Spár um hnignun Bandaríkjanna virðast orðum auknar!

Ég hef tekið eftir því, að hugmyndir um "hnignun Bandaríkjanna" hafa verið sérstaklega vinsælar, meðal áhugamanna um aðild að Evrópusambandinu. En þ.e. gamall draumur svokallaðra Evrópusinna, að Evrópa í sameiningu "sigli framúr Bandaríkjunum." Á sl. áratug, höfðu menn gaman af því, að benda á það að samanlögð landsframleiðsla ESB 27 væri stærri en landsframleiðsla Bandaríkjanna. Síðan, þegar kom að hinum sameiginlega gjaldmiðli, hefur umræðu um "hnignun dollarsins" verið mjög haldið á lofti árin á undan upphafi evrukrýsunnar. Oft rætt um þann möguleika, að evran myndi koma í stað dollarsins.

Í dag virðist þetta "hjal" allt meira eða minna hljóma eins og hver önnur óskhyggja.

Því, sama hve ílla gengur í Bandaríkjunum, þá gengur Evrópu til muna verr.

Og hið minnsta, alveg sama hve ílla hugsanlega getur gengið í Bandar. - þá er engin hætta á að dollarinn hætti að vera til.

  1. Svo ekki síst, er sannleikurinn sá - að forsendur fyrir hagvexti til framtíðar, eru margfalt - margfalt betri í Bandaríkjunum.
  2. Og að auki, í Bandaríkjunum er að eiga sér stað "bylting" sem hingað til hefur ekki komist að í íslenskum fjölmiðlum, vegna ofuráherslunnar á umfjöllun um "Evrópu."

 

Hver er sú bylting?

Mjög mikilvæg þróun er að eiga sér stað í Bandaríkjunum, sem er útlit fyrir að muni stórfellt bæta efnahag Bandaríkjanna á nk. árum.

En þetta snýst allt um "shale oil" og "shale gas."

"Shale" líklega er þ.s. við köllum "leirstein."

En til þess að ná að vinna gas og/eða olíu úr slíkum jarðlögum, þarf að beita ferli sem heitir á ensku "fracking." Sjá Wiki síðu.

Sem felst í því að dæla gríðarlegu magni af vökva beint niður í jarðlögin, þ.s. vökvinn víkkar út hárfýnar sprungur í jarðlögunum, og losar um gasið og/eða olíuna, svo unnt sé að dæla hvoru tveggja upp á yfirborðið.


  • Við hér á Íslandi höfum kynnst einni tegund af afleiðingum þess, að dæla vökva niður í jarðlög - sbr. dælingu á heitu vatni í jarðlög á Hengilssvæðinu, sem er að vökvinn getur losað spennu í jarðlögum og valdið röð smáskjálfta.

Eitthvað kvá vera um slíkt á þeim svæðum, þ.s. þessari aðferð er beitt. En eins og þið sjáið eru leirsteinslögin, vanalega lárétt.

Og þ.e. einmitt tækniþróun í tengslum við "lárétta borun" sem hefur gert það hagkvæmt að ná gasi og/eða olíu úr slíkum jarðlögum.

  • Svo óttast menn að jarðvatn mengist af þeim vökva sem er notaður, en honum er dælt undir þrýstingi, til að skapa nægan vökvaþrýsting í jarðlögunum svo gasið eða jafnvel olían losni úr læðingi.

Eins og sést af textanum á Wiki síðunni, þá hefur skv. bandarískri rannsókn verið 36 dæmi þ.s. grunur hefur verið uppi um að mengun jarðvatns stafi af slíkri starfsemi.

Það þarf eftir allt saman gríðarlegt magn af vatni, milljónir lítra dag hvern. Mig grunar, að vandinn sé ekki síst - hvað er síðan gert við vökvann eftir að honum er pumpað upp á yfirborðið. En þá þarf að losna við hann einhvers staðar - og hann er þá gjarnan mengaður af efnum úr jörðinni.

Í reynd er þetta sami vandi, og við glímum við hér á Íslandi, í tengslum við hitaveitur. Hvað gert er við afgangsvatnið. Nema í þessu tilviki, eru til staðar "bætiefni" sem notuð eru til að láta vatnið smjúga betur inn í sprungur - - sem sum eru ekki "heilsusamleg." Þ.e. ein deilan, hvaða efni má nota.

Það flækir auðvitað lausnir í tengslum við það, hvað síðan skal gera við vökvann, ef hann er mengaður af "varasömum" efnum. En þau eru ekki öll varasöm - eins og fram kemur á Wiki síðunni.

Kannski að sama leið verði farin fyrir rest, og menn eru komnir niður á hérna - að dæla þessu aftur niður. Eða, að dæla þessu í gegnum "skólphreinsikerfi" en þá þarf að flytja vökvann með einhverjum hætti.

  • Eitthvað hefur þess gætt, skilst mér að á svæðum þ.s. þessari aðferð er beitt, hafi bakgrunns geislun aukist, en það getur verið vegna þess að það losni um geislavirkar lofttegundir t.d. argon, um leið og losnar um aðrar nytsamar gastegundir úr jarðlögunum.

 

OK, það stendur yfir hörð deila um umhverfisáhrif! En hver eru efnahagsáhrifin?

Þetta kemur fram í grein:  Europe left behind as shale shock drives America’s industrial resurgence

  • Ég var búinn að heyra áður, að Bandaríkin eru vegna þessa, allt í einu orðin sjálfum sér næg um jarðgas. Bara á sl. 5 árum.
  • Og þau stefna að því, að framleiða um 80% af olíu til eigin notkunar eftir áratug.

Það virðist sérstaklega vera einkum gas í leirsteinslögum, og hin mikla aukning í framboði á gasi er auðvitað að hafa mjög jákvæð efnahagsleg áhrif, í þeim fylkjum í Bandaríkjunum. Þ.s. þessi vinnsla fer einna mest fram.

Það þýðir auðvitað, að orkukostnaður hefur "hrunið" - sem í framhaldinu, skapar grundvöll fyrir starfsemi á þeim svæðum, sem áður hafði þar ekki grundvöll.

Eins og fram kemur í greininni, þá er þetta farið að skila "nýrri iðnvæðingu á þeim svæðum í Bandaríkjunum."

Þ.s. er ekki síst kaldhæðið í ljósi "drauma Evrópusinna um hnignun Bandaríkjanna" er að stöðugt hækkandi orkuverð í Evrópu, er farið að hrekja margvíslega starfsemi sem þarf á ódýrri orku að halda, nefnilega til - - Bandaríkjanna.

Þá einmitt á þessi vaxtarsvæði, þ.s. offramboðið á gasi hefur framkallað "verðhrun" á seldri orku.

Að auki, er gas notað í efnaiðnaði, til að búa til plast. Þó einnig sé unnt að nota til þess olíu. Og efnaiðnaðarfyrirtæki, kvá vera farin að færa sig frá Evrópu til Bandaríkjanna.

Þetta hlýtur að vera sannkölluð hrollvekja fyrir þá sem dreymdu um hnignun Bandaríkjanna - - en andúðar á Bandaríkjunum gætir töluvert meðal aðdáenda Evrópusamruna.

En Evrópu hefur verið að blæða vegna samkeppni frá Asíu, en nú er henni einnig farið að blæða vegna samkeppni frá Bandaríkjunum.

  • Tvöfalt högg, það ofan í skuldakreppu og evrukreppu.

Svo er það hin magnaða tilraun sem Þýskaland er að framkvæma:

Power Failures Germany Rethinks Path to Green Future

Vandinn við hana er, að raforka með vind eða sól, er dýrari. Að auki mjög sveiflukennd. Þar að auki, getur verið næg sól á einu svæði á einum tíma, en skuggi á næsta svæði, eða vindur á einu svæði og logn á öðru. Svo víxlverkar það þvers og kruss.

Þetta kallar á gríðarlega aukningu á rafstrengjum, en flutningsgeta hefur komið í ljós á milli svæða er hvergi nærri nóg. Svo það þarf að keyra "kolaorkuver" til að fylla upp í götin.

Með því að tryggja hverjum og einum örugga sölu á rafmagni inn á landsdreifikerfið, sem setur upp sólarhlöður eða vindmyllur, þá sannarlega hvetur það til mikillar aukningar í notkun vindmylla og sólarhlaða.

En samtímis, eykst stöðugt kostnaður notenda - - þ.e. rafmagnsverð hækkar stig af stigi.

Að auki, þ.s. rafmagnið frá sólarhlöðum og vindi fær forgang, minnka stöðugt tekjur þeirra sem eru að reka kolaverin, sem ef fram horfir mun fækka þeim. En þá er eins gott, að menn verði mjög duglegir að krosstengja landið, ef endurnýtanlega orkan á að koma í staðinn.

Allir þessir strengir auka kostnað auðvitað, ofan á þá staðreynd að framleiðsla rafmagns með þessum aðferðum er dýr. Fyrir utan að Þýskaland, er ekkert sérstaklega heppilegt land til að framleiða rafmagn með sólarhlöðum - hafandi í huga að þar snjóar á vetrum, og mikið er um daga þ.s. ekki er sól á öðrum tímum.

Og ég velti fyrir mér, í hvaða hæðir rafmagnsverð mun fara fyrir rest. 

  • Í samhengi við þ.s. er að gerast í Bandaríkjunum.
  • Þá er Þýskaland, undir stjórn Angelu Merkel búið að taka þá ákvörðun að leggja af kjarnorkuver sem áður framleiddu a.m.k. 20% af rafmagninu, og auka í staðinn á rafmagn framleitt með vindi og sól. Þó er eins og ég sagði, Þýskaland land þ.s. oft er skýjað, og að auki snjóar töluvert gjarnan á vetrum.
  • Ég velti fyrir mér, þ.s. orkuverð er mikilvægur þáttur í samkeppnishæfni orkufreks iðanaðar, sbr. stálver og önnur framleiðsla úr málmum, en þýska stálið hefur verið kjarnastarfsemi síðan iðnvæðing hóft þar um miða 19. öld.
  • Hvað mun það þíða fyrir þýsku iðnaðarmaskínuna, að orkuverð innan Þýskalands er á stöðugri uppleið þegar með því hæsta á jarðríki? Aukning kostnaðar hefur aldrei verið hraðari, síðan Merkel tók hina afdrifaríku ákvörðun eftir skjálftann mikla í Japan fyrir nærri tveim árum.
  • Á sama tíma, og verið er að skipta yfir í dýrari orkuframleiðslu, er hún samtímis minna áreiðanleg, sem hefur framkallað fyrirbæri sem ekki hefur sést lengi, þ.e. óstöðug spenna.
  • Óstöðug spenna getur valdið miklu tjóni á viðkvæmum tækjum, þýsk fyrirt. kvá hafa mörg hver brugðist við með því að fjárfesta í eigin aflstöðvum.
Þetta er allt auðvitað viðbótar kostnaður sem minnkar samkeppnishæfni - - en þýski iðnaðurinn hefur hingað til verið kjarninn að baki þýska hagkerfinu, það verður áhugavert að sjá hvernig Þjóðverjar leysa þann heimatilbúna pólit. vanda, eða hvort það þíðir að fljótlega fari að bresta á "flótti fyrirtækja úr landi."

 

Niðurstaða

Það er ekki einungis það að Bandaríkin hafa hagstæðari fólksfjöldaþróun en Evrópa, nú er orkuverð í Bandaríkjunum og Evrópu að færast í öfuga átt. Meðan orkuverð hækkar stöðugt í Evrópu, er stórfelld aukning á gasvinnslu á allra síðustu árum að framkalla umtalsverða lækkun á orkukostnaði í Bandaríkjunum.

Það auðvitað er mikilvæg breyting, því orkuverð skiptir miklu máli fyrir mikilvæga kjarnastarfsemi nútýma hagkerfa, sem er:

  • Framleiðsla á málmum.
  • Framleiðsla á plasti.

Málið er að ofan á þetta, er svo unnt að byggja heilan mýgrút af frekari vinnslu og framleiðslu. Styrkir í reynd grundvöll fyrir framleiðslugrunn af margvíslegu tagi, sbr. bíla, skip, tæki - hvort sem þau eru smíðuð úr málmum eða plasti, eða hvoru tveggja í bland. 

Að auki hafa Bandaríkin mjög öflugann hugbúnaðar og tölvuiðnað í Kaliforníu. 

Lækkun orkukostnaðar, getur hugsanlega snúið við þróun þeirri er átt hefur sér stað í Bandar. sem mætti kalla "af-iðnvæðingu" þ.s. gömul iðnsvæði urðu ósamkeppnishæf og störfin fóru, þannig að í staðinn verði "ný-iðnvæðing."

Á sama tíma, getur Evrópa verið á hraðri leið inn í "af-iðnvæðingu" af auknum krafti.

Það ofan í óhagstæða fólksfjöldaþróun.

Og slæma og versnandi skuldastöðu.

Allt lagt saman, tja - - útlitið er vægast sagt hræðilegt fyrir Evrópu eins langt fram í tímann og augað eygir.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bakken svæðið, sem nær yfir norð-vestur North Dakota, hluta Montana og upp til Kanada, er talið stæðsti olíufundur síðustu 40 ár. Talið er að þetta svæði innihaldi a.m.k. 900 billjón tunna af olíu, miðað við þá tækni sem nú þekkist. Mun meira ef tæknin batnar enn frekar. Þetta er gríðarlegt magn og til samanburðar er talið að allt Persísvæðið innihaldi innanvið 750 biljón tunna.

Árið 2008 leiddi ný bortækni til þess að farið var að vinna olíu á þessu svæði og það sem helst hamlar er mannskortur, sem að mestu skapast af skorti á öllu er snýr að þeim mannfjölda sem þarf til svona verkefnis, s.s. húsnæði og þjónustu.

Þarna eru ótrúlegir hlutir í gangi og tala margir um að helst megi líkja ástandinu við gullgrafaæðið, þegar það stóð sem hæðst. Megin munurinn er þó að þarna eru tekjurnar tryggar. Sem dæmi eru byrjunarlaun hjá t.d. bílstjórum og vinnuvélstjórum um og yfir ein milljón króna á mánuði, stjórnendur og tæknifólk fær mun hærri laun.

Það hefur verið lítið fjallað um þetta mál hér á landi, enda fréttastofur hér fastar í aðdáun sinni á ESB. Ef hins vegar er slegið upp "north dakota" á leitarvélum netheimsins, koma þessar fréttir strax upp.

Þessi olía er unnin með fracking aðferð, en þar sem þarna er fyrst og fremst um olíuvinnslu að ræða, hafa ekki komið upp sömu vandamál og sunnar og austar í USA, þar sem gas er unnið með þessum hætti.

Það verður gaman að fylgjast með þeirri þróun sem þarna fer fram. Verst að ekki mun verða hægt að fylgjast með þessu í íslenskum fjölmiðlum, heldur verður maður að bera sig eftir þessum fréttum sjálfur, eftir öðrum leiðum.

Gunnar Heiðarsson, 30.10.2012 kl. 02:15

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, þ.e. merkileg þessi stýring á fréttum sem á sér stað hér, skapar heimsmynd sem er "vörpuð." Ef ég væri ekki reglulegur lesandi erlendra fjölmiðla, og hef verið síðan fyrir 2000 á netinu, væri ég miklu mun "heimskari" en ég er í dag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.10.2012 kl. 02:23

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er gert ráð fyrir því að brennsla á jarðolíu verði framtíðarmúsík næstu áratugi?

Afskaplega er ég illa upplýstur ef svo er.

Árni Gunnarsson, 30.10.2012 kl. 23:37

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Árni - - ef þetta er rétt, að gríðarl. magn af nýtanl. olíu sé að finna í N-Ameríku. Og sú sé nú nýtanleg án óskaplegs kostnaðar.

Þá getur það vel verið, að það olíustopp sem margir hafa verið að spá, frestist um t.d. 30 ár til viðbótar við þ.s. margir hafa haldið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.10.2012 kl. 00:12

5 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Árni, það er augljóst að ef nýtanlegar lindir hafa aukist gríðarlega við þetta, þá stóreykst framboð af olíu og gasi og þar með mun verð þessarar orkugjafa lækka og samkeppnisstaða þeirra við endurnýjanlega orku batna. Það liggur ljóst fyrir.

Þorgeir Ragnarsson, 31.10.2012 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband