1.10.2012 | 02:12
Er svokallað "kjörgengiskerfi" hentugt fyrir Ísland?
Hagfræðingurinn Leigh Harkness fann upp á þessari hugmynd þegar hann var um árabil helsti efnahagsráðgjafi Tonga eyja. Það gerir að mínu viti kerfið ekki síst áhugavert fyrir Ísland. Því þ.e. hannað út frá klassískum vanda einangraðra dverghagkerfa - að þau verða að eiga gjaldeyrisforða til að tryggja innflutning. Sem kemur til af því, að þessi hagkerfi eru of lítil til að styðja fjölbreytta starfsemi - heldur er útkoman sú að atvinnulíf er einhæft byggist á fáum grunnþáttum flestallt er innflutt.
Leigh Harkness tók eftir því sama og klassískt gerist hérlendis, að gengi gjaldmiðilsins verður að verðfalla ef gengur á gjaldeyrisforðann - í þeim tilvikum er innflutningur verður umfram verðmæti þau sem sköpuð eru innan hagkerfisins, þ.e. viðskiptahalli.
Hugmyndin hans "kjörgengiskerfið" er einmitt hannað, til að lágmarka þá tegund af viðbótar gengisóstöðugleika, sem slík dverghagkerfi eiga við að stríða af þessa völdum.
Ég vil því meina, að þó svo hann hafi ekki hannað þetta beint fyrir Ísland, þá sé það nánast eins og svo hafi verið, því ég fæ ekki betur séð - - en að þessi aðferð myndi minnka mjög umtalsvert þann umframgengisóstöðugleika sem hér hefur lengst af verið til staðar miðað við ríki meginlands Evrópu.
Sá umframóstöðugleiki hverfur ekki alveg, þ.s. hagkerfið á einnig við óstöðugleika vegna sveifla í útfl. verðum okkar helstu afurða. En gengið í kerfi Harkness ætti eigi að síður að verða miklu mun stöðugara.
Síðan eru til leiðir, þ.e. viðbótar úrræði, sem unnt er að grípa til - til að takmarka hinn óstöðugleika þáttinn, og þannig draga enn meir úr gengisóstöðugleika krónunnar.
Reyndar svo mikið, að vera má að unnt yrði í kjölfarið að ná meðalverðbólgu og vaxtastigi, niður undir þ.s. tíðkast í löndum í N-Evrópu. Auðvitað gerist það ekki á einni nóttu. Það tekur nokkurn tíma fyrir traust að byggjast upp - t.d. 20 ár að skila sér að fullu, að vextirnir lækki.
Grein Ólafs Margeirssonar um "kjörgengiskerfið."
Best að fara beint í smiðju Harkness!
Harkness útskýrir vel á heimasíðu sinni hvernig "flotgengiskerfið" hefur knúið á um stöðugt vaxandi skuldastöðu ríkja með flotgengi, síðan að flotgengi var tekið upp sbr.: Impact of the Floating Exchange Rate System on Debt.
Ég skal viðurkenna að ég hafði ekki áttað mig á því, að sjálft flotgengiskerfið væri ástæðan.
Það sem hann leggur til - er í reynd lagfæring á flotgengi, svo að það hætti að leiða til skuldaaukningar lands með flotgengi gagnvart útlöndum.
- "To avoid this, the economy needs a source of money that does not raise domestic and foreign debt."
- "It is possible to modify the floating exchange rate system to allow the economy to generate addition money from foreign income."
- "The first step is to require banks to hold foreign exchange reserves."
- "If banks lend those national savings without completely depleting them, then they would be lending without raising foreign debt."
- "To achieve this outcome, banks may be authorised to lend up to, say, 90% of the savings."
Afskaplega einfalt ekki satt? Eins og á Tonga eyjum, þá er flutt út til að geta flutt inn. Þannig, að það er stöðugt innstreymi gjaldeyris til staðar. Sá gjaldeyrir er þá lagður inn í banka, sem lætur viðkomandi fyrirtæki fá "í okkar tilviki" krónur. Ef bönkunum er ekki heimilað að lána nema upp að 90% að eigin gjaldeyrisforða. Þá er þeim ómögulegt að búa til viðskiptahalla með of miklum innlendum lánveitingum.
Það útrýmir stórum hluta þess gengisóstöðugleika sem hér hefur verið til staðar.
Útlánabólur í krónum heyra þá sögunni til í okkar kerfi!
**Við þurfum þá væntanlega að takmarka aðgang að gjaldeyrislánum, þannig að aðili B verði að hafa a.m.k. 50% tekna sinna í viðkomandi gjaldmiðli, svo hann geti fengið lán í þeim gjaldmiðli.
- "The second change provides incentives for the foreign exchange market to set the exchange rate at a level that would raise demand for domestic products sufficiently to provide full employment."
- "Banks profit from making loans rather than holding foreign reserves."
- "If bank lending and profits were linked to the level of employment, then they would have an incentive to drive the exchange rate at a level that would achieve full employment."
- "For example, banks may be allowed to lend 90 cents per dollar of savings if unemployment is less than 3%."
- "For every 1% of unemployment above 3%, the amount that banks could lend would be reduced by 10 cents. Thus if unemployment were 5%, banks would be able to lend 70 cents per dollar of additional foreign reserves."
- "To maximise lending and profits, banks would depreciate the exchange rate to a level that would achieve full employment and raise their foreign reserves."
- "But if the banks were to excessively depreciate the currency it may cause inflation."
- "To avoid this outcome, the share of savings banks could lend may be reduced by an additional 10 cents for every 1% of inflation above the acceptable level of 3%.
- For example, if inflation were 5% and unemployment 5%, banks would be able to lend 50 cents per dollar of savings."
Eins og þið sjáið af þessu, telur Harkness unnt að beita stýringu á gróða bankanna sem hagstjórnaraðferð.
Þar sem þeir ávallt vilji hámarka sinn gróða, þá með því að hafa áhrif á það hvernig þeir græða, sé unnt að fá bankana til að stuðla að auknu efnahagslegu jafnvægi.
Það er áhugavert að hann vill minnka útlán til að draga úr atvinnuleysi, væntanlega þýðir það að gjaldeyrissjóðir bankanna stækka, það minnkar eftirspurn í hagkerfinu eftir peningum og gjaldmiðillinn fellur þá vegna minnkaðrar eftirspurnar.
Höfum í huga að þetta kerfi er búið til innan samhengis örhagkerfis, líklega er ástæða atvinnuleysis að útflutningsatvinnuvegir eru í vandræðum, og þá er felling gengis líklega rétt greining á útleið til baka til fullrar atvinnu þ.e. viðsnúnings.
Eins og við vitum, t.d. þá getur Ísland eða sambærilegt örhagkerfi, lent í utanaðkomandi áföllum - sem tjónar atvinnuvegina.
Þá sé ég fyrir mér, að þessi aðgerð sem hann lýsir geti verið rökrétt.
---------------------------
Ég er ekki alveg klár á því hvernig markmiðið að setja þrýsting á bankana til að draga úr verðbólgu myndi virka. Þá á ég við, hvernig þeir myndu geta beitt sér til að halda henni í skefjum.
En ég er alveg klár á því þ.e. get séð það fyrir mér, hvernig markmiðin tvö á undan koma til með að virka.
Kostir við leið Harkness?
- Ég held að sá stærsti sé - að þessi leið stenst augljóslega það að vera "framkvæmanleg."
Eftir allt saman er þetta "evolutionary" frekar en "revolutionary" en þumalfingursregla er - að því stærri breytingu sem þú ætlar að gera, því meiri er andstaðan við þá breytingu.
- Annar vandi sem þarf að hafa í huga - er óvissa.
En sambærilegt lögmál um óvissu er, að hún stækkar eftir því sem sú breyting sem þú vilt gera er stærri, og öfugt.
Ég er að tala um "unknowns" og "unknown unknowns" eins og þ.e. kallað á ensku.
Ef maður veltir fyrir sér byltingarkenndum hugmyndum, þá er það einmitt eitt megin vandamál þeirra, að það er ekki mögulegt að sjá fyrir allar mögulegar útkomur eða hliðarverkanir.
Kostur við að breyta með því að sníða galla af ríkjandi fyrirkomulagi, er að þá þekkir þú hvernig það fyrirkomulag hegðar sér, og átt auðvelda með að reikna út - hverjar afleiðingar þess að breyta því eru.
Breyting sem felur í sér að þróa þ.s. fyrir er, í eðli sínu er útreiknanlegt.
Meðan að byltingarkenndar breytingar í eðli sínu eru það ekki.
Jafnvel þó fylgismenn stórrar breytingar telji sig vita hvernig hlutir komi til að verka skv. kenningu um það fyrirbæri eða aðferð, ef hún hefur aldrei verið notuð nokkurs staðar. Þá er ekki mögulegt að vita raunverulega, hvort að kenningin er rétt - hvort hún raunverulega gengur upp. Það kallast "unknown." Siðan verða óhjákvæmilega fullt af afleiðingum sem engin leið er að sjá fyrir þ.e. "unkown unknowns."
Ég er á því að leiðin hans Harkness, leysi þau vandamál að mestum hluta sem þarf að leysa innan íslenska krónuhagkerfisins, þannig að það í framtíðinni virki miklu mun betur.
Að stóra byltingin, sé einfaldlega of áhættusöm - þeir viðbótar gallar sem ef til vill fræðilega eru enn til staðar miðað við kenninguna um það hvernig byltingarkennt kerfi á að virka, séu ekki áhættunnar virði.
Miðað við það, að þessi miklu mun smærri breyting - leysir að megni til þau viðbótar vandræði, sem krónuhagkerfið hefur búið við sbr. önnur nútímapeningakerfi.
------------------------------------
Að auki er fræðilega unnt að minnka óstöðugleikann enn frekar, það væri unnt að gera með skatti á alla gjaldeyrisinnkomu - þannig að þá safnist upp sjóður í Seðlabanka.
Þá væri t.d. 1% eða 2%, tekin af áður en fyrirtæki leggja gjaldeyrinn í banka og skipta fyrir krónur.
Ef slíkur sjóður verður nægilega digur. Þá er fræðilega unnt að nota þann sjóð - sem varasjóð.
Það getur gefið þann valkost, að brúa skammtímaniðursveiflu í tekjum gjaldeyrisskapandi greina, án þess að genginu sé sveiflað. Einfaldlega þannig að landið á fyrir skammtíma viðskiptahalla.
Eða, gefið þann valkost að láta gengið síga á lengri tíma - ekki í einni snöggri sveiflu. Í þrepum. Var einu sinni gert af ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, þegar gengi krónu var stírt með fastgengisstefnu með gjaldeyrisforða. En með því að þrepaskipta gengissiginu náðist það markmið að dreifa verðbólgusveiflunni svo hún reis aldrei eins hátt.
Eða þriðji möguleikinn, gefið möguleika á að aðlaga hagkerfið með launalækkunum í stað gengissigs, ef utanaðkomandi sveifla framkallar umtalsverða aðlögunarþörf.
Niðurstaða
Ég er dálítið þannig gerður að ég hef ímugust á "sannfæringum." Mér finnst t.d. fráhrindandi þegar t.d. evrusinnar tala um sínar sannfæringar. Málið er einnig, að þegar maður er "sannfærður" grunar mig að menn hafi útilokað aðra möguleika. Með öðrum orðum, að "sannfæring" sé í eðli sínu ekki góð fyrir rökhugsun.
Kjörgengiskerfið auðvitað hefur galla - sennilega ekki síst þann, að það þarf að reka af "Seðlabanka Íslands." En starfsmenn þess eru ekki beint á sama "kalíber" og starfsm. t.d. "Bank of England." Frekar langt bil á milli.
Eiginlega í leiðinni, þarf að taka til þar - til að tryggja að til staðar sé nægilega mikil hæfni. Svo bankinn geti með trúverðugum hætti, rekið slíkt kerfi.
Mín skoðun er að við eigum að leita út fyrir landsteinana, eftir lykilyfirmönnum Seðlabanka Íslands. Þ.e. að ráða útlending, sem tengist engum hérlendis.
Einfaldlega vegna þess, að það eru svo miklir peningalegir hagsmunir í húfi, að þetta kerfi sé rekið af óspilltum og ótengdum, hér er of erfitt að tryggja að ekki séu til staðar nokkur fjölskyldu eða vina eða önnur tengsl, sem geta spillt áreiðanleika þeirra sem eru yfir Seðlabankanum.
Þá er ekki nóg að ráða einn mann. Ég er að tala um að ráða teymi. Skipta út öllum yfirmönnum sviða í leiðinni. Ekki bara stjóranum sjálfum.
Seðlabankinn verður að hafa trúverðuga og færa stjórnendur, svo kerfið gangi fyllilega upp.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning