Enn einn gagnslaus leiðtogafundur aðildarríkja ESB

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með undirbúningnum undir fundinn sem fór fram á fimmtudag. En þjóðverjar komu fram með tillögur, sem lutu að því að gera framkvæmdastjóra efnahagsmála innan Framkvæmdastjórnar ESB eins sjálfstæðann, og framkvæmdastjóri samkeppnismála er í dag, sjá útlistun Der Spiegel á hugmyndum Wolfgang Schäuble: Germany's Schäuble Presents Master Plan for Euro. En þær hugmyndir gerðu ráð fyrir því að sá Framkvæmdastjóri hefði yfirumsjón með fjárlögum allra aðildarríkjanna, og hefði "neitunarvald" ef honum huggnaðist ekki viðkomandi fjárlög. Það kom síðan vel fram í viðtali við forseta Frakklands í Guardian: Hollande fires warning shot at Merkel að þá hafnar François Hollande mjög skilmerkilega þeim tillögum. Segir þær ótímabærar, hvet fólk til að lesa frásögn Guardian af viðtalinu. Hann hafnar þeim ekki um alla framtíð, en segir að aðrir hlutir þarfnist agreiðslu fyrst.

Þetta virðist einnig hafa komið í ljós á leiðtogafundinum, að þessar hugmyndir þjóðverja voru ekki teknar á dagskrá, heldur skv. fréttum snerist hann nær eingöngu um eina deilu - - sameiginlegt bankaeftirlit.

Divisions deepen over banking union

EU Leaders Commit to Bank Supervisor Design by Year End

Niðurstaða fundarins virðist hafa verið - að íta málum áfram, en engin mál virðast hafa verið leyst, deilurnar hið minnsta jafn harðar og áður um helstu megin atriði.

 

Fyrst um deilu Frakka og Þjóðverja!

"The two sides reached an ambiguous compromise during the first evening of the summit, agreeing to finalise legislation on the banking supervisor by the end of the year, but leaving the timetable for its start-up undecided."

En ræða Merkelar á þýska þinginu rétt fyrir ráðstefnuna vakti athygli: "But she made clear in a speech to the Bundestag in Berlin that a new supervision system must be given time to prove effective before taking the next key step of allowing direct recapitalisation of struggling banks by the eurozone’s new rescue fund." -“I want to say very clearly: merely agreeing on the legal procedure for banking supervision is not enough,” she said."

Þessi deila snýst um það, hvenær hinn nýji björgunarsjóður getur farið að veita lán beint til banka innan ríkja í vandræðum - - án þess að ríkissjóðir þeirra landa taki ábyrgð á þeirri lánveitingu.

En fj. hagfræðinga telja það mjög mikilvægt að brjóta upp tenginguna milli vandræða bankastofnana og skuldastöðu einstakra aðildarríkja sem í dag bera ábyrgð á ílla stöddum bönkum, en vitað er að geta það í reynd ekki. 

Það þíðir auðvitað að einhver verulegur kostnaður getur lent á "ESM" og það væntanlega stendur í þjóðverjum - - þess vegna er Merkel að íta málinu á undan, með því að segja að ný stofnun verði fyrst að fá að sanna sig, áður en til greina komi að opna á slíkar heimildir.

Það virðist ljóst að á leiðtogafundinum hafi staðið stálinn sinn um þetta atriði! 

En Frakkar eðlilega eru áhyggjufullir, því þeir vita sjálfir að ef vandræði Spánar leysast ekki, og þau vandræði leiða til frekari vandræða á Ítalíu - - þá gætu þau vandræði fyrir rest borist til Frakklands.

En Frakkland er í reynd ekki svo mikið betur statt sjálft en hint tvö löndin!

Þess vegna hefur forseti Frakklands í reynd myndað bandalag með þessum tveim ríkjum!

Merkel stendur þarna á móti þeirri þrenningu þ.e. Hollande, Monti og Rajoy.

Niðurstaða - þessari deilu skotið á frest fram yfir áramót!

 

Krafa ríkjanna sem standa utan evru en vilja aðild að sameiginlegu bankaeftirliti!

Áhugaverð ummæli forsætisráðherra tékklands: “If the banking union was to be approved in the presented form, we would certainly veto it,” said Petr Necas, the Czech prime minister.

Þetta er mjög skýr hótun! 

Ég reikna með því að forsætisráðherrar Póllands, Ungverjalands og Svíþjóðar séu sama sinnis.

Krafa þessara ríkja er að fá sama rétt til áhrifa innan þessa nýja embættis, og aðildarþjóðir evru.

Skv. lögfræðiáliti ráðgjafastofu Framkvæmdastjórnarinnar, þá er ekki mögulegt skv. núverandi fyrirliggjandi tillögum, að veita þessum ríkjum slíkann sess er þau krefjast.

Skv. ályktun fundarins - - á sennilega að leysa þessa deilu a.m.k. fyrir nk. áramót, sbr. loforð Merkelar og Hollande, að niðurstaðan um þau lög sem eiga að gilda um hið nýja embætti, skuli samin fyrir árslok.

Það verður áhugavert að sjá, hvað kemur úr því. En ef á að mæta kröfum landanna 4 utan við evru, er erfitt að sjá að nokkuð minna dugi en viðbót við sáttmála sambandsins.

En skv. lögfræðiálitinu, þá einfaldlega er ekki mögulegt að veita þeim þjóðum þann jafna sess, ef embættið er stofnað innan Seðlabanka Evrópu, þá þarf annaðhvort að breyta ákvæðum sáttmála ESB um Seðlabanka Evrópu, eða að búa til nýja stofnun utan um þessa starfsemi, sem þá myndi einnig fela í sér ný ákvæði inn í sáttmála sambandsins.

Þetta á ekki eftir að vera auðvelt úrlausnar!

  1. Hvorki deilan við löndin utan evru.
  2. Né deilan við Þjóðverja, sem verjast því af miklum móð að kostnaður falli á þýska skattgreiðendur!

 

Niðurstaða

Það er ekki gott hve tregir Þjóðverjar eru til að samþykkja kostnaðarsamar aðgerðir. En ef evran á að lifa af, þá mun það kosta - og ekki bara kosta, heldur kosta mjög, mjög mikið.

Því má ekki gleyma að fall evrunnar mun kosta þjóðverja mjög mikið sbr. áhugaverða greiningu þýskrar stofnunar sem fram kom í gær: Bertelsmann Foundation warns of extensive domino effects.

Skiljanlega hryllir aðilum við, en vandinn varðandi víxlverkan milli vandræða banka og skuldavandræða ríkja, er sennilega hættulegasti einstaki neikvæði hrynjandinn á evrusvæði. Það myndi minnka mjög mikið hættuna á falli evrunnar, ef það myndi takast að rjúfa þann vítahring.

En það verður ekki gert, nema að betur settu þjóðirnar samþykki, að taka að verulegu leiti á sig kostnað af bankaendurfjármögnun í löndum S-Evr.

----------------------------

Hið minnsta, er eitt algerlega öruggt!

Að Spánn getur ekki samtímis lækkað opinberar skuldir - - og borið ábyrgð á endurfjármögnun spænskra bankastofnana.

Annað hvort markmiðið verður að láta undan - - þ.e. ef ríkisstj. Spánar á að vera mögulegt, að uppfylla kröfur Brussel varðandi markmið í skuldalækkun í framtíðinni, þá þarf einhver annar að taka að sér að tryggja spænskum fjármálastofnunum fjármögnun.

Um það snerist samkomulagið frá því í sumar - - sem Þjóðverjar virðast vera að leitast við að snú sig út úr.

Ef Þjóðverjar eru ekki til í þetta - - sem mig sterklega grunar. 

Þá verður hitt markmiðið að láta undan - - þ.e. ríkissjóður Spánar verður þá fá að auka skuldir sínar, þess vegna upp í 120-150%. Þ.e. feta vegferð Japans, sem kom í veg fyrir algera bráðnun eigins hagkerfis, með því að ríkið viðhélt um árabil miklum hallarekstri.

Tja, ef menn ætla samt að gera þær kröfur að ríkissjóður Spánar stefni að skuldalækkun, þá kemur að einhverskonar uppgjöri - - því það ástand getur ekki gengið upp.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Enn og aftur takk fyrir Einar.

Það má minna á að það er aðeins ein ástæða fyrir því að Japanir geta skuldað svona mikið, og hún er sú að skuld þeirra er að meginhluta í innlendri mynt enda Japanir með mikinn afgang af utanríkisviðskiptum.

Útstreymi fjár í gegnum ríkissjóð hefur því verið eitt form af dulinni gengislækkun til að halda atvinnulífinu gangandi.   Áður höfðu Japanir leyst hágengisvandann með því að úthýsa atvinnugreinum og þróa nýjar með meiri virðisauka.  En sú stefna er komin að endamörkum, þeir eru á toppnum og komast ekki ofar.

Spánn hinsvegar skuldar í erlendri mynt, evrunni, og getur því ekki skuldað 120-150% af þjóðarframleiðslu svo eitthvað hlýtur að láta undan.

Sem er evran.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.10.2012 kl. 08:10

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt í því, ef ECB kaupir líklega eignast hann megnið af skuldum Spánar. Fræðilega, getur hann ákveðið að kaupa gegn lágum vöxtum í töluverðan tíma, síðan fræðilega má ímynda sér að því fé sé skuldbreytt í t.d. 100 ára lán. Bretar hafa þrisvar gefið út 100 ára skuldabréf síðan á 18. öld. Slíkt myndi þó krefjast þess, að breytt væri lögum um ECB svo ECB væri heimilað að "fjármagna ríki" en í dag hafna t.d. stjórnendur ECB algerlega því aað framlengja skuldir Grikklands í þeirra eigu á hagstæðari kjörum - - á þeim grundvelli að ECB sé ekki heimilt að fjármagna ríki. Þó hefur ECB boðið eitt og annað sbr. kauptilboð í reynd til Spánar og kannski Ítalíu einnig. En eitthverskonar form eftirgjafar skulda er greinilega óásættanlegt í augum stjórnenda hans.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2012 kl. 11:01

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Merkel er sigurvegari þessa leiðtogafundar, lesið þetta:

Merkel wins major victory over Hollande

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2012 kl. 15:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Er það trúlegt og hvað þá um þessa frægu mismunarreglu, hvernig er hægt að skera einn ríkissjóð úr snörunni og skilja aðra eftir??

Og hvað verður eftir af evrunni ef heilu hagkerfin eru prentuð út úr skuldadæminu???

Geta Þjóðverjar notað hana svona útþynnta???

Og hvað með frjálsu fjármagnsflutningana, hætta þeir til Þýskalands þó skuldum Spánar verði komið á vitrænt plan??  Er það ekki sjálfsbjargarhvöt þeirra sem eiga peningalegar eignir eða geta komið föstum eignum sínum í peninga, að koma þeim í öruggt skjól???  Því varla treysta menn á að orð leysi vandann???

Þetta eru svo margar spurningar Einar, og þess vegna er bloggið þitt óendanlegur fróðleikur fyrir þá sem vilja fylgjast með og átta sig á hvað er að gerast í raun.

Ekki vita íslensku Evrópusérfræðingarnir það, ekki kemur orð af viti frá hagfræðingum HÍ, og ekki örlar á vitrænni umfjöllun hjá Ruv, Silfrinu til dæmis.

Takk enn og aftur og ef þú átt einhver svör við einhverjum af spurningum mínum, þá væri það vel þegið að fá komment á þær.  

En þær munu örugglega dúkka upp í einhverri mynd í næstu pistlum þínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.10.2012 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband