14.11.2012 | 00:37
Hvað er raunverulega í gangi í tengslum við Grikkland?
Eins og ég fjallaði um þann 8/11 sl. - Grikkland gjaldþrota þann 16/11 nk? - þá spáði ég því, að Grikkland myndi ekki raunverulega verða gjaldþrota þann 16/11 nk. Þ.e. að Grikkland myndi fá að redda sér, með trixi sem Seðlabanki Evrópu tekur þátt í. Og, einmitt það hefur orðið.
En til upprifjunar, þá virkar trixið þannig, að gríska ríkið gefur út skammtímabréf. Þau kaupa grískir banka - þó sjóðir þeirra séu galtómir og þeir gjaldþrota í reynd. Til þess að það gangi upp, þá afhenda þeir Seðlabanka Grikklands, sem einnig á raunverulega enga peninga, (annars gæti hann lánað gríska ríkinu með beinni hætti) og fá í staðinn svokallað "emergency liquidity assistance - E.L.A." þ.e. fá evrur í staðinn. Seðlabanki Grikklands, starfandi sem eining innan Seðlabanka Evrópu, fær þær evrur sendar skv. fyrirmælum höfuðstöðva ECB beint þaðan.
En ECB hefur sjálfur sagt, að grísk ríkisbréf séu ónýtur pappír, neitar því að taka við þeim, þ.e. höfuðstöðvar ECB segjast ekki lengur taka þau gild. Svo grískir bankar geta ekki lengur fengið neyðarlán beint frá höfuðstöðvum ECB. En, þeir geta fengið sömu evrur, í gegnum útibúið í Aþenu. Enda væru þeir bankar annars löngu fallnir, Grikkland hrunið úr evrunni.
Skemmtilegur farsi í boði Seðlabanka Evrópu.
Sem bjó til það leikrit, að gríska ríkið yrði að borga af skuld sinni við ECB fyrir ákveðinn dag, neitaði að gefa hænufet - - en er síðan að redda greiðslunni.
Greece wins time on bailout impasse
"Athens on Tuesday sold 4.06bn in one-month and three-month Treasury bills which, together with funds expected to be raised from non-competitive bids, should allow it to redeem bills coming due on Friday. "
Ha - ha, "non competitive bids." Allt skipulagt fyrirfram.
Hvað var þá samkomulag fjármálaráðherra evrusvæðis um, sl. mánudag?
Þessi fína mynd af þeim
Málið er að það er grundvallarágreiningur kominn upp milli AGS sem krystallast í yfirlísingu ráðherra evrusvæðis. Og síðan, hegðun Lagarde þegar Juncker var að tala á tröppunum fyrir framan, í kjölfarið.
- Þeir sem sagt, samþykktu eins og RÚV sagði frá, að Grikkland myndi fá 2-ára framlengingu á sparnaðaraðgerðum, þ.e. dreifa þeim á 2 viðbótar ár. Sem er ákveðin mildun. OK.
- En, þeir vilja meina, að Grikkland nái 120% skuldastöðu sbr. 190% á nk. ári, 2022. Í stað þess sem áður var talað um, sem árið 2020.
Þetta er augljós pólitísk froða og, best að vitna beint í - Der Spiegel:
EU-IMF Spat over Greece Worries Investors
"As such, Juncker insisted during the Monday press conference that Greece be given until 2022 to cut its debt, whereupon Lagarde demonstratively rolled her eyes and turned away. When the audience laughed at her antics, Juncker said: "That wasn't a joke.""
Þ.s. ráðherrarnir virðast gera, er að þeir láta alveg vera að uppfæra gamla planið, sem gersamlega augljóslega getur ekki gengið upp með skuldir sem verða 190% á nk. ári, þ.s. viðmiðið var áður 120% 2020.
Grikkland fær 2-ára frest, verður nýja viðmiðið þar með, sama staða 2022.
Ekki nokkur hin minnsta tilraun gerð, til að gera þetta "trúverðugt."
Það á einfaldlega að spila látbragðsleikrit - - bluffa málið nokkra mánuði til viðbótar.
Það eru kosningar nk. haust í Þýskalandi - sjálfsagt er það þangað til.
-------------------------
En núna er AGS allt í einu komið með smá bakbein - - og þverneitar að spila þetta leikrit.
Heimtar, að miða áfram við 2020.
Og að auki, að það fari fram frekari niðurskurður skulda Grikklands.
Á sama tíma, taka t.d. þýsk stjv. það alls - alls ekki í mál.
- Í reynd stendur málið í algerri pattstöðu.
- En AGS er sjálfsagt að bíta í skjaldarrendur, vegna þess að málið allt er farið að ógna trúverðugleika AGS á alþjóðavettvangi.
- Á sama tíma, hefur AGS eigin sérfræðinga, og að auki - hóp skipaða ekki einungis möppudýrum frá Evrópu, heldur fólki mun víðar að. Þarna gætir því, viðhorfa fá öðrum heimsálfum.
- Lagarde, hefur hugsanlega fengið nokkra endurmenntun, frá þeim hópi. Sem hefur ekki hina Evr. "insular" heimssýn.
Þetta þýðir að deilan um það, hvort Grikklandi verður bjargað eða ekki, er í reynd óleyst.
- Deilan snýst náttúrulega um peninga - - þ.e. ef AGS fær sitt fram, þurfa menn að samþykkja tap.
- En evr. pólit. stéttin, vill í lengstu lög fresta að taka það tap til greina.
Sérstaklega, þ.s. tapið myndi bitna á evr. skattgreiðendum - - evr. pólitíkusarnir yrðu að útskýra fyrir eigin kjósendum, að verul. hluti þeirra peninga sem hefðu verið lánaðir til Grikklands, af þeirra eigin skattpeningum - - væri tapað fé.
Þetta er augljós eiturpilla, sem þýska ríkisstjórnin, vill ekki taka til greina fyrir kosningar.
Sennilega hugsa flr. ríkisstjórnir e-h svipað.
Þá á auðvitað AGS - að hætta allri þátttöku í þessu dæmi öllu.
Það hlýtur að vera málið - að kostnaðurinn fyrir trúverðugleika AGS, sé orðinn of mikill.
Niðurstaða
Öll þróun evrukrýsunnar hefur einkennst af krónískri tregðu hinnar ráðandi pólit. stéttar evrusvæðis, að viðurkenna vandann eins og hann er. Hvergi hefur það komið betur í ljós, en í tengslum við vanda Grikklands.
Það er ekki lengra síðan í mars 2012, að AGS samþykkti fyrri áætlunina. Þá óttaðist AGS í dökkri sviðsmynd, að skuldir Grikkland gætu orðið 170% árið 2014. En nú liggur fyrir að þær fara í 190% á nk. ári.
Núna 8 mánuðum síðar, virðist að AGS sé búið að fá nóg. Þegar allt og sumt sem á að gera af hálfu pólitíkusa evrusvæðis, er að uppfæra fantasíuna frá mars sl. um 2 ár.
Síðan fara eina ferðin enn í þann þykjustuleik, að Grikkland muni raunverulega geta borgað.
Það eina furðulega er, að AGS hafi ekki fengið upp í kok - fyrr.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning