22.10.2012 | 00:59
Tillaga að sanngjarnri málamiðlun um atkvæðavægi!
Kosningaúrslit helgarinnar ættu öllum að vera kunn - Nýjustu tölur í þjóðaratkvæðagreiðslu - þeir sem mættu á kjörstað samþykktu umvörpum tillögu Stjórnlagaráðs, sjá - Frumvarp til stjórnskipunarlaga - af einstökum spurningum er þó ljóst að deila um atkvæðavægi er greinileg, þegar farið er yfir úrslit eftir kjördæmum um þá spurningu.
Ákveðin hætta er á að þeir sem telja að "atkvæðavægi" skuli vera jafnt - - líti svo á að rétt sé að láta kné fylgja kviði, keyra málið í gegn.
Gallinn við slíka nálgun, er að það mun framkalla mjög örvæntingarfulla andstöðu, landsbyggðarmanna sem óttast, að meirihlutinn á SA-horninu, muni í framtíðinni keyra yfir þeirra hagsmuni.
Í stað þess að umræðan um Stjórnarskrármálið verði málefnaleg, getur hún í staðinn farið í sambærilegt örvæntingarfullt karp, og deilan um "icesave."
Tillaga að málamiðlun!
- Mín tillaga er að Alþingi komi saman í tveim deildum, önnur landskjörin en hin kjördæmakjörin.
- Flokkar bjóði fram landslista annars vegar og kjördæma-lista hins vegar.
- Flokkur megi ef hann kýs svo, bjóða aðeins fram annað hvort.
Einhverjir muna ef til vill að Alþingi áður fyrr kom saman í tveim þingdeildum, efri og neðri. Það var vegna þess, að lengi framanaf 20. öld var mismunandi kosningafyrirkomulag. En smám saman hvarf sá munur, eftir því sem tvímenningskjördæmi og einmennings, voru afnumin. Og mun stærri með hlutfallskosningarfyrirkomulagi voru tekin upp í staðinn.
Þegar það kom saman í tveim deildum, þá var það þannig að hvor deild tók hvert mál í 3 umræður. Síðari árin, voru seinni 3 eiginlega meir formsatriði en að miklum tíma væri í þær varið.
Það að auki þíddi, að sambærilega málefnanefndir sátu í báðum deildum. Í minni tillögu, mun að auki þurfa til "samstarfsnefnd" beggja deilda. Eins og í Bandaríkjaþingi.
- Ef Alþingi kemur aftur saman í tveim deildum skv. ofangreindri tillögu, þá aftur verða mál rædd í hvorri deild - - sem auðvitað þíðir að umfjöllun um mál tekur meiri tíma.
- Fræðilega getur það skilað því að meira sé vandað til mála, að síður sé verið að keyra mál í gegn lítt eða jafnvel nærri því alveg án umræðu.
- Með því að þingið sé skipað með þeim hætti sem tillaga mín gerir ráð fyrir, þá getur landsbyggðin áfram komið sínum málum að - a.m.k. í annarri deildinni.
- Meðan, að sjónarmið þéttbýlisins verða mjög ríkjandi í hinni.
- Samstarfsnefnd deildanna, jafnar síðan deilur - - ef upp koma.
Niðurstaða
Ég held að tillaga mín sé sanngjörn málamiðlun milli ítrustu sjónarmiða um jöfnun atkvæða og milli sjónarmiðsins sem vill viðhalda kjördæmafyrirkomulagi, og ójöfnu atkvæðavægi.
Það eru rök fyrir því, að ef Alþingi kemur saman í einni deild sem sé landskjörin, verði mjög hallað á "sérhagsmuni" landsbyggðarfólks.
Að auki má benda á, að kjör landsbyggðarfólks eru almennt ívið lægri en fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Það hallar að auki á byggð víða á landsbyggðinni.
Með öðrum orðum, það eru rök fyrir "extra" tillitsemi, á þeim grundvelli að landsbyggðin eigi undir högg að sækja, þurfi "vernd."
---------------------------
Með því að önnur deildin sé landskjörin, þá verða mál ekki að lögum. Nema, að sjónarmið séu jöfnuð. Þannig, að hvorugur hópurinn getur valtað yfir hinn.
Heldur, verður þá að leysa deilur með málamiðlunum.
En það ætti einmitt, að leiða smám saman til þess, að skilningur á þörfum hvors hópsins fyrir sig, ætti að vaxa hjá báðum hópum.
Ætti í reynd smám saman, að kveða þær deilur niður, leiða til sáttar milli aðila.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar Björn. Þetta fannst mér flókinn pistill. Kannski skil ég ekki hvað þú ert að ýja að, og kemst því ekki til botns í þessum pistli þínum.
Það er að mínu mati alvarlegt fyrir alla landsbúa og landshluta, að nálagt málin og ræða sig til réttlátrar niðurstöðu á þann óþroskaða hátt, að skipta þessari fámennu þjóð niður í stríðandi fylkingar flokka og deilda.
Það er einfaldlega úrelt og gagnslaus aðferð og umræðuhefð.
Nú þurfa allir að taka sig á, og viðurkenna að Ísland er uppbyggt og samansett samfélag, bæði af höfuðborgarbúum og dreifbýlisbúum.
Réttlætið er landamerkjalaust og ó-flokksbundið.
Hér á landi hefur í marga áratugi verið reynt að kynda undir ósamstöðu og illsku milli höfuðborgarbúa og landsbyggðarbúa. Það kemur ekkert gott né réttlátt út úr slíkum áróðursvinnubrögðum stjórnsýslu og einstaklinga.
Mér virðist sem sumir séu hreinlega gerðir út af einhverjum baktjaldaöflum, til að skapa sundrungu og skilningsleysi milli höfuðborgarbúa og landsbyggðarbúa. Þannig sundrung leiðir einungis til illinda og ó-samstöðu þjóðarinnar. Ekki nokkur Íslands-búi fær neitt annað en slæmt út úr þannig sundrungu.
Við verðum öll að ná okkur niður á raunhæfan og réttlátan rökræðugrundvöll, ef eitthvert réttlæti á að þrífast á Íslandi. Við verðum að standa að uppbyggingu siðaðs samfélags sjálf, og hér á landi.
Utan Íslands eru skattaskjól og banka-spilling, sem ekki þjónar hagsmunum nokkurs samfélags, hvorki hér á Íslandi, né annarsstaðar í veröldinni. Meðan slík bankamafíu-skattaskjól eru viðurkennd af heimsmafíunni, hlýtur að vera eina leiðin að hafa gjaldeyrishöft hér á skerinu. Sérstaklega á meðan ekki er búið að hreinsa til í embættis-bankamafíu-kerfinu stór-þjófótta.
Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi.
Það veit réttláta hugsjóna-baráttukonan Eva Joly. Hlustum á þá reynsluríku og góðu konu, sem ekki selur sínar réttlætis-hugsjónir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.10.2012 kl. 12:38
Þetta er allrar athygli vert Einar. Og margt til í því sem þú segir Anna Sigríður. Ég er hugsi yfir því sem sagt er vera jöfnun atkvæðisréttar. Er það það sama og jöfnun áhrifa, sem við erum öll sammála um að er gott. Kjördæmið mitt nær frá Suðurnesjum upp að Geysi, út í Vestmannaeyjar og austur á Höfn. Það er ekki auðvelt fyrir fólk í fullu starfi að bjóða sig fram til þings og kynna sig og sín málefni. Sá þarf að taka á honum stóra sínum. Kjósandinn á heldur ekki auðvelt með að ná tengslum við sína menn. Ég held líka að aðstæður fólks séu einsleitari í þéttbýlinu, með fullri virðingu. Enda fellur oftar í hlut þingmanna þessara kjördæma að sinna utanríkismálum, fjárhagsmálenum, menningarmálum o þ.h. Landsbyggðarþingmenn verða að verja miklum tíma í ferðalög ætli þeir að halda tengslum. Ég spyr því hvort bein tengsl eru á mili áhrifa og atkvæðisréttar.
Líka má benda á að kjósandinn á höfuðborgarsvæðinu getur komið við í þinginu og hitt þingmanninn sinn eða á kaffihúsi eftir vinnu. Hann á líka auðvelt með að ná í þingmenn annarra kjördæma á þennan hátt, nokkuð sem við hér látum okkur ekki dreyma um.
Elvar Eyvindsson, 22.10.2012 kl. 20:56
Elvar - það mætti vel hugsa sér að minnka kjördæmin í þessu samhengi. Valkostur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.10.2012 kl. 21:58
Anna - ég er sammála því, að Íslendingar eru eitt fólk. Ef við getum séð það, þá er skynsöm málamiðlun möguleg. En ég er hræddur um að, hún verði erfið v. þessa mikla áróðurs sem þú vísar til. Það fara stórir hópar um netið, fara mikinn, og menn eru fljótt stimplaðir er þeir eru ekki með "réttu" skoðunina. Þ.e. ákveðin óbilgjörn "réttsýni" sem er í gangi sem er hugmyndafræðilegs eðlis. Slíkt er alltaf erfitt að glíma við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.10.2012 kl. 22:03
Já það væri mun auðveldara að sætta sig við jöfnunina ef að menn væru með minna svæði til yfirferðar. Er ekki frá því að einmenningskjördæmi þar sem hver þingmaður hefur 6000 atkv gæti verið í lagi. Eða 3000 og rest kæmi síðan af landslista. En það væri áhugavert að geta kosið slíka líka. Svo verðum við að muna að þjóðaratkvæði eiga efitr að verða meira notuð og þá eru allir jafnir. Það ætti líka að vera málamiðlun.
Elvar Eyvindsson, 22.10.2012 kl. 22:27
Nákvæmlega, minni kjördæmi vs. landslisti vs. þjóðaratkv. verða auðveld í framkv. Þ.e. þ.s. mig grunar, að með þessum hætti væri að ljúka þessari áratugagömlu deilu í eitt skipti fyrir öll.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.10.2012 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning