31.10.2012 | 00:08
Mun Grikkland lafa í evrunni?
Það virðist í dag liggja fyrir niðurstaða svokallaðs "þríeykis." Antonis Samaras forsætisráðherra Grikklands tilkynnti á þriðjudag, að ríkisstjórn Grikklands væri búin að ná samkomulagi um framhald "björgunar Grikklands."
Það virðist að í farvatninu, sé nú atkvæðagreiðsla á Gríska þinginu sem getur orðið spennandi.
En tveir stjórnaflokkanna, hægri flokkur Samaras, Nýtt Lýðræði, og grískir kratar í PASOK. Að því er virðist ætla að styðja ný "fjárlög" fyrir nk. ár, sem munu innihalda mikið af þeim ráðstöfunum sem skv. hinu nýja samkomulagi við "þrenninguna" Grikkland á að undirgangast.
Á sama tíma, hefur þriðji stjórnaflokkurinn, hinn hófsami vinstriflokkur, Lýðræðislegt Vinstri. Lýst yfir andstöðu við suma þætti samkomulagsins. Samtímis því, að flokkurinn talar um að sitja hjá þegar þau atriði sem flokkurinn er ekki beint á móti, koma til atkvæðagreiðslu.
Spenningurinn er sá - - að fræðilega er meirihluti til staðar, ef allir þingmenn Nýs Lýðræðis og PASOK kjósa með hinum nýja aðgerðapakka.
En, andstaða Lýðræðislegs Vinstris, getur hugsanlega ítt við hluta þingmanna PASOK, sem hugsanlega óttast samkeppnina frá Lýðræðislegu Vinstri, flokkur sem hefur höggið í raðir PASOK fylgislega.
FT - Athens heralds bailout agreement
WSJ - Greek Leader Warns of Chaos If Austerity Is Blocked
Reuters - Greek government gets more backing on reforms
Bloomberg - Greek Coalition Allies Balk as Samaras Says Austerity Talks Done
Der Spiegel - 'EU Should Admit that Greece Will Need Debt Cut'
Það liggur ekki fyrir akkúrat hvert innihald samkomulagsins er!
En eins og Spiegel segir frá, er sterkur orðrómur uppi um, að það geri ráð fyrir "nýjum niðurskurði" skulda Grikklands. Það þíðir, að svokallaðir "opinberir aðilar" sleppa ekki.
En málsmetandi aðilar á erlendum fjölmiðlum, hafa haldið því fram að "contaktar" innan AGS, segi þeim að AGS þverneiti að taka þátt í frekari fjármögnun Grikklands, nema að skuldum Grikklands sé komið niður í "raunhæfara" umfang.
Seðlabanki Evrópu hefur á síðustu vikum, ítrekað að afsláttur af skuldum komi alls - alls ekki til greina, það væri "dept financing" sem bankanum sé ekki heimilt að framkvæma, sbr. bann í lögum ESB um Seðlabanka Evrópu, sem bannar með beinum hætti að "ECB" fjármagni ríkissjóði.
Þó "ECB" sé í seinni tíð, með margvíslegum hætti, að teygja á þeim valdmörkum.
Það þíðir þá, að aðrir aðilar þurfa að skera meir niður, þá skattborgarar aðildarríkjanna. En, talsmenn ríkisstjórnar Þýskalands, hafa í vikunni sagt, að það komi alls ekki til greina - að skattborgarar Þýskalands fyrirgefi nokkuð af skuldum Grikklands í eigu Þýska ríkisins.
- Þetta þarf þó að leysa með einhverjum hætti.
Ég bendi á yfirlísingu ráðherra Frakklands og Þýskalands á þriðjudag sbr.:
German, French finance ministers push for Greek solution in November
- Þ.e. þá ekkert um annað að ræða, að fara í feluleik með það gagnvart kjósendum, að það sé í reynd verið að fyrirgefa hluta af skuldum Grikklands.
- Lengja bilið milli greiðsludaga, án þess að upphæðir séu hækkaðar.
- Lækka vexti, þó svo það geti þítt að verið sé að niðurgreiða lántökukostnað niður fyrir lántökukostnað margra aðildarríkja evru sem eru eigendur að björgunarsjóði evrusvæðis.
- Svo er það spurning um, hvaða viðbótar skilyrði - þjóðþing aðildarríkjanna, koma til með að "heimta" að Grikkir undirgangist. En þau verða örugglega einhver, og ekki af þægilegu tagi.
- Sem getur framkallað, aftur pólit. drama í Grikklandi, frekari mótmælaaðgerðir o.s.frv.
Pólitíska dramað á þjóðþingum aðildarríkja evru er enn eftir!
Þó fyrsti parturinn í leikritinu, muni fyrst fara fram á þjóðþingi Grikklands.
Langt í frá klárt enn - - að Grikklandi verði fyrir nk. áramót forðað frá falli úr evru!
Niðurstaða
Spennusagan um Grikkland heldur áfram. Líklega munu PASOK og Nýtt Lýðræði, ná málum í gegnum gríska þingið á næstu dögum. En þá tekur við næsti kafli. Og sá getur reynst til muna áhugaverðari. Ef þ.e. rétt sem haldið er fram, að hin nýja björgun Grikklands, geri ráð fyrir verulegum afskriftum skulda Grikklands. Sem þíðir í ljósi algerrar neitunar Seðlabanka Evrópu að taka þátt í afskriftum, og stefnu AGS að afskrifa aldrei. Að, þær afskriftir verða þá að bitna af fullum þunga á skattgreiðendum aðildarríkja evru. Og það getur reynst þung pilla að kyngja.
En þ.e. a.m.k. enn möguleiki á því að evrukrýsan gjósi upp fyrir nk. áramót, ef ekki tekst meðal aðildarríkja evru, að ná fram samkomulagi um "3 björgun Grikklands."
Þá dettur Grikkland algerlega óhjákvæmilega "very messily" út úr evrunni.
Og, enginn veit í reynd hve miklu umróti það mun valda.
--------------------------------------
Nýjar upplýsingar: - Af vef Daily Telegraph.
"The Greece 2013 budget details are in:
- Public debt to GDP will hit 189.1pc (179.3pc in previous draft)
- Target for general government deficit of 5.2pc (vs 4.2 in previous draft)
- An economic contraction of 4.5pc in 2012 (vs previous estimate of a 3.8pc contraction)
- A primary surplus of 0.4pc of GDP (vs 1.1pc in previous draft)
- The budget has to be approved by 11 November - brought forward from Nov 20 - on the orders of the troika as a condition of the next tranche of bailout funds."
Auðvelt að sjá af hverju, AGS er líklega að heimta að skuldir séu fyrirgefnar að hluta í annað sinn.
Erfitt að trúa því að minnkun hagkerfisins verði minni á nk. ári en þessu þ.e. kringum 6%, v. stórfelldra nýrra niðurskurðaraðgerða.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Munu þeir ekki lafa þar til eftir kosningar í Þýskalandi á næsta ári en hverfa svo tiltölulega fljótt eftir þær þegar Merkel hefur tryggt sér völdin aftur?
Bragi, 31.10.2012 kl. 01:47
Góð spurning. En miðað við hegðun ríkisstj. Merkelar, virðist hún afskaplega treg til að haga málum þannig, að nokkur hinn minnsti kostnaður falli á þýska skattgreiðendur fyrir sept. 2013. Spurning hvorum megin pólit. reikningsdæmið fellur þegar kemur að Grikklandi, þ.e. er óvinsælla að láta Grikkl. falla út úr evru eða óvinsælla að gefa eftir af skuldum þess, svo það lafi a.m.k. nokkru lengur.
En afstaða AGS, getur verið að skemma fyrir henni, ef þ.e. rétt að AGS heimtar "afskriftir." En Der Spiegel hélt því fram seint í september, að líklega yrði gríska framhaldsáætlunin pólit. þannig, að löndin myndu fara í "þykjustuleik."
En vera má, að afstaða AGS komi í veg fyrir að slíkt sjónarspil fái fram að ganga. Þannig, að aðildarlöndin standi frammi fyrir raunverulega erfiðri ákvörðun, sem verði ekki frestað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.10.2012 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning