Af hverju er svo erfitt að lækka skuldir ríkissjóða?

Í augum fjölmargra er vandamálið í sambandi við vaxandi skuldir einfalt - það á að skera niður, til að minnka og helst afnema hallarekstur. Ef skuldir eru óþægilega miklar orðnar, þá á að skera enn meir niður, svo nægur afgangur skapist af ríkisrekstrinum, svo unnt sé að borga þær niður á einhverju "skinsömu" árabili.

Í augum margra, virðist það íllskiljanleg þvermóðska, að fett sé fingur út í þ.s. í þeirra augum er ekkert annað en, almenn skynsemi.

 

Málið er nefnilega ekki þetta einfalt!

AGS kom fyrir skömmu síðan fram með áhugaverða skýrslu, er innihélt samanburðar rannsókn á tilvikum, þ.s. ríki hafa tekið upp niðurskurðarstefnu til þess að lækka skuldir.

Tekin eru dæmi þ.s. dæmið gengur upp, og einnig þ.s. dæmið gengur ekki upp.

Út úr því má lesa - hvenær sögulega séð, eða nánar tiltekið, við hvaða skilyrði áætlanir um lækkun skulda ganga upp, og hvenær ekki.

Sjá - -World Economic Outlook October 2012 - bls. 110.

----------------------------------------------------Fyrsta dæmið er áhugavert, Bretland:
The United Kingdom in 1918:

  • In the aftermath of World War I, the United Kingdom’s stock of debt had ballooned to about 140 percent of GDP and prices were more than double their prewar level.
  • Policymakers’ priorities were twofold.
  1. First, return to the gold standard at the prewar parity to restore British trade, prosperity, and prestige (Pollard, 1992, p. 106).
  2. Second, pay off the debt to preserve Britain’s proverbial creditworthiness.
  • Indeed, by returning to prewar parity, the United Kingdom intended to prove its commitment to repay its debt in real terms, rather than in devalued currency.16
  • To achieve its objectives the U.K. government implemented a policy mix of severe fiscal austerity and tight monetary policy.
  • The primary surplus was kept near 7 percent of GDP throughout the 1920s.17
  • This was accomplished through large expenditure decreases, courtesy of the “Geddes axe,” and a continuation of the higher tax levels introduced during the war.18
  • On the monetary front, the Bank of England raised interest rates to 7 percent in 1920 to support the return to the prewar parity, which—coupled with the ensuing deflation—delivered extraordinarily high real rates.
  • The United Kingdom’s resulting economic performance was very poor. Economic growth was weak and considerably below the advanced economy average, unemployment was high, and deflation was the order of the day (Figure 3.7).
  • Real output in 1938 was barely above the level in 1918, and growth averaged about ½ percent a year. This was not merely because of the Great Depression—real output in 1928 was also below that in 1918.
  • The export sector was particularly weak as a result of the revaluation of the currency—the real exchange rate drifted up initially as price and wage reductions failed to keep up with the nominal appreciation.
  • Unemployment reached 11 percent in 1921. Indeed, the weakness of the labor market was part and parcel of the policy to induce large reductions in prices and, perforce, wages.
  • If the policies pursued had successfully reduced debt and restored British growth and prosperity, the short-term costs perhaps would have been acceptable. Unfortunately, they did not.
  • In fact, the policies had the opposite effect: British prosperity was hampered by the dual pursuit of prewar parity and fiscal austerity.
  • Most European countries were enhancing their competitiveness through exchange rate devaluation, and British export industries suffered accordingly.
  • Furthermore, managing the exchange rate forced the Bank of England to maintain high interest rates, which increased the burden of the national debt and generally constrained economic activity—further undermining tax receipts.
  •  The policy of fiscal austerity, pursued to pay down the debt, further limited growth. Debt continued to rise and was about 170 percent of GDP in 1930 and more than 190 percent of GDP in 1933.
  • The effects of deflation, economic growth, interest rates, and fiscal austerity on the public debt can be seen in Figure 3.7, panel 3.
  1. Primary surpluses contributed on average about 7 percentage points a year,
  2. but they were easily overwhelmed by deflation and high interest rates,
  3. which added 12 percentage points a year to the stock of debt.
  • Furthermore, there was little to no positive contribution from economic growth.
  • Only during 1924–28, when the United Kingdom experienced modest growth, did the debt level actually decline.
The U.K. interwar episode is an important reminder of the challenges of pursuing a tight fiscal and monetary policy mix, especially when the external sector is constrained by a high exchange rate.

----------------------------------------------------

Það sem gerir dæmi Bretlands áhugavert - er hve stífri niðurskurðarstefnu var raunverulega framfylgt, og ekki bara það, viðhaldið í vel rúman áratug.

Það var viðhaldið samfellt í vel rúman áratug, 7% afgangi af frumjöfnuði fjárlaga, þ.e. áður en tekið er tillit til kostnaðar við skuldbindingar. Til sbr. er skv. AGS áætlun Íslands, sem enn er framfylgt, miðað við cirka 4% afgang af frumjöfnuði.

Þetta var ekta dæmi um harðan niðurskurð. 

Að auki var yfir sama tímabil, beitt hörðu aðhaldi að launahækkunum, reynd framanaf framfylgt umtalsverðum launalækkunum.

Ekki síst, viðhaldið yfir tímabilið háum vöxtum til að tryggja lága verðbólgu og stöðugleika í fremur hárri gengisstöðu.

  • Fljótt á litið er þessi hagstjórn algerlega til fyrirmyndar!
  • Skv. hugmyndum t.d. Tehreyfingarinnar bandarísku, eða aðhaldshauka í Þýskalandi, sem telja harðan niðurskurð réttu leiðina til viðsnúnings til sjálfbærs hagvaxtar.

Árangurinn er áhugaverður - - það er tímbilið milli stríða í Bretlandi, var í reynd hagvaxtarlega "tínt" - - þ.e. Bretland missti eiginlega alfarið af "roaring 20's" þ.e. er mörg ríki tóku hagvaxtarstökk á 3. áratugnum, var Bretland niðurnjörvað - útkoma enginn hagvöxtur

Eins og fram kemur í textanum, var umfang hagkerfisins minna 1928 en 1918.

AGS telur að efnahagslega kyrrstaðan hafi verið lykilástæða þess, að útkoman var í reynd sára lítil lækkun skulda fram að 1929, síðan snögg hækkun þeirra eftir það ár fram að þeim tíma er Bretar hættu við þessa stefnu, og yfirgáfu gullfótinn alfarið - framkvæmdu stóra gengisfellingu í reynd.

Upphafs skuldastaða 140% - enda skuldastaða er stefnan var yfirgefin, 190%.

 

Af hverju er svo erfitt að lækka skuldir ríkissjóða?

Útkoma AGS er að lækkun skulda komi til við tvenns konar aðstæður:

  1. Þegar hagvöxtur er til staðar.
  2. Verðbólga yfir langtímavöxtum lána, getur stuðlað að skuldalækkun.
  • Svíþjóð á 10. áratugnum fór fyrri leiðina, þ.e. það tókst að framkalla snögga aukningu vaxtar einkahagkerfisins, skattalækkanir sænska ríkisins þ.e. lækkun tekjuskatta fyrirtækja skipti örugglega máli en máli skipti örugglega einnig gengisfall sænsku krónunnar rétt á undan, en bætt samkeppnisstaða útflutningsgreina leiddi til þess að útflutningstekjur fóru í töluvert duglega aukningu næstu misserin.
  • Fyrir bragðið, gátu fyrirtækin búið til ný störf í stað þeirra sem ríkið afnam, þegar það skar niður, ásamt því að hækkandi skatttekjur flýttu fyrir lækkun skulda, minnkuðu niðurskurðarþörf.
  • Bandaríkin fóru seinni leiðina fyrstu árin eftir seinna stríð, þ.e. framkölluð var verðbólga sem var um nokkurra ára bil á eftir, yfir vöxtum lána bandar. ríkisins. Sem ásamt því að það var þokkalegur hagvöxtur sömu ár. Þíddi að ásamt hækkandi skatttekjum, gat bandar. ríkið lækkað skuldir án þess, að grípa til niðurskurðar - fyrir utan að minnka umfang hersins hressilega í lok stríðs.

----------------------------------------------------

Það sem fólk þarf að skilja er að einmitt vegna þess að ríkisvaldið er svo stórt - - hefur niðurskurður útgjalda þess, mjög mikil jaðaráhrif á hagkerfið sem það starfar innan.

Ríkisvaldið hefur svo marga í vinnu - ekki bara beint, heldur óbeint, að þegar ríkið dregur úr, þá eru neikvæð áhrif þess á hagkerfið umtalsverð.

Að sumu leiti má segja - - að dæmið um fyrirtækjabæ, eigi við ríkið vs. hagkerfið sem það starfar innan.

Þ.e. að þegar fyrirtæki í fyrirtækjabæ, dregur úr starfsemi - þá kemst bærinn einnig í kreppu.

  • Punkturinn er sá, að til þess að dæmið gangi upp - - þarf helst einkahagkerfið að vera í vexti á móti.
  • Annars verða samdráttaráhrifin á hagkerfið þegar ríkið minnkar umsvif - - of mikil.
  • Þess vegna gengur oft upp, eins og sagan sýnir - - að lækka skuldir í kjölfar gengislækkunar, en þá hefur útflutningshagkerfi fengið snögglega bætta samkeppnisstöðu, og aukin umsvif þess draga úr neikvæðum áhrifum á hagkerfið af útgjaldaniðurskurði ríkisins. 
  • Það virðist sérdeilis varasamt - - að ríkið skeri niður, samtímis því að einkahagkerfið er í kreppu:
  1. Því þá getur einkahagkerfið ekki - aukið umsvif á móti, þegar ríkið minnkar sín.
  2. Þá, vegna þess hve umsvif ríkisins vega stórt innan hagkerfisins, ef ríkið er að minnka umsvif samtímis því að einkahagkerfið er í samdrætti, þá óhjákvæmilega magnar niðurskurður ríkisins þann hagkerfissamdrátt sem er í gangi.
  3. Það getur farið þannig, að útgjaldaniðurskurðurinn leiði ekki fram minnkun skulda per þjóðarframleiðslu, þær skuldir geta meira segja aukist.
  4. Þetta hljómar ef til vill þversagnakennt, en málið er að með því að auka hraðann á minnkun hagkerfisins, þá koma til þau áhrif, að sjálf minnkun þess hækkar skuldahlutfallið þó ríkið sé að skera niður. Heildaraukning samdráttar, getur orðið það mikil. Að niðurskurðurinn hækki í reynd skuldastöðuna í hlutfalli við landsframleiðslu.
  • Þess vegna er AGS að benda aðilum á, að lækkun skulda þurfi að vera langtímaverkefn.
  1. Fyrst þurfi að skapa hagvöxt, meðan hagvöxtur sé lítill eða ekki til staðar, þurfi þá að einblína á aðgerðir, sem stuðla að vexti sbr. er sænska ríkið lækkaði tekjuskatta fyrirtækja.
  2. Þegar nægur vöxtur er til staðar, geti ríkið hafið útgjaldaniðurskurð, án þess að heildarútkoman af samdrætti þess á móti umsvifum atvinnulífs, sé sú að hagkerfið dragist saman.
  • AGS vill sem sagt, að útgjaldaniðurskurður sé ekki harkalegur, meðan hagvöxtur sé veikur eða ekki til staðar.

Þessar ábendingar virðast allar tóna vel við útkomu evrukrýsunnar!

Harkalegur útgjaldaniðurskurður í aðildarríkjum, er greinilega að skapa mjög harkalegan samdrátt.

Ef einhver bendir á Eystrasaltlöndin, þá minnkuðu þeirra hagkerfi um nærri 20% áður en hagvöxtur sneri til baka.

Og þeirra skuldir voru óverulegar.

Þeirra aðhald fólst ekki í lækkun skulda, heldur einungis í því að halda genginu föstu í gegnum mjög harkalega efnahagssveiflu.

Gríska hagkerfið er þegar minnkað um cirka 25% að sögn grískra stjv. og er enn í miklum samdrætti.

Spænska hagkerfið, það portúgalska og að auki það ítalska. Eru öll í samdrætti, á sama tíma er verið að framkvæma stífar aðhaldsaðgerðir.

  • Skv. hagsögunni, ætti niðurskurður útgjalda í þessum ríkjum -- ekki að leiða til lækkunar skulda þeirra sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu.

 
Niðurstaða

Það er nefnilega málið að ríkið viðheldur svo mörgum störfum, þ.e. eigin starfsmenn, en einnig fjölda starfa í þjónustuiðnaðinum, fyrirtæki sem ríkið kaupir þjónustu af margvíslegu tagi af. Ef ríkið sker niður fækkar ekki bara störfum hjá ríkinu, heldur einnig innan þjónustugeira atvinnulífins, þ.e. hjá þeim fyrirtækjum sem hafa verið að sinna þjónustuverkefnum fyrir ríkið. En einnig hjá verktakafyrirtækjum sem sinna framkvæmdaverkefnum fyrir ríkið.

Fækkun starfa, eykur atvinnuleysi - og dregur úr neyslu. Minnkar umsvif hagkerfisins.

Nema aukning annars staðar komi á móti, og vegi upp þann samdrátt og helst gott betur, sem ríkið er að búa til, með því að minnka umsvif á þess vegum.

------------------------

Hagvöxtur er í reynd lykilatriði - - ef stefna á að minnkun skulda ríkisins.

Án hagvaxtar, virðist hagsögulega séð - - nær ómögulegt að lækka skuldir hjá ríkinu.

Ef ég tek sem dæmi bandar. ríkið, en þá er ríkisstjórn Obama töluvert gagnrýnd fyrir aukningu skulda af hægri mönnum í Bandaríkjunum. Bandar. eru stött í veikum hagvexti, þ.e. vexti sem er mjög raunverulega mögulegt að drepa. Það þíðir, að það þarf að stíga varfærnislega til jarðar, er kemur að útgjaldaniðurskurði ríkisvaldsins. Ef of harkalega er skorið niður, og samdráttur búinn til - - þá getur það haft mjög margvísleg neikvæð hliðaráhrif, og haft þveröfug áhrif en stefnt er að. Sem er, að lækka skuldir og byggja upp traust á stöðu ríkisins. Af hálfu þeirra, sem telja harðan niðurskurð réttu leiðina.

Það má ekki ganga um eins og fíll í postulínsbúð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband