Hvaða fyrirkomulag tryggir best að bankar leiki sér ekki með krónuna?

Ég hef verið að velta þessu atriði fyrir mér. En þ.e. auðvelt að átta sig á því hvernig viðskiptabankar geta grætt á gengishækkun. En hún stuðlar tímabundið að auknum kaupmætti. Tímabundið - þá meina ég, að slík leið til hækkunar kaupmáttar sé líklega ósjálfbær til lengdar.

Sá aukni kaupmáttur eykur eftirspurn sem þá framkallar aukinn mældann hagvöxt, en fyrir bankana - ekki síst, að eftirspurn eykst eftir nýjum lánum.

En neyslulán eru því miður hluti af aðferð fólks, þegar tekjustaða virðist betri fjölgar þeim sem kaupa nýja hluti með með yfirdrætti eða öðrum neyslulánum. 

Að auki, þíðir aukinn kaupmáttur að fólk telur sig hafa efni á dýrari bíl - stærra húsnæði.

Með öðrum orðum, eftirspurn eykst eftir lánsfé - þar með hagnaður bankanna.

 

Hvor aðferðin er betri til að tryggja að bankar hafi ekki hag af að leika sér með gjaldmiðilinn?

Ég er að velta fyrir mér:

  1. Leið Leigh Harkness, sjá: Er svokallað "kjörgengiskerfi" hentugt fyrir Ísland?
  2. Eða, "full reserve" sbr.:  Betra Peningakerfi.is
  • Ein ástæða þess að mér hefur litist nokkuð vel á aðferð Leigh Harkness er ekki síst, að mér sýnist að sú leið líklega loki á þá aðferð bankanna að spila með gengið til að auka eftirspurn eftir útlánum.

Það er ekki flókið að sjá af hverju, en þ.s. takmarkandi reglan um útlán bankanna miðast við erlendan gjaldeyri í þeirra eigu - t.d. 90% mörk. Þá getur það ekki stuðlar að aukningu útlána að hækka gengið.

Að auki, væri það ekki heldur gróðavænlegt að fella það, því þá hrynur eftirspurn eftir lánum.

Ég vil meina að gengisstöðugleiki væri þá líklegasta sýn þeirra á hámörkun gróða.

 

  • Sannarlega ætti hugmyndin um "full reserve" kerfi að stuðla að miklu aðhaldi að útlánum, gera útlánabólur mun ólíklegri.

En mér sýnist að það geti verið til staðar hvati til að spila með gengið til að græða. Því enn ætti það að gilda að gengishækkun leiði til aukins kaupmáttar, og skili auknum áhuga á lánum meðal almennings og fyrirtækja - þar með því að flr. lán séu tekin.

Vegna þess að í þessu kerfi geta bankar ekki "búið til eigin peninga" og þannig framleitt lán af miklum móð, sem þíði að þeir geta ekki lengur beinlínis "framleitt hagnað."

Þá gæti "að spila með gengið" orðið jafnvel áhugaverðari leið en áður - því þá er búið að minnka svo mjög tækifæri þeirra til hagnaðar með öðrum leiðum.

Ég bendi á, að þeir hafa fullan rétt til að versla eins og þeir vilja með aðra gjaldmiðla, í slíkum viðskiptum gætu þeir spilað með gengið - sýnist mér, ef þ.e. svo að hagnaðarvon er í því sé það ekki ólíklegt.

Það væri gott að fá rökstudd svö við því hvort ég er að vaða sand, eða hvort þetta er ekki ábending um atriði, sem þarf að skoða nánar!

 

Niðurstaða 

Íhugun mín á þessum tveim leiðum sem báðar eiga að geta stórfellt aukið stöðugleika íslensku krónunnar heldur áfram. Eitt sem þarf að huga að, er ekki síst - að draga úr líkum á að bankar leiki sér með gjaldmiðilinn. En það sýnir reynsla okkar gera þeir, ef hagnaðarvon er í því.

Svo trikkið er þá að taka af þeim þann möguleika að geta hagnast á því, að spila slíka leiki.

------------------

Ég held að önnur aðferðin sem ég fjalla um að ofan skili þeirri útkomu, en ég sé ekki að hin augljóslega það geri.

Óska eftir viðbrögðum þeirra sem hafa áhuga á þessari umræðu um vakosti okkar til framtíðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Svarið við spurningu þinni er frekar einfalt. Það eiga að vera höft á frjálsu flæði fjármagns. Hvað gangast það raunhagkerfinu að braskarar geti verið að sveifla gjaldmiðlinum með stöðutökum?

Það eru ýmsir spekingar að skrifa greinar þessa daganna sem fjalla um að gjaldeyrishöft skekki verðmyndun á fasteignamarkaði. Staðreindin er sú að verð á fasteignamarkaði hefur aldrei í sögunni verið meira út úr fasa heldur en á árunum 2002-2008 þegar engin höft voru á fjármagnsflutningum.

Almenningur græðir á því að hafa höft á frjálsu flæði fjármagns en braskarar græða. Hvort viljum við?

Þórhallur Kristjánsson, 13.10.2012 kl. 12:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má vera, ég fjallaði einmitt um það trend sem þú vísar til í þessari færslu - áhugaverð er sú leið sem Brasilíumenn beita að skattleggja erlent fjármagn:

Eru skynsöm höft framtíðin!

Þannig getum við fræðilega dregið mjög verulega úr skekkjandi áhrifum innstreymis fjármagns, síðan hröðu útstreymi þess sem magnar kreppuna.

En dugar það, til að forða því, að bankar séu ekki að græða á að spila með krónuna?

Bankar geta verslað með krónur og gjaldeyri á erlendum mörkuðum.



Ef þeir hækka gengið, kaupa landsmenn meira inn, það skapast viðskiptahalli - - en þ.s. er mikilvægt fyrir bankana, landsmenn taka meira af lánum, sem eykur gróða þeirra og það skapar hvatningu til þeirra að stunda slíka leiki.

Þ.s. ég er að velta fyrir mér, er hvort það sé nokkuð annað sem getur hindrað þetta, annað en sú regla sem Harkness stingur upp á?

Ég er sammála þér að líklega þurfum við að stýra innflæði erlends fjármagns með einhverjum úrræðum, en samtímis þurfi líklega einnig úrræði sem hindra bankana í því að spila með gengið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.10.2012 kl. 15:28

3 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Það verða að vera höft og stýra á genginu á krónunni miðað við viðskiptajöfnuð. Rétt gengi á krónunni þegar jafnvægi er komið á erlendar skuldir er þegar viðskiptajöfnuðurinn er núll.

Árin fyrir hrun var viðskiptajöfnuðurinn neikvæður um hundruðir milljarða. Árin eftir kreppuna hefur viðskiptajöfnuðurinn verið jákvæður um hundruði milljarða. Þannig erum við smá saman að fá gjaldeyri inn í landið til þess að greiða fyrir sterka gengið á krónunni fyrir hrun.

Lausnin á þessu er að miða alltaf við viðskiptajöfnuðinn. Það þarf að láta krónuna síga þegar hún er orðin of sterk og styrkja þegar hún er of veik miðað við viðskiptajöfnuð. Það er hægt að útfæra þesskonar stýringu á allskonar hátt en það krefst þess að það séu höft.

Ef fjölskylda er með 500 þúsund í ráðstöfunartekjur þá getur hún ekki alltaf eytt 600. Það sama á við þjóðfélög. Við verðum að miða lífsstandard okkar við það sem landið getur framleitt.

Hægt er að summera upp skynsama hagfræði með þessari setningu.

Ekki má eyða meiru heldur en hægt er að afla til.

Þórhallur Kristjánsson, 13.10.2012 kl. 16:33

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk fyrir að taka umræðuna um glæpi bankanna.

Ef við gefum okkur að krónan sé framtíðargjaldmiðill á Íslandi (forsenda 1) og ef við ákveðum á tímapunkti að krónan sé í "jafnvægi" (forsenda 2) þá er best að tengja það gengi gullverði á þeim tíma (=niðurstaða).

KV

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.10.2012 kl. 17:09

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Anna, lestu bloggfærsluna sem ég hlekkja á að ofan, lestu einnig bloggfærslu þá eftir Ólaf Margeirsson sem ég hlekkja einnig á að ofan, en ég er dálítið að íhuga hugmyndir hagfræðingar sem heitir Leigh Harkness, og var ráðunautur fyrir Tonga eyjar sem er öreyhagkerfi þannig séð sambærilegt v. Ísland, en mun fátækara reyndar. En með skild vandamál.

Sú lausn sem hann komst að fyrir það hagkerfi virðist mér áhugaverð.

-------------------

Tenging v. gull hefur sama vanda og tenging v. hvaða gjaldmiðil sem er, ef v. tengjum v. e-h þá held ég að snjallara væri að tengja við körftu samsetta úr áli vs. alþjóðlegu fiskverði. En þú getur miðað við hvaða raunverðmæti sem er.

Ef þú miðar v. þau grunnverðmæti sem standa undir okkar hagkerfi, þá myndi gengi ávallt vera í takt v. sveiflur í þeim verðmætagrunni.

Slíkar sveiflur ógna þá ekki slíkri tengingu.

--------------------

Í sjálfu sér er unnt að láta þetta fara saman þ.e. stýra útlánum bankanna með aðferð Leigh Harkness, þannig slátra útlánabólum bankanna, sem er skv. greiningu Ólafs Margeirssonar stærst einstaka ástæðan fyrir umframsveiflutíðni bannkanna. Mér sýnist einnig, að sú aðferð einnig taki út þá hættu, að bannkarnir spekúleri með krónur til að græða á því sbr. útskýringuna að ofan.

Með öðrum orðum líst mér ákaflega vel á þá aðferð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.10.2012 kl. 19:07

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þórhallur - ef v. tengjum krónuna v. körfu samsetta úr alþjóðaverðlagi fyrir ál vs. alþjóðaverðlagi fyrir fisk, þá ætti það nokkurn veginn sjálfvirkt stýra genginu þannig að öllu að jafnaði, væri það í takt v. þarfir atvinnuveganna.

Með aðferð Leigh Harkness, væri komið í veg fyrir að útlánabólur bankanna, búi til of mikinn innflutning.

Að auki að þeir, hækki gengið til að græða, og þannig búi til viðskiptahalla.

Saman ætti þetta tvennt að auðvelda til muna að stýra jöfnuðinum v. útlönd.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.10.2012 kl. 19:10

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já, Einar, ég er sammála að tengja við grunnverðmæti hagkerfisins. Sorry að ég las ekki betur fyrr, en niðurstaða okkar er nokkuð hin sama.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.10.2012 kl. 20:40

8 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Það er hægt að setja gjaldeyrisskapandi greinar á Íslandi upp í fjóra flokka. Fiskveiðar,orkusala,ferðamennska og svo annað.

Ferðamennska og þetta sem kallað hefur verið hugverkaiðnaður en ég kalla hér bara annað eru stórir þættir í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Ef það á einungis að tengja krónuna við fiskveiðar og orkusölu þá vantar tengingu við tvo stóra pósta.

Það er mun nákvæmara að tengja gengið á krónunni beint við viðskiptajöfnuðinn. Það er verið að gera þetta í dag með ágætum árangri og væri hægt að gera enn betur með betri útfærslu.

Í dag er gengið á krónunni stillt af þannig að viðskiptajöfnuðurinn sé jákvæður um tugi milljarða á ári. Þetta verður að gera til þess að hægt sé að greiða niður erlendar skuldir sem stofnað var til fyrir hrun. Smá saman eftir því sem skuldir lækka styrkist krónan þar til viðskiptajöfnuðurinn verður að rokka í kringum núllið.

Með þessari aðferð hefur verið hægt að halda verðbólgunni frekar lágri undanfarið ár miðað við hvað hún hefur áður verið. Þetta er hægt að gera vegna þess að það eru höft á fjármagnsflutningum. Höftin valda því að vextir eru lægri sem kemur sér til góða fyrir skuldsettann ríkissjóð. Hart er sótt að stjórnvöldum að setja krónuna aftur á flot hið fyrsta. Við það mundi þurfa að hækka vexti verulega til þess að reyna að sporna við því að krónum verði skipt í gjaldeyri. Allar líkur eru á því að krónan mundi veikjast og verðbólga fara af stað. Við værum að fara út í sama ruglið og var hér árin fyrir hrun.

Afhverju vilja menn að krónan sé á floti stjórnlaus? Vilja menn að opinn markaður stilli af gengið á krónunni þar sem braskarar geta grætt á vaxtamun og stöðutöku. Gengið á krónunni var jafn rangt skráð árin fyrir hrun nema þá var hún bara of sterk. Þá kvörtuðu menn ekki en á mannamáli voru íslendingar að lifa um efni fram.

Hverjum kemur það til góða að hafa krónuna fljótandi? Ekki almenningi og ekki ríkissjóð.

Þórhallur Kristjánsson, 13.10.2012 kl. 21:42

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þórhallur - það væri ekki praktístk að tengja v. ferðamennsku eða annað, því þ.e. ekkert alþjóðl. verðviðmið til.

Ef þ.e. tengt v. ál og fisk, þá ertu að dekka mjög hátt hlutfall gjaldeyristekna.

Það ætti að öllu jöfnu að vera mjög trúverðug tenging, þ.e. mun betri hvað það varðar en tenging við gull eða gjaldmiðil eða körfu gjaldmiðla.

-----------------------

Ég sé ekki alveg að það sé unnt að tengja v. viðskiptajöfnuð - krónan er það í reynd ekki. Heldur er henni handstýrt miðað v. jöfnuðinn. Sem er ekki sami hluturinn.

Best að halda til haga, að sú tenging sem ég er að tala um, verður ekki framkv. fyrr en losað hefur verið um aflandskrónur - - sem mun taka e-h ár.

Ég held að unnt sé að taka út þá spákaupmennsku sem var í gangi af hendi viðskiptabankanna með reglu Leigh Harkness.

----------------------

Hvað aðra spákaupmennsku varðar, þá er greinilega lykilatriðið að nota vexti almennt séð ekki - til að berjast gegn verðbólgu.

En það er vaxtamunur, sem erlendir spákaupmenn nýta sér. Þeir sem hugðu að taka upp annan gjaldmiðil greinilega ætluðu að reka hagkerfið án þess að beitt væri vöxtum.

Það krefst þá þess, að menn séu viljugir að beita öðrum leiðum sbr. tekjusköttum, vaski. Að auki að almennt séð, að ríkið sé rekið með afgangi þegar góð skilyrði rikja. Gott "control" á útlánum banka einnig.

Stóra málið er að ofangreindar leiðir, taka út þær bólur sem bankarnir búa til ítrekað með því að setja belti og axlabönd utan um þeirra útlán. Þær bólur hafa verið megin ástæða gengisóstöðugleika hér og einnig verðbólgu.

Þegar þeim er kippt út, þá verður mun auðveldara að glíma við verðbólgu hér - - það mun ekki þurfa að hafa vexti neitt að ráði hærri en annars staðar - - ef áhersla er lögða á að beita öðrum tækjum fyrst sem einnig er unnt að nota í þeirra stað, þannig að beiting þeirra sé síðasta úrræðið í stað þess að vera það fyrsta.

Þegar ástandið hér er sæmilega trúverðugt, vextir eru sambærilegir v. þ.s. tíðkast í nær umhverfinu - er ekkert sérstakt sem bendir til þess að markaðurinn myndi nota krónuna með sambærilegum hætti og fyrir hrun.

En þeir vilja græða fé, ástæðan var vaxtamunaviðskiptin. Þeir eru ekki að slíku nema að til staðar sé gróðavon.

Auðvitað á að hafa samt varnagla reglur, og ég væri til í að beita aðferðum Brasilíu, að skattleggja sérstaklega í tilvikum aðstreymi fjármagns að utan - það væri þá tæki sem notað væri eftir þörfum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.10.2012 kl. 05:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband