Hugmyndin er afar einföld, þ.e. að fulltrúar allra 17 aðildarríkja evru hittist á einhverjum löngum fundi, og taki formlega ákvörðun um að slíta samstarfinu um evruna. Ef þau slit fara fram í stóru samkomulagi, þá er fræðilega unnt að koma í veg fyrir það stóra hrun sem hlutir annars virðast stefna í.
Samtímis er unnt að leysa með öllu skuldavanda landa innan evru, landa í vanda sem virðist óleysanlegur eða a.m.k. íllleysanlegur.
Hver er lausn skuldavandans?
Mjög einföld, ef land A skuldar landi B, þá er samkomulag þess efnis gert, að land B greiði þá skuld í sínum nýja gjaldmiðli. Með öðrum orðum, þegar slitin á evrunni fara fram, þá eru um leið skuldir einstakra landa endurskilgreindar sem skuldir í hinum nýja gjaldmiðli þess viðkomandi lands.
Ef þetta er gert í stóru samkomulagi allra, þá eiga sér engin "ríkisþrot" stað, þegar evrunni er þannig slitið.
Því þá virðisfalla gjaldmiðlar ríkja í vanda þangað til að þau viðkomandi ríki standa undir skuldum sínum. Eins og krónan okkar virðisféll þangað til að nægilegur tekjuafgangur varð til þannig að landið er fært um að greiða til baka.
En í tilviki fyrrum evruríkja þá virðisfalla skuldirnar einnig samtímis sem forðar þeim ríkisþrotum sem annars verða. Svo að þá í reynd lenda þau að líkum í hagstæðari stöðu en við hér á klakanum því okkar skuldir hafa ekki virðisfallið.
Þannig að skerðing lífskjara þeirra væntanlega verður ívið minni en sú er við enduðum í, eða höfum fram að þessu.
Á nóinu verður staða allra aftur sjálfbær!
Einhver ber þó kostnað/tjón. Það eru þá löndin sem eiga skuldirnar - eðlilega eru þau treg til þess að samþykkja slíkt tjón, enda mun það líklega leiða til nokkurrar skerðingar þeirra eigin lífskjara.
Þegar allt kemur til alls, sníst þetta um skiptingu lífskjara milli þjóðanna, alveg eins og deilan á Íslandi um verðtryggingu eða ekki, sníst í reynd að stórum hluta um deilu um skiptingu lífskjara milli kynslóðanna.
Í dag græða í reynd þær þjóðir sem eiga skuldirnar verulega á ástandinu - - því:
- Þeirra greiðslukjör hafa líklega aldrei verið hagstæðari, því vegna ótta aðila um hrun í S-hluta Evr., þá vill fé flýgja norður. Sem eykur eftirspurn eftir þeirra skuldabréfum, og af þeirri eftirspurnaraukningu leiðir, að þau lönd eru í dag að stórgræða í formi lægri vaxtagjalda. Vaxtagjöld sem eru ekki einungis minni fyrir stjórnvöld ríkja N-Evr., heldur kemur sú lækkun nú fram í vaxtagjöldum þeim er almenningur og einkaaðilar í þeim löndum þurfa að standa straum af.
- Þau lægri vaxtagjöld, minnka halla á þeirra ríkissjóðum eða gera þeirra ríkissjóðum fært að framkvæma meira en þeir ella væru færir um, án skuldsetningar. Afleiðing er hagkvæm fyrir skattgreiðendur innan þeirra tilteknu landa. Skattgreiðendur græða einnig með beinum hætti, af lækkun vaxtagjalda eigin lána og það sama er atvinnulífið í þeim löndum einnig að uppskera.
- Vegna þeirrar hugsunar, að þetta ástand sé hagstætt fyrir okkur, þá skapast tregða til að afnema það hagkvæma ástand. Að auki, ef löndin í S-Evr. greiða lánin til baka, þá verður áfram meira fé til staðar í hagkerfum N-Evrópu en annars, sem þíðir að þar verður meiri hagvöxtur - sem aftur leiðir til hærri lífskjara.
- En á sama tíma, þá dregur neikvæða fjármagnsstreymið niður lífskjör í S-Evr., og þ.e. ástand sem augljóslega mun vara í mörg ár. Í mörg ár verði lífskjör íbúa S-Evr. skert, meðan samtímis verði lífskjör íbúa N-Evr. hækkuð.
- Að auki skapar það ástand meira atvinnuleysis, því eftirspurn verður að vera mun minni en ella innan hagkerfa S-Evr. meðan þau eru að greiða til baka. Sem þíðir að það verða mun færri störf en ella í þjónustugeirum.
- Ég held að allir ættu að sjá, að í það er ekki furðulegt að "andstaðan við þetta fyrirkomulag fari stöðugt stigmagnandi meðal almennings í S-Evr." Það er upplifunin að þetta sé ósanngjarnt.
- Meðan, að þær hugmyndir eru aðlaðandi í augum íbúa N-Evr., að þeir sem tóku lán skuli endurgreiða þau, því almenningur í þeim löndum græðir á því að það verði niðurstaðan áfram.
Fram að þessu hafa mæst stálin stinn, N-Evr. hefur geta þvingað fram þá formúlu, að löndin í S-Evr. séu þvinguð inn í stíft kerfi sem felur í sér umfangsmiklar skerðingar lífskjara - - svo að eftirspurn minnki í þeim hagkerfum nægilega, til að afgangsfé sé til staðar til að greiða lánin til baka.
Hættan er sú, að eftir því sem þetta ástand ágerist - - harðni afstaða beggja meginfylkinga.
En það er í reynd þegar farið að bitna á N-Evr. einnig, með því að samdráttur eftirspurnar í S-Evr. einnig dregur úr kaupum S-Evr. á framleiðslu N-Evr. Sem leiðir til minnkaðs hagvaxtar í N-Evr. Og hugsanlega fyrir rest, togar þau einnig niður í kreppu.
Kaldhæðnin er sú, að líklega þegar kreppan ágerist, valdi það þeirri öfugþróun að íbúar N-Evr. haldi enn fastar ef eitthvað er, í tekjustreymið frá S-Evr. Því þá sé það farið að skipta þá meira máli, í því að viðhalda hnignandi hagvexti í þeim löndum. Sé vaxandi hlutfall lífskjara þeirra, eftir því sem fjarar að öðru leiti undan þeirra hagkerfum einnig.
Hættan er þá, að á einhverjum tímapunkti - verði einhverskonar samfélagsleg sprenging í S-Evr. Og S-Evr. þjóðir, kjósi til valda einstaklinga - sem taka þá ákvörðun að "neita að borga."
Við taki ríkisþrot, stjórnlaust uppbrot núverandi peningakerfis Evrópu.
Í framhaldinu yrðu þá mjög stór boðaföll einnig innan alþjóðakerfisins.
Í kjölfarið getur hugsanlega komið versta efnahagskreppa sem heimurinn hefur séð! Því kerfið er þanið eins og fiðlustrengur alls staðar. Svona stórt rugg, getur tekið það allt niður.
Þá gætum við séð þróun alla leið til baka í ástand 4. áratugarins, þegar lönd stóðu í beinni "vöruskiptaverslun."
Öllu þessu væri unnt að forða, ef sú ákvörðun væri tekin að taka evruna niður með þeim hætti sem ég lýsi að ofan!
Þá leiðréttir kerfið sig, með sjálfbærri stöðu hvers hagkerfis myndi hagvöxtur aftur snúa til baka í S-Evr. fljótlega. Í sjálfbærri stöðu, myndu fjárfestingar aftur eiga sér stað - en í núverandi stöðu er óvissan slík að peningar kjósa frekar að leita til Þýskalands í ríkisbréf þar. En að taka áhættu á að leggja það fé til hagkerfa S-Evr. Annað kemur einnig til, að væntingar um framtíðarsamdrátt valda því, að menn reikna með því að eignir í löndum S-Evr. verði ódýrari á morgun. Sem einnig skapar hvatningu til að varðveita féð annars staðar - þangað til að kreppan og þar með verðin hafa náð botni. Með því að leggja af evruna með ofangreindum hætti, komast einnig rétt verð á eignir í löndum S-Evr. Og því hverfur einnig sú ástæða fyrir fjárfesta að halda aftur að sér.
Ég held að auki, að þessi leið geti ekki einungis bjargað heimskerfinu - heldur einnig Evrópusambandinu.
- En eins og ég lýsi þessu að ofan, þá inniber núverandi ástand, stöðugt stigmagnandi ríg milli almennings í S-Evr. og N-Evr.
- Það skapar stöðugt stigmagnandi andúð og íllvilja - alveg eins og menn hafa verið að sjá. Og það einmitt er hættulegt fyrir samstarf Evrópuríkja - um allt hvað eina sem þau ríki hafa samstarf um.
- Ég meina að, ef það ástand ágerist alveg að þeim tímapunkti, að það brotnar á uppreisn almennings í S-Evr. gegn því ástandi. Þá geti íllviljinn hafa ná þeim hæðum. Að í framhaldinu, verði einnig bundinn endir á samstarf þeirra sömur ríkja um svokallað Evrópusamband.
- Ath. uppbrot getur einnig leitt til verulegs íllvilja almennings í N-Evr. gagnvart almenningi í S-Evr. En almenningur í N-Evr. leitar inn í þá aðlaðandi hugmynd þessi misseri, að það sé sanngjarnt að hinir borgi lánin til baka "því við græðum á því." Þó svo að menn séu ekki endilega meðvitaðir að ástæðan "við græðum á því" sé hin raunverulega. Og ef það gerist síðan, að uppreisn verður í S-Evr., þannig að skyndilega hætti lönd S-Evr. að láta allt þetta fé streyma til N-Evr. Þá getur það gerst sýnist mér, að þá muni almenningur í N-Evr. setja skuldina af þeirri skerðingu þeirra lífskjara sem þá mun eiga sér stað, á almenning í S-Evr. Upplifunin að tjón okkar sé þeim að kenna getur orðið ofan á. Ítt undir ástand gagnkvæmrar biturðar.
- Samstarf Evrópuríkja getur ekki þrifist ef gagnkvæmur íllvilji og gagnkvæm tortryggni verður slík - að þær tilfinningar verða öðrum tilfinningum yfirsterkari.
- Í kjölfarið, gæti Evrópa leitað til baka í það ástand er áður rýkti. Þ.e. að lönd standi og íggli sig gagnvart hverju öðru. Samstarf verði mjög takmark, sérstaklega verði til staðar Suður vs. Norður skipting. Og ástand lítils vinskapar. Sem þá einnig getur skapað nýtt vígbúnaðarkapplaup. Að nýju, muni fjölmennir herir standa andspænis hverjum öðrum. Samskipti muni einkennast af spennu - tortryggni - andúð - jafnvel hatri.
Niðurstaða
Það er nefnilega málið, að til þess að bjarga Evrópusambandinu, til að bjarga samrunaþróuninni. Er líklega nauðsynlegt að taka evruna niður. Og þá samtímis að umbreyta skuldum landanna með þeim hætti, að löndin greiði þær til baka í hinum endursköpuðu þjóðlegu gjaldmiðlum.
Með þessu væri skuldavandinn leystur með pennastriki.
En einnig bundinn endir á þá hættulegu öfugþróun, sem stöðug upphleðsla andúðar og tortryggni er milli S-Evr. og N-Evr. ríkja innan evru.
Ekki síst - heimshagkerfinu líklega einnig forðað frá falli.
Að afnema evruna er því - mjög stórir hagsmunir fyrir heimsbyggðina!
En ekki síst er stýrt afnám evrunnar, mjög stórir hagsmunir íbúa Evrópu. Þó svo sé, að flestir ef til vill séu ekki enn farnir að átta sig á þessu.
-------------------------------
Í reynd held ég, að afnám evrunnar með ofangreindum hætti, sé einnig hagsmunir íbúa N-Evr. Afleiðing þess, að mál haldi fram eins og þau hafa alla leið þangað til að hið rökrétta uppbrot á sér stað, sé líklegt að valda íbúum N-Evrópu miklu mun stærra tjóni. En ef íbúar N-Evr. sætta sig við það, að þjóðir S-Evr. raunverulega geti ekki greitt skuldir sínar til baka. Að þeir peningar séu tapaðir, og að það sé þeim einnig í hag - til að tryggja góð samskipti áfram til framtíðar, með því að afskrifa skuldirnar.
En skammsýni getur leitt fram hina miklu mun verri útkomu.
Þó fræðilega væri unnt að afskrifa einfaldlega skuldirnar og halda evrunni, þá leysir sú lausn ekki allan vandann, þó það myndi minnka til muna þá lífskjaraskerðingu sem löndin í S-Evr. þurfa að framkvæma, þá einungis er það aðgerðin fullt afnám evru sem skapar fullkomlega sjálfbært ástand.
Því að hagkerfi S-Evr. og N-Evr. eru einfaldlega of ólík. Líkur þess að nýr vandi hlaðist upp aftur síðar virðast yfirgnæfandi. Til þess að skapa stöðugt ástand, þyrfti að ganga mun lengra í því að minnka sjálfforræði einstakra ríkja. Að auki, þyrfti að auka sameiginlega skattheimtu - eða með öðrum orðum, koma á fót millifærslukerfi í gegnum skattlagningu allra inn í sameiginlegan pott.
Það er miklu mun erfiðari aðgerði í framkvæmd, en sú er ég legg til. Að slá evruna af og umbreyta skuldum í gjaldmiðil þeirra landa sem skulda viðkomandi peninga.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar, hverjar eru líkurnar á að þessi leið yrði valin?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 19:30
Þetta er sú besta hugmynd sem ég hef lesið um frá því að Evruvandinn byrjaði,en hræddur er ég um að þeir í Brussel séu ekki sammála þessari hugmynd og muni frekar halda áfram að berja höfuðinu við stein þar til það verður orðið of seint að gera eitthvað til að bjarga málunum.....
Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.9.2012 kl. 19:31
Því miður er ég einnig á því að líkurnar séu mjög litlar, á því að þessi hugmyndi komist til framkv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.9.2012 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning