Mikið verðfall á mörkuðum!

Þetta verðfall sem hefur orðið stendur ekki nema "óbeint" í samhengi við vandræði evrunnar. En þau vandræði hafa ekki gosið upp nú - eina ferðina enn. En líkur eru þó á, að um sé að ræða að einhverju verulegu leiti "hliðarverkan" þeirra vandræða.

  • En ástæða verðfalls, beggja vegna Atlantshafsins, einnig á mörkuðum í Asíu, er að fjöldi stórra fyrirtækja var að gefa út ársfjórðungsuppgjör. 
  • Og þau voru undir væntingum - bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Þetta er greinilegt kreppueinkenni - en megin ástæða hennar, eru vandræðin í Evrópu.

Þó það hafi verið tiltölulega kyrrt yfir evrukrýsunni allra síðustu mánuði, er það efnahagstjón sem af henni hefur hlotist, enn að skila sér í gegnum pípurnar.

Þar að auki er enn mjög umtalsverð óvissa um framhaldið, og sú óvissa heldur áfram að skaða, sjá t.d. áhugaverða lýsingur Der Spiegel á samskiptum stjórnvalda í Berlín og París, sem hafa víst ekki verið verri síðan a.m.k. á 6. áratugnum: 

Parallel Universes in Paris and Berlin Is the Franco-German Axis Kaput?

Það er meira að segja hugsanlegt, að augljós gagnkvæmur pirringur Hollande og Merkel á fundi leiðtoga aðildarríkja ESB sl. fimmtudag, eigi sinn þátt í verðfalli markaða undanfarinna 3. daga - en versnandi samskipti mikilvægustu leiðtogar evrusvæðis, boðar ekki gott fyrir lausnir á vanda evrunnar.

Skapar væntingar í þá átt, að vandræði Evrópu haldi áfram að toga niður heimshagkerfið, þar með framtíðartekjur helstu stórfyrirtækja.

European Stocks Decline to Seven-Week Low on Results

Dow Drops Most Since June Amid Disappointing Earnings

Stocks Tumble on Downbeat Earnings

Stocks Tumble, Oil Slides to Three-Month Low on Economy

Skemmtilegt krydd í tilveruna, var yfirlísing fjármálaráðherra Þýskalands, og aldrei þessu vant - er ég 100% sammála honum:

Euro Crisis Lull Schäuble Warns Worst Is Yet to Come

Það er ekki ólíklegt að aukinnar svartsýni um framhaldið hjá þeim sem eru að spá og spekúlera með verð hlutabréfa stórfyrirtækja, sé að hluta að rekja til hugsanlegrar aukinnar svartsýni um framhaldið á evursvæði - - eftir augljósan skort á samkomulagi á leiðtogafundinum á evrusvæði sl. fimmtudag.

Þó svo að RÚV hafi flutt mjög jákvæðar fréttir um útkomu þess fundar, sem af hafi mátt skilja að útkoma fundarins, hafi verið miklu mun jákvæðari - - en sú mynd sem blasir við er maður les erlenda fjölmiðla.

  • Málið er - - að framtíðarhagvaxtarhorfur í Evrópu og Bandaríkjunum eru afskaplega daprar.

Það er ekki bara vandræðum evrunnar að kenna að þær eru það - - en samfélög beggja vegna Atlantshafsins eru djúpt sokkin í skuldir eftir bankabólu sl. áratugar, en lakari hagvaxtarhorfur í Evrópu miðað við Bandaríkin, þó hagvaxtarhorfur í Bandaríkjunum séu þó ekki neitt stórfenglegar; þíða að lengri tíma mun taka fyrir samfélög Evrópu að hafa sig upp úr núverandi skuldavanda.

  • En til þess þarf hagvöxt- -það eru fá ef nokkur samfélög, hagsögulega séð, sem ná sér á strik úr skuldakreppu, samtímis og kreppa rýkir.
  • Yfirleitt er hagvöxtur forsenda þess, að sparnaðaraðgerðir skili árangri - og lækkun skulda í framhaldinu.

Þess vegna er það svo ógnvekjandi, hve hrikalega litlar líkur virðast á viðsnúningi til vaxtar í Evrópu, sérstaklega á evrusvæði.

Það þíðir að meiri líkindum en minni, að skuldakreppan að líkindum heldur áfram að ágerast - svo ég tek heilshugar undir með Wolfgang Schäuble, að það versta sé enn eftir.

 

Niðurstaða

Best að halda til haga að markaðir eru enn þrátt fyrir verulegt verðfall þ.s. af er þessari viku, hærra en þegar ástandið á evrusvæðis virtist sérdeilis dökkt í júlí. En verðfallið á WallStreet er það versta síðan í sl. júní. 

Í dag staðfesti einnig Seðlabanki Spánar að landið hefur verið í kreppu nú samfellt 3. ársfjórðunga. Og Mody's felldi lánshæfi 5 af héruðum Spánar þ.e. Katalóníu, Murcia, Andalucia,  Extremadura og Castilla La Mancha.

Ísland er þegar farið að finna fyrir kreppunni í Evrópu í því að fiskverð fara lækkandi, menn óttast í Noregi nú hrun á fiskmörkuðum, ekki síst vegna stóraukins framboðs á þorski ofan í vaxandi kreppu. 

Flest bendir til þess, að sagan haldi áfram með þeim hætti, að þó stefni í að evran hafi þetta ár af, þá verði 2013 ár enn stærri erfiðleika. En fókus verður áfram á lykilríkin Spán og Ítalíu, sem bæði eru í versnandi kreppu. Þau tvö verða að hafa það af, ef evran á að lifa af.

Ég reikna fastlega með dýpri kreppu á nk. ári en þetta ár, en þ.e. rökrétt afleiðing þess - að öll aðildarríki evru eru nú samtímis í niðurskurðaraðgerðum, ofan í samdrátt - sem nú nær yfir nærri öll aðildarhagkerfi evrusvæðis. Ekki öll, en þú eru nú mjög fá sem eru ofan við "0." Og fer fækkandi.

Sem væntanlega þíðir, að rökrétt - - ættu bréf frekar en hitt að lækka! Þ.e. hlutir fyrirtækja.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar Björn. Það er engin innistæða fyrir banka/verðbréfa-lottóinu.

Er ekki tímabært að koma þessum bröskurum í valda-græðgi-fíknimeðferð á Vog? Siðblindu-græðgi-sjúkdómur er mjög alvarlegur og hættulegur fyrir samfélagið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.10.2012 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband