19.11.2012 | 22:23
Ömurlegt að vera Grikki í dag
Las áhugaverðan pistil á vef Wall Street Journal - For Greeks, Crisis Reverses a Generation of Progress - en þar tekur blaðamaður nokkur persónuleg viðtöl við Grikki sem áður töldust til millistéttar, sem hafa dottið niður í "fátækt" eftir að starfið þeirra hvarf. Og vinnu var hvergi að fá. Og síðan kláraðist réttur þeirra til að fá bætur. Sem þíddi að úr vöndu var að ráða.
Fj. Grikkja sé í dag, farinn að leita til baka úr borgunum inn í sveitirnar á ný, einfaldlega vegna þess að í gamla þorpinu eða gamla býlinu sem foreldrar viðkomandi áttu, sé þó enn unnt að tryggja sér fæði og húsaskjól. Þó hlutskiptið sé sú sama fátækt, og kynslóðir viðkomandi höfðu áður lifað við.
Ég hvet fólk til að lesa þessi tilfinningaþrungnu viðtöl!
Áhugaverðir punktar:
- "Greek minimum-wage earners' purchasing power has dipped to levels last seen in the 1970sduring an era of rapid development that created the urban middle classaccording to a study by the Labour Institute, a union-affiliated think tank. Average income is down to where it was more than 10 years ago."
- After decades of narrowing the gap with the EU's more affluent members, Greece is diverging again. Output per capita, which hit 94% of the EU average in 2009, fell back to 82% last year, a level last seen in the early 1990s.
Eins og kemur fram þarna - - eru lífskjör Grikkja fallin baka cirka til fyrri hl. 10. áratugarins.
Og Grikkland er enn að falla hratt, með þessu áframhaldi niður á lífskjör 9. áratugarins.
Önnur áhugaverð grein: Greek companies face 'annihilation' amid debt crisis
- Sú grein sýnir hið algera svartnætti er rýkir hjá stjórnendum í Grikklandi, en hátt hlutfall þeirra sér ennþá framundan, frekari minnkun viðskipta og uppsagnir starfsfólks.
Svo er það áhugaverður pistill í Der Spiegel eftir Stefan Keiser:
Germany's Trouble With the Truth
Ég er ekki alltaf 100% sammála Keiser, en í þetta sinn - er allt rétt sem hann segir!
Ríkisstjórn Þýskalands er akkúrat eins og hann segir, að leika mjög ljótann pólitískan leik, með Grikkland teimt á asnaeyrunum, meðan hörmungar almennings aukast dag frá degi.
Síðan er það áhugavert viðtal við Hans Werner Sinn, maður sem sannarlega hefur ekki farið í felur með sínar skoðanir, en hann er yfir hagfræðistofnun sem er algerlega sjálfstæð svokölluð IFO stofnun, og þ.e. eitt og annað sem stofnunin hefur rannsakað, og komist að. Sem er á skjön við þá sýn sem aðdáendur evrunnar halda statt og stöðugt fram.
'Temporary Euro-Zone Exit Would Stabilize Greece'
"Sinn:...If Greece exited the monetary union, the Greeks would purchase their own goods again, and wealthy Greeks would return to invest. And if Portugal leaves, it will have similar positive experiences. The Ifo Institute has studied some 70 currency devaluations and found that recovery begins after one to two years. We are, of course, also suggesting just a temporary exit. Greece and Portugal have to become 30 to 40 percent less expensive to be competitive again. This is being attempted through excessive austerity measures within the euro zone, but it won't work. It will drive these countries to the brink of civil war before it succeeds. Temporary exits would very quickly stabilize these countries, create new jobs and free the population from the yoke of the euro."
Takið eftir rauða hlutanum - - þetta er mjög svipuð niðurstaða og ég man eftir, að var kynnt í skýrslu B.I.S. (Bank of International Settlements) árið 2010: Man það v. þess, að ég hef haldið þeirri skýrslu á lofti reglulega: Quarterly Review - June 2010
Lesa kaflann: "Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective"
- Það er nefnilega vandi við kenningar evrusinna, um það hve gengisfellingar séu slæmar.
- Að, þegar hagsagan er skoðuð, standast þær fullyrðingar engan veginn.
- Enda er afstaða evrusinna hvort sem það eru evrusinnaðir hagfræðingar eða aðrir, fyrst og fremst hugmyndafræðilegs eðlis, ekki rökfræðilegs.
Ef Grikkland myndi fara út úr evrunni, sannarlega lækka lífskjör skarpt fyrst í stað - en þau munu minnka hvort eð er.
En málið er að þá nær hagkerfið gólfi, sem þíðir að verð eigna gerir það einnig, sem þíðir að loks koma þeir sem eiga peninga; og fara að fjárfesta.
Hvort sem það eru ríkir Grikkir eða aðrir ríkir. Sannarlega græða þeir þegar eignirnar verða þetta verðlitlar, - - - en ath. að það er þróun sem hvort eð er, er framundan.
Spurning að fara þangað strax eða eftir eitt, tvö eða þjú ár til viðbótar.
Kostur við fyrri gengisfellingarleiðina, að þá getur enduruppbygging hafist.
Eins og Sinn segir, ætti að aðstoða Grikkland við það verk, að hverfa úr evrunni. Ef evran verður áfram, þá fræðilega getur þá Grikkland komið aftur inn síðar.
Með aðstoð, væri flýtt fyrir endurreisn Grikklands, lágmarkað hætta á óstöðugleika.
Niðurstaða
Það er víst fundur um málefni Grikklanda meðal stjórnenda evrusvæðis á þriðjudag 20/11. Þar á að leita að niðurstöðu um 3. björgun Grikklands. En ég er ekki bjartsýnn á að sú niðurstaða verði vitræn. Nánast það eina sem virðist geta skapað vitræna útkomu, er þrýstingur AGS - sem heimtar nú að skorið verði af skuldum Grikklands. Sem myndi þíða að Angela Merkel yrði að viðurkenna að þýskir skattborgarar séu búnir að tapa hluta af því fé sem hefur verið lánað. Að auki, yrði hún þá að taka tillit til þess taps, í fjárlögum ríkisins. Finna einhvern niðurskurð einhvers staðar, skera e-h af vegna þess að peningarnir væru gufaðir upp.
En hún eins og Keiser bendir réttilega á, mun leitast við að láta sem að það fé sé ekki þegar tapað, leitast við að framlengja "björgun Grikklands" sem enn eina "sýndarbjörgunina." Allt á altari skammtíma pólitísks útreiknings.
Kaldrifjaður pólitíkus hún Angela Merkel.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er kaldrifjað við það að fá lán sín endurgreidd?
Til viðbótar mætti taka "Grikki" út í greininni og setja "Íslendingur" í staðinn og greinin væri jafngóð fyrir vikið!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.11.2012 kl. 17:28
Guðbjörn - þ.e. kaldrifjað, þegar það er vitað með 100% vissu, að mótaðilinn er ófær um að greiða þau til baka, nema að hlutfalli.
Ísland er ekki augljóslega ófært, eins og er um Grikkland.
Þ.e. til prinsipp sem kallað er "limited liability" erlendis. Skv. lögum er þá sett mörk gagnvart því hve hart má ganga gegn einstaklingi sem skuldar.
Getur verið að e-h vanti upp á þá lagaumgjörð hérlendis. En, ESB á að vera velvildarklúbbur, en þ.e. ekkert fallegt við meðferð aðildarþjóðanna á Grikklandi.
Þvert á móti, hefur það fram að þessu, verið eins ískalt peningaplokk, og tja - meðferð Frakka á Þjóðverjum fyrir áratugum síðan.
Það er eins og Evrópa hafi raunverulega ekki lært lexíuna frá þeim tíma, né nokkra lexíu af því hvernig fyrir rest Bandaríkin með mjög rausnarlegum hætti aðstoðuðu S-Ameríku lönd á sínum tíma - "Brady Bond Plan."
Það var meðferð sem var algerlega til fyrirmyndar.
Bandaríkin, veittu bakábyrgð á sérstakan flokk skuldabréfa, sem gefinn var út. Þau hefðu fallið á Bandaríkin, ef mótaðilarnir hefðu ekki greitt.
Þetta gerðu Bandar. samt, þó það væri raunhæfur möguleiki, að slíkt gæti gerst. Það gerðist ekki í nokkru tilviki.
Í öllum tilvikum leiddi þetta til mikillar kostnaðarlækkunar þeirra landa af skuldum.
Að auki, í fj. tilvika var að auki, náð fram skuldalækkunum. En nokkur Afríkuríki tóku einnig þátt í þessu prógrammi.
Í nær öllum tilvikum, leiddi þessi leið til efnahagslegrar endurreisnar viðkomandi landa í kjölfarið.
Einhvern veginn, virðist engin leið að fá fram að sambærilegri aðferð sé beitt innan ESB.
Hverjir eru á móti, tja - Þjóðverjar.
Ískalt peningaplokk - - ekku furða að S-Evr. þjóðirnar, eru farnar að fyllast hatri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.11.2012 kl. 22:47
Rétt Einar, furðulegt að Grikkir fái að skuldsetja sig meira og meira gegn auknum niðurskurði, þegar vitað er að þeir geta ekki greitt allt tilbaka. Grikkirnir vita alveg af þessu sjálfir líka. Til hvers eru þá tafirnar?
Ef til vill er verið að þróa viðbragðsáætlun fyrir evrusvæðið í heild því þegar Grikkir fá afskriftir skulda eru það ekkert litlar upphæðir sem hin evruríkin þyrftu að afskrifa. Og hver veit hvaða áhrif það hefði á hin evruríkin, bæði efnahagslega og pólitískt.
Þetta er hið furðulegasta mál.
Bragi, 20.11.2012 kl. 23:18
Og hver væri sú viðbragðsáætlun? Fræðilegir möguleikar væri, að gefa ECB heimild til inngripa á markaði fyrir skuldabréf án takmarkana, meðan gruggið væri að setjast. En það krefðist prentunar, sem er anaþema í augum Þjóðverja.
Hugsanlega væri einnig mögulegt, að gefa út flokk sameiginlegra skuldabréfa - sem ríki í tímabundnum vanda, myndi geta fengið aðgang að. En, Þjóðverjar eru einnig búnir að margítreka neitun sína gagnvart slíkum hugmyndum.
Það eina sem ég hef séð þá bjóða, er "beisli og axlabönd" þ.e. að ríki framselji stjórn efnahagsmála að verulegur leiti yfir til Framkvæmdastjórnarinnar.
Henni væri því gefin heimild til að skipa fyrir lækkun ríkisútgjalda, lækkun skatta o.s.frv.
Það er það eina sem ég hef séð þá bjóða, þ.e. "pro cyclical economic management" nema í það sinn, af því tagi sem ekki væri mögulegt að víkjast undan.
Ég hef ekki séð þess nokkur merki, að þeir séu að bjóða gulrót á móti.
Þeir virðast halda, að ef slík sjálfvirk spennitreyja sé sett á fót, þá "skapi það tiltrú" því markaðurinn muni þá vita, að gersamlega miskunnarlaust verði skorið niður - ef tekjufall verður eða skuldaaukning í framtíðinni.
Þetta er þeirra áætlun eftir því sem ég best fæ séð. Og ég sé engan möguleika á því, að það fáist í gegn.
Meðan heimta S-Evr. þjóðirnar, eihvers konar form af sameiginlegum ábyrgðum eða millifærslur eða peningaprentun; en ég sé þess engin merki að ríkisstjórn Þýskalands sé að auðsýna nokkra hina minnstu uppgjöf gagnvart slíkum kröfum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.11.2012 kl. 00:15
Guðbjörn:
Ég hef ekki orðið var við að það sé ömurlegt að vera Íslendingur eða búa á Íslandi. Það er alveg ljóst að heimskreppur koma niður á íbúum heimsins, ESB breytir engu þar um nema til hins verra að því er virðist. Miðað við allar fréttir sem berast er til muna verra að búa á Grikklandi en á Íslandi.
Og annað Guðbjörn sem þú ættir að athuga er að þegar stofnað var til evrunnar vissu Þjóðverjar og aðrir í ESB af bókhaldssvindli grískra yfirvalda - en kusu samt að leyfa þeim aðild, ættu þeir sjálfir ekki bara að súpa af því seyðið að einhverju leiti? ESB-pólitíkusa þyrsti á sínum tíma í völd og áhrif, því litu þeir framhjá vandamálum sem varað var við áður en stofnað var til evru, bráðlega munu þeir þurfa að taka afleiðingunum af þessu.
Þorgeir Ragnarsson, 21.11.2012 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning