1.11.2012 | 23:41
Gætum við lent í sambærilegum sjávarflóðum og Bandaríkin?
Það er áhugavert að sjá eyðilegginguna meðfram strönd Bandaríkjanna, eftir fellibylinn Sandy. Skv. fréttum, þá er þetta dýpsta lægðin sem nokkru sinni hefur skollið á New York og nágrenni, eða 940 millibör. Fyrir bragðið koma óvenjuhátt sjávarflóð eða 4,2-5 metrar. Samtímis, að rýkti fárviðri með vindátt beint á ströndina.
Þetta er sennilega dramatískasta myndin, tekin í miðju óveðrinu er það stendur sem hæst, og sýnir Sandy vera að leggja í rúst ströndina við Atlantic City

Mynd tekin úr þyrlu af strönd í New Jersey.
Long Beach Island - New Jersey.
Breezy Point Queens New York.
South Bethany Delaware.
Eyðilagður skemmtigaður á bryggju, New Jersey strönd.
Der Spiegel með sérstaka frétt um eyðilegginguna á Breezy Point:
Sandy Turns Queens Paradise into Hell
Látnir í Bandaríkjunum vegna óveðursins virðast vera a.m.k. 80, þar af 38 í New York:
As Recovery Continues, Citys Death Toll Reaches 38
Það íslenska veður sem næst þessu kemur er líklega Básendaveðrið 9. janúar 1799!
Þá meina ég sérstaklega, þegar tekið er mið af umfangi sjávarflóðs. En í þessu veðri skv. því sem mér hefur verið sagt af sagnfræðingi sem þekkir vel til sögu Reykjavíkur og nágrennis, þá hafi flætt yfir það svæði þ.s. nú er gamla miðbæjarkvosin, en þá átti enn eftir að byggja hana. Eyðið milli sjávar og Tjarnar, hafi farið alveg á kaf þegar sjávarflóðið náði sinni hæstu stöðu, þannig að sjór streymdi beint inn í Tjörn.
Að auki, hafi flætt sjór yfir Álftanes - og ráðendur á Bessastöðum þá, leitað í vígi upphlaðið sem þá stóð við Bessastaði undan flóðinu.
Miklar skemmdir urðu á jörðum víða á Reykjanesskaga þ.s. sjór gekk upp á land, bæði á jörðunum sjálfum sem á húsnæði.
Að auki, tók af með öllu svokallaðan "Básendakaupstað" og lagðist sá af, í kjölfarið fluttist verslunin þaðan til Hafnarfjarðar.
BÁSENDAVEÐRIÐ 1799 EFTIR ÁRNA ARNARSON
Í vetur var rætt nokkuð um hugsanlegt eldgos á höfuðborgarsvæðinu.
En mögulegt sjávarflóð er hið minnsta ekki síður hætta.
En land hefur verið að síga við Faxaflóa á Reykjavíkursvæðinu, land stendur því lægra í dag í Reykjavík en það gerði 1799.
Á móti kemur hefur verið umtalsvert byggt upp af landfyllingum milli Tjarnar og hafs, en mig grunar samt þó að núverandi hæð varnargarða sé ekki næg - - ef gerir sambærilegt veður við sambærilegar aðstæður, og átti sér stað 9. jan. 1799.
Þá gæti átt sér stað alveg óskaplegt tjón á húseignum meðfram allri ströndinni, sjór gengið inn í garða - inn í hús, jafnvel brotið þau niður að einhverjum hluta.
Hugsanlega, færu allar götur í kaf á Reykjavíkursvæðinu, á því svæði sem liggur lægst - alveg frá Seltjarnarnesi, og alla leið til Hafnarfjarðar, hugsanlega endurtæki sig að Álftanes færi að verulegu leiti á kaf.
Sjór gengi einnig á land, víða á ströndinni, á Reykjanesi en einnig á Snæfellsnesi eins og þá gerðist.
Miðað við tjónið sem gæti átt sér stað!
Eru líkur á að Ísland yrði að gefa út alþjóðlega beiðni um neyðaraðstoð.
Niðurstaða
Það skapaðist nokkur umræða fyrr á árinu um hugsanlegt eldgos við Reykjavík, og menn veltu fyrir sér hvernig gengi að tæma borgina. Augljóst er að það myndi ganga ílla. Enda einungis einn vegur úr bænum, ef vegir í átt til Reykjaness eru tepptir.
Ef það skapast hætta vegna sjávarflóðs, út af veðri af þeim skala er hér skall á 9. jan. 1799. Þá væri ekki um annað að ræða, en að fólk myndi flýgja innan borgarinnar á svæði sem stæðu hærra.
Þá inn í skóla, íþróttahús og annað þess konar. En vegir út úr borginni, gætu verið ófærir í báðar áttir við þær aðstæður.
Ég held að Ísland sé ekki vel undir það búið, að stórfelldar náttúruhamfarir myndu eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu.
Augljóst virðist að beiðni um alþjóðlega neyðaraðstoð yrði að senda út í kjölfar á slíku.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.11.2012 kl. 00:06 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 863666
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Það er áhugavert að sjá eyðilegginguna meðfram strönd Bandaríkjanna, eftir fellibylinn Sandy. Skv. fréttum, þá er þetta dýpsta lægðin sem nokkru sinni hefur skollið á New York og nágrenni, eða 140 millibör. Fyrir bragðið koma óvenjuhátt sjávarflóð eða 4,2-5 metrar. Samtímis, að rýkti fárviðri með vindátt beint á ströndina."
Takk fyrir ap blogga um þetta og taka saman þessar myndir. Mig langar til að benda á að lægðin var um 943mb. Sjávarflóðið var svona hátt vegna áhlaðanda, vindur sem blæs í átt að landi og hleður vatninu upp. Þar að auki var fullt tungl og hærri sjávarföll en venjulega.
Þessi lági þrýstingur getur ekki útskýrt meira en um 40cm hærri sjávarstöðu en venjulega. Áhlaðandinn er aðal ástæðan fyrir þessum flóðum.
Hörður Þórðarson, 2.11.2012 kl. 19:58
Ég las einhvern tíma grein um Básendaflóðið og þar voru leiddar líkur að því að um flóðbylgju hefði verið að ræða. Ætli vísindamenn séu nú almennt sammála um að djúp lægð hafi verið eini sökudólgurinn ?
Þórólfur Sveinsson, 2.11.2012 kl. 20:13
Úbs, rétt - átti að vera 940 millibör. Þetta er smá klaufaskapur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.11.2012 kl. 23:59
Get bætt við einu, að sagnfræðingurinn sem ég vitna til, hann segir einnig að "Seltjörn" sem áður var, hafi horfið í þessum stormi. En fyrir þann tíma, hafi verið sandrif fyrir er myndaði stórt sjávarlón sem var hin eiginlega "Seltjörn" en ekki litla tjörnin sem nú er þarna úti á Seltjarnarnesi.
Nú er þetta vogur.
---------------------
Þórólfur - þ.e. tvímælalaust upphleðsla sjávar af völdum stormsins, sbr. Sandy.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.11.2012 kl. 00:05
Mér finnst allt benda til þess að áhlaðandi ásamt lágum loftþrýstingi og líklega stórstraumsflóði hafi valdi Básendaflóðinu, Þórólfur. Af lýsingum að dæma finnst mér ekkert benda til að um flóðbylgju hafi verið að ræða.
http://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/706/LydurBjornsson-Basendaflodid1799.pdf?sequence=1
"Eptir að við öll (eg, kona, 4 börn og vinnukona) vorum háttuð, varð eg þess var um nóttina (á að gizka kl. 2) hversu veðrið af suðri til vesturs magnaðist, svo iðulega fór að braka í húsunum. Þar að auki fóru að heyrast skellir, hver aptir annan, eins og veggbrjótur væri að vinnu á hlið hússins og undirstöðu. Af þessu fór eg á fætur, til þess að líta eptir veðrinu og vita, hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk eg upp húsdyrum eldhúsmeginn, og þá þegar brauzt sjórinn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti herbergin á lítilli stundu. Flúðum við þá í skyndi upp á húsloptið, hálfnakin upp úr rúmunum, því við óttuðumst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem íbúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr húsinu, bæði vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi ofviðris"
Hörður Þórðarson, 3.11.2012 kl. 07:16
Sammála þessu Hörður, lýsingar virðast benda til þess að sjógangurinn hafi verið knúinn af fádæma veðurofsa sem við tiltekin skilyrði, er virðast hafa verið "fullkomin" leiddi til versta sjávarflóðs Íslandssögunnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.11.2012 kl. 13:33
Það er eiginlega gott að horfa á efstu ljósmyndina að ofan, þegar þessi stutta lýsing sem þú komst með er lesin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.11.2012 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning