Ef Spánn hefði sinn eigin seðlabanka

Ég rakst á ágæta grein eftir Sebastian Mallaby á vef Financial Times. En þar rekur hann, að þrátt fyrir allt hefur eitt og annað tekist á Spáni. En þó þegar það er sett í samhengi við heildarvanda Spánar. Að þá virðist það ekki líklega duga til.

Spain is in need of urgent repair

  • "For 10 years after the launch of the euro, its workers bid up wages: labour costs jumped 55 per cent compared with a rise of 22 per cent in Germany."
  • "Outsized wage gains were not offset by gains in productivity, which lagged behind Germany’s by a whisker."
  • "The upshot was that uncompetitive Spain ran a vast current account deficit, peaking in 2007 and 2008 at about 10 per cent of gross domestic product – a gap that dwarfed the infamous external deficit run by the US."
  • "But in 2011 and early 2012, Spain’s wages fell relative to Germany’s and its productivity gains were larger; the...Spanish private sector has achieved a fall in unit labour costs versus Germany of 8.7 per cent."
  • " Thanks to renewed competitiveness, Spain’s exports rose 7.6 per cent last year and will rise another 2.1 per cent this year, despite recession in Spain’s export markets."
  • "Add in the cyclical effect of falling imports and the country’s external deficit has fallen remarkably, from 10 per cent of GDP to this year’s forecast 2.4 per cent."

Tek fram að í einangrun er þetta mjög fínn árangur, að minnka viðskiptahalla án gengisfellingar úr 10% í 2,4%.

Vandinn er, að Spánn verður að búa til "afgang" af erlendum viðskiptum, ef Spáni á að vera mögulegt að - - lækka skuldir.

Þannig, að þrátt fyrir að spænsk stjv. séu greinilega að gera sitt besta, þá þarf mun meira til.

Það er, frekari launalækkanir - frekari lífskjaralækkanir - enn meiri minnkun á innlendri eftispurn, til að búa til nægilega digran afgang af útflutningstekjum; til að nægilegt nettó innstreymi fjármagns myndist inn í hagkerfið til að standa undir hinni miklu skuldabyrði þess.

-------------------------

Þetta þíðir að Spánn er "kannski" kominn "hálfa leiðin" í aðlögunarferlinu - - spurning hvort að spænskt samfélag getur haldið það út, þegar með rúmlega 25% atvinnuleysi, þar af rúml. 50% meðal yngri aldursflokka.

 

Hvernig myndi eigin seðlabanki gagnast við þessar aðstæður?

Eins og Mallaby bendir á, þá myndi hann geta eins og seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlandseyja. Haldið niðri vaxtakostnaði í samfélaginu.

Í Bretlandi og Bandaríkjunum, sé vöxtum í samfélaginu haldið undir mældum hagvexti.

Sem þíðir, að það verður jákvæð hringrás þ.s. tekjur fyrirtækja aukist hraðar, og því fari skuldabyrðin smám saman minnkandi, bæði innan samfélagsins og fyrir ríkið.

En á Spáni þ.s. vöxtum sé stýrt af væntingum markaðarins, Seðlabanki Evrópu hefur ekki hafið sambærileg inngrip - til að framkalla aðra útkomu en þá er markaðurinn framkallar.

Þá er það öfugt, að vextir eru mun hærri. 

Þannig að í staðinn, er stöðug upphleðsla á skuldabyrði.

Innan samfélagsins sem og hjá ríki, og því opinbera.

-------------------------

Markaðurinn sé búinn að keyra upp verulega vexti sem fáanlegir eru. Og það, sé að drepa atvinnulífið - almenning og sjálft ríkið, sem og sveitafélög.

**Áhugavert að íhuga, að Seðlabanki Íslands, virðist byggja peningastefnu sína á stefnu Seðlabanka Evrópu, einmitt þeirri stefnu sem reynst hefur svo ílla á evrusvæði.**

 

Það er töluvert gagn af eigin gjaldmiðli

Ef Spánn hefði enn haft pesóið eins og Svíþjóð enn hefur sína krónu. Þá hefði Pesóið eins og sænska krónan gerði, fallið töluvert vandræðaárið 2008. Sem hefði þá, mildað efnahagsáfallið eins og átti sér stað í Svíþjóð. Get einnig nefnt Pólland.

Fall pesósins hefði umsnúið viðskiptajöfnuði Spánar, ekki niður á -2%, heldur alla leið yfir í nægilega stóran plús, í einu vetfangi.

Því að eftir hrunið á Spáni, þá hefði markaðurinn framkallað það verð á Pesóinu, er hefði skilað þeirri stöðu. Að viðskiptajöfnuðurinn hefði náð að standa undir erlendum skuldbindingum.

Þ.s. Spánn hefur öflug fyrirtæki, hefðu þau verið snögg að nýta sér bætt samkeppnisskilyrði. Þanng, að atvinnulífið hefði eflst fremur hratt í kjölfarið.

Með þann uppgang fljótlega í gangi, þá hefði ríkið getað hafið niðurskurðarferli. Án þess, að valda neinum umtalsverðum vandkvæðum. Því uppgangur atvinnulífsins hefði komið inn í staðinn, veitt mótvægi þegar ríkið dregur sig til baka.

Þessi stöðuga vonda skuldahringrás sem nú er til staðar, hefði ekki átt sér stað.

--------------------

Það er einmitt vandinn, að ríkið er að neyðast til að skera niður, meðan atvinnulífið er enn statt í því ferli, að lækka kostnað og fækka störfum. Sem heild, sé það enn að draga saman seglin.

Þá verður annarskonar útkoma er ríkið dregur sig til baka, þ.e. aukinn samdráttur í hagkerfinu eða klassískur niðurspírall, því atvinnulífið er ekki í aðstöðu til að auka umsvif á móti er ríkið dregur sig til baka, þannig að ríkið líklega nær ekki að minnka skuldir þrátt fyrir harðan niðurskurð því vextir eru of háir, auk þess að aukning í hraða samdráttar hagkerfisins skapar hækkun skulda sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu er þjóðarframleiðslan dregst saman.

Líkleg útkoma, að skuldir aukast þó ríkið sé í bullandi niðurskurði, og haldi áfram að aukast, þó frekari niðurskurði sé beitt. Því, við hverja viðbótar aðgerð, verði ávallt viðbótar samdráttur. Og þá eina ferðina enn, hækkun skulda sem hlutfalls þjóðarteknar er hagkerfið minnkar.

Spurning hvort Mariano Rajoy, geti varist því að Spánn endurtaki dauðaspíral þann, sem Grikkland er í?

  • Það er mjög skiljanlegt, að spönsk stjv. eru að leitast við, að fá Seðlabanka Evrópu til að gefa út vaxtaþak, sem yrði varið - hvað sem á gengi. Ef Spánn samþykkir að óska aðstoðar, þannig að "ECB" geti hafið kaup án takmarkana.
  • Að auki, að Spánn sé að leitast við að ná fram sem mestri lækkun vaxta - - einfaldlega vegna þess, að það er síðasta hálmstráið. Til að halda Spáni innan evrunnar.
  • Ef vextir verða ekki lækkaðir og það "hressilega" þá mjög líklega gengur dæmið ekki upp! 
  • Því miður virðist fátt benda til þess að slíkt verði reyndin, því "ECB" þverneitar að verja e-h tiltekið þak, gefur ekkert upp með það við hvaða vexti hann myndi miða inngrip sín.
  • En innan "ECB" virðist ríkja sú sýn, að það eigi sem minnst að skipta sér af "markaðsvöxtum" en þeir séu "aðhald markaðarins" aðeins þegar þeir verði "excessive" sé rétt að skipta sér af.
  • Ef vextir séu lækkaðir "of mikið" muni það minnka hvatningu til niðurskurðar og aðhalds.
  • Eins og Seðlab. Ísl. virðist "ECB" ekki sjá hve gríðarl. skaðsamt það er, að vextir eru mun hærri en hagvöxtur, þannig að skuldakostnaður "spíralar" stöðugt upp, sem þá skapar stöðugt viðbótar samdráttaráhrif. Er örugglega stór hluti ástæðu þess, að hagkerfin í vanda eru stöðugt að skila lakari árangir en hagspámenn "ECB" reikna með.

 

Niðurstaða

Því miður þrátt fyrir að ríkisstjórn Spánar sprikli eins og hún getur, virðist manni ólíklegt að Spánn komist hjá því að yfirgefa evruna fyrir rest. En akkúrart hvenær er erfiðara að spá fyrir um. Það er hugsanlegt að Spánn haldi út allt nk. ár, en það má einnig vera að svo verði ekki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband