Hver væri tilgangur Seðlabanka með vaxtahækkun?

Í Morgunblaðinu laugardag 20.10 var viðtal við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ, þ.s. hann segir:

"Ef Seðlabankinn ætlar að halda áfram að hækka vexti þá sekkur bara hagkerfið. Við getum ekki gert þetta. Þá verður bara farið inn í aðra veltu. Ef við reynum að fara þessa leið með háum vöxtum, sem hvork fyrirtæki, heimili né ríkissjóður geta ráðið við hlýtir það að enda með einhverjum ósköpum."

Auk þessa komu fram eftirfarandi ummæli:

  • "Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SA, segir félagmenn telja óvissuna í efnahagsmálum meiri en á sama tíma í fyrra."
  • "Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, hefur áhyggjur af því að sum fyrirtæki bregðist við umsaminni launahækkun 1. febrúar nk. með verðhækkunum eða uppsögnum."
  • "Ólafur Garðarsson, formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna, telur einsýnt að verðbólgan muni auka á skuldavanda margra heimila."

Tilefnið er spá innlendra fjármálasérfræðinga, að Seðlabankinn muni næst hækka vexti, þegar næst kemur að vaxtaákvörðun. 

 

Sannleikurinn er að tal stjórnvalda sl. sumar um gríðarlegan efnahagsárangur - var ekkert annað en, LÝÐSSKRUM!

Þegar ég skoða gögn sem til staðar eru á vef Seðlabanka Íslands, kemur fram eftirfarandi:

Greiðslujöfnuður við útlönd

2. ársfjórðungur 2012

Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 49,6 ma.kr. á ársfjórðungnum samanborið við 47,1 ma.kr. fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 12,8 ma.kr. og 12 ma.kr. á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 74,4 ma.kr. Viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var óhagstæður um 14 ma.kr. samanborið við 16,7 ma.kr. fjórðunginn á undan.

Halli á þáttatekjum er eins og áður að miklu leyti vegna innlánsstofnana í slitameðferð. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 28,7 ma.kr. og tekjur voru neikvæðar um 7 ma.kr. Neikvæðar tekjur má rekja til neikvæðrar endurfjárfestingar í erlendum félögum en tap varð á rekstrinum á fjórðungnum. Neikvæð áhrif innlánsstofnana í slitameðferð á þáttatekjujöfnuð nema 35,7 ma.kr. Jöfnuður þáttatekna án áhrifa þeirra er því óhagstæður um 38,7 ma.kr.

Tölurnar í rauða hlutanum, eru lykilgögn - - en þær segja að viðskiptajöfnuður landsmanna, sé NEIKVÆÐUR. En þegar tekið er tillit til "þáttatekna" með þessum hætti, er gert ráð fyrir kostnaði af erlendum skuldum þjóðarbúsins, sem gefur raunverulega stöðu gagnvart útlöndum.

Jöfnuðurinn með tilliti til kostnaðar af erlendum skuldbindingum, hefur verið neikvæður bæði 1. og 2. ársfjórðung.

Þetta gengur augljóslega ekki!

Stjv. virðast hafa verið að spila þann leik á þessu ári, að "hífa tímabundið upp lífskjör" þó svo það sé gert með "ósjálfbærum hætti" sem kemur ekki til með að standast.

Á sama tíma, gekk yfir okkur áróðurinn - - um góðan árangur stjv.

Samtímis, hélt Stefán Ólafsson, hverja hómílíuna á Eyjunni, þ.s. hann fullyrti að lífskjör væru nærri því komin aftur til baka, að stöðunni fyrir hrun.

Þetta væri árangur ríkisstjórnarinnar.

En tölurnar um viðskiptajöfnuðinn segja aðra sögu - - nefnilega, að þetta ár séum við að lifa um efni fram.

 

Hver væri hugsanlegur tilgangur vaxtahækkunar?

Það áhugaverða er að það er rétt hjá Gylfa, að slík hækkun mun lækka lífskjör.

En það getur nákvæmlega verið tilgangurinn með hækkuninni.

Því þá minnkar innflutningur - - viðskiptajöfnuðurinn nær kannski aftur niður á a.m.k. "0" í stað þess að vera í mínus.

Seðlabankinn mun þó líklega segja hana vera aðgerð - gegn verðbólgu.

Mun ekki segja ríkisstjórninni, að hann sé að slá á "puttana á henni" með því, að taka niður þau "gerfilífskjör" sem hún hefur verið að búa til á árinu, til að skapa sér fylgi.

Líklega var von hennar, að halda þeim dampi fram yfir Alþingiskosningar.

Það gengur augljóslega ekki að vera með neikvæðan jöfnuð!

Það mun leiða okkur í þrot!

 

Niðurstaða

Lýðsskrum ríkisstjórnarinnar, um stórfelldan árangur í endurreisn lífskjara virðist vera að afhjúpast þessa mánuði. Það væntanlega mun koma stjórnarandstöðunni vel, þegar kemur að næstu Alþingiskosningum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það á að efnema höft sem fyrsti (og banna fjármagsnseigendur að taka allt sitt fé út) Höftin er böl... ég held að það erkmið á það leverl að það á að afnema höftin svo fók getur borgað með sínum peningum.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.10.2012 kl. 05:32

2 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Viðskiptajöfnuðurinn er jákvæður. Það þarf að rýna betur í tölurnar frá Seðlabankanum til þess að átta sig á því. Inni í þessum tölum sem þú ert að vísa í er til dæmis ekki ekki tekið tillit til vaxtakostnaðar Actavis.

Actavís skuldar um 1000 milljarða en fjármagnar ekki vaxtagreiðslur í gegnum Íslenskt hagkerfi. Það er því hægt að taka þær tölur út svipað og gert er með þrotabú bankanna.

Það þarf ekki að hækka vexi meðan gjaldeyrishöftin eru á. Ef höftin væru tekin af þyrfti að hækka vexti til þess að reyna að hindra að krónur flæddu út. Þá værum við komnir í sama ástand og fyrir hrun.

Sleggjan hér fyrir ofan vill afnema höftin sem fyrst en banna fjármagnseigendum að taka fé sitt út. Höftin eru einmitt til þess að hindra það. Ef þú afnemur höftin geturu ekki bannað eitt eða neitt.

Þórhallur Kristjánsson, 21.10.2012 kl. 12:56

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gerði Björgólfur ekki upp við Deutche Bank á árinu, seldi sig út fékk skuld sína fellda niður á móti að megni til?

Ég held að það myndi ekki virka að hækka vexti, til að reyna að halda inni fé. Það myndi líklega ekki takast v. þess, hve mikið bælandi fyrir hagkerfið þeir myndu verða - fé gæti flætt enn hraðar út ef e-h er.

Þess í stað þurfi fyrst að undirbyggja hagerfið, búa til traust á að það ráði við ytri skuldbindingar. Það sé leiðin til að halda fjármagninu inni, þegar höft eru losuð.

Ég er þá að meina að líklega séu þau ekki tekin af fyrr en v. lok næsta kjörtímabils. Þetta tímabil, sé glataður tími.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.10.2012 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband