AGS varar við mikilli kreppuvá, ef evrusvæði tekst ekki að sigla í var!

AGS hefur gefið út einn eina hagspá sína, og greiningu á efnahagsaðstæðum í heiminum, sjá -World Economic Outlook October 2012 - eins og fram kemur, er mesta ógnin við heimshagkerfið "evrukrýsan.

AGS enn einu sinni, ákveður í sinni grunn spá að, Evrópa muni sigla í átt að lausn á krýsunni. Þannig, að spá AGS er um mjög vægann hagvöxt á nk. ári, áhugavert mjög nærri skoðun Seðlabanka Evrópu.

Tek fram, að ég hef sjálfur enga trú á að það verði annað ástand, en kreppa. Málið er, að sparnaðaraðgerðir ríkissjóða eru harðnandi í Evrópu, og eins og AGS viðurkennir virðist sem að, í núverandi kreppu sé mjög greinilega verið að vanmeta samdráttaráhrif af niðurskurðar aðgerðum.

Eins og AGS útskýrir, þá er algengt að miða við að niðurskurður um 1% þíði samdrátt um 0,5%. En skv. greiningu, telja þeir að aukning í samdrætti hafi verið frá 0,7-1,7% per hverja 1% lækkun ríkisútgjalda - - hafa ber í huga, að í veikari hagkerfunum eru neikvæð áhrif í verri kantinum.

 

Tekið úr Spá.......2012.......2013...............slæm spá...2013

Euro Area...........–0.4.........0.2...................-1,5% eða -2%

Germany..............0.9.........0.9...................-0,7% eða -1%.

France.................0.1.........0.4....................-1% eða -1,2%

Italy..................–2.3........–0.7....................-6% eða -7%.

Spain.................–1.5.......–1.3.....................-7% eða -8%

Slæma spáin er ekki óraunsætt dökk!

En þetta þarf ekki að verða alveg þetta slæmt!

 

Ég vek sérstaka athygli á dökkri spá, sem AGS birtir einnig til vara!

Slæma spáin þíðir í reynd, að kreppan fer í fullan gang í Spáni og Ítalíu, þau tvö lönd falla fram af bjargbrún, og afleiðing er að það verður kreppa í öllum aðildarlöndum ESB.

Það er útkoma sem langt í frá er fjarstæðukennd!

"A further deepening of the euro area crisis: The euro area crisis could reintensify again.
  • The OMT program will reduce risks from self-fulfilling market doubts related to the viability of the Economic and Monetary Union (EMU) most effectively if it is implemented decisively.
  • However, serious risks remain outside this safety net—posed, for example, by rising social tensions and adjustment fatigue that raise doubts about adjustment in the periphery or by doubts about the commitment of others to more integration.
The downside scenario developed here uses the IMF staff’s Global Integrated Monetary and Fiscal Model (GIMF) to consider the implications of an intensification of euro area sovereign and banking stress. Unlike in the WEO forecast and GFSR baseline scenario, European policymakers in this scenario do not strengthen their policies, as discussed in further detail in the weak policies scenario in the October 2012 GFSR.
  1. In this scenario, the forces of financial fragmentation increase andbecome entrenched, capital holes in banking systems expand, and the intra-euro-area capital account crisis increasingly spills outward.
  2. Within the GIMF, this scenario features the following shocks relative to the WEO forecast (Figure 1.13): lower credit, mainly in the periphery; higher sovereign risk premiums for the periphery; modestly lower premiums for the core sovereigns, which benefit from a flight to safety; an even larger fiscal consolidation in the periphery; and increases in corporate risk premiums for all (including non-European) advanced and emerging market economies.
  3. Capital flight from the euro area and emerging markets is assumed to benefit the United States, and its sovereign risk premium falls. Monetary policy is constrained at the zero interest rate floor in the advanced economies, and the assumption is that they do not proceed with additional unconventional easing.
  4. Emerging market economies, by contrast, are assumed to ease as growth and inflation fall, which considerably reduces the impact of the external shock on their economies.
  • In this scenario, output in the euro area core would fall by about 1¾ percent relative to the WEO projections within one year;
  • in the periphery, the decline would be about 6 percent.
  • Output losses in non-European economies would be about 1 to 1½ percent."

Sko, ég er í engum vafa, að evrukrýsan mun fara í fullan ganga aftur!

Líklegasta ástæðan er sennilega, að það tefst sennilega áfram, að ríkisstjórn Spánar og aðildarlönd evrusvæðis, nái samkomulagi um aðstoð við Spán.

En þ.e. forsenda þess, að tilboð Seðlabanka Evrópu um "O.M.T." virkist, annars er það í reynd "dead on arrival."

Það skrítna er, að Angela Merkel virðist vera að hvetja Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, að bíða með að óska eftir aðstoð - - meðan að forseti Frakklands og forsætisráðherrar Ítalíu, báðir hvetja forsætisráðherra Spánar, að senda inn beiðni um aðstoð sem fyrst.

Það getur vart verið annað en innanlandspólit. vandi, sem hrjáir Merkel, og fær hana til að vonast eftir að beiðnin komi síðar. En þetta, er þegar farið að valda vaxandi spennu - - því eftir allt saman, er munurinn á stöðu markaða í júlí "paník" og stöðu nú, einungis "trú" þeirra á tilboð Seðlabanka Evrópu, um kaup á bréfum í þessu tilviki Spánar án takmarkana - en einungis ef Spánn óskar eftir aðstoð. Sem Spánn vill helst ekki gera, fyrr en ríkisstj. Spánar hefur náð samkomulagi um - hvaða skilyrði akkúrat verða sett.

Vegna þess, að samningsaðstaða Spánar líklega styrkist eftir því sem Spánn býður lengur, og órói vex aftur á mörkuðum - - en Spánn er í allt annarri samningsstöðu en Grikkland eða Portúgal eða Írland, en sú staða styrkist því að brottfall Spánar úr evru er jafnt og dauði evrunnar. 

Því órólegri sem markaðir verða aftur, þá vex aftur þrýstingur á pólit. stéttina í Evr. - það getur einnig verið þ.s. Merkel reiknar með, á sama tíma getur verið að Rajoy veðji einnig á að, það að bíða, skapi betri útkomu fyrir Spán; að hræðlan við yfirvofandi fall evrunnar, sem þá getur snúið aftur, þjóni hagsmunum Spánar að ná sem hagstæðustu samkomulagi.

Vandinn er sá, að eins og AGS útskýrir hefur "óvissan" þ.e. skynjun á því að hún sé mikil og vaxandi, skaðleg áhrif á hagkerfin - - þannig að sú næsta demba sem ég á vona á. Mun þá skaða hagvöxt enn frekar en nú orðið er.

Hvort það þíðir að ástandið verði eins slæmt og sýn AGS að ofan er ekki víst.

En hitt er ég viss um, að hún verður lakari en skv. grunnspá AGS. 

Kannski þarna á milli!

 

Niðurstaða

Ég er alveg viss um að, við eigum inni a.m.k. eina evrukrýsu fyrir nk. áramót. Að hún gjósi enn einu sinni fram, mun kalla á lakari framvindu efnahagsmála en AGS spáir í sinni grunnspá. Þó óvíst sé að mál þróist eins ílla, og lakari Spá AGS gerir ráð fyrir. 

En ég er á því, að líklega nái Spánn samkomulagi á endanum - - þó það verði ekki fyrr en þegar ástandið er aftur statt á bjargbrúninni. En einmitt, það uppgos mun skaða hagkerfin frekar en þegar orðið er.

Svo alveg örugglega verður ekki hagvöxtur á nk. ári innan evrusvæðis. Það má þó vera, að Þýskalandi takist að hanga rétt svo réttu megin við núllið - - ef vandamálin ágerast ekki enn frekar en þessi tiltölulega bjartsýna sýn ráðgerir.

-----------------------------

Auðvitað ef Spánn og aðildarríkin ná ekki samkomulagi eða ef, það hefst einhvers konar upplausn meðal almennings á Spáni. Þá er fjandinn laus. Þá fara mál örugglega a.m.k. eins ílla og skv. slæmu spá AGS.

Allar ógnanir eru í átt til að gera ástandið verra.

--------------------

Mjög áhugaverður sbr. á skuldakreppu Bretaveldis á 3. áratugnum, v. skuldakreppu landa í Evrusvæði í dag, en Bretland hóf kreppuna í skuldastöðunni 140% í lok fyrra stríðs, þegar tekin var sú v. upphaf 3. áratugarins, að beita harðri aðhaldsstefnu til að vinna landið úr skuldunum. Sambærileg við þá afstöðu að skera sig niður á minni skuldir eins og lagt er til innan ESB, árangur - 1933 voru skuldir ríkisins 190% þrátt fyrir þá stefnu að reka ríkissjóð með afgangi til að greiða niður skuldir yfir allt tímabilið. Önnur niðurstaða, hagkerfið 1938 í reynd minna virði en 1918. Með öðrum orðum, enginn raun hagvöxtur yfir tímabilið. Mikið atvinnuleysi allan tímann.

Þetta virðist sanna að þ.e. ekki unnt að vinna sig úr skuldakreppu án hagvaxtar - - að auki hélt "Bank of England" þess tíma uppi háum vöxtum, til að halda genginu háu. Þeir háu vextir - veita áhugaverðan sbr. v. stöðu landa í vanda innan evru, sem einnig eru að greiða háa vexti á sama tíma.

Stefnunni var síðar gjörbreytt - þegar þörf skapaðist fyrir uppbyggingu herafla, þ.e. stórt eyðsluprógramm tók við.

Sjá: Lessons from history on public debt

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband