Um 16.000 manns, hafa ekki alltaf efni á að borða sig mett!

RÚV fjallaði á sunnudagskvöld um nýja alþjóðlega könnun, sem Capacent Gallup sá um að framkvæma hérlendis. Það er ein spurningin sem vekur athygli, sjá frétt RÚV:

Nærri 16 þús. fá ekki nóg að borða

Spurning:

  • "Hefur það komið fyrir á síðustu 12 mánuðum að þú og/eða fjölskylda þín hafið ekki fengið nóg að borða?"
  1. "1% þeirra sem svöruðu spurningunni hér á landi sagði að þetta hefði oft komið fyrir."
  2. " 4% sögðu að stundum hefði það hent að ekki hefði verið nóg að borða."
  3. "Þá sögðu 4% til viðbótar að þetta hefði sjaldan komið fyrir."
  4. "91% kannaðist ekki við matarskort."
  • " Í heild sögðust því 5% að oft eða stundum ekki hafa satt hungur sitt."
  • "Þetta jafngildir því að nærri 16 þúsund Íslendingar fái ekki að borða nægju sína."

Það fylgir ekki sögunni, hvernig Ísland stendur í sbr. v. önnur vesturlönd.

Það má velta fyrir sér - hvort fólk er að falla milli stafs og hurðar.

En ég er ekki endilega viss, að allt þetta fólk sé í "augljósa hópnum" þ.e. hópnum með lægstu tekjurnar, það er vel hugsanlegt að einnig sé þarna fólk með yfir lægstu tekjum, sem hefur komið sér í vanda vegna skulda.

Á því ekki fyrir mat út mánuðinn t.d. þegar tekið er tillit til kostnaðar af skuldum.

Eitt sem við höfum síðan upp úr 1970 talið eiga við Ísland, er - að þó við séum ekki endilega rík, þá hafi allir nóg til að bíta og brenna - eins og þ.e. kallað.

Því má ekki gleyma, að Ísland var einu sinni "bláfátækt" alveg eins og "fátækt Afríkuríki."

Það er ekki lengra síðan en í byrjun 7. áratugarins, þegar enn voru dæmi um börn sem voru vannærð.

Árin þar á undan, var slík bitur fátækt langt í frá sjaldgæf.

Sem betur fer - er til staðar gott fólk sem aðstoðar náungann sinn með matargjöfum.

Það er örugglega að bjarga fólki frá hungri í einhverjum tilvikum.

Svo skipta "skólamáltíðir" örugglega mjög mikli máli, í því að tryggja að það endurtaki sig ekki gamla sagan um "vannærð börn."

Það sem þetta segir okkur - er að það er mjög nauðsynlegt fyrir "heill almennings" að það takist á næstu árum, að hefja landið úr því skuldafeni, sem óskynsöm stjórnun á sl. áratug kom því í.

Áherslan að mínu viti, þarf að vera á - aukinn útflutning.

Það liggur mikið á að standa fyrir skynsamri atvinnu-uppbyggingu, svo þeirri vá - sem fátækt og jafnvel hungur er, verði ítt á brott.

Hvað vil ég gera:

  • Mér lýst best á að auka hér fullvinnslu á áli, fyrir nokkrum árum var fyrirtækið Alpan hér rekið, sem lagði upp laupana eftir að hafa starfað í nokkurn árafjöld. Ég er ekki endilega að segja að við eigum að endurreisa Alpan. Heldur, að það sé nauðsynlegt, að framleiða úr því áli sem hér er.
  • Þannig á að vera mögulegt, að auka þau útfl. verðmæti, svo unnt verði að hífa hér aftur upp lífskjör. Þannig fáum við einnig meira fyrir rafmagnið, sem við seljum til álveranna.
  • Ég er að pæla í því, að mynduð verði atvinnusvæði í kringum hvert álver. Þetta krefst ekki beint nýrra álvera, þó það sé alls ekki svo að frá því sjónarmiði séu ný endilega neikvæð. Alls ekki.
  • Þá má hugsa það svo, að ef það á að reisa nýtt álver, verði atvinnusvæði með fyrirtækjum sem fullvinna það ál - ekki endilega allt, en a.m.k. hluta af því; skipulagt samtímis og verið er að skipuleggja að koma álverinu sjálfu á fót.
  • Ítreka, að fókus minn er samt frekar á að, reisa atvinnusvæði við þau álver sem þegar eru komin. Þó ég sé ekki endilega að segja, nei við nýju álveri.
  • Það má hugsa sér, að þarna sé "tollsvæði" þ.e. innan hliðs sé varan ekki innan lands frá tollsjónarmiði. Svo að fyrirtæki á svæðinu ættu að geta flutt inn aðföng "tollfrjálst."

Smám saman myndist iðnaðarhverfi í kringum hvert álver.

Þ.e. mín framtíð fyrir Ísland - iðnvæðing, að Ísland verði nokkurs konar "Þýskaland" norðursins.

Þetta væru störf er krefðust þekkingar - og yrðu líklega "vel launuð."

Þannig, að þá um leið eflist þéttbýlið á þeim svæðum þ.s. álverum er fyrir komið, í gegnum þá starfsemi sem byggist upp í framhaldinu.

Í kringum þetta þarf að stórfellt efla - verkmenntun á Íslandi. Alla leið niður á grunnskólastig. En fj. þeirra sem hrökklast úr grunnskóla, hentar ekki hefðbundið bóknám, gæti blómstrað á sviði verkmennta. Smíðagreinar, á ég við, að yrði "aðalnámsgrein" hjá þeim - sem færu á "smíðabraut."

Ath., sbr. v. Þýskaland er ekki út í hött, en á 19. öld átti sér þar stað uppbygging "stálvera" sem í kringum byggðist síðan fullt af annarri starfsemi, sem framleiddi vélar og tæki, vopn einnig.

Stálið var grunnurinn af þýsku iðnvélinni, sem upp byggðist frá og mið miðri 19. öld.

Ég er að tala þá um að grunnur ísl. iðnvélarinnar, verði ál.

Og að auki, að sá grunnur verði knúinn með rafmagni frá vatnsaflsvirkjunum og að einhverjum hluta rafmagni frá gufuvirkjunum, sbr. að uppbygging Þjóðverja byggðist á orku frá kolaorkuverum. Enn er kolaorkan ómissandi, sérstaklega eftir að Þjóðverjar hafa ákveðið að leggja af kjarnorkuverin sín.

Iðnaður er alltaf knúinn með orku frá einhverri auðlind, í Þýskalandi er sú auðlind í formi kola. Hér er það í formi vatns frá bráðnun jökla eða gufu úr iðrum jarðar. Hvort tveggja "endurnýjanlegar" orkuauðlindir.

Ég er sem sagt að tala um - "atvinnustefnu" eins og Þjóðverjar keyrðu á slíka uppbyggingu á sínum tíma.

---------------------------

Tek fram að ég er ekkert á móti annarri uppbyggingu sbr. að nefnt hefur verið, frekari uppbygging á sviði fiskeldis en t.d. virðast aðstæður til þess henta á Vestfjörðum. Að auki má nefna, að loðdýrarækt er komin á góðan grundvöll, og frá honum má byggja stærra og meira.

Síðast en ekki síst, dreymir marga um hátæknigreinar sérstaklega hugbúnaðargerð. Galli við það er sá, að þetta eru allir í heiminum nánast að reyna. Nóg af samkeppni, á ég við. Sem þíðir ekki, að ég sé á móti því. En það eru líklega einungis aðstæður til þess að skapa einhverskonar "kýsildal dal Íslands" í Vatnsmýrinni. Þ.s. eru nú tveir háskólar. Snjallara, að gera Vatnsmýrina að kýsildal Íslands, en að íbúabyggð.

Það gæti verið "tækifæri Reykavíkur." Ekkert að því.

Sé ekki að uppbygging iðnsvæða, skaði aðra uppbyggingu.

Við eigum að keyra á þetta allt.

 

Niðurstaða

Sú fátækt sem kemur fram í ofangreindri könnun, sýnir vel fram á þörfina fyrir "endurreisn Íslands." Ég á þá við, að nú sé þörf á sameiginlegu átaki, til uppbyggingar atvinnulífs.

Þannig lyftum við okkur aftur upp.

Útrýmum fátækt á ný.

Snúum til baka niðurskurði velferðarmála sem á sér nú stað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Hmmm...eitthvað hafa núverandi stjórnvöld nú lítinn áhuga á atvinnuuppbyggingu...málaskráin hjá þeim er með aðra hluti í forgangi...þegjandi samkomulag um að stöðva allar framkvæmdir þangað til...?

Þorgeir Ragnarsson, 12.11.2012 kl. 10:30

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jamm, og hópur innan VG talar á þeim nótum að "hagvöxtur" sé í reynd ekkert sérstaklega jákvætt fyrirbæri, vill í reynd meina að áhersla á hagvöxt sé slæmur hlutur. Sem setur stefnu VG í áhugavert samhengi. Spurning hvort a.m.k. sumir Samfóar, álíta slíka stefnu henta sínu stóra megin markmiði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.11.2012 kl. 11:15

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þar sem á rætur að rekja til Evrópu , þá er þetta tal um bláfátækt almenning mjög misvísandi í byrjun 19 aldar vor börn hér almennt betur haldinn en á menginlandinu og á sjöunda ártugunum voru meðaltekjur [10% ríkustu sleppt] og lífskjör betri en í Noregi og svipuð Sviss. Tekjur hér hafa svo staðið í stað eða minnkað í samanburði við öll nágranna, hagræðing til lækkunar fæðukostnað borgar búa Vesturland skiljað sér út um allt og breytt almenn eftirspurn eftir efnisminni verðmætum aukist.

Raun hagvexti er spáð eftir 2000  á Vesturlöndum neikvæðum næstu öld, þar sem PPP vegið meðatal allrar raunverðmæta uppskeru=sölu í öllum lögsögum heims. Þá merkir uppbygging neytenda markaða í áður þriðja heims ríkjum samdrátt á neytendmörkuðum Vestulöndum að Meðaltali. Allir vita að í 1 þrep vsk. eru non profitt hráefni og orka.  Grunnur raunvirðsaukans [value adding] á efri þrepum.  Ríki með öflugar milllistéttir tryggja mesta skattekjur í borgum heims og laðar til sín hæfast einstaklingsframtakið til skapa meiri skatta í sömu borg. 

Mæld vaxta breyting á PPP yfir alla jörðina er gefin upp á Cia Fact book, Ríki með FASTAR HLUTFALLSLEGAR TEKJU SKIPTINGAr KALLAST DEVELOPED  TIL AÐ SKILA RAUNHAGVEXTI. RAUNHAGVÖXTUR ríkis er byggður á samanburði vera hærri en meðtalið yfir jörðina á hverju ári : stækka sinn hluta í heildar ár framleiðsluuppskeru  er markmið til að tryggja að Ríki fylgi vegna meðaltali allra lögsaga: það er stöðuleiki = 0 hagvöxtur.  Við líðum  fyrir sannarlega langvarandi neikvæðan raunhagvöxt síðan um 1973.  Drögumst aftur úr á öllum sviðum sem skipta máli erlendis.

Júlíus Björnsson, 12.11.2012 kl. 12:33

4 Smámynd: Bragi

Furðulegt að fá ekki að sjá samanburðartölur við önnur Vesturlönd.

Annars er engin uppbygging hérna eins og Þorgeir segir. Hér er búið að beita sér gegn öllum fjárfestingum í atvinnulífinu í nokkur ár, hvert sem litið er. Hræðilega sorglegt.

Bragi, 12.11.2012 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband