16.11.2012 | 01:22
EUROSTAT segir landsframleiðslu Íslands minnka um 6,5% milli ársfjórðunga!
Það er áhugavert að skoða niðurstöður um stöðu 3. ársfjórðungs sem fram komu á fimmtudag frá EUROSTAT, sjá: GDP down by 0.1% in the euro area and up by 0.1% in the EU27. Ef staða evrusvæðis sem heildar er skoðuð, er efnahagur þess nú statt 0,6% neðan við stöðu 3. fjórðungs 2011. Sem hljómar ekki sem mjög harkaleg kreppa. Á hinn bóginn, dylur það meðaltal misjafnan árangur einstakra ríkja. En þó, hefur á síðustu misserum mjög verulega hægt á í þeim löndum þ.s. enn er vöxtur. Vantar einhverra hluta vegna tölur fyrir Grikkland í samanburðinum, frá fjórðungi til fjórðungs.
- Takið eftir tölum fyrir Ísland, en skv. tölumr EUROSTAT virðist hafa verið, mun stórfelldari minnkun milli 2. og 3. fjórðunga á Íslandi, en ég hafði gert mér nokkra grein fyrir.
- Verður forvitnilegt að sjá, hvort ísl. fjölmiðlar fjalla um þá útkomu?
...................1. ársfjórðungur.....2. ársfjórðungur.....3. ársfjórðungur
Evru17...................0.0.....................-0.2..........................-0.1
Belgía....................0.0.....................-0.5...........................0.0
Þýskaland...............0.5......................0.3...........................0.2
Eystland.................0.4......................0.6...........................1.7
Írland...................-0.7......................0.0
Spánn...................-0.4.....................-0.4.........................-0.3
Frakkland...............0.0......................-0.1...........................0.2
Ítalía....................-0.8.....................-0.7..........................-0.2
Kýpur...................-0.6.....................-0.9..........................-0.5
Malta....................-0.3......................1.3
Holland..................0.1......................0.1..........................-1.1
Austurríki...............0.3......................0.1..........................-0.1
Portúgal................-0.1.....................-1.1..........................-0.8
Slóvenía.................0.0......................1.0
Slóvakía.................0.5......................0.6...........................0.6
Finnland.................0.8.....................-1.1...........................0.3
-----------------------------------------------------------------------------
Ísland....................3.6......................0.3...........................-6.5
Mér skilst af erlendum fréttum, að franska stjórnin sé fegin niðurstöðunni, en skv. þessu hefur Frakklandi tekist að komast hjá að teljast í kreppu sem skv. Framkv.stj. er 2 fjórðungar samfellt í samdrætti.
Spurning þó hvað gerist á nk. ári, en ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt aðgerðir sem beinast að minnkun ríkishalla í Frakklandi, sem nema um 2% af þjóðarframleiðslu Frakklands.
Miðað við hve lítil hreyfingin er á hagkerfi Frakklands nú, ætti sú aðgerð að taka 2% af þjóðarframleiðslunni með niðurskurði + skattahækkunum, að leiða til nettó útkomunnar "samdráttar."
------------------------
Á móti eru víst skv. fréttum Hollendingar í nokkru áfalli, en þar var búist við mun minni samdrætti en nú mælist eða 0,5%. En þeir fengu þess í stað 1,1%.
En síðasta ríkisstj. hafði áður en hún hætti, hleypt af stað "sparnaðaraðgerðum" sem eins og áformað er í Frakklandi, eiga að draga úr halla.
Spurning hvort munurinn milli 2. og 3. fjórðungs, sé að einhverju leiti áhrif þeirra aðgerða?
------------------------
Þjóðverjar eru ekki heldur ánægðir, en þeim líst ílla á hve hagvöxtur minnkar þar jafnt og þétt. Ástæða þeirrar minnkunar í hagvexti, virðast vera minnkun eftirspurnar frá viðskiptalöndum Þýskalands í vandræðum.
En þ.e. klassískt orsakasamband, að þegar viðskiptalönd lenda í vanda, þá hafi það einnig neikvæð áhrif á þau lönd sem eru að selja þangað vörur.
------------------------
Austurríki allt í einu sýnir smávegis samdrátt, eftir röð mjög hægs vaxtar.
Virðist hægja á samdrætti á Ítalíu. Vantar þó að sjá tölur fyrir 4. fjórðung, svo ljóst verði hvort þ.e. "trend" þ.e. einhverskonar viðsnúningur. Gæti verið árstíðabundið.
- Hvergi á evrusvæði er neinn umtalsverður hagvöxtur.
- Almennt, doði og deifð eða mild kreppa.
- Fyrir utan löndin í vanda.
Niðurstaða
Hvað ætli að hafi gerst á Íslandi milli 2. fjórðungs og þess 3? Þetta eru svakalegar tölur. Maður hefur fundið fyrir því, að hægt hefur á síðan í sumar. En grunaði ekki að það væri svo "hastarlegt."
Sannarlega hafa fiskverð lækkað. Gengið hefur nokkuð verið lækkað á móti. Síðan ný vaxtahækkun. Spurning hvort ísl. hagkerfið sé aftur á niðurleið, í kjölfar þess "stimulus" er það fékk á sl. ári frá hækkandi fiskverðum vs. makríl vs. loðnu?
-----------------------------
Evrusvæði heldur áfram í hægri en að því er virðist "öruggri" kreppu. Ég sé ekkert framundan annað en að sú kreppa haldi áfram. Og að auki, fari versnandi. En fj. ríkja hefur kynnt viðbótarsparnaðaraðgerðir, það ofan í vöxt sem er mjög veikur í besta falli. Getur vart annað en t.d. í Frakklandi, skapað viðsnúning yfir í samdrátt. Kallað á minnkun neyslu o.s.frv.
Spurning á hvaða punkti fjölgun landa í kreppu, leiðir fyrir rest til kreppu einnig í Þýskalandi. En sú útkoma er rökrétt.
Því lönd sem selja lenda alltaf í vanda, þegar löndin sem kaupa eru í kreppu - - nema þau hafi aðra markaði upp á að hlaupa.
Hvar eru þeir þá?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja, þetta virðist rústa þeim rökum stjórnenda Seðlabanka Íslands og Peningastefnunefndar fyrir hækkun stýrivaxta nú í vikunni um að MINNKANDI slaki í efnahagslífinu kalli á hækkun stýrivaxta "til að slá á verðbólgu"!!
Kristinn Snævar Jónsson, 16.11.2012 kl. 18:57
Raunframleiðsluframlag PPP Meðlim Ríkja í grunni er undir lögsögu Commission, sem tryggir hlutfallslega skiptninga stöðuleika. Bundinn af Stjórnskrá. Hinvega geta með lima ríki á þessum fast langtíma grunni, aukið value adding PPP tekjuhluta sinn inn á sínum borga samkeppnismörkuðum, hlut semm sveiflast upp og niður eftir Meðlima ríkjum.
Stöðuleiki ríkir í grunn afleiðuviðskipta, sem falinn eru að hluta í kauphallar leynd hverjir eru fjárfestar.
Greinar skilja kjarna frá hismi einkenna greindari minni hluta mannkyns. Ríki sem rækta ekki eigin garð fá enga uppskeru. Draga niður heildar PPP EU innri keppinsríkjanna.
Júlíus Björnsson, 16.11.2012 kl. 19:00
Það sannarlega eru orð að sönnu - - nema auðvitað að þeim rökum sé slegið upp sem ryki, og allt aðrar ástæður séu að baki.
En ég hef velt fyrir mér, hvort það sé tilgangur þeirra, að minnka lífskjör til að draga úr innflutningi. Þetta sé sem sagt leið B, í stað þess að láta gengið síga frekar.
Baráttan gegn verðbólgu, liggi þá óbeint í því, að ef til vill að ef sú aðferð þá virkar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.11.2012 kl. 21:00
Íslenska hagkerfið er sveiflukennt innan ársins. Það hafa verið stórar sveiflur í þriggjamánaða uppgjöri undanfarin ár.
Það er hinsvegar ekki þriggja mánaða uppgjörið sem gildir heldur hvernig hagvöxturinn breytist milli ára.
Fyrir áhugasama vil ég benda á að skoða gögnin frá Hagstofunni síðastliðin ár.
http://www.hagstofa.is/Hagtolur/Thjodhagsreikningar/Thjodhagsreikningar
Þórhallur Kristjánsson, 16.11.2012 kl. 22:28
Þóhallur, ég hef verið að fylgjast með þessu síðan hrunárið, og man ekki eftir þetta stórri sveiflu niður milli ársfjórðunga, síðan það ár. Það hafa verið sveiflur upp og niður síðan, hagkerfið fór aðeins að róast. En þær hafa verið á stærðinni 2-3%. Ekki rúm 6%.
Þ.e. e-h í gangi, umfram árstíðabundna sveiflu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.11.2012 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning