16.10.2012 | 00:44
Bretland að sigla út úr ESB?
Ríkisstjórn Bretlands hefur tekið sína fyrstu ákvörðun, þegar kemur að því að "endurheimta vald" sem hefur verið fært til sameiginlegra stofnana. Þetta kemur á sama tíma, og stofnanir ESB eru að móta hugmyndir um stórfellda dýpkun "samstarfsins um evru" - í reynd virðist að hugmyndir séu uppi um að búa til nýtt samband inni í sambandinu.
Ég held að, slíkt geti ekki staðist til lengdar.
En þjóðirnar sem ekki taka þá ákvörðun að taka þátt í þeim samruna, verða þá í vissum skilningi útundan.
Sem getur verið gott eða slæmt, eftir því hvernig litið er á það.
Það sem ég á við, er að líkleg útkoma sé - ef evrusvæði tekst að mynda þann mun þéttari kjarna sem menn dreymir um, þá líklega flosni núverandi Evrópusamband upp.
Eftir verði kjarninn innan evru - sem ekki er einu sinni víst að innihaldi öll núverandi aðildarríki evru.
Stór spurning er þá - hve stór sá kjarni verður, en þ.e. unnt að ímynda sér hann bæði með eða án S-Evr.?
Fleiri fræðilegir möguleikar, eru að einhver landanna sem nú tilheyra ekki evrunni, ákveði að fara inn í púkkið - sætta sig við það sennilega stóra viðbótar fullveldis afsal, jafnvel endanlegt fullveldisafsal, sem það myndi þíða.
Der Spiegel - Britain Losing Allegiance to the EU
FT - Planned justice opt-out sets stage for EU battle
FT - British justice and European courts
Þetta segir FT:
The British government took the first step in its strategy of disengagement from the European Union when it said it would exercise its block opt-out from co-operation on justice and home affairs.
Þetta segir Spiegel:
"In a closed-door meeting with European Commission President José Manuel Durão Barroso in Bonn last Thursday, Merkel explained her proposal to develop a separate budget for the euro zone. Her advisors envision that the money will be earmarked for targeted measures to promote growth in euro-zone countries. If Merkel's idea prevails, it will be a reflection, in terms of fiscal policy, that there are now two European communities under the umbrella of the EU."
Bretar ákveða að yfirgefa samstarfið á sviði "justice of home affairs!"
Áhugavert að þeir velja að skera á þetta tiltekna svið, það þíðir m.a. að þeir stíga út úr svokölluðum "European arrest warrant" þ.e. að geta gefið út handtökuskipun í Bretlandi, sem gildir innan ESB.
Í reynd skyld hugsun því, að fyrirtæki fái heimild til að starfa innan alls svæðisins, með því að hafa heimild til starfsemi í landi sem tilheyrir svæðinu.
Það væntanlega þíðir einnig að klippt er á aðgang að sameiginlegu gagnasafni sem komið hefur verið upp í samstarfi lögregluyfirvalda í Evrópusambandinu, eða það kemur í ljós akkúrat hvað þetta þíðir seinna.
En í kjölfarið á þessu, þurfa bresk stjv. að semja við stofnanir ESB og aðildarríki, að fá til baka það vald, sem Bretland vill endurheimta.
Framkvæmdastjórnin, myndi þá lögformlega flytja samkomulag sem tillögu, svo þingið og Ráðherraráðið geti tekið hana til formlegrar afgreiðslu.
Þetta sjálfsagt á eftir að þvælast inn í önnur mál, en Bretar hafa eitthvað svigrúm - vegna þess að þeir hafa neitunarvald.
Það kemur til af því, að enn gildir um breytingar á sáttmálum eða gerð nýrra, að ef breyting eða nýr sáttmáli skal verða hluti af lagasafni ESB, verða öll ríkin að samþykkja.
Eins og fram kemur í umfjöllun Der Spiegel - - þá hefur Angela Merkel áhuga á að gera breytingu, sem einmitt þarf til samþykki allra ríkja, ekki bara evru 17, heldur ESB 27.
Og það eru margar breytingar framundan, sem þarfnast samþykkis allra.
- Auðvitað er fræðilega mögulegt, að farið sé sama leiðin og þegar svokallaður "Stöðugleika Sáttmáli" var samþykktur, að hann var það einungis af 25 af 27 aðildarríkjum.
- Sem þíðir, að hann er ekki lögformlega hluti af sáttmálum ESB.
- Ef þ.e. gert með nýja sáttmála sem lúta að dýpkun samstarfsins um evru, þá yrði um alveg nýtt samband að ræða, utan um evruna.
- Þ.s. ríki utan evru væru þá ekki meðlimir að því, nema þau myndu kjósa að taka þátt í allri þeirri dýpkun sem þá stendur til.
- Þá getur það farið þannig, að aðildarríki evru þannig séð "ræni evrunni" sem í dag lögformlega tilheyrir ESB.
- Taki hana yfir með öðrum orðum, ég á mjög erfitt með að sjá að ESB myndi lifa slíkt af.
Evruhópurinn, væri þá orðinn að svo ríkjandi hóp innan ESB, tæki í reynd allar ákvarðanir - - nema að löndin utan evru beiti stöðugt "neitunarvaldi" að því marki sem þau geta.
Sem líklega myndi þíða, að "sáttmálum" sem tilheyra evruhópnum eingöngu myndi fjölga stöðugt.
Slíka þróun get ég einungis séð enda með "endalokum ESB" þó sú endalok, séu ekki ósigur fyrir þá sýn á samruna Evrópu sem fyrstu frumkvöðlarnir fóru af stað með á 6. áratugnum. Þvert á móti væri það sigur þeirra sýnar - að hið nýja samband sem tæki evruna að sér, myndaði hugsanlega hin nýju Bandaríki Evrópu; sem menn dreyma nú um að gera að veruleika.
Þau geta heitið "United States of Europe" eða "USE."
Niðurstaða
Hraðinn á þróuninni er að aukast stórfellt innan Evrópu, þ.e. að einn hópurinn þétti samstarfið, meðan að annar líklega standi eftir. Ég sé ekki fyrir mér að svokallað "tveggja stiga ESB" geti gengið upp. Ég á ekki von á, að samstaða náist ekki milli ríkjanna utan evru, og kjarnans innan evru 17. Þannig, að vegferð kjarnans muni leið til þess - - að leiðir muni skilja.
Hvað gerist svo? Ég ætla að veðja á að myndað verði nýtt frýverslunarsvæði í nánum tengslum við hin nýju Bandaríki Evrópu. En þó ekki þannig eins og EES, að þar sé sjálfvirk tilfærsla á reglugerðum.
Þetta er þá sviðsmynd 1. - - önnur getur verið líklegri, þ.e. sviðsmynd 2. Það er, að þetta samrunaferli mistakist, og evran falli innan næstu tveggja ára.
Þá myndi koma afturkippur í samrunaferlið, ekkert yrði af svokölluðu Evrópuríki, jafnvel er það hugsanlegt að í því tilviki myndi ESB einnig taka enda, en í þetta sinn án þess að við taki annað nánara samstarf eða ríki. Þá myndi taka við allt önnur framtíð!
Þetta verður allt að koma í ljós!
----------------------------------
Ps: Áhugaverð frétt Der Spiegel - - bæti inn í rest, en Wolfgang Schäuble var staddur í Singapore, með betliskál við hönd - - leitast við að sannfæra Asíuþjóðir, um að kaupa ríkisbréf aðildarríkja evru í vanda. Ég fastlega reikna með að hann hafi fengið mjög kurteislega orðuð "nei."
Áhugavert að sjá háttsetta framámenn ríkja ESB, fara um heiminn betlandi peninga.
German Finance Minister Rules Out Greek Euro Exit
----------------------------------
Ps2: Áhugaverð ummæli, sem mér fannst ég verða að koma að, einnig í restina:
" Klaas Knot, policymaker at the European Central Bank...if states achieved their targets, issuing common eurozone bonds could be "a serious option", but added: " ...given how remote we still are from the 60% debt target, this will likely be a matter of decades rather than years.""
Þetta er fyrsta sinn sem ég sé svo háttsettann aðila viðureknna að aðildarlönd evrusvæðis - séu komin í langvarandi skuldavanda!
- Ég hef sagt að líklegasta framtíð "nýs sameinaðs ríkis" sé japanskt ástand!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst þér virkilega líklegt að Bretland sé að ganga úr Evrópusambandinu?
Bretar hafa ekki verið með í Schengen samstarfinu og hafa einnig verið hikandi í öðru samstarfi hvað varðar löggæslu og hugsanlega með réttu.
Eftir að hafa fylgst mjög vel með þýskum fréttum undanfarin ár, en öfugt við fréttaflutning hér á landi en þar í landi einnig skýrt vel frá gangi mála í Frakklandi, Ítalíu og víðar í Evrópu, er ég þeirrar skoðunar að Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir og Spánverjar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga evrunni og máttur þessara ríkja er mikill. Fall evrunnar hefði gífurlegar afleiðingar í Bandaríkjunum, Kína og víðar í Asíu, Rússlandi, Indlandi og víðar og þessi ríki yrðu því einnig tilbúin með björgunarpakka ef þurfa þykir. Ég sé nú ekki Asíuríki hafna því að aðstoða við björgun evrunnar og tíminn mun leiða sannleikann í ljós.
Hér er því aðeins um hræðsluáróður "a la Heimssýn" að ræða á bloggi Morgunblaðsins, sem haldið er uppi af ríkum útgerðarmönnum er vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir ESB aðild og eru til að kosta til þess milljörðum árlega.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.10.2012 kl. 01:36
Já, mér finnst það ekki ótrúlegt. Bretar eru það mikið andvígir þeirri vegferð sem sambandið er á þessa stundina. Geta alls ekki hugsað sér að taka þátt. Ég er meira að segja nokkuð viss, að ef þeir fá ekki fullnægjandi undanþágur - á sama tíma að draga til sín þau "völd" sem þeir vilja ná til sín á ný. Þá séu þeir á leið út - virkilega.
Guðbjörn - slepptu því að veifa orðinu "hræðsluáróður." Þú viðurkennir sjálfur með orðalagi þínu "að tilteknar þjóðir ætli sér að gera allt sem þær geta til að bjarga evrunni" að hún sé virkilega í hættu. Ég er sammála því að fall hennar myndi skapa mikið efnahagsáfall - í reynd væri það líklega langsamlega stærsti einstaki fjármálaatburður heimssögunnar. Afleiðingar væri ófyrirsjáanlegar - - þess vegna hef ég einmitt lagt til, að ríki sambandsins taki hana niður í fullu skipulagi og í fullri sátt. Hún sé ekki áhættunnar virði. Það sé mjög vel gerlegt, að afnema hana án þess að það valdi mjög miklum boðaföllum, og þá verður ekkert ríkjanna gjaldþrota, ekki eitt einasta af þeim - ef þeirri leið að afnámi hennar er fylgt sem ég tel skynsamlegast, samtímis er hnattrænum boðaföllum forðað. Sjá tillögu um björguna ESB með því að afnema evru skipulega og í fullu samkomulagi:
Einföld lausn á skuldavanda aðildarríkja evru! Friður í Evrópu tryggður áfram!
Það auðvitað tryggir frið áfram, að með þessum hætti sé því forðað, að dæmið kollsteypist að líkindum sem eru óþægilega mikil, með svo harkalegum hætti að líklega hefði ESB það ekki af heldur.
En hættan á ófriðarbáli er augljós, þ.e. ef eins og mig grunar, er að þú hafir rétt fyrir þér að evrulöndin muni leitast við að bjarga henni, hvað sem á gengur. En þá mun kreppan halda áfram að versna - sem þíðir, að efnahagsástand í S-Evr. heldur áfram að versna.
----------------------
Vandinn v. þýska fjölmiðla, er að innan Þýskalands rýkir "röng hagfræði" sem nýtur meirihlutastuðnings. Að auki er sú sýn á vanda evrusvæðis, sem er mjög áberandi innan Þýskaland, röng í höfuðdráttum.
Ástæða vanda evrunnar, er að hluta til Þýskalandi sjálfu að kenna, sem er akkúrat ástæða þess að þjóðverjar vilja ekki sjá mál í réttu ljósi, en þá yrðu þeir að viðurkenna að sökin er að hluta þeirra - þ.e. vegna viðskipaafgangs þeirra í gegnum árin v. löndin í S-Evr.
Þ.s. hefur gerst, hefur nefnilega gerst margsinnis áður, þ.e. að innan fastgengisfyrirkomulags, þá lendi lönd í vandræðum sem enda í viðskiptahalla við lönd innan sama samstarfs, sem vegnar betur.
Það eru alltaf löndin með viðskiptahalla, sem enda í vanda því þau safna skuldum, á móti eru vanalega löndin með viðskiptaafgang við þau sömu, í hlutverki lánveitenda og síðan innheimtumanna.
En klassíkst vilja löndin sem eiga skuldirnar alltaf fá greitt - þ.e. nefnilega svo, að mál eru að þróast í nærri nákvæmri endurtekningu sögunnar frá 4. áratugnum. Nefna mætti flr. dæmi, en þetta "creditor / debtor" samband hefur gerst í flr. tilvikum.
Á 4. áratugnum var Þýskal. Spánn - Frakkl. var Þýskaland, sem átti skuldir og vildi fá þær til baka. Frakkar gengu þá of harkalega fram, og uppskáru fyrir rest að öfgamenn komust til valda í Þýskalandi. En þeir höfnuðu tillögu Breta og Bandar. að afskrifa skuldir Þýskal. Áhugavert, að Bretar leggja mjög sambærilegt til í dag - - og enn sem áður er ekkert á það hlustað af meginlandsríkjunum, sem aldrei virðast geta lært af sögunni. Skammsýnin er órtrúleg.
Þ.e. nefnilega hættan, að þegar S-Evr. er keyrð niður, því löndin sem eiga skuldirnar eru of treg til að afskrifa þ.s. aldrei verður endurgreitt, að þá komist vandræðalið til valda í kjölfar örvæntingarfullra uppreisna almennings, gegn ríkjandi stefnu. Jafnvel borgarastyrrjaldir eru ekki óhugsandi, sbr. spennu sem er farin að myndast á Spáni milli héraða og miðstjórnarvalds.
Því miður magnast sú hætta, því lengur sem löndin stritast við að halda því uppi, sem bersýnilega er ekki að virka.
Ef þetta blessaða fólk virkilega vill Evr. vel, ætti það að taka evruna niður sem fyrst, undir fullri stjórn, nokkurn veginn með þeim hætti sem ég nefni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2012 kl. 05:01
Framtíðin er sú, að Frakkland og Þýskaland munu verða kjarni hins innra sambands Evrópu. Bretland er með í EU, fyrst og fremst til að hindra þessa þróun, en ekki til þess að vera meðlimir í Evrópu sambandinu. Þetta hefur alltaf verið deginum ljósara í raun og veru.
Hvað varðar Evruna, Kína og Bandaríkin. Þá hefur Evrópa verið að grotna niður undanfarin ár, vegna þess að þeir eru alltof mikið í þessu. Það sem hófst í bandaríkjunum á sínum tíma, á borð við Wall Street, og var fyrst og fremst ætlað til að geta dreift nauðsynjum á þann hátt að þær næðu fram til þeirra staða, sem mest þyrftu á þeim að halda. Hefur betur en ekki, orðið skot í fótinn undanfarin ár. Hagfræðingar, hafa gleimt þeim raunverulega tilgangi þessara verðbréfamarkaðar, og tínt sér í gröfum og tölum, án þess að geta séð hina raunverulega macro-hagfræði, sem á sér stað.
Af þessum sökum, er hætta á því að Evrópu tapi áhrifavaldi sínu. Og spurningin er, hvort menn vilji að Kína ráði ríkjum? Eru menn tillbúnir till þess, að einungis þeir sem hafa fé og vald, geti fengið læknishjálp? Að utigangsfólk hverfi af götunum, og "lifrin" úr þeim komi upp á skurðarborð ríkra valdamanna?
Bandaríkin höfðu ýmislegt gott till síns máls, og Kína hefur það líka ... enn menn verða að gera sér grein fyrir, hvar hnífurinn stendur í kúnni. Og það er ekki nokkrum manni bjóðandi, að setja á fót slíkt kerfi hér á norðurlöndum, sem verið er að akitera fyrir, með aðstoð "valdamanna" frá, meðal annars Bandaríkjunum og Kína. Ég er alveg viss um, að kóngurinn í Svíþjóð hlakki til að geta orðið kóngur á ný, í skugga slíkrar þróunar. Og ég er einnig viss um, að hinn almenni svensson og jónsson, haldi að hann geti lifað á borð við kónginn eftir að hann vann í lóttóinu.
En við hin, eigum nú að gera okkur grein fyrir því, að við þurfum sjálf að standa vörð um okkar hag. Og það er þetta, sem bæði Bretar, og Þjóðverjar einnig ... eru að gera. Ísland getur staðið fyrir utan, og haldið að þeir geti bjargað sér sjálfir og selt lítin skika till einhves Bandaríkjamannsins, og annan lítin skika til einhvers Ísraelans. En margur skikin, gerir stóran skika ... þannig varð Palestína að Ísrael ... og þegar menn svo gera Nubo að óvini, og sleikja sér upp við kanann. En síðan, sleikja sér upp við Kínverjann ef að þeir lenda ofan á ... er ekki spil, sem hægt er að reiða sig á. Þjóðinni, og íbúum hennar till varnaðar, um alla framtíð.
Þetta er ekki fótboltaspil, þar sem menn geta veifað Kínaflaggi í dag, og kanaflaggi á morgun ... og Evru flaggi hinn daginn. Hér verða menn að taka afstöðu, og vera vakandi þegar sú afstaða er tekinn. Og vera edrú, þegar verið er að ræða efni málsins, fram að tekinni afstöðu. Efnahagshrunið, sýnir að menn voru langt frá því að vera edrú á sínum tíma.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 08:26
Einungis Bandaríkin geta varið okkur fyrir yfirgangi Rússa eða Kína. Evrópa hefur of mikla hagsmuni af að sleikja upp Kína v. útfl. hagsmuna Evr. ríkja þar eða að sleikja upp Rússa v. þeirrar orku er þeir kaupa af Rússum. Einungis Bandar. eru nægilega "sjálfstæð" gagnvart slíkum þörfum, til að þau "selji ekki Ísland" sjálf. Evr. mun gera það, ef Kína eða Rússland vill skika hér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2012 kl. 10:56
Já, þú kemur alltaf á óvart.
Er það nú orðin "röng hagfræði" að skila afgangi í ríkisfjármálum og hafa afgang af viðskiptum við útlönd.
Það er sem sagt "rétt hagfræði" að reka ríkið alltaf með halla og hafa halla á viðskiptum við útlönd.
Þetta er akkúrat það sem við höfum gert og afleiðingarnar hafa verið óðaverðbólga og gengisfellingar.
Merkilegt, en þetta ert eiginlega á skjön við allt sem hagfræðingar segja.
Ég viðurkenni að það getur verið í lagi að hafa halla á ríkissjóði og á viðskiptum við útlönd, t.d. í kreppu sem núna eða þegar staðið er í miklum fjárfestingum.
Allir ættu þó að stefna á hið gagnstæða.
Með góðri kveðju,
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.10.2012 kl. 17:17
Guðbjörn - viðskiptajöfnuður á að vera sem næst "0". Sérstaklega hjá stærri viðskiptaþjóðum, því viðskipta-afgangur er í reynd stórhættulegt fyrirbæri.
Ef hann er jákvæður um einhver prósent, er verið að svipta almenning í því landi, þeim prósentum - í lífskjörum.
Afgangur nefnist á hagfræðimáli "excess savings." Þ.e. að hagkerfið sé að spara meir en það þarf.
Á sama tíma, er halli umfram eyðsla.
Vandinn er sá, að það er ekki mögulegt að ein þjóð hafi afgang við nokkrar af þeim hinum, nema aðrar hafi halla á móti sem samsvarar afgangi þeirrar þjóðar eða þeirra þjóða sem hafa afgang innan kerfisins, við þær hinar.
Upphleðsla viðskiptaójafnvægis er einmitt klassísk ástæða þess, að gjaldeyriskerfi hrynja.
Í reynd var með upphleðslu viðskiptaójafnvægis innan evru búin til hagkerfisbóla - því hallaþjóðirnar geta ekki fjármagnað hann nema með lánum.
Þ.e. einmitt þ.s. þetta var, að þjóðverjar voru ásamt S-Evr. þjóðunum, þátttakendur í einni sameiginlegri hagkerfisbólu.
Það getur ekki gengið upp, að ein þjóð hafi afgang við hinar - - því það kallar á skuldsetningu þeirra sem hafa þá hallann á móti.
Í reynd eru þjóðirnar eða þjóðin með afganginn, eins sek - og þjóðirnar með hallann.
Þ.e. hvorir tveggja voru þátttakendur í kerfi sem gat ekki virkað fyrir rest - þjóðverjar þurfa að skilja að sá viðbótar hagvöxtur sem þeir fengu, með halla hinna þjóðanna var eins ósjálfbær og skuldsetning þeirra þjóða er voru að kaupa af þeim meir en þær í reynd áttu fyrir.
Og sjá sóma sinn í að skera hressilega af þeim skuldum - þannig taka þátt í þeim kostnaði, sem þetta sameiginlega "mess" er þeir voru fullir þátttakendur af, hefur búið til.
Þ.e. þessi ásökun þjóðverja, að hinar þjóðirnar hafi brotið af sér - hagað sér ílla, sem er svo grimm, svo móðgandi. Og getur fyrir rest, eyðilaggt sambandið sjálf, vegna reiðinna sem fer vaxandi gagnvart þessari afstöðu í S-Evr.
Þeir virðast ekki skilja að afgangur þeirra kallar á halla hinna.
Að afgangur er í reynd "pretatory behavior."
Í reynd vil ég meina að fall evrunnar verði mest þjóðverjum að kenna, því þeir skildu ekki að sameiginlegur gjaldmiðill - kallaði á að allar þjóðirnar gættu sín á að viðhafa "jafnvægi" í utanríkisviðskiptum við hinar þjóðirnar.
Megin orsök kreppunnar er þetta óheilbriðga viðskiptasamband milli þjóðverja og þeirra þjóða sem eru í vanda.
Þjóðverjar ættu að sjá sóma sinn í að, vera rausnarlegir - gefa skuldirnar eftir.
Þær eru hvort sem er gróð - sem er óréttmætur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2012 kl. 18:16
Þú ert með óbeinum orðum að segja að Þjóðverjar séu í raun gjaldþrota, og þá um leið Evrópa, ef þeir afsala ekki uppsöfnuðum auði sínum til bjargar EVRUNNI.
Eggert Guðmundsson, 16.10.2012 kl. 20:56
Guðbjörn: Ef öll lönd eiga að vera með viðskiptajöfnuð í plús þyrfti "síðasta landið" að vera í viðskiptum við Marsbúa.
Æskilegt ástand er jafnvægi en ekki plús. Það er ekki hægt að reka þjóðarbú eins og heimili.
Það er einmitt þetta sem Þjóðverjar geta/vilja ekki skilja.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 21:28
Hvað gerist ef ESB og USA hætt að flytja inn vörur frá Kína? Obama hefur sett þetta í loftið fyrir 2 árum, eða á sama tíma og hann uppgötvaði að mesti útflutningur USA var OLÍA, og sagði að byggja þyrfti aftur upp iðnaðarframleiðslu heima fyrir. Hollande í Frakklandi er á sömu skoðun, og líklega fleiri stórinnflytendur vara frá Kína og þá einnig Þyskalandi.
Eggert Guðmundsson, 16.10.2012 kl. 21:52
Akkúrat - Hans - þ.e. einfaldlega ekki mögulegt fyrir S-Evr. þjóðirnar, ásamt Frökkum og flr., að leika sama leikritið og þjóðverjar.
Þeir markaðir fyrirfinnast ekki á plánetunni.
Ef það ætti að leitast við að framfylgja þeirri stefnu, lenti heimurinn óhjákvæmilega í allsherjar viðskiptastríði - sem væntanlega endaði á að heimskerfið myndi brotna niður, eins og gerðist á 4. áratugnum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2012 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning