Eru skynsöm höft framtíðin?

Kveikjan að þessari grein, er þegar ég var við lestur frétta á fréttavefjum á sunnudagskvöld, rakst ég á áhugaverða umfjöllun á vef The Economis Tide barriers. Þar var vitnað í eftirfarandi fræðiritgerð "The new economics of capital controls: A research agenda", Anton Korinek, IMF Economic Review, August 2011." Ath, hlekkur á ritgerð er inni á Google.groups og virkar kannski bara fyrir þá sem eiga Google logg.

 

Þetta er mjög áhugaverð ritgerð í ljósi okkar vandamála í dag!

Punkturinn er að fjármagns-inn og útflæði, getur verið mjög skaðlegt fyrir hagkerfi. Ritgerðin fjallar einkum um svokallaða "emergent economies" í því samhengi.

  • En ef við erum heiðarleg við sjálf okkur.
  • Þá er augljóst að Ísland hefur mörg þau sömu hegðunareinkenni og slík hagkerfi.

Punkturinn er að innflæðið er ekki síður skaðlegt en útflæðið, þ.e. innflæði hækkar gengi, það hækkar verðlag á eignum sem gefur aðilum innan viðkomandi hagkerfis falska sýn á eigin efnahag - - með öðrum orðum, magnar upp ástand sem getur leitt til bóluhagkerfis.

Síðan, þegar allt í einu fjarar undan, þá jafn snögglega yfirgefur hið erlenda fjármagn viðkomandi hagkerfi, og þá magnar það snögga brotthvarf skellinn sem þá verður, þ.e. allt neikvætt, sbr. fjölda tapaðra starfa, fjölda gjaldþrota, vanda skuldara, o.s.frv.

Í seinni tíð skilst mér, að rannsóknum fari fjölgandi á þeim vandamálum sem fylgja því mikla flæðandi fjármagni, sem er í seinni tíð til staðar í alþjóðakerfinu.

  • Og ath. - fjöldi ríkja hefur sett takmarkanir á innflæði slíks fljótandi fjármagns.

"For example, from 2009 to 2011, the countries that have imposed new regulations or extended existing prudential regu-lations on capital inflows include Brazil, Colombia, Indonesia, Korea, Taiwan, Thailand and Peru."

  • Takið eftir að þetta eru ekki nein dverghagkerfi, sem telja að innflæði fjármagns sem hækkar gengis þeirra gjaldmiðils - - sé skaðlegt fyrirbæri.

Þessi lönd virðast hafa brugðist við með því að setja á form af "Pigouvian tax" þ.e. skattur sem er ætlað að stýra tiltekinni hegðun, sem skv. rannsókn yfirvalda telst skaðlegur fyrir heildarhagsmuni.

Í tilviki t.d. Brasilíu, virðist skattlagningu beint að erlendu fjármagni. Kostnaðarmunur milli þess, og innlends fjármagns er þá jafnaður - - sem geri samkeppnisstöðu innlends vs. erlends fjármagns nokkurn veginn þá sömu.

Þetta er fræðilega unnt að gera, til að gera erlenda lánveitingu óhagstæðari - þannig að erlend lán verði minna eftirsótt af innlendum aðilum. En við lærðum t.d. af kreppunni sem hófst 2008, að erlendar skuldir geta verið verulega áhættusamar fyrir hagkerfið jafnvel þó um skuldir einkaaðila sé að ræða.

Einnig geti hugsunin verið, að gera það minna eftirsóknarvert fyrir erlenda aðila, að fjárfesta t.d. í húsnæði eða öðrum eignum innan þess lands, og þannig hækka verðlag á slíkum eignum.

Brassar í stað þess að setja á bönn, beita skattlagningu til þess að bæta samkeppnishæfni innlends fjármagns á kostnað erlends - þetta er því gott dæmi um mismunun sem er algerlega bönnuð af EES samningnum.

  • Þau sjónarmið eru auðvitað til - að það sé óeðlilegt að "trufla" markaðinn með þessum hætti.

Á hinn bóginn er það ljóst, að þegar við erum að tala um þetta fljótandi fjármagn, þá erum við ekki að tala um aðila, sem eru að fjárfesta til að byggja upp.

Heldur, eingöngu að fjárfesta til að fá af því arð yfir takmarkað tímabil, og um leið og þeir sjá að arðsemin snögg minnkar t.d. þegar hagkerfið lendir í kreppu - - þá er það þegar í stað "bæ, bæ."

Þegar mikið af þessu fé streymir inn, t.d. i uppgangi, þá magnar það uppsveifluna.

Og þegar það fer jafn enn hraðar út, snögg magnar það kreppuna.

Höfundur greinarinnar kallar þetta " financial ampli cation" eða fjármagns-mögnun.

 

Umræðan um þörf á einhverjum höftum!

Hún er ekki einungis hérlendis, heldur fer hún vaxandi í hagkerfum í S-Ameríku og SA-Asíu. En ástæðuna má sjá m.a. á þessari mynd sem sjá má í umfjöllun The Economist.

Báðar þessar myndir eru mjög áhugaverðar, sú til vinstri sýnir hvernig það varð mjög snöggt stórfellt útflæði fjármagns í kreppunni 2008 bæði í "emerging Asia," "emerging Europe" og "latin America."

Þarna ákvað sem sagt hið flæðandi fjármagn, að yfirgefa í stórum stíl ekki einungis einstök ríki heldur bitnaði þetta á fjölda ríkja bæði í Evrópu, Asíu og S-Ameríku. Þetta eru ríki sem teljast í þróun en ekki fullþróuð, sbr. fyrrum A-Evrópa, SA-Asía og S-Ameríka.

Ísland lenti í nákvæmlega samskonar atburðarás - - þ.e. hingað flæddi inn fjármagn, gengið hækkaði, sem magnaði uppsveifluna og bóluna.

Síðan verður snöggt útflæði - - þangað við skelltum öllu í lás.

Enn er verulegt fjármagn sem annars hefði farið - læst inni.

Punkturinn að nefna þetta í samhenginu við ofangreinda mynd, er sá - - að við erum ekki ein í heiminum með þetta vandamál.

Menn láta oft sem að Ísland sé svo sérstakt - - sérstaklega virðast aðildarsinnar sjá hag af því að láta sem að, ofangreindur vandi sé séríslenskur.

  • En það myndi ekki vera lausn á þeim vanda - - að fjármagn getur snögglega flætt inn, og magnað upp efnahagsbólu, og jafn snögglega farið út aftur, og sett allt á hliðina.
  • Að ganga í ESB og taka upp evru.
  • Því ef e-h er, þá erum við enn berskjaldaðri fyrir þeim vanda í evrunni.

Skoðun á vanda ríkja í S-Evrópu, á vanda Írlands, ætti að afsanna allar fullyrðingar þess efnis að evran sé skjól. En þau lönd lentu í því sama, að þegar vel gekk leitaði fjármagn til þeirra, og magnaði þar upp efnahagsbólu. Síðan, þegar snögglega gaf á bátinn, þá flæddi það fjármagn út aftur - eða, að þeir erlendu aðilar sem lánuðu þegar vel gekk, eru í dag á fullu að innkalla þau lán "allir í einu" því þeir eru "allir í einu órólegir."

Hvort tveggja magnar sveifluna - - að erlendir aðilar falbjóði lán á mjög hagstæðum kjörum þegar vel gengur, og síðan innkalli þau þegar ílla gengur. Og að erlend fjármagn leiti inn, í skammtímaveltu í eignir af margvíslegu tagi, og síðan flæði út þegar á bjátar.

En innan evru, er ekki mögulegt að takmarka með nokkrum hætti - hegðun aðila utan landsins eða sem hafa lögheimili í öðrum löndum innan svæðisins, þegar þeir falbjóða lán.

Að sama skapi, þegar á bjátar, þá er erfiðara að beita þá aðila þrýstingi en innlenda - að gæta sín í innheimtuaðgerðum, þegar þeir ákveða að innheimta fjármagnið eftir að þeir verða órólegir með sína hagsmuni þegar kreppuástand er hafið.

  • Það er nefnilega málið - að mikil erlend skuldsetning er áhættusöm fyrir hagkerfi - punktur.
  • Það á ekki minna við, þegar land er innan evru.
  • Og það gildir einu hvort skuldirnar eru opinberar eða skuldir einkaaðila.

Það er því í reynd hættuleg stefna að mörgu leiti, þeirra sem vilja að Ísland gangi inn í evru - - svo að aðgangur að erlendum bankalánum verði auðveldari, fyrir ekki bara fyrirtæki heldur heimili.

En eins og hefur komið fram, þá er hægt að beita innlenda banka þrýstingi til að fara varlega í innheimtuaðgerðum, en ekki erlendu bankana.

Þó svo þeir séu bankar í landi innan Evrópusambandsins.

Málið er, að fjármagnsstreymi út úr landinu er í engu minna varasamt, ef land er innan evru - en ef land er með eigin gjaldmiðil.

Megin munurinn er sá, að land innan evru - - getur með engum hætti stöðvað eða hindrað slíkt útstreymi, né getur það stöðvað eða hindrað innstreymið heldur.

Þannig, að í reynd er land innan evru, gersamlega berskjaldað gagnvart neikvæðum afleiðingum snöggra fjármagnshreyfinga.

Fyrir utan, að Seðlabanki þess getur slegið lán innan svokallaðs "Target 2" kerfis, þ.e. skuldsett ríkið - til þess að viðhalda fjármagnsflæði innan landsins, ef þ.e. mikið útflæði.

Þ.e. ekki góð lausn, að skuldsetja ríkið á móti útflæði, til að forða því að útflæðið setji ekki hagkerfið á hliðina - - því þá umbreytir þú krýsunni í skuldakrýsu ríkisins, sem er ekki umbreyting til þess betra.

Sem við höfum einmitt verið að sjá gerast - ekki satt?

Vandinn er því ekki leystur með því að taka upp evru.

Heldur þarf að horfa til annarra lausna.

Einn möguleikinn - - er þetta "prudential use of capital controls"

Það virðast verulegar líkur á að noktun slíkra sé að breiðast út. Verða algeng.

 

Það getur verið að Ísland þurfi að yfirgefa EES

Vandinn er, að allar aðgerðir sem mismuna erlendur fjármagnseigendum og íslenskum, sbr. skattur sem væri ætlað að jafna kostnaðarmun á erlendu fjármagni og innlendu, eða tímabundinn skattur sem lagður væri á erlent fjármagn til að stemma stigu við innstreymi þegar hagfræðilegar greiningar benda til þess að slíkt innstreymi geti verið að magna upp hugsanlega efnahagsbólu; brjóta í bág við ákvæði EES.

Þó svo það geti verið eðlilegt að kanna möguleika á að endursemja um EES, held ég að vð þurfum að íhuga það sem "Plan B" að segja honum upp.

  • En eins og ég benti á að ofan, er það ekki lausn á vandanum, að ganga í evru.
  • Þ.e. þeim vanda, að innstreymi geti magnað efnahagsbólu hér, og síðan enn sneggra útstreymi geti sett allt á hliðina.
  • En sú lausn innan evru, að ríkið skuldsetji sig í staðinn, til að tryggja fjármálastöðugleikann - - er ekki að reynast vel.
  • Ég held að það sé ekki neitt ákaflega hættulegt fyrir Ísland - að hætta í EES. 
  • Þó svo það þíði að í staðinn komi enginn nýr viðskiptasamningur við Evrópu.

Það séu það miklir hagsmunir af því, að tryggja að það verði ekki endurtekning á þeirri bólu sem hagkerfið gekk í gegnum á sl. áratug, að þeim 10-15% sem lífskjör líklega lækka um vegna tolla sem þá leggjast á ísl. útflutning til Evrópu; sé þess virði.

En ég held að það sé ekki meiri skaði en þetta, því að Ísland er meðlimur að Heims Viðskiptastofnuninni "WTO" en tollagrunnur þess er lægri en sá er rýkti er þetta kallaðis "GATT." 

Alþjóðlega tollaumhverfið er ekki verra en svo, að Kína - Japan - S-Kórea o.flr. ríki, hafa ekki verið í vandræðum að græða peninga á að framleiða vörur og selja út um allan heim, borgandi þá tolla.

Bendi einnig á að framleiðendur í Bandaríkjunum, Kanada og öðrum ríkjum N-Ameríku, og S-Ameríku einnig, eru einnig undir hinu alþjóðlega tollaumhverfi. Þegar þau lönd selja vörur utan sinna svæðisbundnu samtaka.

Evrópa er meðlimur að "WTO" þannig að, Evrópa er einnig bundin af þeim reglum. Svo að sem meðlimir að þeirri stofnun ásamt Evrópu. Höfum við markaðs-aðgang að Evrópu.

Sá aðgangur er varinn af reglum "WTO" og af dómstól "WTO." Sá er algerlega óhræddur að dæma stórum ríkjum í óhag, jafnvel Bandaríkjunum.

Það er vegna þessarar öflugu lagaumgjarðar sem fylgir "WTO" að það er orðið óhætt, að segja upp EES án þess að hafa annan samning við Evrópu upp á að hlaupa.

Það er ekki verið að setja þjóðina í einhverja stórfellda óvissu - vegna þess að umgjörð "WTO" er stöndug.

  • En kosturinn við þá umgjörð, er að hún er minna íþyngjandi til muna en umgjörð EES.
  • Þannig að, það er t.d. heimilt innan umgjarðar "WTO" að mismuna erlendu fjármagni til að tryggja framtíðarstöðugleika. 
  • Að auki, er ekki vinnumarkaðurinn hluti af henni, svo að okkur er gersamlega heimilt að hindra erlend fyrirtæki í því, að koma hingað með sína starfsmenn.
  • Að auki, er landeign ekki hluti af viðskiptafrelsinu, því ekkert til fyrirstöðu að láta öll kaup útlendinga á landi lúta þeirri reglu, að það þurfi sérstaka undanþágu.

Set hér hlekk á skýrslu Seðlabanka Íslands, hina frægu stóru skýrslu upp á 600 bls.:

Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum

 

Niðurstaða

Í seinni tíð hafa komið fram í alþjóðahagkerfinu margvíslegir gallar sem fylgja hinu flæðandi fjármagni sem til er staðar í óskaplegu magni innan alþjóðakerfisins. Við erum að tala um þúsundir milljarða dollara að andvirði, sem flæða um daglega. Og þetta gríðarlega magn, getur í reynd sett á hliðina nær hvaða hagkerfi sem er í heiminum. Einungis þau allra stærstu og öflugustu, hafa líklega nægar varnir til að geta verið þannig séð tiltölulega óhult.

Vandinn sem fylgir þessu, hefur framkallað aukna tilhneigingu meðal fjölda ríkja í Asíu og S-Ameríku, að trufla eða leitast við að takmarka, það magn af þessu fjármagni sem flæðir inn eða út.

Það er langt í frá að svo sé, að Ísland sé eitt í heiminum með þann vanda.

---------------------------

Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa einhverjar varnir áfram - að það verður ekki mögulegt að hafa engar hömlur, eins og menn töldu rétt árin fyrir kreppu.

Mín skoðun er að það sé ekkert rangt við slíkar hömlur, þá meina ég að almenna reglan verði frelsi, en það verði til staðar annaðhvort einhvers konar varúðarregla sem er vel auglýst svo markaðurinn veit af henni - hún sé fyrirfram skilgreind, og markaðurinn muni vita að henni verði beitt.

Eða, það má fræðilega leita í smiðju landa eins og Brasilíu, sem hafa beitt skattlagningu á erlent fjármagns-innstreymi, án þess að nota boð eða bönn, og þannig dregið úr innflæði. Þegar innflæði vill hækka gengið.

Vandinn er að allar slíkar hömlur brjóta EES, sem leiðir til þeirrar ályktunar að líklega þarf landið að yfirgefa EES.

Við getum ekki treyst á að vilji sé til staðar hjá ESB að semja um breytingar á þeim samningi.

Brotthvarf frá EES er því eðlileg ályktun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi

Góð grein. Það virðist tvímælalaust stefna í að einhvers konar höft verði við lýði og ég meina það ekki í neikvæðum skilningi.

Það þarf meiri þjóðfélagslega þróun til að kunna að fara með frjálst flæði fjármagns.

Bragi, 9.10.2012 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband