Grikkland gjaldþrota þann 16/11 nk?

Tek stax fram að svarið er líklega ekki. En Grikkland á að greiða af skuld við Seðlabanka Evrópu þann dag, peningar sem ríkisstjórn Grikklands á ekki þessa stundina. Þó svo að gríska þingið hafi samþykkt með naumum meirihluta, niðurskurðarpakka þann sem er hluti af því samkomulagi sem er til umræðu, meðal aðildarríkja evru, og milli stofnananna þ.e. AGS, Seðlab. Evr. og björgunarsjóðs evrusvæðis. Þá er langt í frá svo - að Grikkland sé endilega við það að fá þann pening, sem gríska ríkið þarf á að halda.

Af hverju þá ekki gjaldþrot, ef peningurinn kemur ekki? Líklega, mun Seðlabanki Evr. redda gríska ríkinu, með sama trixinu og í júlí, er gríska ríkið fékk að leika þann skollaleik að gefa út 6 mánaða bréf fyrir afborgun af skuld við Seðlab. Evr. í það skipti, sem grísku bankarnir keyptu þó þeir ættu engan pening til þess, en því var reddað með því að Seðlabanki Grikklands sem er  hluti af Seðlabanka Evrópu lét þá fá svokallað "emergency liquidity assistance" þ.e. peninga, þó svo að sjóðir útibús Seðlabanka Evrópu í Grikklandi væru galtómir - - höfuðstöðvar ECB redduðu því að útibúið í Aþenu hefði pening.

Þannig, gæti það farið svo, að dramað sem ECB setur af stað því að hann neitar að fá ekki greitt á réttum tíma, sé leitt til lykta með því að ECB fjármagni greiðslu gríska ríkisins á skuld við sig.

  • Að öðru leiti stendur deilan um það hvernig á að fjármagna - framhald björgunar Grikklands?
  • En einnig um það, hvaða forsendur um framtíðarvöxt eða samdrátt er rétt að miða við, og því hve stórt gatið raunverulega er.

IMF and EU face tough choices on Greece debt

Next week may be too early for Greece decision: German finance minister

Draghi says ECB "by and large done" on helping Greece

Eurozone faces brinkmanship on Greece

 
Það var fundur sl. mánudag skv. þessum fréttum!

Það var verið að leitast við að ná samkomulagi m.a. um sameiginlega sýn á líklega framvindu Grikklands, og því hver skuldastaða Grikkland verður 2020.

AGS heimtar að hún verði ekki umfram 120% af þjóðarframleiðslu. En það virðist, að miðað sé v. Ítalíu sem lengi hefur skuldað nærri því hlutfalli, og verið talið geta höndlað sæmilega slíka skuldastöðu. Þó megi deila um hvort það sé rétt ályktað. 

AGS meinar skv. fréttum, að 120% sé hámarks sjálfbær skuldastaða. Tek fram, að ég er í reynd ósammála því, að þó hugsanlega sé 120% "sjálfbært" fyrir Ítalíu svo fremi að Ítalía nái fram viðsnúningi til hagvaxtar - sem langt í frá sé víst að gerist. Þá þíði það, að 120% staða sé sjálfbær í tilviki Grikklands.

En umfang þeirra skulda sem ríki ráða við, fer mjög - mjög mikið eftir skilvirkni, framleiðni og styrk þess hagkerfis er á í hlut.

Þumalfingursregla, að sterk hagkerfi, skilvirk hagkerfi, hagkerfi með mikla framleiðni - - þau beri háa skuldastöðu með sjálfbærum hætti.

Meðan að sjálfbær skuldastaða minnkar eftir því sem hagkerfi stendur veikar fyrir skv. þeim sömu atriðum.

Ég tel að líklega sé nær lagi að tala um 80% sem hámarks sjálfbæra skuldastöðu Grikklands, það má jafnvel vera - að miðað við hve tjónað gríska hagkerfið er í dag, sé hún vart mikið hærri en 60%.

Hið minnsta sé 120% líklega ekki sjálfbær staða fyrir Grikkland í reynd, og því tóm tjara að vera að ströggla við að, nota slíkt viðmið. 

----------------------------

Skv. fréttum ber enn verulega í milli AGS og t.d. Seðlabanka Evr. AGS taldi víst að miðað við núverandi forsendur, væri líkleg skuldastaða Grikklands nær 140% 2020, meðan að Seðlab. Evr. hefur ekki viljað kannast við að hún verði þetta há það ár.

Skv. fréttunum ber á milli á bilinu 10-20% af þjóðarframleiðslu Grikklands.

Um þessi sameiginlegu viðmið þarf að nást sátt.

----------------------------

Seðlabanki Evrópu hefur samþykkt að gefa eftir sinn gróða. En ECB hefur keypt ríkisbréf Grikklands á afföllum, meðan að ECB ætlaði að innheimta þau að fullu. Hefur nú samþykkt, að miða við upphaflegt kaupverð - þannig afsala sér gróða sínum.

En eins og kemur fram í orðum Mario Draghi skv. frétt að ofan, þá sé bankinn að hans mati þar með búinn að gera sitt - - meira fáist ekki fram af hálfu Seðlab. Evr.

----------------------------

Þá er samt eftir bil sem þarf að brúa - hversu stórt liggur ekki fyrir enn.

En þegar aðilar hafa komið sér saman um "sviðsmynd."

Þá loks er unnt að fara að semja um hugsanlegar afskriftir - eða lækkun vaxta eða lenging lána.

Einhvern veginn þarf að fjármagna "3 björgun Grikklands" en það þarf viðbótarfjármögnun.

Samtímis því, að skuldastaða Grikkland þarf að lækka hraðar.

  • Halda á annan fund nk. mánudag milli aðila, ég er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist á þeim fundi fremur en fundinum sl. mánudag. 

Það verður að segja sem svo - - að enn eru miklar líkur á brotthvarfi Grikklands.

 

Niðurstaða

Leikritið í kringum gerð "3 björgunarpakka Grikklands" er í fullum gangi. Augljóst er að 3. sviðsmyndin, verður ein fantasían enn. En ég er handviss að 120% skuldastaða - - þó mér finnist einnig ólíklegt að sú náist samt fram - - er gersamlega ósjálfbær í tilviki Grikklands. Eftir það óskaplega tjón sem átt hefur stað á gríska hagkerfinu.

Ég er ekki einu sinni viss, að Grikkland í reynd "beri nokkrar skuldir."

Réttast væri, að setja landið í algera frystingu skulda eða greiðslustöðvun.

Láta þá stöðvun eða frystingu vara einhver ár.

Gefa landinu, þjóðinni, hagkerfinu - tíma til að ná andanum. Og endurskipuleggja sig.

Einungis eftir að sú endurskipulagning væri komin á rekspöl, væri hugsanlega unnt að sjá út líklega framtíðar greiðslugetu Grikklands.

En í ástandi stöðugs hruns eins og rýkir á Grikklandi, held ég að "gersamlega ómögulegt" sé að áætla með nokkurri nákvæmni sviðsmynd yfir greiðslugetu.

Ef evran á að ganga upp, er líklega eitt af því sem upp þarf að taka - - "formlegt gjaldþrotsferli fyrir aðildarríki."

En innan evru, eru ríki komin í nákvæmlega sömu stöðu og fyrirtæki á markaði þ.e. að hafa bara takmarkaða peninga og tekjur, þar með eru þau komin í samskonar gjaldþrotshættu og slík fyrirtæki.

Mér virðist þó ólíklegt, að gengið verði þetta hreint til verks. En ég bendi á til sbr. á gjaldþrotsferli GM í Bandaríkjunum, sem fékk einmitt greiðslustöðvun og tíma til endurskipulagningar, og eftir þá endurskipulagningu hefur GM nú gengið miklu mun betur.

Fræðilega getur slíkt ferli virkað mjög svipað innan evrusvæðis, að lönd sem lenda í vanda, séu tekin í greiðslustöðvun - - sem þá samtímis þíði umtalsverða takmörkun á sjálfforræði. Slíkt sé sennilega nauðsynlegt - svo unnt sé að hafa aðhald með ferlinu.

Greiðslufrysting eða stöðvun, myndi gera endurskipulagningu mun auðveldari. Auk þess, að það myndi ekki þurfa að skera svo harkalega niður alveg strax. Heldur einungis niður á svokallaðan "frumjöfnuð" fjárlaga, þ.e. áður en gert er ráð fyrir kostnaði af skuldum ríkisins. Það þíðir, að minna þarf að sverfa að kjörum almennings og draga úr þjónustu.

Um leið og hagvöxtur hefst, væri unnt smám saman af fasa inn greiðslur. Slíkt fyrirkomulag væri miklu mun trúverðugra, myndi minnka samdrátt til mikilla muna áður en hagvöxtur hefst á ný.

-------------------------------

Einhvern veginn virðist engin leið að fá fram "manneskjulega" nálgun á þetta mál, af hálfu þeirra landa sem eiga skuldirnar.

Þó eiga þetta allt að heita "vinaþjóðir."

Margir eru vinir manns þegar vel árar, en mun færri í harðæri er á bjátar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband