Grikkland fær Björgun 3?

Þetta er þ.s. fréttir dagsins virðast segja, að ríkisstjórn Grikklands sé við það að ná fram lágmarkskröfu sinni, um 2-ára framlengingu á fyrri björgunaráætlun sem var sú nr. 2. En sú framlenging þíðir, að í reynd þarf frekari fjármögnun - - > Sem í mínum augum réttlætir að tala um "Björgun 3."

Það sem grísk stjv. ná fram er að, krafan um niðurskurð er "tónuð niður" þ.e. í stað 3% niðurskurðar per ár miðað við þjóðarframleiðslu verður þess í stað krafist 1,5% per ár miðað við þjóðarframleiðslu.

FT -Greece urged to hire foreign technocrats

Der Spiegel - Report Says Greece Will Get More Time

Reuters - Greece says has been given more time on austerity

Daily Telegraph - Greece plans to cut wages and pensions

 

Samkomulag náð við "þríeykið"

Samkomulag virðist hafa náðst milli ríkisstjórnar Grikklands og svokallaðrar "þrenningar" eða "þríeykis" um framhald "björgunar Grikklands." Og það samkomulag virðist fela í sér, að fyrri áætlun er framlengd um 2 ár - án þess að krefjast viðbótar sparnaðar miðað við þá fyrri áætlun. Heldur sé honum dreift á þau viðbótar 2 ár.

Með þessu sé niðurskurðurinn "mildaður" og tekið tillit til verri kreppu en áætlanir höfðu gert ráð fyrir.

  • "...the debt-laden country will cut €6.3bn in public sector wages and pensions, with pension incomes above € 1,000 a month set to be cut."
  • "The public sector will be hit further with at least 2,000 civil servants put on a one-year notice of dismal with reduced wages until the end of 2012."
  • "At least a further 6,250 would enter the same programme every three months during 2013, starting from end-February."
  • "In the labour market, it has been proposed that severance payments are reduced and capped."
  • "Other allowances, such as automatic wage increases that kick in with seniority, are also set to be abolished."
  • "On the contentious issue of tax, selected tax credits and allowances are to be abolished and taxation of the self-employed and farmers will be in line with the corporate taxes."
  • "A flat capital gains tax rate will also be introduced to replace the banding system in force at present."
  • "According to the draft deal Greece will be given a two-year extension, until 2016, to meet the budget targets and generate a budget surplus – which excludes debt servicing – of 4.5pc of GDP."

Þó þetta samkomulag hafi náðst við fulltrúa AGS, Seðlabanka Evrópu og Björgunarsjóðs Evrusvæðis, þá er algerlega eftir að fá fram samþykki ríkisstjórna aðildarríkja evrusvæðis, ekki síst þjóðþings Þýskalands.

Sérstaklega getur það reynst þrautin þyngri, að fá þýska þingið til að samþykkja frekari framlög til Grikklands.

Ekki held ég að þessum hugmyndum verði tekið fagnandi í Grikklandi, skv. frétt FT:

"The German government is urging “compulsory” hiring of outside experts to help collect taxes, fight corruption and privatise government assets in Greece in return for agreeing an overhauled bailout that would include two more years of EU aid for Athens." - "The measures would go further than ever before in asserting international control over Greek budgetary decision-making." - "The proposals, which EU officials said have support in France and the European Commission, would also require automatic, across-the-board spending cuts if Greece veered off the bailout’s revised deficit targets, according to a copy of the plan obtained by the FT."

Það er eins og það sé fleira en eitt uppkast í gangi, og báðum hefur verið lekið í fjölmiðla.

  • Hugmyndirnar sem FT birtir, virðast gefa til kynna að Grikkland verði sett í enn þrengri spennitreyju en áður.
  1. Hvernig Grikkir sjálfir myndu taka því, að "útlendingar" myndu sjá um innheimtu skatta -
  2. og sölu eigna ríkisins.
  • Tja, hætt við því að viðvera slíkra, geti magnað upp fylgi grískra "ný nasista."

Pólitísk umfjöllun í aðildarríkjum er ekki enn "formlega hafin" en mun hefjast nú á næstu dögum!

Það líklega munu líklega dúkka upp ný skilyrði, t.d. þegar málið fer fyrir þýska þingið!

Það eru því líklega enn nokkrar vikur í að málið sé fullklárað!

 

Niðurstaða

Áhugavert er að blaðamenn Der Spiegel, spáðu þessari útkomu í september: Why Merkel Wants To Keep Greece in Euro Zone: By Konstantin von Hammerstein, Christian Reiermann and Christoph Schult. En þessir ágætu menn, töldu að útkoma "þríeykisins" yrði pólitísk frekar en "fagleg" þ.e. vegna pólit. þrýstings myndi vera séð til þess, að niðurstaða hinna svokölluðu "fagaðila" yrði á þá leið, að Grikkland væri fært um að koma sér út úr kreppunni. Og greiða upp allar sínar skuldir.

Þetta er augljós fantasía, en líklega stenst allt þ.s. þessir ágætu blaðamenn sögðu, að í augum Merkelar væri það afskaplega mikilvægt að Grikkland væri enn innan evru, þegar kemur að þingkosningum í Þýskalandi í sept. 2013.

Fleira virðist lúta þessum sept. 2013 kosningum, þ.e. niðurstaða leiðtogafundarins sl. fimmtudag, bendir til þess að Merkel vilji fyrir alla muni forðast það að þurfa að leggja umtalsverðan kostnað á þýska skattgreiðendur fyrir þær kosningar.

Í tilviki Grikklands, sé hún að reikna út að það líti betur út fyrir hana, að það land sé enn innan evrunnar. Þannig gangi henni betur að verjast gagnrýni, um það að stefna hennar sé ógn við tilvist hins sameiginlega gjaldmiðils. 

Gefin verði út sú fantasía, að hið nýja gríska plan sé raunhæft - síðan verði kapp lagt á að láta hluti líta vel út.

Varðandi Spán, keppast þýsk stjv. við að halda því fram, að Spánn þurfi ekki björgun - að Spánn sé ekki í hættu, að aðgerðir þær sem ríkisstjórn Spánar sé að innleiða séu fullnægjandi.

Með öðrum orðum, virðist að ríkisstjórn Þýskalands - sé sjálf að leitast við að fresta því í lengstu lög, að Spánn óski formlega aðstoðar.

Allt vegna hagsmunamats tengt þörfum stjórnarflokks Þýskalands, í tengslum við nk. þingkosningar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband