5.10.2012 | 23:18
Antonis Samaras segir Grikkland standa frammi fyrir gjaldþroti fyrir nk. mánaðamót!
Þetta kemur fram í viðtali í Þýska blaðinu "Der Handelblatt" sem eins og nafnið bendir til, er viðskiptablað. Það er einmitt málið, að aðildarlönd evrusvæðis geta ekki frestað ákvörðun um Grikkland lengur. Krafa Samaras stendur enn, að Grikkland fái 2 viðbótar ár, til að ná endum saman. Ekki það að nokkur ástæða sé að ætla að, 2 ár myndu í reynd nokkru máli skipta. En augljóst virðist að Grikkland nær ekki að framkv. þann hátt á annan tug milljarða evra niðurskurð, sem er krafist - innan þess tímaramma sem gert er ráð fyrir í samkomulagi um svokallaða "aðra björgun" Grikklands.
Samaras: Till Will Be Empty in November
Greek crisis is 'like the Weimar Republic
Á hinn bóginn, er mjög lítill vilji til að setja frekara fjármagn í grísku hýtina, en 2 viðbótar ár þíðir að það þarf meiri peninga, því eins og ástand mála á Grikklandi er, þá er grískum stjv. haldið uppi - annars væru þau ekki einu sinni að standa undir innlendum skuldbindingum.
Reyndar eru þau það í reynd ekki, en þau hafa verið að spila þann leik, að greiða ekki innlendum byrgjum og þjónustuaðilum, heldur einungis erlendum sambærilegum. Margir innlendir birgjar, hafa ekki séð greiðslur allt þetta ár - og líklega verða þeir þá gjaldþrota eða neita að veita frekari þjónustu.
Samt þó þau spili slíka leiki, vantar upp á að þau eigi næga peninga til að t.d. greiða að fullu út bætur, eða til greiðlu launa o.s.frv.
Svo fræðilega, ef við segjum að nk. mánaðamót koma og ekki er til nægur peningur, væri úr vöndu að ráða - - hugsanlega væri unnt að greiða sumum t.d. bætur eða laun, og sumum ekki.
Gríska ríkið, gæti farið í að forgangsraða hver fær greitt - þ.e. heldur áfram að greiða til þeirra allra mikilvægustu, sem væri lögregla og her í algeru lágmarki.
En við myndi þá taka þjóðfélagslegt kaos - - eða þangað til að gríska ríkið fer að prenta sinn eigin pening, nýjar drögmur. En það væri eina leiðin, til að binda enda á "peningaþurrðina" sem þá væri á skollin.
Fræðilega í millitíðinni, getur ríkið reddað sér að einhverju marki, með því að gefa út "víxla" eða skuldaviðurkenningar, fræðilega geta slíkir pappírar gengið á milli aðila eins og gjaldmiðill. Það getur þó flækt fyrir, ef aðilar vantreysta gríska ríkinu, eftir að það hefur verið að svíkja marga um greiðslur.
Það getur einnig aukið kaosið, ef gríska ríkisstjórnin er það vitlaus, að hún sé mjög sein að taka þá lykilákvörðun, að hefja prentun nýs gjaldmiðils í kjölfar þrots atburðarins - - því í ástandi greiðsluþrots ríkisins, meðan sameiginlegi gjaldmiðillinn er enn í gildi, þá mun allt fé sem út getur komist út streyma.
Eina leiðin til að stöðva það stöðuga útflæði sem við ríkisþrot væri orðið að "fljóti," væri að afnema evruna sem lögeyri innan Grikklands.
En þó kaldhæðnislegt sé að segja það, þá væri það einmitt vegna þess að enginn annar myndi vilja taka við grískum drögmum, að flóttinn og þar með fjármagnsþurrðin myndi taka enda.
Þá geta menn ekki lengur, flutt jafnóðum sinn pening úr landi - - því erlendir bankar myndu líklega þverneita að skipta drögmunum, a.m.k. um allnokkurt skeið á eftir.
Ekki fyrr en að gríska hagkerfið væri farið að rétta aftur við sér - einhver lágmarkstjórnun væri komin á kaosið við hrunið; væri það hugsanlegt að sú afstaða erlendra aðila gæti breyst.
Það er ekki unnt að tímasetja - - nema, að ég er viss um að gríska hagkerfið réttir fyrr við sér í þeirri sviðsmynd, en ef það heldur sér áfram innan evru.
Einnig, að því lengur sem Grikkland býður með að yfirgefa evruna, því lengra verður umrótstímabilið í kjölfarið, er Grikkland loks hrökklast út - - einfaldlega vegna þess að því alvarlegri sem hagkerfisskaðinn verður orðinn því meiri tíma mun líklega viðsnúningur taka.
Því dýpri verður kreppan fyrir rest - - Grikkland gæti farið niður á lífskjör þróunarríkja.
Niðurstaða
Ég hef sagt þetta nokkrum sinnum áður, að nú geti farið að draga að endalokum gríska harmleiksins. Sannarlega hefur þolinmæðin gagnvart Grikklandi aldrei verið minni. En á hinn bóginn má jafnvel enn það vera, að aðildarþjóðirnar kjósi að leggja enn meira fé í grísku hýtina.
Þetta er mjög einfalt - - því lengur sem Grikkland hangir inni, því meira fé sem mokað er í þá hýt, því stærra verður tjónið fyrir alla þ.e. Grikki sem og aðildarþjóðir evru.
Nógu er hún djúp nú, holan sem Grikkland mun falla í. En, ef menn ákveða að kaupa sér eitt ár enn, þá örvænti ég yfir því hve hyldjúp sú hola verður þá síðar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning