13.11.2012 | 00:23
21. öldin, öld Bandaríkjanna? - verður "Peak Oil" frestað?
Alþjóðlega orkustofnunin, "I.E.A. - North America leads shift in global energy balance: IEA World Energy Outlook. Gaf út skýrslu sem fær marga til að standa á öndinni. En skv. henni, hefur algert endurmat átt sér stað síðan í fyrra. Þarna kemur til það óskaplega "boom" í vinnslu á olíu og gasi sem hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sl. 5 ár.
- Bandaríkin urðu sjálfum sér næg, hvað gas varðar - þegar 2010. Á þessu ári, voru gerðir fyrstu sölusamningarnir, um útflutning á gasi - - : Shale gas: Terminal decline no longer. Skv. greininni, stefnir í að Bandaríkin setji heimsmarkaðinn fyrir gas, á annan endann.
- Skv. IEA verða Bandaríkin, stærsta olíuframleiðsluríki heims upp úr 2020.
- Cirka 2035 verða þau nærri því sjálfum sér næg um orku - innflutningur hættir innan þess áratugar.
Fyrirtæki í Evrópu eru þegar farin að vara eigin stjv. við þeirri þróun, að sífellt hækkandi orkuverð í Evrópu, meðan orkuverð sé hratt lækkandi í Bandar.; sé ógnun fyrir samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu:
Europes fears over US energy gap
- "In a report to be published in coming days, the BDI forecast US electricity generated from natural gas would remain at 16 per megawatt hour (MWh) until 2020 some 40 per cent less than the last peak, around 25MWh in 2008."
- "In contrast, German prices for electricity will rise from 48MWh to 61MWh, an increase of 27 per cent by the end of the decade."
Þetta er gríðarlegur munur - sem mun þíða, flótta fyrirtækja frá Evrópu til Bandaríkjanna.
Sérstaklega í greinum, sem þurfa að nota mikið af orku.
Þetta að auki, getur snúið við því "trendi" sem hefur gætt síðan á 10. áratugnum, þ.e. hnignun bandar. iðnaðar; þess í stað er líklegt að ný iðnvæðing eigi sér stað.
Mér skilst að þegar sé þess farið að gæta, að fyrirtæki sem höfðu flúið til Kína; séu farin að snúa við - setja aftur upp sjoppu á fyrri heimaslóðum.
Það getur þítt, að hnignun lífskjara millistéttarinnar í Bandar., sem hefur sannarlega verið fyrir hendi síðan á 10. áratugnum, hætti - - en Stefán Ólafsson hefur endurtekið haldið því fram, að sú hnignun sé stjórnarstefnunni í Bandar. að kenna; meðan að ég hef bent honum á að líklegri ástæða sé, samkeppnin frá Asíu.
Nú getur þetta snúist allt við, en laun hafa hækkað nokkur í Kína síðari ár, sem dregur úr samkeppnishæfni Kína, í láglaunageirum, samtímis því að Kína stendur veikar fyrir - þegar kemur að kostnaði við útvegun orku.
Ég fjallaði um þetta nýlega einnig sbr: Spár um hnignun Bandaríkjanna virðast orðum auknar!
Mér sýnist þvert á móti - - að í ljósi þessarar nýju þróunar; muni Bandaríkin stóreflast á ný.
Sjá umfjöllun alþjóðlegra fjölmiðla:
IEA Pegs U.S. as Top Oil Producer by 2020
US to overtake Saudi Arabia in oil as China's water runs dry
U.S. Oil Output to Overtake Saudi Arabias by 2020
U.S. to overtake Saudi Arabia in oil production
Þetta er virkilega risabreyting!
Ef við getum gert ráð fyrir því, að sá gríðarlegi uppbyggingarhraði, á hinum nýju olíu- og gasvinnslusvæðum innan Bandaríkjanna, viðhaldist á núverandi dampi.
Þá rætist þessi spá - - þ.e. atriði sem við getum ekki verið 100% viss um.
Öfugt við Evrópu, sé ég ekki það sem raunhæfan möguleika, að umhverfisverndarsamtök verulega hindrað þessa þróun, þó þau berjist eins og þau geti - enda er aðferðin við hina nýju vinnslu þ.e. "fracking" mjög umdeild.
En miðað við það, hve Bandaríkin græða gífurlega á þessu, sé ég ekki sem raunhæfan möguleika að þessi þróun verði hindruð - af slíkum mótþrýstingi, þó vera megi að dómsmál geti tafið.
- Það að Bandaríkin verði á 4. áratug þessarar aldar, sjálfum sér næg um orku, setur Bandaríkin sem stórveldi, í algerlega - einstaka stöðu.
- En Kína, þó svo þar sé einnig til staðar mikið magn af gasi og hugsanlega olíu, í sambærilegum jarðlögum og í Bandaríkjunum - má reikna með að Kína fari að beita sér fyrir sambærilegri uppbyggingu vinnslu og er að eiga sér stað innan Bandar., þá eru mörg þeirra svæða "snauð af vatni" en gríðarl. magn vatns þarf. Það virðist því ólíklegt, að Kína geti leikið eftir árangur Bandaríkjanna, nema að það verði einhver óskapleg önnur orku-uppbygging, t.d. kjarnorka. En slík orka er "mjög dýr."
- IEA velti fyrir sér, hvort Bandaríkin muni áfram, standa í þeim kostnaði að halda uppi fjölmennum her og flota, á Persaflóasvæðinu. Ef Bandaríkin sjálf, þurfa ekki lengur á þeirri olíu að halda?
- Þetta er reyndar fín spurning - - > En mig grunar, að þó svo Bandar. verði sjálfum sér næg, þá hafi það áfram fyrir þau "gildi" að halda stöðvunum v. Persaflóa, því þó olían þar þá skipti Bandar. þá ekki lengur beint máli, þá á annað við um fj. annarra ríkja - - sérstaklega innan Asíu.
- Í dag, með því að hafa olíuna á því svæði "undir sinni vernd." Þá má segja, að í því liggi ákveðið "blackmail." Þ.e. í tilviki Kína, þá er það mögulegt fyrir Bandar. að stöðva olíuflutninga - þangað.
- Tek fram, fræðilega mögulegt, en það þíðir samt, að Kína örugglega tekur tillit til þeirrar staðreyndar, að Bandar. ráða Persaflóasvæðinu, og er varfærnari í samskiptum v. Bandaríkin, en annars væri.
- Það á að sjálfsögðu einungis við - - svo lengir sem Bandar. halda stöðvum sínum þar.
- Þeir gætu ákveðið að halda þeim samt - - þá sem megintilgang, að viðhalda með því ákveðnu taki á 3. ríkjum.
Hvað með umhverfismál?
Augljóst, verður engin leið til að sannfæra Bandaríkin um að draga úr losun "CO2" á næstu áratugum.
Önnur ríki, munu horfa til þessarar þróunar í Bandar. - öfundaraugum.
Og, taka sig til, að nýta sambærileg svæði - hvar sem þau eru að finna.
- Þetta er þ.s. ég átti við, er ég stakk upp á því, að "peak oil" seinki.
Þetta þíðir þá einnig, að olíuverð - hækkar ekki eins hratt, og menn voru að tala um, tja - einungis á sl. ári.
"Peak oil" mun samt líklega eiga sér stað, en kannski 30 árum síðar.
Þetta auðvitað þíðir, að heimurinn - - mun ekki taka þau skref til minnkunar losunar á koltvíoxíði, sem margir loftslagsfræðingar, telja nauðsynlegt.
Sem væntanlega þíðir, að heimurinn mun standa frammi fyrir - töluverðri hitun lofthjúpsins á þessari öld, þ.e. e-h í líkingu við hærri spárnar frekar en þær lægri.
- Er það slæmt?
Vandinn er - - að það veit í reynd enginn!
Við vitum að Jörðin hefur á sl. 200 milljón árum, margsinnis sveiflast milli "heits" og "kalds" fasa. Síðustu 10 milljón ár eða svo, hefur Jörðin verið í "köldum" fasa.
Í dæmigerðum "heitum" fasa, þá eru engir jökulísar á plánetunni, og yfirborð hafa er umtalsvert hærra, sem þíðir t.d. að stór innhöf væru til staðar sbr. að sennilega væru sléttur Bandar. haf, einnig stór hluti Evrópu t.d. láglendi Frakklands allt neðansjávar, að auki má vera að innhaf myndist aftur í hluta Sahara, einhverjum hluta sléttanna í S-Rússlandi, ekki má gleyma Amasón kvosinni. Mörg önnur svæði víða um heim færu í kaf.
En svona lagað þróun, tekur töluverðan tíma að eiga sér stað, þ.e. risajöklarnir á Grænlandi og S-Skautslandinu, taka a.m.k. 1-2 þúsund ár að hverfa.
Einu sinni átti sér stað hreint magnaður heitur fasi "PaleoceneEocene Thermal Maximum."
Mér skilst að, þetta sé heitasta tímabil sem vitað er um - - tja, það voru barrtré að vaxa á N-Grænlandi, og á eyjum sem í dag eru rétt hjá N-Pólnum. Og þau uxu sannarlega á S-Skautslandinu.
Ég hef ekki hugmynd hvernig lífið var nærri miðbaug, kannski voru þau svæði einfaldlega ekki lífvænleg.
Það voru dýr sambærileg v. flóðhesta, að svamla á eyjum v. S-Grænland. Þá hefur verið Afríkuloftslag, v. syðsta odda Grænlands og Labrador.
--------------------------------
Ég nefni þetta íktasta dæmi sem þekkt er, einfaldlega til að setja það í samhengi við "loftslagsumræðuna."
Jörðin er sem sagt ekki á leiðinni, að verða að nýjum Venus.
En það má samt vera, að búsvæði færist til.
Og það, getur valdið verulegum búsifjum, hér og þar um Jörðina.
- Mér sýnist þó eitt ljóst - - að Jarðarbúar, stefna á "aðlögun."
- Í stað þess, að forða þeirri þróun.
Niðurstaða
21. öldin getur reynst vera "öld Bandaríkjanna" ekki síður en að vera "öld Kína." Það getur farið þannig, að í stað kapphlaups milli risaveldanna Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, verði það kapphlaupið milli risaveldanna Bandaríkjanna og Kína.
Bandaríkin séu ekki á útleið sem stórveldi. Dollarinn sé ekki á útleið heldur. Sú hnignun "hlutfallslega" sem gætt hefur í Bandar. síðan upphaf 10. áratugarins, snúist við - við taki ný uppbygging nk. 20-30 ár.
Bandaríkin, verða þá áfram, meginstoð svokallaðra vesturvelda.
Og vesturveldin, halda stöðu sinni - verða ekki endilega algerlega drottnandi, en verða á sama tíma, ekki endilega augljóslega veikari aðilinn, á móti Asíuríkum sem ef til vill munu tengja sig við Kína, ásamt Kína.
Það verður þá áframhaldandi "styrk staða Bandaríkjanna" sem tryggir að vesturveldin, verða áfram "meginafl" á plánetu Jörð.
Þau ríki sem tilheyra Vestrinu, verða þá að sætta sig við það, að vera á sporbaug í kringum hið drottnandi veldi "vesturheims."
Evrópa er ljóst í dag - - að verður ekki veldi við hlið Bandaríkjanna. Skuldakreppan er í reynd dauðdagi þeirra drauma.
------------------------
Fyrir Ísland: Þá er það bandalag við Bandaríkin. Sú hugmynd að Evrópa geti komið í stað þeirra, er augljóslega röng. Bandaríkin, í ljósi hnignunar Evrópu sem séð verður, fátt mun geta stöðvað. Fyrir bragðið ef e-h er, verða enn meira drottnandi á N-Atlantshafssvæðinu en verið hefur sl. 30-40 ár.
Það er engin hnígandi sól hjá Bandaríkjunum, en sól Evrópu er greinilega komin með roða hinnar hnígandi kvöldsólar.
Þessi nýja þróun ef e-h er, gerir hugmyndina um aðild, enn minna vitræna en áður.
------------------------
Ps: Mig grunar að næsti forseti Bandaríkjanna eftir Obama, verði Demókrati.
Það er vegna þess, að skv. ofangreindum upplýsingum, er uppgangur í startholunum í Bandaríkjunum, sem standa mun yfir lengur en líklega það kjörtímabil forseta er hefst frá og með 1. jan. 2013.
Vanalega græða ríkjandi forsetar á því þegar vel gengur, og að auki - það eykur líkur á því, að sá sem fráfarandi forseti mælir með sem arftaka, nái kjöri. Til viðbótar, getur það einnig reynst vera gróði þingliðs Demókrata, ef þessi uppgangur er virðist framundan - mun raunverulega eiga sér stað.
Ef Romney hefði sigrað um daginn, þá hefðu Repúblikanar heimt inn þennan gróða. En í staðinn, er líklega framundan tímabil forseta Demókrata. Ekki gott að segja hve langt það verður.
En þessi uppgangur, getur varað nokkurn tíma.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar. Góð grein að vanda hjá þér.
Það er þó eitt atriði sem ég set spurningu við. Þú segir augljóst að engin leið verði til að sannfæra Bandaríkin um að minnka losun á "CO2". Ekki er það þó eins augljóst og þú segir, heldur þvert á móti. Bílaiðnaðurinn í Bandaríkjunum hefur náð aðdáunarverðum árangri í sparsemi sinna bíla og þar er þróunin á þvílíkri ferð að vart er hægt að fylgjast með. Því er víst að ekki þurfi mikið að tala Bandaríkjamenn í þeim efnum, þeir eru þegar komnir á fulla ferð og er þróunin þar ekki minni en í Evrópu.
Þá styður það þessa fullyrðingu mína að samkvæmt skýrslu IEA, mun eftirspurn olíu í Bandaríkjunum minnka mjög á næstu árum og verða upp úr 2020 komin niður í það sem hún var 1990.
Gunnar Heiðarsson, 13.11.2012 kl. 08:53
Það er rétt að bílarnir eiða minna eldsneyti - á hinn bóginn eru það viðbrögð við hækkandi eldsneytisverði. Það rekur þá sem framleiða pallbíla til að framleiða slíka sem eiða minna. Því notendur þrísta á slíkt. Sama á við um kaupendur annarra bifreiða. Pældu í því ef það hættir að hækka eða lækkar. Þá er engin sérstök ástæða til þess, að notendur haldi áfram, að krefjast sparneytnari véla. Þetta hefur allt gerst áður í Bandar.
Á 8. áratugnum, var einnig um hríð áhugi á sparneytni. Sá hvarf síðan þegar eldsneytisverð lækkaði á ný. Og áhuginn varð aftur í átt að kraftmeiri vélum. Þær stækkuðu frá og með seinni hluta 9. áratugarins, út þann 10. Ekki fyrr en nýlega, sem þær hafa verið að minnka.
Mér finnst líklegt, að sagan endurtaki sig á ný. Ef eldsneytisverð lækkar eða að hún a.m.k. nemi staðar, ef það hættir að hækka um a.m.k. eitthvert árabil.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.11.2012 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning