Skuldir Grikklands 179.3% við lok næsta árs!

Þetta er tala sem kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Grikklands. Frétt um málið kemur fram á síðu Reuters: Greek 2013 budget sees sixth year of recession. Daily Telegraph sem einnig fjallaði um þetta - Greece's 2013 budget forecasts sixth year of recession, benti á áhugavert atriði: Greece: Preliminary Debt Sustainability Analysis.

En þetta er hlekkur á skýrslu AGS sem var lekið á vefinn, sem var með öðrum orðum ekki opinbert plagg. Svo það skýrir af hverju plaggið er ekki vistað á vef AGS í þessu tilviki. En þar settu þeir fram dökka sviðsmynd þ.s. þeir spáðu að skuldir Grikklands gætu orðið 178% árið 2015.

Takið eftir að plaggið er dagsett 15. febrúar 2012. Það er ekki lengra síðan:

" ...peak at 178 percent of GDP in 2015. Once growth did recover, fiscal policy achieved its target, and privatizationpicked up, the debt would begin to slowly decline. Debt to GDP would fall to around 160percent of GDP by 2020, well above the target of about 120 percent of GDP set by European leaders."

Þetta álit AGS þótti stofnunum ESB afskaplega ósanngjarnt, en þar var því haldið fram að skuldir Grikklands myndu ná jafnvægi við 120% árið 2020.

En munið að, sú spá kom í kjölfar þess að einkabankar skáru af 50% af sinni eign á skuldum gríska ríkisins. 

Þá var klárað með formlegum hætti svokölluð "3 björgun Grikklands" þ.s. átti að veita Grikklandi fjármögnun til næstu 3 ára.

 

Það sem þessi gögn sýna er hve fjarri veruleikanum spár um framvindu Grikklands hafa verið fram að þessu!

Meira að segja hin svokallaða "dökka sviðsmynd" AGS reynist alltof bjartsýn. Skuldir Grikklands verða hærri þegar á nk. ári en AGS taldi mögulegt í versta falli árið 2015.

Kannski er sviðsmynd sú sem stjv. Grikklands koma fram með nú - trúverðug. Það væri þá í fyrsta sinn.

Það eru þó líkur á að ástandið verði enn dekkra en þessar tölur sýna, en spá stjv. Grikklands um niðursveiflu nk. árs er að hún verði einungis 3,8%. Einungis, vegna þess að 2 sl. ár þ.e. þetta og það síðasta, hefur niðursveifla hvort ár verið kringum 6%. Nærri því árin þar á undan.

Að auki, ef aðgerðir stjv. ná fram - þá mun Grikkland pína fram niðurskurð upp á í kringum 11,5ma.€ á nk. tveim árum.

"The budget will make more cuts to public sector pay, pensions and welfare benefits as part of an €11.5bn austerity package of savings spread out over the next two years."

"A government official, who spoke to Reuters on condition of anonymity, said Athens will frontload a big chunk of the new spending cuts under negotiation with the troika."

""The draft budget will include €7.8bn in cuts for 2013," the official said."

Þar af 7,8ma.€ niðurskurð þegar á nk. ári eins og fram kemur. Það þíðir að ef aðgerðirnar ná fram, sá harkalegi niðurskurður á nk. árs kemur fram - að þá geti það vart gengið upp, að á sama tíma sé efnahagssamdráttur minni nk. ár og þetta ár, þegar verið er að skera meir niður nk. ár en þetta ár.

Fátt bendir enn til þess að grískt efnahagslíf sé að taka við sér - svo það geti tekið við þeim slaka, sem skapast er ríkið dregur sig enn frekar til baka.

Ég bendi einnig á áhugaverða umfjöllun Der Spiegel: Europe Intent on Saving Greece Despite Lag in Reforms.

"The motives for rescuing Greece are transparent: The euro zone is in such bad shape, with the potential for serious meltdowns in Spain and Italy, that politicians are determined to avert a "Grexit.""

""Withdrawal cannot be the solution," said French Prime Minister Jean-Marc Ayrault. And Italian Premier Mario Monti added: "Greece is not alone.""

""France and Italy will not support a withdrawal from the euro," says a representative in charge of helping the Greeks with administrative reform."

Lestur greinar Spegilsins þýska er áhugaverður, en þar kemur fram ágætlega greinargóð lýsing á því hve fullkomlega vonlaust Grikkland er - innan evrunnar.

En af yfirlísingum fulltrúa Frakka og Ítala, virðist ljóst - - að mjög sterkur þrístingur er til staðar, að halda Grikklandi inni. Alveg burtséð frá því hver niðurstaða svokallað "þríeykis" verður.

En reyndar var Spegillinn með nýlega frétt þess efnis, að líklega yrði sú niðurstaða frekar pólitísk en fagleg, þ.e. þrýstingur væri frá pólitíkinni sérstaklega frá Frakklandi og Ítalíu. Að, skýrslan muni álykta að Grikkland geti látið mál ganga upp - þó að allir viti annað.

Ef það er útkoman, þá verður sett fram ný fantasía af stofnunum ESB - en skýrslur þeirra stofnana frá því kreppan hófst á Grikklandi, hafa ekki reynst vera neitt annað.

Svo munu menn vona að Grikkland lafi a.m.k. einhverja mánuði í viðbót - eftir að enn meiri peningum hefur verið mokað á vandann.

Möguleikinn á annarri útkomu er helst að finna í afstöðu ríkja eins og Finnlands, Hollands, Austuríkis og Þýskalands. Þ.s. upplifun um það að "Grexit" sé ógnun er minni - og menn eru ef til vill meir að horfa á þá peninga sem hent væri í grísku hítina. Þ.s. andstaða við að brenna meira fé, fer vaxandi.

 

Niðurstaða

Nýjar tölur frá Grikkland gersamlega sýna allar fyrri áætlanir stofnana ESB sem skrípaleik, þar af áætlanir sem eru ekki eldri en frá fyrstu mánuðum þessa árs. Það er svo augljóst að þær áætlanir eru á hæpnum forsendum, enda hafa spár um framvindu Grikklands aldrei verið nærri því að standast, ef þær hafa komið frá einni af stofnunum ESB. Grunur þess efnis að þær spár hafi verið meir pólitískar en faglegar - - fer vaxandi.

Sem setur auðvitað spurningarmerki um "fagleg vinnubrögð" þeirra stofnana.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi

Það er líkt og "Grexit" sé tafið eins lengi og hægt er. Ástæðan er kannski sú að það veit enginn hvað mun gerast fyrir evrusvæðið ef að Grexit myndi eiga sér stað. Lánadrottnar myndu tapa himinháum fjárhæðum, en hvað svo?

Bragi, 1.10.2012 kl. 23:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er fræðilega unnt að verja evruna þrátt fyrir "grexit" ef "ECB" fær ótakmarkaða heimild til kaupa á ríkisbréfum Ítalíu og Spánar, sem er óskilirt. Tilgangur að verja evruna. Núverandi tilboð er með þannig skilyrðum, að þ.e. í reynd ekki virkt. Það er ekki heldur til staðar þannig björgunarsjóður að hann hafi þannig traust, að markaðurinn leggi ekki í hann.

Varnirnar eru einfaldlega ekki nægar - a.m.k. enn sem komið er.

Og óljóst hvort þær verða það. Enn gildir því að "Grexit" er of áhættusamt. Þá meina ég í skammtíma skilningi. Hann getur reyndar einnig verið hættulegur lengra séð fram, en bara nokkra mánuði til eitt eða tvö ár. En ef Grikklandi gengur greinilega mun skárr að afloknum "grexit" gæti það, verið mjög erfitt síðar meir fyrir evruna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.10.2012 kl. 23:37

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það er ekki nema ein leið út úr þessu.

Það er búið að búa til miklu meiri skuldir í evrum en evruríkin geta nokkurn tíma borgað.

Eina leiðin er að láta PIGS og fl. halda evrunni og láta hin ríkin taka upp evru2

Þá mun evran falla eins og steinn og jafnvægi kemst á.

Að halda áfram að hlaða skuldum á tóma ríkissjóði og fólk sem vill ekki borga skuldir óreiðumanna er vonlaust.

Hvers konar kjánar eru þetta eiginlega þarna í Evrulandi?

Sigurjón Jónsson, 2.10.2012 kl. 14:34

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er einmitt leið sem nefnd hefur verið af nokkrum fj. hagfræðinga, fyrst heyrði ég hana fyrir rúmu ári síðan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.10.2012 kl. 22:04

5 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ef ég man rétt þá lagði ég þetta einmitt til fyrir rúmu ári síðan , á þessari síðu. Gott að einhver tók eftir því.

Sigurjón Jónsson, 3.10.2012 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband