29.9.2012 | 01:13
François Hollande ætlar að skattleggja Frakkland úr vanda - Niðurstaða bankauppgjörs á Spáni skárri en margir óttuðust!
François Hollande hefur lagt fram ný fjárlög, og eins og auglýst var - fela aðgerðir sem stuðla eiga að viðsnúningi fjárlagahalla og stöðvun skuldaaukningar franska ríkisins, einkum í sér hækkun skatta. Á meðan er útgjaldaniðurskurður óverulegur. Á sama tíma, eru framtíðarhorfur grundvallaðar á hagspá sem er umtalsvert bjartsýnni - en t.d. AGS, OECD og meira að segja Framkvæmdastjórn ESB telja líklegt.
Fram er komin niðurstaða óháðs uppgjörs á helstu bönkum Spánar. Og niðurstaðan er ívið hagstæðari en margir óttuðust.
Neðangreint er skv. upplýsingum úr eftirfarandi fréttaskýringum - France Raises Taxes in Tough Budget - France unveils tough budget measures - French budget and Spanish bank stress tests
- "According to documents presented at the weekly cabinet meeting Friday, the government aims to lift revenue from household income taxes by 23% next year, while revenue from business taxation is expected to rise almost 30%."
- "Fresh figures published Friday showed the country's debt pile kept climbing, reaching 91% of gross domestic product in the second quarter of the year, up from 86.2% a year earlier. The debt is forecast to peak at 91.3% next year, and then fall to 82.9% of GDP by the end of Mr. Hollande's mandate."
- The French economy is expected to grow by 0.8pc next year, and 2pc each year from 2014 to 2017.
- The country's deficit is forecast to fall to 3pc of GDP in 2013, 2.2pc in 2014 and 1.3pc in 2015."
- "The budget increased the top marginal income-tax rate to 45% from 41%..."
- " and detailed plans for a special tax on incomes above 1 million ($1.29 million) a year, with 1,500 individuals paying an overall rate of 75%."
- "The biggest new tax-take from business will come from limiting the deduction of financial charges from a company's taxable income...Limiting the possible deduction to 85% of a company's financial charges will increase tax intake by 4 billion in 2013, the finance ministry said."
- "The savings include 2.2bn in a scaled back defence budget."
- "Another 2.5bn will be saved in 2013 by limiting the rise in state health spending to 2.7 per cent."
- "Extra tax measures in 2012 will add another 4.4bn."
Fyrir utan hermál er í reynd enginn beinn niðurskurður í hinum nýju fjárlögum ríkisstjórnar Frakklands, en fjöldi hagfræðinga á hægri væng stjórnmála gagnrýna þessar aðgerðir - telja þær grafa undan mögulegum framtíðarhagvexti - telja hagspá frönsku ríkisstjórnarinnar ótrúverðuga.
Hækkanir skatta á almenning, þó þær skattahækkanir séu fókusaðar á mið og hærri tekjuhópa, ætti að draga úr neyslu, vegna minnkaðs kaupmáttar. Sem getur haft neikvæð áhrif t.d. á húsnæðisverð, er aftur getur víxlverkað með neikvæðum hætti, til frekari minnkunar neyslu. En ein aðgerð leiðir gjarnan til keðju hliðarverkana.
Á sama tíma, getur það vel verið að hækkanir skatta á stærri fyrirtæki, dragi úr getu þeirra til að fjárfesta innan Frakklands - hvetji þau frekar til að draga saman starfsemi innan Frakklands. Sem minnki framtíðarhagvöxt eins og gagnrýnendur vilja meina.
Hið minnsta er hagspá ríkisstjórnar Frakklands sú langbjartsýnasta sem ég hef séð nýlega.
En augljóst er, að ef hagspáin stenst engan vegin eins og gagnrýnendur vilja meina, að þá mun framvindan hvað tekjuhalla ríkisins varðar koma mun óhagstæðar út - en tölur ríkisstjórnar Frakklands sýna.
Að auki virðist hún reikna með því að efnahagur evrusvæðis muni snúa við til hagvaxtar á nk. ári, en sem dæmi telur Standards&Poors skv. spá sem kom fram í vikunni, að það verði enginn hagvöxtur á evrusvæði 2013 - er það lækkun á fyrri spá þeirra sem spáði lágum hagvexti.
Skv. þeim hagspám stofnana ESB sem reikna með viðsnúningi á nk. ári, þá munu harðar sparnaðaraðgerðir ríkja í S-Evr. skapa viðsnúning í tiltrú fjárfesta - - skv. trú þeirra hagfræðinga sem telja niðurskurð bestu leiðina til þess að snúa við þeim væntingum um samdrátt og aukin útgjaldavanda sem hefur einkennt afstöðu markaða til S-Evr. sl. 2 ár eða svo.
Að auki er bent á af þeim sömu hagfræðingum sem hafa tiltrú á sparnaðarmódelinu, að viðskiptahalli ríkja í S-Evr. fari minnkandi (sem er að gerast vegna þess að laun fara lækkandi sem dregur úr eftirspurn sbr. samdáttur), þeir benda að auki á að hagtölur fyrir annan ársfjórðung sýni örlítin viðskiptaafgang á Spáni í fyrsta sinn í mörg ár.
Þeir segja, að það sé einungis spurning um tíma, hvenær markaðurinn muni átta sig á þessum "jákvæðu breytingum."
Vandinn við niðurskurðarleiðina - er sá að það er ekki nóg að skapa afgang, sá þarf að auki að verða nægilega stór til að greiða niður uppsafnaðan skuldavanda vegna halla undanfarinna ára!
Fyrsti vottur um viðskipta-afgang segir eiginlega frekar, að Spánn er í besta falli kominn í hálfleik.
Minnkun viðskiptahalla er að gerast í reynd með sama hætti - - og ef það hefði átt sér stað "gengisfelling."
Það er kaldhæðin staðreynd - - en gengisfelling lækkar lífskjör og þannig bindur enda á viðskiptahalla, sem endar þar með þá uppsöfnun skulda sem slíkur halli er að skapa.
Aðferðin er sem sagt einnig sú að "lækka lífskjör" en þess í stað með launalækkunum og skattahækkunum.
Ókostur við aðferð B er sá að hún er miklu mun tímafrekari, í stað þess að dæmið gangi fyrir á einum degi - - er núverandi staða árangur e-h um 2 ára þrýstings á laun.
Allan þann tíma er viðskiptahallinn að bæta við skuldir, meðan í hinu módelinu er sá afnumin á nóinu sem þá afnemur skuldaaukningu vegna viðskiptahalla einnig á nóinu.
Útkoman er því stærra tap lífskjara - því skuldastaðan verður óhagstæðari, sem þarf að greiða niður með lækkun lífskjara.
Vegna þess að viðsnúningur tekur mun meiri tíma - þá leiðir af því auðvitað að meiri tíma tekur að snúa við til baka til hagvaxtar - - þannig að heildarhagvaxtartap verður umtalsvert stærra.
Það þíðir auðvitað að atvinnulíf er í lengri tíma en í módeli A að eiga við versnandi efnahagsumhverfi sem leiðir til þess að í módeli B verða flr. gjaldþrot fyrirtækja - meira atvinnuleysi - meiri halli á ríkissjóði því aukin kreppa veldur stærri samdrætti tekna þar með auknum skuldavanda þess miðað við módel A, og því stærri þörf fyrir útgjaldaaðgerðir af hálfu ríkissjóða. Allt sem stuðlar í heildina að óhagstæðari niðurstöðu
Sem auðvitað minnkar framtíðartekjumöguleika allt í senn almennings, fyrirtækja og ríkis. Sem markaðurinn hefur áttað sig á - - hluti af skýringu þess, að vaxtakrafa fyrir lönd innan evru í efnahagsvanda er mun hærri, en til landa innan Evrópu í efnahagsvanda utan evru.
Þvert ofan í að vera drifkraftur fyrir hagvöxt - er evran að verða hemill.
En til að sjá raunárangur, þarf auðvitað að leggja saman árangur sl. áratugar og núverandi.
Þá kemur í ljós að meint aukning hagvaxtar með evru, er alveg horfin.
Niðurstaða úttektar á spænskum bönkum er hagstæðari en margir óttuðust!
Spanish Banks Beat Expectations - Spains banks need 60bn, says report
"The total banking system will need in an adverse scenario 59.3bn, excluding deferred tax assets and ongoing mergers, according to the report. The total shortfall drops to 53.7bn once these are included."
- "The stress tests analyzed the ability of the country's 14 largest banks to absorb losses in an extreme scenario of a 6.5% decline in gross domestic product through the year 2014."
- "They concluded that seven banks would have capital shortfall in such a situation."
"Bankia SA alone needs 24.7 billion, well above the 19 billion estimated in April, the Bank of Spain said in a statement. Novagalicia Banco, Catalunya Bank and Banco de Valencia need a total of 21.46 billion."
"Among the listed banks, Banco Popular Español was found to need 3.2 billion, though the bank said it could cover the shortfall by itself. Two other, smaller banks need a total of 4.32 billion, the central bank said."
"Spain's three largest banksBanco Santander SA, Banco Bilbao Vizcaya Argentaria SA and CaixaBank SAwon't need to raise new funds. Four smaller lenders, Banco Sabadell SA, Bankinter SA, Kutxabank and Unicaja also are off the hook."
Þetta er sennilega nægilega grimm sviðsmynd þ.e. 6,5% efnahagssamdráttur út 2014, til þess að greining bandar. greiningarfyrirtækisins Oliver Wyman hafi töluverðan trúverðugleika.
Það er þá útlit fyrir að spænsk stjv. hafi áætlað nokkuð nærri lagi, er þau sögðu fyrir nokkrum mánuðum að kostnaður við endurfjármögnun banka myndi ekki fara yfir 60ma..
Í kjölfarið á þessu, fá bankarnir frest til að skila inn áætlunum um það hvernig þeir ætla sér að fara að því, að afla sér aukins fjármagns - Seðlabanki Spánar þá slær á það mati, og skilar því svo til stjórnvalda. Sem þá taka lokaákvörðun - þetta allt mun taka nokkurn viðbótartíma.
Þetta er því "góð frétt" fyrir stjórnvöld Spánar - og má vera að lyfti mörkuðum nk. mánudag. En markaðir enduðu töluvert niður eftir vikuna sem nú er liðin.
Á hinn bóginn, þá kemur á móti að í vikunni gáfu fjármálaráðherrar Þýskalands, Hollands og Finnlands út eftirfarandi - - "The ESM can take direct responsibility of problems that occur under the new supervision, but legacy assets should be under the responsibility of national authorities, said the joint statement, issued by the three finance ministers: Germanys Wolfgang Schäuble, Finlands Jutta Urpilainen and the Netherlands Jan Kees de Jager."
Sem virðist segja að það lán sem Spánn tekur frá aðildarríkjum evru, fáist ekki fært yfir til björgunarsjóðs evrusvæðis (ESM - framtíðarbjörgunarsjóður evrusvæðis), en ekki er unnt að skilja ráðherrana 3 með öðrum hætti, en að þeir sætti sig ekki við annað en að einungis skuldir sem verða frá og með þeirri dagsetningu er embætti sameiginlegs bankaeftirlits tekur til starfa komi til greina.
Það væntanlega þíðir að markaðir þurfa að taka tillit til þess að ofangreindur kostnaður muni falla að fullum þunga á spænska ríkið, í stað þess eins og virtist skv. samkomulagi sem gert var sl. sumar að sá kostnaður myndi verða tekinn yfir af ESM.
Sem þá væntanlega þíðir, að markaðurinn endurreiknar mat sitt á greiðslugetu Spánar, sem birtist í vaxtakröfu fyrir spænsk ríkisbréf.
Það er því ekki gott að sjá út hver nettó áhrifin verða nk. mánudag, þ.e. hvort vaxtakrafan fer upp eða fer niður eða stendur nokkurn vegin í stað. En það fer eftir því akkúrat hvaða væntingar hafa verið ráðandi.
Niðurstaða
François Hollande er kominn fram með sitt útspil. Því miður stórfellt efa ég reyndar að hagvöxtur næstu ára verði í líkingu við spá ríkisstjórnar Frakklands. Til samanburðar hefur nær alger kyrrstaða ríkt þetta ár, þó Frakkland ætli að sleppa við samdrátt.
Það væri að mínu viti vel sloppið ef Frakkland slompast í gegnum nk. ár, nokkurn veginn í sama farinu þ.e. kyrrstaða án samdráttar. Sem væri mun óhagstæðari útkoma en stjv. Frakklands miða við.
En vandinn við sýn mála er sá, að samdráttaraðgerðir raunverulega eru samdráttaraukandi. Gervöll S-Evrópa er nú samtímis að beita sig slíku, þ.e. að aðlaga hagkerfin með því að minnka innlenda eftirspurn.
Það að sjálfsögðu minnkar verulega heildarumfang þeirra hagkerfa, sem er einmitt að framkalla þá kreppu sem rýkir í ár þ.s. samdrátturinn í S-Evr. togar Evrusvæðið í heild niður. En hafa ber í huga að minnkuð eftirspurn þaðan einnig þýðir minni útflutning þangað, frá ríkjum eins og Frakklandi.
Þau þurfa því að finna aðra útflutningsmarkaði, til að bæta sér upp þann samdrátt. Ef þau ætla ekki að finna þann mismun með aukningu neyslu heima fyrir.
En skattahækkanir Hollande tæpast eru neysluhvetjandi né fjárfestingahvetjandi - - svo veðmálið hlýtur að snúast um aðra útfl. markaði.
En það er að minnka hagvöxtur í Kína. Að auki, hefur hagvöxtur í SA-Asíu minnkað verulega á síðustu mánuðum, einmitt ekki síst vegna minnkunar eftirspurnar frá Evrópu.
Bandaríkin eru nærri efnahagslegri kyrrstöðu.
Svo ég velti fyrir mér - hvar eru þessir útflutningsmarkaðir?
Sama fyrir lönd eins og Ítalíu og Spán, þ.s. Frakkland er greinilega ekki að hvetja til neyslu. Ekki er Þýskaland að því heldur.
Hvar eiga öll þessi lönd að finna þá útflutningsmarkaði, sem eiga að búa til þann "útflutningsdrifna viðsnúning" sem "niðurskurðarmódelið" gerir ráð fyrir?
Þarna er stór gjá í því efnahagsmódeli!
Fyrir utan að þeir stórfellt vanmeta samdráttaráhrif "samráttaraðgerðanna." En Evrópa er eftir allt saman einn megin markaðurinn á plánetu Jörð, ef sá markaður ætlar allt í einu að fara að flytja út í staðinn fyrir að kaupa inn meir en er flutt út. Þá vandast mál - heldur betur.
Því ég sé hvergi þá gígantísku markaði sem geta tekið við þeim slaka!
Getur einhver komið auga á þá?
Með öðrum orðum er ég að segja, að módelið sem stofnanir ESB miða við sýnar spár um viðsnúning í framtíðinni, sé tóm steypa.
----------------------------
Þó að loksins sé komin ein góð frétt frá Spáni, þá sennilega dugar það ekki til að bjarga stjórnvöldum Spánar frá því að neyðast til að þiggja björgun, og síðan að vera ítt inn í sama niðurskurðar og hjöðnunar ferlið og Grikkland er nú statt í.
Miðað við það getur vel farið svo að framvinda mála verði enn lakari en sviðsmyndin að ofan gerir ráð fyrir. Þó sannarlega sé hún nægilega slæm, til þess að sú mynd á möguleika á að standast.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:23 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning