Framkvæmdastjórn ESB - "engin krafa um frekari niðurskurð á Spáni, út 2013"!

Þetta kom fram í Financial Times: No further austerity for Spain, says Rehn. Þetta kemur á óvart, því skv. nýjustu hagsspá Evrópusambandsins er ljóst, að hallinn á ríkissjóð Spánar verður meiri á þessu ári, en spænsk stjv. hafa lýst yfir að hann verði. Hingað til síðan kreppan hófst, hefur ný lakari spá frá Framkvæmdastjórninni, alltaf leitt til nýrrar kröfu um niðurskurð.

En við erum að tala um Spán í þessu tilviki.

Það getur þítt að þarna sé e-h annað í gangi en blasir við.

  • Mig grunar, að þetta sé "samningstilboð" til Spánar, frá Framkvæmdastjórninni.

En til upprifjunar, hefur verið í gangi nú á 3. mánuð, ákveðið "game of chicken" milli ríkisstjórnar Spánar, og í reynd stofnana ESB - sem og aðildarríkja. Sérstaklega þó við Seðlab. Evr.

En í september staðfesti Seðlabanki Evrópu formlega tilboð um "kaup án takmarkana" og það var vitað, að því er í reynd beint að Spáni.

En Spánn hefur fram að þessu, ekki stigið það skref sem "ECB" gerði að skilyrði, nefnilega að óska eftir aðstoð "ESM" þ.e. til björgunarsjóðs evrusvæðis.

Ríkisstjórn Spánar hefur verið að sækjast eftir einu öðru sbr.:

  1. Að Seðlab. Evr. gefi upp vaxtaþak þ.e. viðmið sem ávallt yrði varið, en í tilboði ECB liggur ekki fyrir hve hátt ECB myndi hleypa vaxtakröfu t.d. Spánar, þegar hann myndi kaupa. Eðlilega, vill Spánn sem lægst "þak." Fram að þessu hefur ECB þverneitað að gefa út slíka yfirlísingu.
  2. Við Framkvæmdastjórn ESB, þá er það auðvitað sú krafa um aðhald sem Framkvæmdastjórnin gerir - - nú lofar hún að Spánn þurfi ekkert frekar að skera niður út 2013.
  3. Gagnvart aðildarríkjum, sérstaklega Þýskalandi, snýr það að fá fram einhverskonar tryggingu fyrir því, að skilyrðin sem farið yrði fram á af þeirra hálfu, væru ekki of erfið að mati Spánarstj.
  • Ég held samt, að Mariano Rajoy. Muni ekki hlaupa til, og óska eftir "aðstoð" svo ECB geti hafið kaup.

Ríkisstj. Spánar hefur nú að fullu lokið fjármögnun fyrir þetta ár - - henni finnst sjálfsagt ekkert liggja á.

Vaxtakrafan er nú í kringum 5% í stað þess að vera yfir 7% fyrir 10 ára bréf, og það liggur eingöngu í væntingum markaða - að kaup ECB á ríkisbréfum Spánar muni gerast á endanum. 

Og þá ekki eftir mjög langan tíma.

Þessi deila hefur nú farið úr forgrunni fjölmiðlaumræðu - - meðan Grikklandskrýsan hefur á ný farið í forgrunn.

Þessi deila er þó í reynd töluvert mikilvægari - - enda, Spánn það stór biti, töluvert stærra hagkerfi en Portúgal, Írland og Grikkland samanlagt; að ljóst er að það væri banabiti evrunnar. 

Ef Spánn hrökklast út - eða ákveður að fara.

Sem þíðir auðvitað, að Spánarstjórn hefur samningsaðstöðu sem litlu ríkin 3 höfðu ekki, og hafa ekki.

 

Enn einu sinni, er efnahagskrýsa Grikklands verri en reiknað var með!

Það er komnar nýjar tölur frá "hagstofu" Grikklands: Greece’s recession deepens amid austerity

Skv. þeim tölum sem nú er verið að vinna með, nú þegar verið er að semja um framtíð Grikklands. Er viðmiðið að gríska hagkerfið dragist saman um 6,5% 2012.

"The economy shrank by as much as 6.7 per cent in the first nine months of 2012..."Gross domestic product dropped 7.2 per cent compared with a year earlier, according to a flash estimate announced on Wednesday by Elstat, the independent statistical agency,"

Skv. Elstat, þá er samdráttur 3. fjórðungs 7,2%; á meðan að fyrstu 9 mánuði ársins hafi gríska hagkerfið minnkað um 6,7%.

"“The situation isn’t expected to improve much in the fourth quarter,” said Platon Monokroussos, head of markets research at Eurobank."

Síðan er verið að láta Grikkland, skera enn meira niður - sem að sjálfsögðu mun framkalla minnkun hagkerfisins, vel umfram þau 4,5% sem skv. hinni nýju spá; er framreiknaður samdráttur 2013.

Þá að sjálfsögðu, verður skuldastaða Grikklands ekki 191% á nk. ári, heldur nær 200%.

 

Niðurstaða

Stofnanir ESB halda áfram að þrýsta á Spánarstjórn, að láta af "þrjóskunni" og óska eftir aðstoð. Á sama tíma, og Spánarstjórn virðist róleg með ástandið. Mér sýnist allt benda til þess, að spá mín frá september standist. Að ríkisstj. Spánar muni ekki "blikka" fyrr en mál eru komin fram á einhverja blábrún á ný. Sem líklega úr þessu er ekki fyrr en á nk. ári. Kannski er uppgjör 2012 liggja fyrir.

Nýjustu tölur frá Grikklandi undirstrika enn eina ferðina, hve gersamlega fráleitt það er að reikna með því að Grikkland muni endurgreiða skuldirnar við aðildarríkin.

Sem virðist ekki hindra pólit. stéttina í Evr. í því að halda farsanum áfram.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Meðlima Ríki EU er í private innri samkeppni um hávirðisaukatekjur inn á eigin heimmörkuðum, en byggja á Miðstýrðum sameiginlegum grunni um útvegun hráefna og orku , .....

Grikkir sóttu formlega um aðild og losna við allt hráefni sem þeir geta ekki nýtt sjálfir og fá annað í staðinn. Hvernig þeir byggja upp eigin heima velferð er undir þeim sjálfum komið. Innri samkeppni gleymist oft hér. Þjóðverjar eru greinlega sigurveigarar. Þetta er ekki bandalag um að allar elítur séu með jafnar tekjur. Tekjur hverar elítu er afleiddar af hennar heima virðisauka. Lækki tekjur millistétta Meðlimaríkis þá sökkva elíturnar niður sjálfkrafa í kjölfarið.   

EU heldur áfram að draga úr neyslu millistétta að meðatali. Námur EU er nánast tómar.

Júlíus Björnsson, 16.11.2012 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband