Ræða Mario Draghi á fimmtudag, bendir til augljósrar óþolinmæði gagnvart ríkisstjórn Spánar!

Mér finnst þetta vera tónn sem lesa má úr ræðu Mario Draghi sem hann hélt, þegar hann kynnti vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu. Að auki eru svör hans við spurningum, áhugaverð. En hann tönnslast ítrekað á "we are ready" og hann sá ástæðu til að taka það skilmerkilega fram, að ferlið skv. tilboði hans frá síðasta vaxtadegi um svokallað "OMT - Outright Monetary Intervention" væri til staðar - "stand by."

Ef einhver man ekki hvaða tilboð ég vísa til, þá er það tilboð Seðlabanka Evrópu um kaup skuldabréfa ríkja í vanda - - en ég sá um leið, hvaða veikleika það tilboð hafði til að bera sbr. 7/9 - Það á eftir að vera gríðarlegur þrístingur á ríkisstjórn Spánar!

Nefnilega, að virkja það þarf viðkomandi ríkisstjórn fyrst að óska aðstoðar til björgunarsjóðs Evrusvæðis, og akkúrat á því stendur - alveg eins og ég átti von á.

Núna mánuði seinna greinilega frústreraður, margítrekar Draghi "we are ready."

 

Sjá ræðu Draghi með spurningum og svörum til blaðamanna!

Einna áhugaverðasta spurningin er án efa:

Question: You spoke several times about risks and now redenomination risks. Yields have calmed down since your announcement in July and then your further announcement. How much of these risks have been removed and do you think it is just a temporary effect which will be reversed in the event that the OMT programme is not applied?

And second, as you made OMTs dependent on a request and the governments seem to be extremely reluctant to make such a request, and given that the monetary policy transmission mechanism is still broken, have you thought about any other solution that you could apply in this event?

Draghi: Well, on the second question: for the time being, no. I think we have the sense that it was a very important decision which has many dimensions. We had to cope with all of these and it is now in place. We are ready and we have a fully effective backstop mechanism in place. Now it is really in the hands of governments and, as I said many times, the ECB cannot replace the action of governments.

With regard to whether the level of interest rates reflects redenomination risks, as I said before, we are considering a variety of indicators here, one of which is the interest rates and then we are also considering those I mentioned, namely the bid-ask spreads, liquidity, the shape of the yield curves and volatility. So there are a variety of indicators which will certainly inform our monetary policy assessment.

Eins og þið sjáið - hann segir "Nei" eða með öðrum orðum, það er ekkert annað plan.

 

Takið eftir eftirfarandi úr ræðu Draghi:

"Our decisions as regards Outright Monetary Transactions (OMTs) have helped to alleviate such tensions over the past few weeks, thereby reducing concerns about the materialisation of destructive scenarios. "

Það er nefnilega málið, eini munurinn á milli þess ástands er rýkti í júlí og ágúst, og þess er ríkt hefur síðan loforð Draghi koma fram í september - - er vonin þess efnis að það loforð komist til framkvæmda.

Þetta var því virkilega lykilspurning þarna að ofan frá blaðamanni sem ég hef ekki hugmynd um hver heitir eða frá hvaða landi - - því eins og Draghi sjálfur svaraði er ekkert "plan b."

Þetta er planið - - þess vegna er mjög skiljanlegt að nú mánuði seinna, og greinileg pattstaða rýkir á pólitíska sviðinu, að Draghi sé orðinn óþolinmóður.

Enda, ef drátturinn á því að samkomulag náist milli Spánar og annarra aðildarríkja evrusvæðis, um það akkúrat hver skilyrði um björgun Spánn fær - - heldur áfram.

Fara markaðir mjög fljótlega, að efast að nokkuð verði af þessu.

Og þá er mjög stutt aftur til baka í sama paník ástandið er rýkti sl. sumar.

 

Niðurstaða

Ég hef samúð með Draghi, hann er klár maður og augljóslega vill gera sitt besta til að tryggja framtíð evrunnar. En hans svigrúm til athafna er takmarkað af þeim aðstæðum sem hann er í. Það tilboð sem hann náði í gegnum stjórn Seðlabanka Evrópu í sl. mánuði, er líklega það lengsta sem hann getur mögulega gengið, í því að forða evrunni frá falli.

Mikil andstaða hefur komið fram gegn því sérstaklega í Þýskalandi, þ.s. fjölmenn andstaða vill ónýta það.

Með það í huga, er mjög ólíklegt að hann geti tekið viðbótarskref - ef það stefnir í að samkomulag er virkilega ekki að nást milli aðildarríkjanna og Spánar.

----------------------------------

Best að segja ekki mikið meira - - ég hvet fólk til að fylgjast áfram með þessari áhugaverðu deilu, þessu "game of chicken" sem er í gangi milli Spánar og hinna aðildarríkjanna.

Einhver þarf að blikka - - en ef hvorugur aðilanna það gerir, tja.

Þá getur allt gerst!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband