðarinnar, þ.e. lítill innri markaður takmarkar mjög stærðarhagkvæmni starfsemi er framleiðir fyrir innlendan markað. Að auki, er mjög fábreytt það hvað unnt er að framleiða hér. Svo þörf er fyrir mikinn útflutning til að unnt sé að flytja allt það hvað inn sem tilheyrir nútíma samfélagi.

  • Fjarlægðin ásamt smæð innlends vinnumarkaðar og innlends markaðar. Gerir Ísland lítt spennandi í augum alþjóðlegra fjárfesta.
  • Til þess að bæta fyrir þá stóru ágalla - - höfum við verið að laða starfsemi til landsins með lágu orkuverði.  
  • Lága orkuverðið er sjálfur grundvöllur þess, að auka fjölbreytni framleiðslustarfa á Íslandi.
  • Ísland er ekki líklegt að sigra á sviði hátækni-iðnaðar. Ég bendi á, að það eru ekki nema nánast hver einasta þróuð þjóð í heiminum, að streitast við að þenja sig inn á það svið, því óskapleg samkeppni.

Sumir hugsa það svo, að það sé gróða að finna í því að selja rafmagnið beint út, og fá fyrir það - það verð sem Evrópumenn eru að borga. En, það góða fólk hefur grunar mig ekki áttað sig á afleiðingum þess, að raforkuverð á Íslandi verði það sama og í Evrópu.

Afleiðingarnar eru ekki bara þær, að orkuverð til almennings hækki 3-falt.

Það er fjöldi annarra slæmra afleiðinga, sem myndu verða stórfelld ógn við framtíðar lífskjör í landinu.

 

Pælið í þessu:

  1. Hvað gerist með landbúnað sérstaklega mjólkurframleiðslu, ef raforkuverð er allt í einu orðið 3-falt hærra? Hvaða áhrif hefur það á verðlag á innlendum mjólkurafurðum? Hvernig kemur það við kaunin á almenningi, að mjólkurafurðir verði miklu dýrari? Við erum að tala um allt framleiðsluferli landbúnaðarafurða, mjólkur sem annarra. Sbr. munu kælar verða mun dýrari í rekstri. Einnig frystar sem varðveita vörurnar áður en þær komast til neytenda. Í öllum þessum hækkunum á landbúnaðarvörum sem þá af hlýst felst skerðing lífskjara til almennings.
  2. Það hefur verið draumur, að auka hérlendis ræktun í gróðurhúsum. Veltið fyrir ykkur, hvað gerist með þá ræktun. Ef raforkuverð verður allt í einu 3-falt hærra? Hver verður samekppnishæfni þess rekstrar eftir það? Er nokkur von fyrir rekstrargrundvöll þaðan í frá?
  3. Það eru uppi einstaklingar sem hafa áhuga á að framleiða eldsneyti með notkun innlendrar orku. Hvað gerist með þær hugmyndir, er orkuverð hérlendis verður allt í einu 3-falt hærra en áður?
  4. Síðan kemur að mikilvægum lið, nefnilega fiskvinnslu. Hún rekur sig víðast hvar á rafmagni. Hvaða áhrif hefur það á reksturinn, ef raforkuverð verður allt í einu  3-falt hærra? Hvaða áhrif hefur það á laun starfsmanna í fiskvinnslu, ef raforkukostnaður hennar eykst margfalt? Verður ekki launa"krass" eða að vinnslan leggst af í landi og flyst alfarið út á sjó? Ef hún fer út á sjó, verður fólkið í landi án atvinnu, sem einnig felur í sér lífskjara"krass."
  5. Síðast en ekki síst, orkufrekur iðnaður. Það þarf vart að taka fram. Að grundvellinum er þá kippt alfarið undan þeim rekstri, þau fyrirtæki munu flytja þá sitt hafurtask til Bandaríkjanna. Þar sem nú er orkuverð mun lægra en í Evrópu. Það mun drepa allar vonir um frekari uppbyggingu slíks iðnaðar hér. Þetta drepur auk þessa, öll þjónustufyrirtækin sérhæfðu sem starfa með núverandi iðjuverum. Þarna fer töluverður fjöldi starfa, án þess að nokkuð komi í staðinn.
  • Einhver ef til vill segir, en hagnaður Landsvirkjunar eykst stórfellt, og þar með greiddur arður af LV til ríkisins. Ríkið mun geta mildað höggið með því fé, til valinna greina og hugsanlega að einhverju leiti almennings.
  • Þó svo fræðilega geti ríkið niðurgreitt rafmagn að einhverju marki. T.d. til landbúnaðar, einhverju leiti til almennings svo t.d. orkuverð hækki t.d. bara 2-falt.
  • Þá er augljóst að um mjög mikla lífskjara skerðingu er að ræða.
  • Að auki myndi atvinnuleysi aukast hér verulega þegar sú starfsemi sem ekki borgar sig lengur að reka hérlendis, pakkar saman og fer. Og öll starfsemi sem tengist því leggst af einnig.
  • Ekki gleyma því, að mjög líklega leggst af fiskiðnaður á landi, eða að lífskjör fiskvinnslufólks krassa mjög mikið.
  • Að einhverju leiti koma tekjur af orkusölunni í stað útfl. tekna af orkufreku vinnslunni. En það skapar engin störf - á móti öllum þeim sem tapast.

 

Það þarf líka að pæla í því, hver fær tekjurnar:

  • Tekjurnar myndast þá innan orkufyrirtækisins Landsvirkjunar, þar sem ísl. pólitísku flokkarnir munu vera í aðstöðu til að víxla með þær, ákveða hverjir fá að njóta ágóða af sbr. hver fær niðurgreiðslur.
  • Veltið fyrir ykkur þeirri spillingu sem líklega myndi verða til, í því samhengi.
  • Á móti, ef við sköpum útflutningstekjur með því að vinna úr innlendri orku hér innanlands, gróðinn felst í útfluttum afurðum.
  • Þá skapast fullt af þekkingarstörfum, almenningur fær atvinnu, og laun. Almenningur fær að njóta gróðans með beinum hætti þannig. En einnig, nýtur áfram gróðans af lágu orkuverði til heimila. Ásamt þeim gróða að sleppa við hækkun landbúnaðarvara. Menn gleyma oft þeim mikla hagnaði fyrir almenning, sem felst í lága orkuverðinu.  Það er ígildi umtalsverðra arðgreiðsla til einmitt almennings af orkukerfinu. Þegar v. tökum sbr. v. orkuverð í Evrópu.
  • Sannarlega að því marki sem fyrirtækin eru í eigu erlendra aðila, þá fá þeir hagnaðarhlut. Einhver getur verið að horfa á þann þátt. "Flytja hagnaðinn heim"  - > en með því að drepa þessa starfsemi, og öll störfin sem þeirri starfsemi fylgir, lækka lífskjör almennings með mun hærra orkuverði, og dýrari landbúnaðarvörum, ásamt mjög verul. aukningu varanlegs atvinnuleysis. Ekki má gleyma spillingunni, sem líklega mun fylgja pólit. úthlutunarkerfinu sem komið yrði upp.
  • En við getum aukið á næstu árum okkar hagnað, með frekari uppbyggingu þekkingariðnaðar sem grundvallast á þeim álverum sem þegar eru komin:
  1. Mér lýst best á að auka hér fullvinnslu á áli, fyrir nokkrum árum var fyrirtækið Alpan hér rekið, sem lagði upp laupana eftir að hafa starfað í nokkurn árafjöld. Ég er ekki endilega að segja að við eigum að endurreisa Alpan. Heldur, að það sé nauðsynlegt, að framleiða úr því áli sem hér er.
  2. Þannig á að vera mögulegt, að auka þau útfl. verðmæti, svo unnt verði að hífa hér aftur upp lífskjör. Þannig fáum við einnig meira fyrir rafmagnið, sem við seljum til álveranna.
  3. Ég er að pæla í því, að mynduð verði atvinnusvæði í kringum hvert álver. Þetta krefst ekki beint nýrra álvera, þó það sé alls ekki svo að frá því sjónarmiði séu ný endilega neikvæð. Alls ekki.
  4. Þá má hugsa það svo, að ef það á að reisa nýtt álver, verði atvinnusvæði með fyrirtækjum sem fullvinna það ál skipulagt samtímis og verið er að skipuleggja að koma álverinu sjálfu á fót.
  5. Ítreka, að fókus minn er samt frekar á að, reisa atvinnusvæði við þau álver sem þegar eru komin. Þó ég sé ekki endilega að segja, nei við nýju álveri.
  6. Það má hugsa sér, að þarna sé "tollsvæði" þ.e. innan hliðs sé varan ekki innan lands frá tollsjónarmiði. Svo að fyrirtæki á svæðinu ættu að geta flutt inn aðföng "tollfrjálst."

Smám saman myndist iðnaðarhverfi í kringum hvert álver.

Þ.e. mín framtíð fyrir Ísland - iðnvæðing, að Ísland verði nokkurs konar "Þýskaland" norðursins.

Þetta væru störf er krefðust þekkingar - og yrðu líklega "vel launuð."

Hér verði ástand hás atvinnustigs eins og verið hefur í gegnum árin. 

  • Þéttbýlið á þeim svæðum þ.s. álverum er fyrir komið - eflist, fyrir tilstuðlan þeirrar starfsemi sem byggist upp í framhaldinu.
  • Í kringum þetta þarf að stórfellt efla - verkmenntun á Íslandi. Alla leið niður á grunnskólastig. En fj. þeirra sem hrökklast úr grunnskóla, hentar ekki hefðbundið bóknám, gæti blómstrað á sviði verkmennta. Smíðagreinar, á ég við, að yrði "aðalnámsgrein" hjá þeim - sem færu á "smíðabraut."
  • Ath., sbr. v. Þýskaland er ekki út í hött, en á 19. öld átti sér þar stað uppbygging "stálvera" sem í kringum byggðist síðan fullt af annarri starfsemi, sem framleiddi vélar og tæki, vopn einnig.

Stálið var grunnurinn af þýsku iðnvélinni, sem upp byggðist frá og mið miðri 19. öld.

Meðan okkar uppbygging væri á grundvelli áls, nánar grundvölluð með rafmagni frá okkar orkulindum, sem við viljandi höldum nægilega lágu, til þess að sú starfsemi geti þess í stað greitt há laun - þannig fær almenningur gróðann.

Ég er að tala um að klára atvinnuuppbyggingu á Íslandi.

En athugið, öll þessi uppbygging, þeir miklu möguleikar sem í henni geta falist, verða fyrirfram drepnir ef við tengjum landið við orkukerfi Evrópu.

 

Niðurstaða

Í þeirri umræðu um orkuverð til stóryðju sem hefur átt sér stað hérlendis. Virðist skorta á skilning á því hvað það þíðir, ef orkuverð er fært upp í það sem ríkir í Evrópu.

  • Sumir tala á þeim grunni "að við fáum ekkert fyrir orkuauðlindirnar." Eru þá að bera orkuverð til fyrirtækja hérlendis, við orkuverð í Evr. En það góða fólk, gleymir því atriði. Að það er sjálfur grundvöllur þeirrar starfsemi hérlendis. Að orkan til þeirra sé seld miklu mun ódýrar en til sambærilegra fyrirtækja í Evrópu, einnig lægra en til sambærilegra fyrirtækja í Bandaríkjunum - þ.s. þ.e. mun lægra en í Evrópu. Því ef orkuverð er svipað og t.d. í Evrópu. Þá koma fyrirtækin sér frekar fyrir, nær mörkuðum. Fara sennilega til Bandaríkjanna v. lægra orkuverð en í Evr.
  • Að auki er unnt að auka mjög mikið innlendan arð af slíkri starfsemi, þar með það sem við fáum fyrir orkuna, með því að byggja upp "framhalds starfsemi" sem framleiðir dýrari vöru úr því áli sem er til staðar hérlendis. Um leið, skapa hér mikinn fj. starfa. Sem er að sjálfsögðu aðferð til að færa "hagnaðinn til almennings."
  • Að auki fær almenningur heilmikið út úr því, að orkuverð er mun lægra en gerist og gengur í Evrópu. Ekki bara v. þess að rafmagnsreikningurinn er lægri, heldur eru landbúnaðarvörur hérlendis ódýrari í dag, en ef rafmagnið væri 3-falt hærra. Ekki síst mjólkurvörur. Að auki, geta innlend fyrirtæki í fjölmörgum greinum, greitt hærri laun en þau væru fær um - ef orkuverð hækkar 3-falt. Það er nefnilega valkostur milli launa og orkuverðs.
  1. Valkosturinn, hver fær hagnaðinn? Almenningur í gegnum hærri laun v. þess að fyrirtæki geta í krafti lágs orkukostnaðar greitt hærri. Að auki hefur fj. starfa grundvöll í ástandi lágs orkuverðs, svo fj. fólks hefur atvinnu sem annars hefði hana ekki - í því felst einnig verulegur hagnaður, traust vinna ásamt launum og starfsþekkingu.
  2. Eða eiga pólit. hagsmunir fyrst og fremst, að fá hagnaðinn í sínar "klær" svo þeir geti útdeilt þeim, eftir "behag" hverju sinni, til pólit. vildarvina? Á sama tíma, og ríkja mun varanlega stórfellt aukið atvinnuleysi í landinu, og varanlega stórfelld skerðing lífskjara.

Ég hélt að markmiðið væri að draga úr pólit. spillingu, ekki stórfellt auka hana.

Einnig að fjölga framleiðslustörfum hérlendis - - alls ekki að drepa flest þeirra.

Að minnka atvinnuleysi - - alls ekki að stórfellt auka það, gera sambærilegt v. Spán.

Að auka fjölbreytni í innlendri atvinnuuppbyggingu - - alls ekki að drepa þá litlu aukningu í fjölbreytni sem þó hefur átt sér stað.

Skapa framtíð þ.s. Ísland smám saman verður venjulegt hagkerfi með breiðu framboði starfa - - alls ekki að mjókka það mögulega framboð svo mikið, að Ísland verði nánast eingöngu með störf í boði til almennings, á sviðum  ferðamennsku og þeirrar þjónustu sem ríki og sveitafélög reka.

Mér sýnist, að með niðurlagningu allrar starfsemi í orkufrekum greinum, og afleiddra starfa einnig. Líklegum flutningi vinnslu út á haf. Að meðalatvinnuleysi á Íslandi myndi stórfellt aukast frá því sem nú er, og verði líklega sambærilegt við það ástand sem rýkti á 4. áratugnum.

Nokkur fj. starfa myndi skapast yfir há ferðamannatímann. En á vetrum væri atvinnuleysi mjög mikið. Nokkur hópur myndi hafa það mjög gott, þ.e. sá pólit. tengdi sem kemst að þeirri tekjulind sem felst í Landsvirkjun, og sér um að útdeila því til þeirra sem njóta velþóknunar viðkomandi.

Þetta er ekki sú framtíð Íslands sem ég vil - - Framsóknarflokkurinn verður að taka mjög harða afstöðu gegn þessum hugmyndum.

  1. Því þetta er verri hugmynd en - - aðild að ESB.
  2. Einnig verri hugmynd en - - upptaka evru.

Þetta er í reynd sú versta hugmynd sem fram hefur komið á seinni árum.

Stórfellt og hættulegt tilræði við kjör almennings, ekki síst framtíðarkjör almennings, myndi felast í því að tengja landið við orkukerfi Evrópusambandsins.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Einar Björn;

Við lítum hlutverk raforkuvinnslu á Íslandi sömu augum.  Þessir sæstrengsdraumar Landsvirkjunar eru af annarlegum toga og ganga engan veginn upp.  Það yrði svo mikil rekstrarleg og fjárhagsleg óvissa og áhætta tengd slíkum rafstreng, að ég get ekki ímyndað mér, að nokkur vilji hætta fé sínu í slíka fjárfestingu. 

Það er Gazprom og fordómar ESB gagnvart setlagagasinu, sem halda uppi orkuverði í Evrópu.  Fyrr en seinna verður Gazprom neytt til að laga sig að heimsmarkaðaverði þrátt fyrir langtímasamninga, og þá hrapar raforkuverðið í Evrópu.  Þegar vindar blása í Evrópu, lækkar raforkuverð á augnabliksmarkaðinum vegna framlags 30 þúsund vindmyllna.  Viðskiptasnillingar Landsvirkjunar sætu heldur betur með skeggið í póstkassanum, eins og Norðmenn taka til orða, ef þeir væru nú búnir að setja ISK 500 milljarða í sæstreng og tengd mannvirki.  Það kemur enginn vitinu fyrir Landsvirkjun, nema ný ríkisstjórn, sem hreinsar út úr þessu sukkbæli.

Með góðri kveðju /  

Bjarni Jónsson, 24.11.2012 kl. 23:05

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Langt mál og gaf mér ekki tíma til að lesa það allt en er sammála upphafinu og niðurstöðunni.  Hráefnis útflutningur er ekkert sérstaklega spennandi, nema fyrir óþjóðholla.          

Hrólfur Þ Hraundal, 24.11.2012 kl. 23:11

3 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Sæll Einar

Ég ætlaði einmitt að fara að skrifa pistil um þessa sömu hættu. Sæstrengur til Evrópu til að flytja rafmagn út flytur einnig evrópskt rafmangsverð hingað heim og þar með væri samkeppnishæfni þjóðarinnar allrar fórnað fyrir meiri hagnað eins fyrirtækis, Landsvirkjunnar. Stórlega drægi úr hagkvæmni þess að vera nálægt uppsprettu orkunnar og þarmeð myndu fyrirtæki og störf fara úr landi. Eina leiðin væri að skattleggja útflutt rafmagn stórlega, t.d. með 200% skatti en það er útilokað að það yrði gert enda forsendur útflutnings þar með úr sögunni. Önnur leið væri niðurgreiðslur en það er gloppótt og spillt verkfæri og dugar engan vegin til að vega á móti þessu, nema í besta falli í stuttan tíma. Atvinnulíf hér utan fiskveiða og raforkuframleiðslu yrði einfaldlega ekki samkeppnisfært. Í þessum atvinnugreinum starfa nú færri en 5% þjóðarinnar.

Þetta væri algjört glapræði og hugmyndina ætti að taka af borðinu strax en einbeita sér frekar að því að auka fjölbreytni atvinnulífsins, jafnvel með orkufrekum iðnaði hér á landi og nýta þau gæði sem landið hefur að bjóða landsmönnum til framdráttar.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 25.11.2012 kl. 11:20

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í Borgríkjum Evrópu gildir, um allar fjárfestingar í grunni lögsagna þeirra að þeir eru uppspretta alls afleiðu umframstekna sem myndast í fjármálborgunum.

Þessvegna eru það sameiginlegir hagmunir að tryggja langtíma stöðuleika í framboði og verðum þess sem má kalla tækifæri til samkeppni um raunvirðaukan [value adding] í þrepum 2 og 3 virðisauka skattsins. Um þrep ett gildir sama hámark og um eigna skatta 1,99%  að ársveltu í góðæri.


Vaninn er þegar um fjáfestingar í grunni er að ræða að Miðstýring beitir sér þannig að leita til lykil stofnhluthafa um fjármögnum á stofnkostnaði. Endurgreiðslu er í formi [skattahlundinda] og með arðgreiðslumum 2,0% á áriaf veltu[af eiginfé , ekki miðað við aukna skuldsetningu í framtíðinni]].

Þessi stofnhlutahafar eru ekki lið í meðal tekjum, auðmenn og lögpersónur sem eigna hreinar eignir um framskuldir.

Forréttindahluthöfum bjóðast svo eftir að 30 ára þroska feril er lokið forkaupsréttur að fjármögnuhlutbréfum vegna stækunnar til dæmis.

Meðalhækkanir á mörkuðum næstu 30 ár , rýra raunvirði hluta stofnhluthafa um 60% .  Skapar forsendur fyrir efrimillistéttar hlutbréfa væðingu

40% er þá eftir í varsjóði arðgreiðslna. Lögaðilinn sjálfur hefur afskrifað umframtekjur [60%] eftir útborgað arð inn á HREINNAN EIGNA REIGNING SEM NEMUR ANDVIRÐI REKSTRARLEGU EIGNANNA. 

LÖGÐILLI Í GRUNN ER STÖNDUGUR OG ÞVÍ VERNADAÐUR FYRIR SAMKEPPNI. 

íSLENDINGAR VIRÐAST EKKI SKILA HUGSUN YFIRSTÉTTARA BORGARA, ENDA ERU ÁHERSLUR HÉR FURÐULEGAR.

Ísland getur ekki á langtíma forsendum lifað á milliliðalauna aukningu fyrir reddingar við stöndug ríki, sem byggja á útvegun hráefna og orku.    

Nema stöðva fjölgun í búa. Tekjur á íbúa hér PPP hafa lækkað á íbúa miðað við USA og UK og 15 EU ríki um 1,0% á ári línulega síðan um 1980 , 30% á 30 árum.  Hér væru sömu lífkjör[skuldir] ef Íbúar væru 30% færri í dag.  

Græða á grunn nauðsynjum almennings er Íslenskur draumur og líka Draumur rússa elítu og Elítu margara vanþroskaðar Ríkja.

þessi draumur rætist ekki meðan hæfur meirihluti er við völd í hæfum ríkjum. Yfirgreindur og áttvís. Sem er samur við sig og stefnir ekkert frá sínum stjórnarkrám og þarf því ekkert að breyta þeim.
Vanþroskuð ríki eru í samanburði meðalgreind , skamsýn, alltaf að spyrja heimskulegra spurninga.

Júlíus Björnsson, 25.11.2012 kl. 15:55

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir innlitið:

Þorsteinn, endilega skrifaðu þennan pistil þ.e. gott að flr. skrifi en færri. Ef þér finnst það áhugavert, getur þú sett tilvísun á þennan.

Bjarni Jónsson, þ.e. örugglega rétt, að Evrópa getur að einhverju leiti endurtekið þ.s. kanar eru að gera, og verulega lækkað orkuverð. Að mjög verulegu leiti, er sú þróun sem er í gangi þ.e. stöðugt hækkandi verðlag, tilkomin vegna ríkjandi stefnu. Sbr. popúlísk ákvörðun Merkelar að loka kjarnorkuverunum, og síðan að ákveða að skipta yfir í sól og vind, í landi þ.s. verulega oft er skýjað. Einhverntíma, hlýtur að hrikta undir þeirri stefnu, en atvinnulífið hefur mikil áhrif innan Þýskal. Varðandi Gasprom, þá er það spurning hvenær aðrir koma inn - en einokun er vanalega brotin, þegar nýir aðilar koma inn, sem einokunarfyrirtækið getur ekki útilokað. Spurning, hvort það verða bandar. aðilar en útfl. á gasi skilst mér að sé í startholunum. Það verði selt á verulega lægra verði, en t.d. Gasprom selur sitt gas á.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.11.2012 kl. 21:49

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Commission Brussel er ekki ánægð með tak Kremlverja á grunn orkuverðum í EU. Verð í grunni milli ríkja eru vanalega langtíma með fyrirvörum um ekkert okur hvað varðar álögur eða sveiflur í álögum á formi ofurkaups, arðs , vaxta og skatta á heimamarkaði.     Verð í grunni EU retail-Borga skulu vera stöðug og fylgja línulega vaxandi árs meðal hækkunum á EU common market I.     Economical zone I.   Frá stofnum hefur það verið aðal markmið með heildar hagmuni í huga að lækka innfluttningverð á því sem fellur undir grunn til  raunvirðiaukningar  inn á EU common markaði. Mikið kemur inn frá öðrum efnahaghagsvæðum,  fyrir utan EU zone II,  kemur svo sem inn frá  Kína og Rússalandi. Innan svæðis EU I er búið að ganga frá því sem er árs umfram grunnframlag í hverju ríki til hagstæðar kvóta skiptingar  undir verðlags eftirliti Commission Brussel.  

Í marga áratugi hefur átt sér stað hagræðing í sameiginlegum grunni EU ríkja,  Commission hefur veg og vanda af því. Fækka framleiðsu rekstrareiningum, með samruna og þannig lækka kostnað við stjórnir, arðgreislur og kaup til aðila. Borga skal aðilum út sem vilja hætta þannig að hafi til æviloka sömu tekjur og hafi haldið áfram afskiptum.   Réttlætting er að þetta hafi verið erfisvinna og nútíma tækni samfara véla og tölvuvæðingu taki við og ný störf skapist svo í borgum vegna nýrra mennturnarstarfa þar.

Erlendis er reglan sú að meint umfram [arður] í kjölfara slíka hagræðinga gangi flótt til baka og verði svo í samræmi við þann hagnað sem stöndug risa fyrirtæki í grunni  gefa upp af framtíðar skuldum  [eiginfé].   Eiginfé því sem er um 3,0% max af heildarárveltu.   Einokun slíkra risa ef væru frjálsir við verðlageftirlit og reglustýringu er óhugsandi utan Íslands.     20% hagnaður af 3,0% eru 0,6% af heildarveltu.  60 aura á líta af olíu sem kostar 100 kr.

Það virðist sameiginlegt með ríkjum sem lúta stjórn skammsýnna, skam minnugra og  meðalgreindra stjórnsýslna  og þau skilja ekki mun á langtíma og skammtíma markmiðum. Common market og Private market hinna 10% ríkustu. 

Erlendis eiga meðalgreindir betur með að skilja opinberar tölu þegar búið er skilja 10% ríkust eftirspunar aðila frá, og þá 10% fátækust.  Íslandi gefur ekki upp meðalkaup 80% neytenda á common market Íslands.  Þessum í dag óvirka til að auka PPP á Íslandi en ekki til að greiða skuldir hinna 10% ríkustu.

Selabankakerfi USA reiknar gengi Dollars síðan um 1970 miðað við heildarsölu á common market USA síðasta ár það eftir að söluskatti hefur verið skilað og magntölum eininga hefur verið skilað, þannig að uppgefið GDP [OER]= GDP[PPP].  Heildar upphæð í dollurum er sett á móti meðalverðum af öllum seldum einingum yfir alla common markaði heimisins. CPI skammtíma nálgum fylgir líka meðalverðum á stóborgar common eftirspurnar markaði í USA.   Þess vegna má segja að samanburður við gengi Dollars gefi upplýsingar um verðlag á öðrum svæðum miða meðalverðlag í öllum heiminum á hverju ári.

Í EU er sérhæfð sala miðað við allan heiminn, margt sem neytendur þar versla , lægri vöruflokkar t.d. seljast hátt yfir meðal heimsmarkaðsverðum, þannig verður GDP[OER] > GDP[PPP]  á hverju ári.   Í augum ríkisborgara USA er því margt til sölu í EU á miklu dýrar verði en sambærilegt í USA.  Að meðatali er common market í EU 20% dýrari en common market USA.

Á CIA fact book kemur fram að ríki sem sýna gengi lægra en PPP er þá selja vinnuafl og eða hráefni og eða borga kaup undir heimsmarkaðs meðalverðum inn á sínum heimamarkaði, [ensku hugsandi fjárfestar til 30 ára spá í slíkt].
Ríki sem eru meta sitt OER gengi yfir PPP er þá að leggja meira sölu á innlands, líka kannski þessi sem flyta allt fullunnið inn eru ekki að leggja mikið á.  Ég tel lykil ríki EU leggja mikið á af sköttum og minna vegna arðs og fjármagnkostnaðar, fátæku og meðalgreindu ríkin, mikið meira að arði og vöxtum hlutfallslega.  

Þá kemur náttúrlega Ísland upp í hugann. Í dag Kúpa á vitlausum stað á jörðinni í sagnfræðilegu og siðferðilegu samhengi.  

30 % lækkun á raunverðmæti innlands og utanlands sölu á síðust 30 árum miðað við EU svæði I og UK og USA [meðal raunvirði á allri jörðinni] síðust 30 ár verður ekki skýrt nema með lesblindu toppanna hér á erlendan fjármála orðforða.  Commission  hefur uppfyllt sín stjórnarskrár markmið  hvað varðar hagræðingu á Íslandi síðustu 30 ár [EU svæði II].  30% lækkun á rauntekjum heildar merkir 30% lækkun á gjöldum heildar á hverju ári.   Óbreyttur íbúafjöldi Íslands fær þá 30% minna og vaxandi minna í sinn hlut á hverju samdráttarári raunvirðirðsframleiðsu í EU.

V0egna minnkandi sölu á fullunnu áli á common mörkuðum EU , og orku reikinga frá Kreml, mengunarskatta , lét Commisssion hér um árið loka súrálvinnslum á Ítalíu [sem fær þá eitthvað annað grunnverkefni]  en jók framleiðslu á EU svæði II , mikið meira á Íslandi en í Noregi.   Til hægja á framtíð verri lífskjara á Íslandi fyrir aðra en þá sem þekkja það verra frá sínum heimaslóðum.   Íslensk meðalgreind stjórnsýsla  forðast að hugsa um Ísland í heims fjármála samhengi.  Fyrir 40 árum var það kannski réttlætanlegt þegar innflutningur var mikið minni á common market hér en ekki í dag að yfirgreindra mati.

Það er ekkert frelsi í efnahagsgrunni Stöndugra ríkja eða ríkja sambanda.

USA er ekki háð EU um innflutning í grunni, og EU segist nánast ekkert flytja út fyrir EU zones I og II af hráefnum og orku [og lágvöru].

Verð á orku er að hækka vegna vegna vaxandi fjöld virkra neytanda í áður þriðja heiminum. UK sem er mjög nálægt PPP og USA segjast bæði hafa fjárfest í 30 ár  í þessari fjölgun og mun það sennilega draga úr samdrætti í UK. 
USA hinsvegar hefur flutt inn mikið af orku og hráefnum á lágum verðum, en mun hinsvegar draga úr þeim innfluttning þegar USA byrjar á nýta meira af eigin varasjóðum á sínum common market. Kína má ekki vaxa þeim um höfuð.  

Noregur stórgræðir á  Olíu í augnblikinu og PPP á íbúa vex, hinsvegar er það með ráðum gert að hækka ekki kaupmátt á common market Noregs. Til að sýna samstöðu með öðrum elítum og koma í veg fyrir að Noregur fyllst upp af nýjum ríkisborgum.  Yfirgreind ríki látast ekki stjórnast af sköpunargleði löggjafans eða skammtíma væntingum á sínum common market.  Þar ríkir stöðuleiki, áttvísi, frekar en raskanir á stjórnskrár og grunnsetninga forsendum, stefnu breytingar frá stöðuleika ekki markmið í sjálfum sér.

Til að skila yfirstéttir EU þarf að setja sig þeirra spor og hugsa eins.  Þetta er þröskuldur sem kallst linguistic barrier: stéttbundinn, skilur á milli meðalgreindra og yfirgreindra hingað til. Yfirgreindir stofna ríki sem endast og geta talist sjálfbær.

Júlíus Björnsson, 26.11.2012 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband