26.10.2012 | 00:20
Samdráttur í peningamagni innan evrusvæðis - Grikkir færast nær "Björgun 3"
Ambrose Evans-Pritchard vakti athygli á þessu, en skoðun á þeim gögnum sem hann vísar á, sem eru staðsett á vef EUROSTAT sjá: Gögn. Sýna einmitt að svokallað vítt peningamagn eða M3 dalaði í september. Það sama kemur fram, ef maður skoðar M2 eða M1.
Eurozone nears Japan-style trap as money and credit contract again
Sjá útskýringu Wikipedia á þessum hugtökum.
Að auki eins og sést á þeim gögnum, er samdráttur í útlánum til fyrirtækja og einnig til almennings, í sömu heildartölum yfir svæðið.
Þetta eru allt kreppueinkenni - - ef maður skoðar peningamagnið, þá má sjá að það varð aukning í því í júní og ágúst, en síðan hart í bak í september.
Samdráttur í því er almennt talið af hagfræðingum - vísbending um aukinn samdrátt í hagkerfinu framundan.
Þó ef til vill sé of snemmt að álykta mjög mikið á þessum tölum, því enn virðist vanta tölur fyrir október, svo ekki unnt að fullyrða að þetta sé nýtt "trend."
Ríkisstjórn Grikklands virðist ekki einhuga að baki "björgun 3"
Greeks fail to agree on bailout terms
"Fortis Kouvelis, head of the moderate Democratic Left, told his partys executive committee last night that changes were needed in the labour measures for the package to be acceptable, according to a person at the meeting."
Greinilega er pólit. drama í gangi, en flokkurinn "Lýðræðislegt Vinstri" gekk inn í ríkisstjórnina, eftir að hafa áður verið í stjórnarandstöðu. Frekari pólit. drama er einnig framundan, í öðrum aðildarríkjum evru, þegar kemur að því að taka formlega afstöðu til enn einnar björgunar Grikklands.
En það virðist stefna óðfluga í "björgun 3" - en ennþá liggur ekki fyrir, akkúrat hvernig skal fjármagna hana.
- En eitt og annað hefur heyrst - t.d. að til greina komi að lengja í lánum Grikklands.
- Eða, að lækka vexti á lán Grikklands.
- Í stað þess, að lána Grikklandi nýtt fé.
En það virðist pólit. erfitt að lána Grikklandi viðbótar peninga, þannig að stjv. evrusvæðis hugsanlega ákveða, að lengja bilið milli greiðsludaga eða lækka vexti, til að brúa það kostnaðarbil sem verður til - - ef það verður af því að Grikkland fær viðbótar 2 ár til að hrinda í framkv. samkomulagi því sem gert var við Grikkland, er samið var um "björgun 2." Fyrir cirka ári síðan.
Niðurstaða
Gríski harmleikurinn heldur áfram, stefnir í að aðildarríki evrusvæðis velji að framlengja hengingaról Grikkland eina ferðina enn, og líklega mun pólit. stéttin í Grikklandi samþykkja þau skilyrði sem aðildarlönd evrusvæðis, munu heimta. En örugglega verða e-h ný. Heyrst hefur, að Þjóðverjar muni líklega krefjast þess að erlendir aðilar muni "aðstoða Grikki" við skattheimtu, og sölu ríkiseigna - laun þeirra verði greidd af Grikkjum. Líklega endar ríkisstj. Grikklands á að samþykkja hvað sem er, til að halda í heningarólina nokkra mánuði til viðbótar. En ég stórfellt efa að um sé að ræða annað, en enn eina skammtíma reddinguna. Algerlega sé af og frá, að Grikkland muni í reynd geta staðið við slíkt samkomulag. En kannski nær Grikkland að fljóta yfir kosningar í Þýskalandi í sept. 2013.
--------------------------------
Það verður að koma í ljós hvort peningamagn er að dragast saman á evrusvæði þetta haust. Að það hafi minnkað í september er fyrsta vísbending. Ef slíkur samráttur var einnig í október. Þá væri það vísbending þess, að kreppan sé að versna.
Of snemmt að álykta nokkuð mikið út frá tölum eins mánaðar.
En slíkur samdráttur væri rökréttur!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning