Írland situr uppi með Svartapétur - Blasir upplausn við Spáni? Evrukrýsan er komin aftur!

Laun heimsins eru vanþakklæti, eða svo er sagt - og þannig má vera að írsk stjórnvöld hugsi nú. En ástæða þess að ég nefni Írland, að það væntanlega sytji eftir með Svartapétur. Er neðangreind yfirlísing fjármálaráðherra Þýskalands, Finnlands og Hollands.

Eurozone deal over bank bailout in doubt: "“The ESM can take direct responsibility of problems that occur under the new supervision, but legacy assets should be under the responsibility of national authorities,” said the joint statement, issued by the three finance ministers: Germany’s Wolfgang Schäuble, Finland’s Jutta Urpilainen and the Netherlands’ Jan Kees de Jager."

Til að skilja málið - þarf smá bakgrunn!

En í sumar var gefin yfirlísing á fundi Angelu Merkel, Mario Monti, Mariano Rajoy og  François Hollande; þ.s. Spáni var lofað hátíðlega að ESM (framtíðarbjörgunarsjóður evrusvæðis) myndi taka þátt í björgun banka á Spáni - svo að álagið á ríkisstjórn Spánar myndi minnka.

Þetta átti að fela í sér að ESM láni þráðbeint án bakábyrgðar spænskra stjv. - en þó ekki fyrr en embætti sameiginlegs bankaeftirlits evrusvæðis hefur verið komið á fót.

Skv. loforðinu frá því í sl. júlí, stóð til að sameiginlegt bankaeftirlit staðsett innan Seðlabanka Evrópu, myndi taka til starfa fyrir nk. áramót - - en síðan vegna deilna, virðist það mál a.m.k. e-h vera að dragast.

  • Svo kemur ofangreind yfirlísing eins og þruma úr heiðskýru lofti!

En hún slær á vonir Írlands - að yfirlísingin frá sl. sumri, myndi þíða að unnt verði að færa yfir á ESM, e-h af þeim skuldum sem ríkissjóður Írlands tók á sig v. bankabjörgunar - með veðum einungis í eignum írskra banka.

  • Nú slá löndin 3 á þær vonir - lönd sem sameiginlega líklega fá þessu ráðið.

En annað er í því, að menn telja að þessi yfirlísing slái einnig á vonir ríkisstjórnar Spánar, að þær skuldbindingar sem hún hefur verið að takast á við upp á síðkastið, í þeirri trú að þær myndu síðan færast yfir til ESM skv. samkomulaginu frá sl. sumri.

En tekin orðrétt, þíðir hún væntanlega að ekki komi til greina að taka við öðrum skuldbindingum en þeim sem verða til eftir þann dag sem það fyrirkomulag tekur loks gildi.

Þannig að Spánn - sytji þá einnig eftir með Svarta-Pétur, viðbrögð markaða í dag miðvikudag virðast sýna að þetta sé að hafa áhrif, en verðbréfamarkaðir á Spáni lækkuðu mikið, og markaðir einnig um alla Evrópu.

  • FTSE 100 (London): down 1.56pc at 5,768.09.
  • CAC 40 (Paris): down 2.8pc at 3,414.84.
  • IBEX 35 (Madrid): down 4pc at 7,854.40.
  • FTSE Mib (Milan): down 3.3pc at 15,408.03.
  • DAX 30 (Frankfurt): down 2pc at 7,276.51.

Markaðurinn virðist hafa litið svo á að lán sem ríkisstjórn Spánar samþykkti að taka að láni frá aðildarríkjum evru, til að fjármagna bankaendurfjármögnun - myndi vera fært yfir til ESM skv. samkomulagi sumarsins. En nú þegar ríkisstjórnir Þýskalands - Hollands og Finnlands; virðast hafa hent því samkomulagi að verulegu leiti út um gluggann, þá er að sjá að afleiðingin hafi orðið sú að nýtt hræðslukast í tengslum við Spán hafi gosið upp. Vaxtakrafa Spánar hækkaði einnig í dag, fyrir utan fall verbréfamarkaða. Og nú aftur komin í rúm 6% eftir að hafa verið í rúmlega 5% í cirka mánuð.

 

Annað vandamál, er að það virðist stefna í vissa upplausn spænska ríkisins! Eða a.m.k. virðist það nú hugsanlegt!

Katalónía stærsta og ríkasta, samtímis skuldugasta hérað Spánar. Hótar hvorki meira né minna en að slíta ríkissambandinu við Spán - af sinni hálfu. En deila héraðsstjórnarinnar og ríkisstjórnar Spánar hefur verið að stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði.

Fyrir tveim vikum voru fjölmennar kröfugöngur í Barselóna, a.m.k. 600 þúsund manns segir í frétt Financial Times, meðan að þeir sem skipulögðu göngurnar segja að 1,5 milljón hafi tekið þátt.

Secession crisis heaps pain on Spain

Það þíðir að þetta er deila sem rystir mjög djúpt í Katalönum, ekki neinar smá gárur í vatnsborðinu. En krafa göngumanna var - "sjálfstæði."

Í sl. viku slitnaði upp úr viðræðum milli ríkisstjórnar Spánar og stjórnar Katalóníuhéraðs - og nú hefur stjórnandi héraðsins rofið þing þess, og kallað á almennar kosningar. Sem væntanlega fara fram innan nokkurra vikna.

"“The hour has come to exercise our right to self rule,” said Artur Mas, Catalonia’s president. He called the vote, which is likely to be cast as a proxy referendum on Catalan independence, after Mr Rajoy last week rejected his demands for greater fiscal autonomy, triggering a wave of nationalist sentiment in the northern region."

Deilan sníst um peninga, þannig deilur eru yfirleitt þær allra erfiðustu. En eins og mál virka á Spáni þá endurdreifir spænska alríkið til héraðanna, skatttekjum sem enn þann dag eru innheimtar miðlægt.

Í stað þess að það sé öfugt fyrirkomulag, að héröðin eða fylkin, innheimti skatta - og afhendi ríkinu hlutfall þeirrra tekna.

Ríkisstjórn Spánar hefur verið að heimta mjög harðan niðurskurð útgjalda af héröðunum - - en héraðsstjórn Katalóníu, tekur það ekki í mál. Segir þetta peninga Katalóníubúa - og fór fram á breytingu á tekjudreifingunni milli héraðsins og miðstjórnar Spánar, sem spánarstjórn hafnaði í sl. viku.

Í staðinn hefur héraðsstjórnin nú rofið þing, og ætlar að efna til kosninga!

Talið er að þær kosningar verði að verulegu leiti, atkvæðagreiðsla um sjálfstæðismálið. Þannig að ef núverandi stjórnarflokkur Katalóníu fær góða kosningu?

Þá muni hótunin vera komin með lýðræðislegt umboð - - spurning hvað þá gerist?

Be very careful, beloved Spain - - segir Ambrose Evans-Pritchard, sem óttast hvorki meira né minna en borgarastyrrjöld.

En spænskir sambandssinnar - hafa sýnt mjög hörð viðbrögð við þessu útspili héraðsstjórnarinnar.

Það virðist að Spánn sé á hraðferð inn í "stjórnarskrárkrýsu" - jafnvel mjög alvarlegt óróa og upplausnarástand.

Allt kreppunni að kenna!

 

Niðurstaða

Það er engin furða að markaðir skuli hafa fallið stórt í dag. Rasskellur frá Þýskalandi - Hollandi og Finnlandi. Og síðan það hættulega ástand sem deilur Katalóníu og spænskra stjórnvalda eru að stefna í. Það er klárlega kreppan sem er að framkalla þetta ástand á Spáni. Þær harkalegu niðurskurðaraðgerðir sem verið er að þrengja ofan í landsmenn. Mér skilst að hvergi hafi þær harkalegar komið niður en í Katalóníu, en þar sé atvinnuleysi yfir meðaltali - á sama tíma ætlist spönsk stjv. til að héraðsstjórnir lækki halla í 1,5% af eigin fjárlögum. Með atvinnuleysi yfir meðaltali, hvílir mikill samfélagsvandi á héraðsstjórninni. Þá þarf að skera niður bætur - skera niður velferð þeirra sem síst mega missa. 

Ekki gott að segja hvort að sjtv. Katalóníu eru að nota sjálfstæðismálið til að beina óánægjunni annað en að sjálfum sér, en hið minnsta hefur upplifunin verið sú að þvingunin komi að utan. Reiðin er þó skiljanleg, þ.s. eins og fyrirkomulagið á Spáni er - þá hvíla samfélagsmál að stærstum hluta á héraðsstjórnunum þ.e. atvinnuleysisbætur og aðrar bótagreiðslur. Krafan um niðurskurð, bitnar þá mjög harkalega á þeim málaflokkum.

Sennilega var það einungis spurning um tíma, hvenær alvarleg samfélagsókyrrð myndi gjósa upp á Spáni, en uppreisn héraðsstjórnar Katalóníu, hvatning hennar til íbúa að kjósa sjálfstæði - - að sjálfsögðu einnig er alvarleg ógnun við niðurskurðar prógramm ríkisstjórnar Spánar. En það væri einnig mjög alvarlegt tekju-fall fyrir spánarstj. ef Katalónía, fer að leitast við að þvinga fram sjálfstæði - hindra tilfærslu skattfjár til miðstjórnarinnar. Segjum að í kjölfar kosninga komi sjálfstæðisyfirlísing, sem ríkisstj. Spánar myndi líklega "neita að viðurkenna" - "ef síðan er gefin út handtökuskipun á ráðherra héraðsstjórnar Katalóníu?" - "í kjölfar stigmagnandi ákvarðana af hálfu beggja!"

Fræðilegur möguleiki sannarlega - - en þegar mál fara úr böndum, geta þau gert það mjög hratt, og mjög harkalega. Eins og við sáum í Júgóslavíu.

Í hratt vaxandi atvinnuleysi og örbyrgð, virðist að tifinninningalegt eldgos sé að brjótast út á Spáni.

Mér sýnist vandi Spánar kominn á nýtt stig - ég átti ekki von á þessu, að Spánn gæti orðið að Júgóslavíu "hugsanlega. En svo alvarlegt atvinnuástand og hratt vaxandi örbyrgð, er klassískur kokkteill fyrir popúlisma. Ég átti frekar von á annarri tegund af slíkum - þ.e. vinstriöfgum eða hægri, með fókus á landsmál, að þjóðernishyggja myndi frekar beinast að Spáni sem heild en hugsanlegu niðurbroti Spánar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, þetta er eldfimt ástand, ef Spánn er að breytast í púðurtunnu er þá ekki hætta á að það breiðist út til annara ríkja þar sem ástandið er slæmt?  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 07:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að Ítalía standi ekki frammi fyrir þeirri hættu að leysast hugsanlega upp. Sennilega ekki Portúgal heldur.

Frekar þeirri hættu að upp komi popúlískar hreyfingar sem fókusa á landsmál, eins t.d. Persónistarnir í Argentínu undir Perón sjálfum á sínum tíma.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.9.2012 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband