Mun sultarólin nú beinast að Framkvæmdastjórninni sjálfri?

Framkvæmdastjórn ESB lagði fyrir nokkru síðan fram áætlun um eyðslu næsta árs, sem verður að segja að hafi ekki vakið mikla kátínu, enda gert ráð fyrir aukningu eyðslu um nærri 7%. Þetta á sama tíma, og Framkvæmdastjórnin er að leggja hart að fj. aðildarríkja ESB, að herða að sér sultarólar.

Það hefur nú á þriðju viku staðið yfir heiftarlegt rifrildi um þessi fjárlög Framkvæmdastjórnarinnar, nokkur ríki m.a. Bretland, hafa hótað að beita neitunarvaldi.

Skv. fréttum, komst fundurinn ekki lengra en að ræða beiðni um aukafjárfeitingu upp á 9 milljarða evra, sem Framkvæmdastjórnin hafði einnig lagt fram, til að loka fjárlögum sl. árs.

EU budget talks flounder

EU Aims to Reach Budget Deal Next Week After Talks Fail

EU 2013 budget talks end in failure

  • "The Commission and EU lawmakers are demanding a budget of 138 billion euros in 2013, representing a way-above-inflation 6.8 percent rise compared to this year."
  • "Most national governments want to limit any increase to 2.8 percent, and identified about 5 billion euros in cuts to proposed regional development aid and overseas spending in areas such as development assistance and trade promotion."
  • "Sources in the meeting said the talks ultimately failed because lawmakers from the European Parliament refused to discuss the 2013 budget before an agreement on the extra funds for 2012, while governments wanted to negotiate both as a package."
  • "Asked whether the parliament took the decision to walk out of the talks, Lamassoure said: "I would say rather that it was the ministers who didn't walk in.""
  • "A fresh round of talks is expected ahead of a Nov. 13 deadline for a deal. If the deadline is missed, the European Commission will have to draft a new budget plan in a Last-ditch bid to get an agreement before the end of the year."
  • "If no deal is reached on the 2013 budget before the end of the year, the budget for 2012 will be divided into 12 equal parts and paid monthly into the EU's coffers, leading to disarray in the bloc's spending in areas such as agriculture."

Mér finnst mjög skiljanlegt að aðildarþjóðirnar taki því ekki fagnandi, að Framkvæmdastjórnin sé að óska eftir, umtalsvert hærri fjárlögum - samtímis því að Framkvæmdastjórnin sjálf hefur í liðinni viku, lækkað hagspá sína fyrir nk. ár í 0,1% vöxt úr fyrri spá um 1% vöxt. Að auki féll evran verulega í sl. viku, er aftur orðin cirka eins lág gagnvart dollar og fyrir tveim mánuðum.

En versnandi efnahagshorfur hafa legið fyrir um nokkurn tíma, auk þess að búist er við frekari kröfum frá Framkvæmdastjórninni til einstakra aðildarríkja, um viðbótar niðurskurð á nk. ári - - vegna þess, að eftir að hafa lækkað væntingar um framvindu efnahagsmála í einstökum löndum, þá þíðir það að samtímis reiknast inn aukinn fjárlagahalli í ríkjum sem nú reiknast í meiri samdrætti skv. hinni nýju áætlun eða minni hagvexti. Slíkt, þíðir að skv. reglum Framkvæmdastjórnarinnar, þarf hún þá að krefja þau ríki, um frekari niðurskurð. Tja, ég sá t.d. frétt í Daily Telegraph í liðinni viku, að Framkvæmdastjóri efnahagsmála, hafi beint því að ríkisstj. Bretlands, að hallinn væri of mikill, að rétt væri að bresk stjv. fyndu leiðir til að minnka hann frekar.

Mér sýnist á lýsingum og fréttum undanfarið, en t.d. David Cameron hefur farið mikið um það að tillaga Framkvæmdastjórnarinnar um fjárlög, sé út í hött. Það hafa verið harðar yfirlísingar frá flr. ríkisstjórnum. Á sama tíma, virðist skv. frétt Reuters að, stífni sé einnig í afstöðu - bandamanna Framkvæmdastjórnarinnar á Evrópuþinginu.

Það verður áhugavert að fylgjast með þessari deilu.

En ég sé ekki hvernig það er pólit. mögulegt, fyrir aðildarríki - sem standa frammi fyrir stífum kröfum frá Framkvæmdastjórninni, um sífellt aukinn niðurskurð - að samþykkja að Framkvæmdastjórnin sjálf, fái aukið eyðslufé fyrir nk. ár.

Hvað þá, ef Framkvæmdastjórnin leggur e-h sambærilegt fram, í tillögu um fjárlög nk. 7 ára.

  • Getur því stefnt í að Framkvæmdastjórnin verði sjálf að beita sig því sem hún hefur hingað til ekki verið vön; þ.e. niðurskurði. 

 

Niðurstaða

Það skildi aldrei vera, að Framkvæmdastjórnin neyðist sjálf til að "skera niður." En af hverju ekki, þaðan hafa trekk í trekk streymt kröfur til fj. aðildarríkja, um hertar sultarólar? Mér sýnist nú, að Framkvæmdastjórnin muni sjálf líklega ekki sleppa við að finna fyrir kreppunni. Eða annað væri órökrétt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn, er fóðrið að ganga til þurrðar á The Animal Farm?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 23:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta einfaldlega gengur ekki upp, það er komið að skiladögum, sér í lagi þegar um er að ræða 9 milljarða evrugat á fjárlögum ESB http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1267658/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 00:03

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Einar: það voru fréttir af versnandistöðu skuldara í þískalandi sem vöktu athygli mína, þar hringir síðasta neiðabjallan að mínu mati í kerfi sem getur ekki gengið svona áfram, nú er komið að skudadögum, evran getur ekki haldið sinni stöðu sem skjól fyrir peninga lengur, og þá er spurningin hvert fer fjármagnið, hvar í heiminum eru vaxtarsprotarnir?.

Hvernig verður dæmið ef Evran fellur, um segjum þau 20 til 40% sem legið hafa í kortunum undanfarinn ár, hvert fara fjárfestar þá, verður litla Ísland þá aftur eftirsóknarvert??

Magnús Jónsson, 11.11.2012 kl. 00:17

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Magnús - til Bandaríkjanna. Merkilegt nokk, er það líklegasta flóttaleiðin. En eins og menn úrtala dollarinn á evrusvæði, þá er sannleikurinn sá að efnahagur Bandar. stendur mun traustari fótum en efnahagur Evr. Þó að Bandar. ríkið skuldi nokkuð, þá fer A) Bandar.mönnum enn fjölgandi og B)Bandríkin eru enn mjög auðug auðilndalega sbr. að skv. nýlegum tölum þá er slík aukning í gasvinnslu þar að þeir þurfa ekki lengur að flytja inn gas eiga nóg af því til heimabrúks, orkuverð fer í reynd lækkandi í Bandar. er það fer hækkandi í Evr., sem skapar bandar. iðnaði umtalsvert framtíðar samkeppnisforskot, jafnvel þegar borið er v. iðnað í Asíu, en ekkert Asíuland er sjálfu sér nógt að nokkru leiti varðandi orku, en mér skilst að Bandar. ætli sér að auka olíuvinnslu í 90% af eigin þörf á nk. 10. árum; magnað.

Ef það tekst, þá mun verða mikil aukning í hagvexti í Bandar., á nk. áratug.

Hvaða bylting er í gangi innan Bandar.? Lesið: http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1265450/

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.11.2012 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband