29.10.2012 | 03:04
Mario Draghi álasar skuldugum ríkjum fyrir að skilja ekki, að þau séu þegar búin að tapa sjálfstæði sínu!
Mario Draghi virðist hafa verið grimmur í viðtali í Der Spiegel. Daily Telegraph vakti athygli á orðum hans. En í viðtalinu virðist hann styðja hugmynd sem fjármálaráðherra Þýskalands kom fram með nýverið, þ.s. Framkvæmdastjóra Efnahagsmála" hjá Framkvæmdastjórn ESB væri gefið "alræðisvald" yfir fjárlögum aðildarríkja evru.
- Hann hefði rétt til að hafna fjárlögum! Ef honum þætti þau of eyðslugjörn.
- Og senda þau til baka, með fyrirmælum um - tja, meiri niðurskurð eða hærri skatta, eða hvað það annað, sem hann myndi telja rétt að gera.
Þetta var tillaga sem Wolfgang Schäuble kom fram með á leiðtogafund aðildarríkja ESB sem haldinn var fyrir nærri tveim vikum, en fékk ekki áheyrn vegna andstöðu forseta Frakklands, forsætisráðherra Ítalíu og Spánar.
Það þarf varla að taka fram, að Frakkland hefur engan áhuga á að, leggja með þessum hætti niður sitt eigið sjálfstæði, um þetta atriði virðist nú standa - grundvallar ágreiningur milli núverandi forystusveitar í Frakklandi, og ríkisstjórnar Þýskalands.
En í nýlegu viðtali, koma það skýrt fram að Hollande taldi slíkar hugmyndir "ótímabærar." Sem sennilega þýðir "nei alls ekki."
Mario Draghi, setur í viðtalinu í Der Spiegel, sitt lóð undir vogarskálarnar þessum hugmyndum til stuðnings.
Mario Draghi backs Wolfgang Schaeuble's 'super commissioner' plan
Mario Draghi - - "Several governments have not yet understood that they lost their national sovereignty long ago. Because they ran up huge debts in the past, they are now dependent on the goodwill of the financial markets," - "I am certain: if we want to restore confidence in the eurozone, countries will have to transfer part of their sovereignty to the European level," - "Governments have taken steps that would have been unthinkable a year ago. That is progress but it is not enough,"
- Þetta eru hreint mögnuð skilaboð frá seðlabankastjóra evrusvæðis.
- Þeim er nánar tiltekið beint til, Ítalíu og Spánar. En smærri löndin, eru ekki "virkir" þáttakendur í deilunni.
- En, ljóst er að Frakkland mun einnig taka þetta til sín. En ríkisstj. Frakklands, veit að ef löndin tvö lenda undir skriðunni sem er í gangi á evrusvæði, þá sleppur Frakkland ekki heldur.
Spurning hvort þetta sé deilan sem á eftir að sprengja samstarfið um evruna?
En stjórnvöld á Spáni, hljóta að sjá þessi ummæli sem hnefahögg í andlitið, en það eru þau sem hafa nú vikum saman, hafnað að taka við þeim kaleik sem Mario Draghi rétti fram.
Sem er, að óska eftir aðstoð til björgunarsjóðs evrusvæðis, svo Seðlabankinn geti hafið kaup sín "án takmarkana" skv. tilboði sem Mario Draghi kom fram með fyrir nú nærri tveim mánuðum.
Það væri blindur maður, sem ekki sæi að þessum ummælum, er sérstaklega beint að ríkisstjórn Spánar.
Og þ.e. nákvæmlega ástæða þess, að Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, hefur fram að þessu ekki stigið það skref, að hann veit að þá "afhendir hann sjálfstæði Spánar" til björgunarsjóðs evrusvæðis, þar sem ríkisstjórn Þýskalands ræður langsamlega mestu.
Það má segja, að Mario Draghi, sé án þess að segja það beint, að ásaka Mariano Rajoy fyrir baráttu við vindmyllur, með því að þverskallast við einmitt það, að afhenda sjálfstæði lands síns, eins og Mario Draghi greinilega ætlaðist til að ætti sér stað, fljótlega eftir að hann kom fram með tilboð sitt fyrir nærri tveim mánuðum síðan.
Einhvern veginn, grunar mig, að þessi orðræða muni hafa öfug áhrif, en allt í einu er Mario Draghi hættur að vera diplómati, búinn að taka niður silkihanskana, og það mun líklega - magna upp spænsku þrjóskuna.
Það er eins og ég Spáði þegar tilboð Mario Draghi koma fram, að ríkisstjórn Spánar myndi - bíða eins lengi og stætt er, líklega þíðir það nú að Spánn mun ekki óska aðstoðar fyrir nk. áramót.
En ríkisstjórn Spánar, vill semja um skilyrði við Þjóðverja fyrirfram, en hingað til hafa þeir hafnað þvi að sýna þannig hönd sína, segja að Spánn verði fyrst að senda inn "formlega beiðni."
Þetta er leikur kattarins að músinni - - nema, að í þetta sinn er það spurning hvor er kötturinn og hvor er músin. Því, ef Spánn yfirgefur evruna, þá er ljóst að evran líklega hefur það ekki af. Tap Þjóðverja væri óskaplegt. Á sama tíma, vill hvorugur aðilinn blikka fyrst.
Eins og ég sagði þá, á ég ekki von á samkomulagi fyrr en evran er aftur komin á brún hyldýpisins - en akkúrat hvenær sú stund kemur, er ekki gott að segja. Það getur dregist fram yfir á fyrstu mánuði nk. árs, því það virðist að ríkisstj. Spánar hafi tekist að klára fjármögnun þessa árs. Svo þrýstingurinn er þá í reynd farinn, fyrir fjármögnun þessa árs. Þannig, að líkur eru því á að þessi deila haldi áfram í sama farveg, fram yfir áramót og inn á nk. ár.
Spurning hvenær kemur að því, að spennan eykst á ný? Örugglega ekki mikið seinna en þegar lokauppgjör þessa árs liggur fyrir einhverntíma seint í febrúar eða snemma í apríl 2013. En það uppgjör fyrir Spán, mun örugglega sýna meiri halla á ríkissjóði vegna meiri samdráttar í hagkerfinu, en ríkisstj. Spánar reiknar með nú. Þá endurmeta markaðir framvindu Spánar - eina ferðina enn.
Niðurstaða
Hvað sem má segja um Hollande, þá hefur hann tekið upp allt aðra stefnu en þá er Sarkozy viðhafði. En stefna fyrri forseta, var að hengja sig á stefnu Angelu Merkel, og leitast við að hafa einhver áhrif innan ramma þeirrar stefnu. Meðan, að Hollande hefur tekið upp beina andstöðu, við mikilvæga þætti þeirrar stefnu.
Ekki síst virðist um beina andstöðu við stefnu ríkisstjórnar Þýskalands, að færa mikilvæga þætti sjálfforræðis aðildarríkja evru, undir hatt sameiginlega stofnana.
Hollande, heimtar þ.s. hann kallar "solidarity" en þá meinar hann, að ríki í kröggum verði aðstoðuð með rausnarlegri hætti - sbr. "evrubréf" þ.e. sameiginlega ábyrgð á skuldum, sameiginlega bankatryggingu og sameiginlegt bankaeftirlit.
Þessa þætti virðist ríkisstj. Frakklands vera til í, en ekki í það að löndin afhendi í sameiginlegt púkk, yfirráð yfir eigin fjármálastjórnun.
En ríkisstj. Þýskalands, segir beinum orðum, að ekki komi til greina að afhenda aukið fé eða samþykkja frekari ábyrgðir, án stórfellds aukins aðhalds sameiginlegra stofnana yfir fjármálastjórnun einstakra ríkja.
Þetta getur verið deilan - - sem á endanum brýtur evruna.
Ps: Önnur áhugaverð grein, en mjög áhugaverð þróun er í gangi í dag, þ.s. orkuverð í Bandarikjunum fer hríðlækkandi, meðan að orkuverð stöðugt hækkar í Evrópu, þetta virðist vera farið að valda straumhvörfum. Ef fram sem horfir, er Bandaríkin langt í frá í hnignun. Þau séu á leiðinni með að rísa aftur upp á lappirnar af krafti:
Europe left behind as shale shock drives Americas industrial resurgence
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning