Af hverju ætli að stofnanir ESB hafi vanmetið samdráttaráhrif niðurskurðar?

Ambrose Evans-Pritchard var með enn eina blogggreinina - Multiplying Europe's fiscal suicide (technical) - í þetta sinn vakti hann athygli á rannsóknargrein sem finna má á vef Standards&Poors og niðurstöður eru áhugaverðar. En það virðist sem að, stofnanir ESB hafi tekið of mikið mark á svokölluðum "fiscal multiplyer IMF" þ.e. skv. greiningu AGS í gegnum áratugina, þá má lesa að meðalsamdráttur af niðurskurði um 1% af andvirði þjóðarframleiðslu sé samdráttur hagkerfis upp á cirka 0,5%. Þ.e. "multiplier is around 0.5" en í kreppunni innan evrusvæðis, hefur hann reynst vera umtalsvert hærri, jafnvel miklu hærri í einstökum tilvikum.

 

Eins og þið sjáið af töflunni, getur blind túlkun á þessum "fiscal multiplyer" hafa valdið því stórfellda vanmati á líklegum efnahagssamdrætti í löndum evrusvæðis í vanda

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/fiscal_multiplyer.gif

  • Þarna kemur til að það þarf að taka meðaltalstölur með fyrirvara, en að baki þeim geta legið mjög ólíkar útkomur í einstökum tilvikum.
  • Það er eins og starfsmenn Seðlabanka Evrópu og Framkvæmdastjórnar ESB sem sáu um að reikna út spár um líklega framvindu landanna í vanda, hafi algerlega með aðferð blinda kettlingsins, notað "fiscal multiplyer IMF" þ.e. án þess að greina nánar þau tilvik sem liggja að baki þeirri meðaltalsstærð.
  • Að auki þarf að hafa í huga, að í fortíðinni hafa hagkerfi sem beita sig hörðu yfirleitt haft sinn eigin gjaldmiðil, og gengisfall hefur yfirleitt verið undanfari þess að niðurskurði er beitt, þ.e. gengisfallið kemur fyrst og svo niðurskurðurinn.

Þ.e. auðvitað "lykilmunur" hvort niðurskurður kemur í kjölfar á gengisfellingu, eða hvort hann kemur án þess að á undan, hafi orðið snögg gengisbreyting - sem hafi lækkað kostnað atvinnulífsins. En ef þ.e. ekki gengisfall fyrst, þá er líklega atvinnulíf í vandræðum á sama tíma og ríkið er að skera niður.

Einmitt þ.s. við erum að sjá eiga sér stað. Ef þess í stað gengisfelling hefur átt sér stað á undan niðurskurðinum, er atvinnulífið líklega statt í því ferli að rétta við sér - - þegar niðurskurður ríkisvaldsins er að koma inn.

Þá eðlilega, eru samdráttaráhrif niðurskurðar mun minni á hagkerfið í heild, en ef niðurskurður ríkisvalds á útgjöldum kemur ofan í ástand, þegar atvinnulíf er samtímis í samdrætti.

Að auki er annað atriði sem einnig skiptir augljóslega miklu máli, en þ.e. efnahagsástandið ríkjandi í heimshagkerfinu þegar land í efnahagsvandræðum, er að leitast við að skapa aðstæður fyrir viðsnúnig, og samtímis að leitast við að minnka skuldir.

En t.d. þegar Skandinavíukreppan átti sér stað á 10. áratugnum, var efnahagsuppsveifla í gangi í heiminum, sem þíddi að eftir snögga gengisfellingu - - þá augljóslega flýtti það fyrir aukningu í útflutningsatvinnuvegunum, að þeir urðu allt í einu samkeppnisfærari í ástandi er heimshagkerfið var statt í uppsveiflu. Fyrir bragðið varð viðsnúningurinn enn kröftugari en ella t.d. í Svíþjóð en ef hann annars hefði verið við óhagstæðari skilyrði í heimshagkerfinu, og það einnig hefur dregið úr neikvæðum áhrif á efnahagsástand er ríkið hóf í kjölfar gengisfalls að skera kröftuglega niður.

Svo má ekki gleyma einu atriðinu enn sem örugglegar má ekki vanmeta - - að ég þekki þess engin dæmi úr hagsögu 20. aldar, né 19. aldar, að svo mörg lönd í einni heimsálfu, hafi tekið þá ákvörðun að hefja samræmdar niðurskurðar-aðgerðir. 

Síðast en ekki síst - - skuldir hafa sennilega aldrei í hagsögu miðað við 20. öld og jafnvel 19., verið svo miklar, hvort sem litið er til hina gríðarlegu skuldasöfnun ríkisstjórna sl. 30 ár, eða uppsöfnun skulda meðal almennings og atvinnulífs. Þetta hlýtur að hafa veruleg áhrif - þegar kreppir að.

Þetta fer allt saman í senn:

  1. Engin mildandi gengisfelling á undan.
  2. Óhagstætt efnahagsástand í heiminum.
  3. Hve mörg lönd á sama svæði, ætla að ástunda samdráttaraðgerðir samtímis.
  4. Líklega einhver versta skuldastaða sem um getur í sögu heimsins.
  • Allt þetta hlýtur að auka samdráttaráhrif niðurskurðar.

 

Málið er að þegar ríkið dregur sig til baka - - þarf einhver annar að koma inn í staðinn!

Þegar niðurskurður kemur í kjölfar gengisfellingar, þá yfirleitt er atvinnulíf fært að taka við þegar ríkið dregur úr sínum umsvifum. Það hjálpar að auki ef efnahagsástand er gott umhverfis.

Ef atvinnulíf einhverra hluta vegna - - er ekki fært um að koma inn á móti, þá hlýtur niðurskurður að útgjalda ríkisins að skapa mjög mikinn samdrátt. Það gerir íllt verra, ef slæmt efnahagsástand er einnig ríkjandi umhverfis.

 

Sú efnahagskrýsa sem líkist vanda Evrópu mest - - er augljóslega vandi Japans í kjölfar hrunsins haustið 1989!

Í Japan eins og í Evrópu sprakk bóluhagkerfi, en þ.e. einmitt rétt lýsing á ástandi evrusvæðis á sl. áratug. Því fylgdi eins og nú í Evrópu mjög erfið staða bankakerfis, sem Japanir ákváðu að halda á floti eins og Evrópa er einnig að ákveða að gera. Í Japan var þá þegar hafin sú neikvæða fólksfjölgunarþróun sem í dag veldur því að fólki fækkar í Japan. Í Evrópu er fólksfjöldaþróun þegar byrjuð að draga úr mögulegum hagvexti. 

Það virðist afskaplega líklegt að Japan í dag sé framtíð Evrópu.

Nema auðvitað að Evrópa ólíkt Japan, taki eitt stykki hrun á þetta! Útkoma sem mun eiga sér stað, ef útgjaldahaukar í Þýskalandi o.flr. löndum tekst að blokkera aðgerðir til að bjarga evrunni.

Reyndar er til þriðja leið, þ.e. verðbólguleið - þá væri skuldum eytt með því, að eyða upp virði gjaldmiðilsins sjálfs. Sú leið virðist síst líkleg akkúrat núna.

 

Niðurstaða

Það virðist erfitt að skýra ítrekað vanmat stofnana ESB á líklegum samdrætti í löndum sem ítt hefur verið í svokallað "björgunarprógramm" sem felur í sér grimman niðurskurð, nema að starfsmenn þeirra hafi trúað á "fiscal multiplyer IMF" eins og blindir kettlingar. En sá er fenginn fram eftir samanburðar greiningu á meðalútkomum efnahagskreppa í fjölda ríkja á löngum tíma.

Hugsanlega hefur átt þátt í því vanmati, blind trú á "jákvæð efnahagsleg áhrif af því að tilheyra evru." Menn hafi neitað að trúa því, að það skilaði verri útkomu miðað við dæmigerðar efnahagskeppur að tilheyra evru. 

Því má halda til haga, að þegar deilan um hagstæð árif gengisfellinga hefst, þá koma dæmigerðir spekingar sem hafa drukkið í sig spekina tengda evrunni, með þá hómilíu að áhrif þeirra séu einungis til skamms tíma - "að betra sé að taka á eigin málum" - þeim hefur verið líkt við að "pissa í skóinn sinn" þ.e. mönnun sé hlýtt meðan "hlandið sé blautt."  Þetta eru fullyrðingar sem ég hef rekist á í umræðnni, þá frá svokölluðum hagfræðingum.

En málið er, að þegar djúp snögg efnahagslægð skellur á, þá er lykilatriði að efnahagsuppsveifla hefjist sem fyrst - - svo að útgjalda niðurskurður ríkisins strax í kjölfarið, valdi ekki miklum viðbótar efnahagssamdrætti í kjölfarið. 

Ef það gerist, að hagkerfið er ekki fært að taka slakann. Þá er ekkert annað í kortunum en að hagkerfið spírali og spírali niður. Þá í hvert sinn, hækka skuldir per þjóðarframleiðslu því sú skreppur saman, meðan skuldirnar gera það ekki.

Eins og við sjáum, þá magnast hættan á ríkisþroti hratt í djúpum efnahagsniðurspíral, út af því að niðurspírallinn hefur tilhneygingu að auka ríkishalla - þar með skuldir - - samtímis að samdráttur hagkerfisins er einnig að magna upp byrðarnar af skuldunum.

  • Það er til fjöldi dæma um ríkisþrot - - þau hafa yfirleitt átt sér stað, vegna djúps efnahagshruns.
  • Þess vegna er lykilatriði að forða því að djúpt efnahagshrun eigi sér stað.
  • Stór gengisfelling er því ekki skammtímaaðgerð, ef hún er þáttur í að forða hagkerfinu frá slíkum niðurspíral. 

En djúpt hrun í kjölfar niðurspírals, eins og við sáum í kreppunni á 4. áratugnum, getur valdið ástandi sem mjög langan tíma tekur að vinna sig úr.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Prime er 80% af fjámálaveltu í meðaári , mestu markaðríkja. Afleiðu geirinn þá um 20% og kallast subprime [með þörf fyrir mikið venture captil sem hlutfall af heildar eiginfé , með max 5 ára uppgjörstímabil í Ballance afstemmimgum.

Niðurskurðurinn, utan Íslands eftir síðastu 30 ára ofvöxt í þessum afleiðu geira alþjóðaafleiðumatsfyrirtækja, sker hlut hans í heildar tekjum mest niður þegar upp er staðið.  Við munum sjá að allt var ekki eins og það sýndist. Gefum Commission 20 ár í viðbót. 

Júlíus Björnsson, 4.10.2012 kl. 14:36

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU þarf að bregðast við langtíma samdrætti í hráefnis og orku framboði sem snýr að henni. 30 ára fjálaga rammi er skylda í EU. Skilja hluta í 80% samhengi  næstu 30 ár. Gefur 80% skýrari mynd.  

Júlíus Björnsson, 4.10.2012 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband