6.10.2012 | 20:22
Er þörf á 4. skiptingu valds? Frekar um spurninguna um hugsanlega innleiðingu nýs fjármálakerfis!
Ég var á áhugaverðum fundi á laugardagsmorgun, þ.s. Frosti Sigurjónsson, hélt erindi þ.s. hann mælti fyrir því að allt fjármálakerfi landsins væri endurskipulagt í grundvallaratriðum. Nánar tiltekið að í stað "fractional reserve banking" væri tekið upp "full reserve banking" sem felst einmitt í því, að bankar þá eiga 100% fyrir öllum útistandandi innistæðum. Hugmynd Frosta er að, almennar innistæður verði varðveittar í Seðlabankanum. Þar hafi allir reikning, en þeir reikningar greiði enga vexti.
Ef menn vilja vexti, þá þurfi þeir að leggja fé í banka. En þar sé í boði einungis valkosturinn að binda það fé í einhvern tiltekinn lágmarkstíma. Þetta er til þess, að bankinn geti notað það fé á meðan. Látið það vinna.
Áhættan sem er þá tekin í staðinn er sú, að ef bankinn verður fyrir töpum sem eru það alvarleg, að eigið fé dugar ekki til að verja innistæðueigendur - - þá tapar einhver hluti innistæðueigenda sínu innlagða fé, en þá einungis þeirra tilteknu þeirra fé var mótvægi á móti þeim lánum er töpuðust.
Innlán sem eru mótvægi gagnvart lánum sem ekki tapast, þeirra fé er þá hólpið.
Með þessu telja talsmenn "full reserve banking" að ekki sé hætta á áhlaupi á viðkomandi banka.
Það er hugmyndin að hafa enga opinbera innistæðutryggingu - - heldur samband milli aðila, sem er þá áhættusamband af beggja hálfu.
- Ég velti þó fyrir mér hve mikið framboð af lánsfé verður í slíku kerfi - en væntanlega þarf öfluga gulrót til að fá einstaklinga, til að þannig deila áhættunni með bankanum.
- Sem væntanlega þíðir, að lán verði óhjákvæmilega dýr.
- Það er ekki endilega slæmur hlutur, að lánsfé sé dýrt - en það þýðir að, fólk þarf að finna aðrar leiðir en lán að miklu leiti, til að eignast hluti.
- Þ.e. klassíska gamla aðferðin að safna fyrir hlutnum.
- Sem kannski er þá nægileg hvatning, til þess að fólk fáist til að leggja fram fé til ávöxtunar, þrátt fyrir að deila áhættunni með bankanum.
- Þá kannski gildir gamla reglan, að dreifa áhættunni með því að eiga fé í flr. en einum banka.
Hvernig væri skipt yfir? Best að benda á lýsingu í eftirfarandi:
IMF WORKING PAPER - The Chicago Plan Revisited
En stóra spurningin er - hvort fylgi þessu alvarlegir gallar?
Einna áhugaverðustu rökin fannst mér, að það sé nauðsynlegt að 4. skipta valdi. Að peningavald sé í reynd sterkasta valdið, og þurfi að skipuleggja framtíðarkerfi okkar með þeim hætti, að sérstakar gætur séu hafðar á því eða með öðrum orðum, það sé tékkað, alveg eins og að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald tékka hvert annað. Best sé að það sé gert þannig, að vald yfir peningum sé fært yfir til nefndar óháðra aðila, sem taki ákvörðun um það hve mikið hverju sinni er prentað. Síðan sé það ríkið, sem komi því fé í umferð með framkvæmdum eða annarri eyðslu.
Fræðilegir gallar - ath. set þetta fram í umræðuskini, ekki sem fullyrðingu!
Ég vonast eftir rökstuddum svörum - fagnaðarefni væri að fá aðrar kenningar!
- Eykur "fractional reserve banking" hagvöxt? Kenningin er þá, að einmitt vegna þess að bankar í "fractional reserve banking" kerfi eru óábyrgir í lánveitingum, þá stuðli þeir að hagvexti. Þetta hljómar ef til vill einkennileg röksemd. En óábyrg lánastarfsemi leiðir augljóslega til útlánatapa. En punkturinn er, að einmitt vegna þess að bankar í slíku kerfi búa til megnið af því fé sem þeir hafa til umráða einfaldlega í hvert sinn er þeir veita lán, þá eiga þeir að jafnaði mjög auðvelt með að redda sér ef það eiga sér stað útlánatöp. Áhættan per útlán sé lítil að jafnaði. Það valdi því að flr. fái lán en ella - en ef áhættan fyrir bankana væri mun meiri per útlán. Meira af fjármagni fari þá hvorttveggja í senn til góðra sem slæmra útlána. Þannig, að þó svo að slæmu útlánin tapist. Þá sé verið að fjármagna gagnlega hluti sem annars líklega væru ekki fjármagnaðir. Þó svo að bankinn fari síðan á hausinn í fjármálakreppu - - þá sitji sú þekking eftir, og nýtist næstu uppsveiflu.
- Eru kreppur gagnlegar líka, ekki bara slæmar? Punkturinn snýst um endurnýjun. Ef maður ímyndar sér stöðugt kerfi án fjármálakreppa. Þá grunar mig, að gjaldþrot fyrirtækja verði sjaldgæfari atburðir. Meðalaldur fyrirtækja smám saman hækki. Það sem ég er að velta fyrir mér er fyrirbærið "institutional memory" og "institutional culture." En innan flestra skipulagseininga myndast ríkjandi menning og ríkjandi hugmyndir. Yfirleitt í krafti öflugra einstaklinga, sem hafa áhrif á aðra. Þó þeir hætti getur sú sýn lifað áfram, þ.e. nýir starfsmenn læra af eldri, eru "félagsvæddir" þannig séð. Öfgafullt dæmi væri Kaþólska kirkjan yfir stofnun sem ekkert eða nær ekkert hefur breyst um aldir. Punkturinn er: myndi kerfið smám saman verða minna gjöfult af nýungum, vegna þess að sömu fyrirtækin í meira mæli viðhaldist? Það sé minna af nýjum fyrirtækjum hlutfallslega.
- Annar punktur varðandi hugsanleg jákvæð áhrif kreppa? Á öllum tímum eru sumir duglegri en aðrir, og sumir af þeim duglegu á öllum tímum verða ríkir. Þeir sem ná þeim árangri að verða ríkir, eðlilega vilja tryggja sína afkomendur sem best þeir mega. Þeir fá ríkulegan arf. Þeir fá betri menntun. Betri tækifæri o.s.frv. Það sem ég velti fyrir mér, er að þegar kreppur eiga sér stað þá hefur alltaf einhver hluti af þeim sem voru rýkir fyrir veðjað á rangan hest og þeir verða síðan gjaldþrota, og nýir rýkir geta þá tekið yfir þeirra svið í næstu uppsveiflu. Því sem ég velti fyrir mér, er hvað gerist í kerfi sem er án reglulegra fjármálakreppa. En ég bendi á, að í öllum þeim ríkjum sem hafa nýtt nútýmafjármálakerfi í a.m.k. nokkrar hagsveiflur. Þá hafa í öllum tilvikum eða nær öllum, hefðbundnar elítur látið undan síga fyrir svokölluðum nýrýkum. Mig grunar, að það séu einmitt kreppurnar þeirra eyðileggingarafl sem sé svo öflugt við það niðurbrot hefðbundinna elíta. Veiking þeirra, geri það mögulegt að nýjar hugmyndir nái með nýju fólki, að komast að innan þeirra raða. Þ.e. hið minnsta kenningin. Þetta niðurbrot og veiking þeirra sem fyrir eru, hafi m.a. brotið niður andstöðu við þróun samfélagsins með margvíslegum nýjum hætti, sem átt hafi sér stað sl. 2 aldir. Ég velti þá fyrir mér: ef stöðugleiki rýkir héðan í frá, myndi á löngum tíma þ.e. nokkrum áratugum, myndast nýjar hefðbundnar elítur - með stöðnuðum hugmyndum, sem sjá það sér í hag að standa gegn breytingum af hverskonar tagi Kenningin er þá, að afkomendur þeirra sem slá í gegn verða ríkir, sjái það sér í hag að tryggja sína stöðu með því, að hindra sem mest aðgang að toppunum, með minni endurnýgjun verði þeir rýku sem fyrir eru til staðar sífellt öflugari og samstæðari hópur - fyrir rest fari hugsanlega eins og var ástand mála á öldum áður, þegar aðalsættir sáu til þess að nýir gátu almennt séð ekki gengið inn í aðalinn. Það leiði til herpingar á samfélögunum, og stöðnunar.
Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú - - að ég þekki ákaflega vel mannkynssöguna.
Ég veit, að það samfélag sem hefur verið til staðar sl. 300 ár er algerlega einstakt í allri mannkynssögunni. Ég fullyrði ekki að ofangreint séu ástæðurnar.
En í Bretlandi komu fram líklega milli 1750 - 1860 cirka, megnið af tækninýungum í heiminum á þeim tíma.
Síðan frá 1870 cirka og út 20. öldina, hafa líklega a.m.k. 2/3 allra tækninýunga komið frá Bandaríkjunum.
Til að undirstrika þetta enn frekar, hafa líklega frá þessum tveim löndum á sl. 3 öldum, komið verulega flr. tækninýungar en undanfarin 5000 ár, frá öllum fyrri samfélögum mannsins.
Ekki má heldur gleyma því, að fyrri samfélög voru stöðug - en einnig, að þau breyttust lítið. Svo lítið að fólk sá yfirleitt ekki neinar umtalsverðar breytingar af nokkru tagi á heilum mannsaldri.
Það sem hefur framkallað megnið af þeim umfram hagvexti er átt hefur sér stað á sl. 300 árum, eru þær byltingarkenndu tækninýungar sem áttu sér stað.
Þannig að það skiptir mjög miklu máli - hvort raunverulega það sannarlega óskaplega gallaða kerfi "fractional reserve banking" leiðir til meiri hraða í þróun tækni eða ekki?
Því ef svo er, þá þrátt fyrir allar kreppurnar - þrátt fyrir öll útlánatöpin, þá er útkoman samt nettó meiri hagvöxtur. Þegar löng tímabil eru skoðuð.
Bendi á, að ef einhver nefnir nýlendukapphlaup - - að þá hófu Spánverjar og Portúgalar nýlendurkapphlaup á 16. öld, eða öld áður en nýlendukapphlaup Frakka og Breta hófst. Ekki hófst iðnvæðingin í þeim tveim ríkjum. Það er því einhver önnur ástæða.
Að lokum má ekki gleyma - - að nærri öll samfélög fortíðarinnar, þau stöðnuðu fyrir rest. Í reynd virðist að stöðnun sé ein stærsta áhættan fyrir mannleg samfélög - - ef saga sl. 5000 ára er skoðuð.
Það er einnig sérstakt við nútímasamfélög - - þessi gríðarlegi kraftur - þessi gríðarlega tíða endurnýjun.
Ég velti fyrir mér - - reyndar. Hvort endurnýjuninn sé ef til vill ekki lykilatriðið.
Með öðrum orðum - - kreppurnar!
Niðurstaða
Það er engum vafa undirorpið að "fractional reserve" kerfi er herfilega gallað. En vegna þess að mig hefur grunað lengi, að óstöðugleikinn sem því kerfi fylgir gegni einnig lykilhlutverki í því að forða því, sem ég tel vera hættulegasta sögulega mein mannlegra samfélaga þ.e. stöðnun hugmynda. Þá hef ég frekar en íhuga að skipta um grunnkerfi, beint sjónum að lagfæringum á því kerfi.
Er svokallað "kjörgengiskerfi" hentugt fyrir Ísland?
Á hinn bóginn má vel vera, að óttinn minn sé óþarflega mikill.
Samfélagsuppbygging sé kominn á slíkt þróunarstig, að ekki sé nein umtalsverð hætta á ferðum, þó svo að stöðugleiki okkar kerfa væri umtalsvert aukinn. Með því að fjarlægja þann óhjákvæmilega óstöðugleika sem "fractional reserve" kerfi framkallar.
Þ.e. engum vafa undirorpið að eðli þess er að endurtaka stöðugt "boom/bust" eða uppgang vs. kreppu.
-----------------------------
Er þessi óstöðugleiki nauðsynlegur - - til að forða þróun í átt að endurtekningu þeirrar stöðnunar, er einkenndi svo mörg samfélög fortíðarinnar?
Eða er alþjóðasamfélagið nægilega stórt og yfirgripsmikið, til þess að ekki sé nein umtalsverð hætta?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 863666
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt af vandamálum með „full reserve banking" er sú að þegar bankinn lánar peninga þá getur bankinn á sama tíma látið þann sem vill taka út úr bankabókinni sinn pening. Hann er jú núna bundinn við útlánið. Hér er kennsla á þessu http://www.youtube.com/watch?v=RGMcswR8DnY hjá khanacademy.org.
Ég er alveg sammála því að við þurfum að stokka upp allt kerfið. Eitt af þeim er t.d. að taka upp bindiskyldu í staðinn fyrir að nota stýrivexti. Bindiskyldan virkar vel gegna því að bankar blási hratt úr í hagkerfinu. Allt þetta tal um að Seðlabankinn sé að vinna gegn verðbólgu með stýrisvöxtum finnst mér hlægilegt því ríkisstjórnin ber ábyrgð á verðbólgunni og hún verður að vera ábygð gerða sinna.
Við þurfum að 0 stilla allt þjóðfélagið og þá að stokka upp líka vsk kerfið með því a) koma með veltuskatt upp á t.d. 3%-4,5% b) hafa einn vsk skatt t.d. 11-14%.
Ómar Gíslason, 7.10.2012 kl. 09:10
Eitt af því sem er ekki í lagi í dag í bankakerfinu það er tryggingarsjóðurinn. Sem dæmi að þegar Icesave var í Bretlandi að mig minnir að á skömmum tíma voru stofnaðir 100.000 innlánsreikningar en tryggingarsjóðurinn fór ekki af stað fyrr en eftir ár. Þetta er kerfi sem mun ekki virka
Ómar Gíslason, 7.10.2012 kl. 09:45
Ég hef einnig velt fyrir mér þeim möguleika að gera þá breytingu, að afnema innistæðutryggingar.
Þá er kennningin, að innistæðueigendur v. vaxandi sýnar á áhættu, myndi krefjast hærri vaxta á innistæður. Það víxlverkar yfir á lán er þá verða dýrari. Hærra verð á útlánum, minnkar eftirspurn innan þjóðfélagsins eftir lánsfé.
Hærri vextir á innlánum hvetja til sparnaðar. Á sama tíma, að dýrari lán letja fólk til að kaupa með því, að taka lán fyrir því.
Afleiðing, fólk tekur lægra hlutfall að láni. Bankar verða einnig verulega smærri að umfangi almennt, eins og þeir voru á árunum fyrir seinna stríð.
------------------------
Það eru margvíslegir valkostir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.10.2012 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning