Farið að ræða að skapa ESB fjárlög með umfang sem myndi máli skipta - ekki lengur sömu húsnæðisvextir á evrusvæði!

Þetta er úr umfjöllun sem ég rakst á þegar ég var að lesa fréttir á vef Financial Times, sbr: EU draft urges contracts for euro states. Það er mikil hugmynda gerjun innan Framkvæmdastjórnar ESB, og í nýju "draft agenda" virðist vera að finna margvíslegar hugmyndir, um að færa ESB sérstaklega evrusvæði nær því að vera sambandsríki.

Ein af þeim er hugmynd um verulega stækkuð fjárlög! Þó að sögn greinarhöfunda, kemur ekki fram neitt um það hvernig ætti að fjármagna þau.

"German officials have expressed support for such a multinational budget as a way to pool national resources without resorting to mutualising sovereign debt."

"Pierre Moscovici, the French finance minister, suggested last month that such a common budget could be used to run unemployment benefits for the bloc."

"“There seems to be growing intellectual consensus on the idea but not on the modalities,” one EU official said."

Fyrirmyndin er augljós - Bandaríki Norður Ameríku. En þar sér alríkið um greiðslu atvinnuleysisbóta. Að auki er ellilýfeyrir einnig "federal."

Það sem það gerir - er að þá verða bæturnar form af fjárstyrkjum fyrir svæði með hátt atvinnuleysi, og eða svæði með háu hlutfalli af öldruðum.

  • Þetta eru með öðrum orðum "millifærslur."
  • Sjálfsagt er það of viðkvæmt - spurningin um fjármögnun.

En augljósa lausnin er - skattlagning, þ.e. alríkið skattleggi eða í þessu tilviki sambandið.

Þetta er þó mjög stórt skref að samþykkja, en það var sameiginleg skattlagning sem var á sínum tíma lykilatriðið í uppbyggingu Bandar. á alríkinu. En það var meira að segja, í tengslum við skuldakreppu sem sú lausn varð ofan á - en þá gat alríkið tekið yfir skuldir ríkjanna í vanda.

En hafa ber í huga, að vandinn árið 1790 voru stríðsskuldir v. frelsisstríðsins v. Breta sem þá var nýlega aflokið, þannig að samúð með þeim skuldum með stríðslok enn í fersku minni allra, hefur örugglega verið töluverð. Og því auðveldar að fá fram samþykki ríkjanna sem stóðu betur fyrir því, að alríkið tæki þær skuldir yfir og fengi að setja lágan skatt á allt landið, til að fjármagna dæmið. En ef það hefði verið til staðar sú upplifun, að það væri um að ræða "óráðsýgjuskuldir."

Sjá Wiki síðu: Compromise of 1790

Önnur síða: Jefferson's Dinner Party Changed Nation

Mig grunar að sú samúð með skuldum landa innan ESB í vanda, sé ekki "eins sterk" í ríkjum sem sjálf eru ekki í vanda í sbr. v. Bandaríki 1790 - - þannig að tregðan geti reynst umtalsvert meiri, hjá borgurum þeirra landa sem standa tiltölulega vel í ESB dagsins í dag.

Skattborgarar betur settu landanna, verði líklega tregari til að samþykkja nýjan "alríkisskatt" til að, hið nýja "sameiginlega ríki" geti tekið að sér það hlutverk, að aðstoða ríkin í vanda, tekið yfir það hlutverk frá björgunarsjóðunum svokölluðu.

 

"Eurozone countries would have to sign binding contracts with Brussels, committing them to detailed fiscal reform...The provision, included in a report distributed to EU countries before this month’s summit, would require all 17 eurozone members to sign on to the kinds of Brussels-approved policy programmes and timelines now negotiated only with bailout countries...If adopted, the plan could help to meet demands in Germany for tighter control over the economies of highly indebted countries such as Italy and France that have a mixed record on economic reform...The proposals, seen by the Financial Times, reflect how far some EU leaders believe they need to overhaul the eurozone with more centralised decision-making."

Einhvern veginn grunar mig að þessum tillögum verði ekki tekið fagnandi. En skv. þeim, ef þessu er rétt lýst, myndu öll aðildarríki evru samþykkja að afsala sér mikið til eigin fullveldi yfir eigin hagstjórn - þannig að Brussel væri með "beina yfirumsjón" með ákvörðunum um eyðslu eða sparnað, í öllum aðildarríkjum evru.

Brussel væri þá með boðvaldið, legði línurnar - hve mikið skal skera niður hvenær, hve mikið má hækka laun eða lækka, hvenær má grípa til eyðslu.

  • ***En lýðræðishallinn í þessum hugmyndum er svo augljós - að ég get ekki ímyndað mér, að slíkar hugmyndir fái hljómgrunn á ráðstefnu aðildarríkjanna á næstunni.
  • ****Einn hópur mun þó fagna þeim, þ.e. ísl. evrusinnar, sem hafa verið að boða að íslendingar séu svo ómögulegir við að stjórna eigin málum, að landið þurfi sem fyrst að komast undir stjórn annarra - - þannig að þessar tillögur verða eins og himnasending í þeirra augum.

 

Það er ekki lengur svo að það séu sömu vextir á íbúðalánum alls staðar á evrusvæði

Þvert á móti hefur lánakostnaður hækkað mjög mikið í sumum landanna, þ.e. það litla bil sem var til staðar fyrir evrukrýsu hefur tekið umbyltingum, og nú er umtalsverður munur milli húsnæðisvaxta milli aðildarríkja evru. Þetta er þvert á fullyrðingar aðildarinna.

Bendi á áhugaverða grein í Der Spiegel:

Concerns Mount that ECB Bond-Buying Program Is Illegal

Þar kemur fram staðfesting þess að ég hef ekki verið að halda fram staðlausum stöfum, er ég hef sagt að það sé ekki lengur svo, að þegnar landanna og fyrirtæki séu að borga svipaða vexti.

"During his speech in Berlin, Draghi insisted that the ECB must ensure that interest rates do not continue to drift apart within the euro zone. He noted that it is unacceptable for businesses and consumers to have to pay varying levels of interest on their loans within the same monetary zone, depending on the country. A company in Germany, he said, pays 3 percent for a five-year loan, while its Italian competitor pays 5.5 percent. A German home builder can borrow money at 3 percent interest, while a Spaniard pays 7.5 percent."

Það er nefnilega málið - að markaðurinn notar vexti þá sem ríkið er að fá, sem vaxtagólf þegar markaðurinn er að ákvarða vexti fyrir einkaaðila eða einstaklinga, sem hafa tekjur sínar fyrst og fremst innan þess hagkerfis.

Þannig, að hækkaðir vextir tiltekinna landa - valda einnig hækkuðum vöxtum til atvinnulífs og almennings í sömu löndum.

-------------------

  • Að allir séu með sömu lágu vextina í evru - - einfaldlega er úrelt!
  • Það var þannig áður en evrukrýsan hófst - - en líklega mun það ekki gerast aftur.
  • Því markaðurinn er búinn að læra - - að mismunandi lönd hafa mismunandi áhættu, þó þau tilheyri sama gjaldmiðli.

Þetta er atriði sem skiptir máli fyrir Ísland - - en þ.e. fullyrt á grundvelli úreltra upplýsinga að vextir á Íslandi myndu lækka mikið, en hið rétta er að þeir myndu taka mið af stöðu ísl. ríkisins - lánstrausti þess.

Ég á erfitt með að sjá, að það lánstraust geti nokkru sinni verið eins gott og t.d. Hollands. Þannig að þá verða vextir hér alltaf töluvert hærri en í Hollandi. Vextir fyrir íbúðalán í Hollandi í dag, því ekki vísbending um framtíðarvexti íbúðalána á Íslandi innan evru.

Að auki sem dverghagkerfi verður Ísland áfram mun óstöðugra, því meiri óvissa um framtíðartekjur fyrirtækja og heimila - þegar litið er fram t.d. 30 ár. Slík óvissa kemur einmitt fram í ákvörðunum um vexti. Vextir eru ekkert annað en reikningur banka á áhættu tengdri lánveitingunni.

 

 

Niðurstaða

Vandi evrunnar, sem einnig er vandi Evrópusambandins, er greinilega að skapa heilmikla gerjun - en einhvern veginn þarf stofnunin að sprikla. Ef hún ætlar sér að hafa framtíð. Að auki eru ímsir sem telja einnig vera tækifæri í krýsunni, að fá fram langþráða drauma um sameiginlegt ríki.

Það verður áhugavert að fylgjast með málum fram að nk. áramótum. En mig grunar að einhvers konar framtíðarsýn með nægilega breiðum stuðningi verði að liggja fyrir - ekki mikið síðar en það.

Hver og einn má setja fram sína eigin ágiskun, varðandi líkur þess að draumarni um, stór skref til aukins samruna, komi til með að rætast.

---------------------------------------

Enn eru evrusinnar að tönnslast á úreltum upplýsingum, að húsnæðisvextir séu þeir nánast sömu í öllum aðildarríkum evru. Kannski fylgjast þeir einfaldlega þetta ílla með.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir, Einar Björn. Nokkrir augljósir þættir sameiningar eru þó:

Frakkar munu ALDREI samþykkja að Þjóðverjar ráði fjárlögum þeirra.

Þjóðverjar munu ALDREI samþykkja að minnka lífeyrissjóði sína og hækka vaxtagreiðslur sínar án þess að ráða fjármálunum.

Þjóðverjar og Frakkar myndu ráða Evrusvæðinu, ekki hinir 15 (eða 14).

Björgunarpeningana vegna Grikklands og nú Spánar þarf að afskrifa. Þegar það gerist verður allt vitlaust í Þýskalandi. Og hvað með hin 10 ESB- löndin? Bretland í annan flokk? Ekki samþykkti David Miliband það, vinstri ESB maðurinn sjálfur.

Þetta gengur ekki upp!!!

Ívar Pálsson, 2.10.2012 kl. 23:57

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Líklega allt rétt hjá þér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.10.2012 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband