Stórfelld afglöp embættis Ríkisendurskoðanda!

Allt málið varðandi kaup ríkisins á bókhaldskerfi frá Skýrr/Advania virðist vera sorgarsaga. En vert er að halda til haga að slík mál hafa einnig gerst erlendis, að líklega pólitísk ákvörðun sé tekin um að kaupa dýrara og jafnvel samtímis lélegra "innlenda framleiðslu." Þegar jafnvel þrautreyndar lausnir eru í boði.

Markmið gjarnan þá að styrkja innlenda starfsemi. Spurning hvort það sé hluti af þessu máli.

Það kemur fram í frétt RÚV - Leyniskýrsla um mikla framúrkeyrslu - að málið megi rekja til kaupa þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde á nýju bókhaldskerfi fyrir ríkið og stofnanir þess árið 2001 frá því sem þá hét Skýrr. 

Eins og reglur kveða á um, var almennt útboð, 6 fyrirtæki buðu í verkið, áhugavert að skv. heimild fjárlaga það ár var ráðstafað 160 milljónum króna til þeirra kaupa, en 9 mánuðum síðar var skrifað undir kaupsamning við Skýrr upp á 1 milljarð.

Skv. frétt RÚV - Tengsl Skýrr við Ríkisendurskoðun - voru tveir lykilstarfsmenn á vegum ríkisins sem þátt tóku í mati á útboðsgögnum, fyrrum starfsmenn Skýrr. Þar af Stefán Kjærnested um skamma hríð gegnt stöðu forstjóra Skýrr. Verið starfsmaður til margra ára, þ.e. til 1999. Samt taldi Hæstiréttur að þessir tveir menn hefðu ekki verið vanhæfir, þegar Nýherji tapaði dómsmáli fyrir réttinum.

Í þessari frétt koma einnig fram áhugaverð tengsl milli Skýrr og embættis Ríkisendurskoðanda sbr.:

  1. "Þannig kom ekki fram fyrir dómi, að Atli Arason, sem árið 1999 tók við starfi framkvæmdastjóra sölu og markaðsdeildar Skýrr og starfaði þar þegar útboðið átti sér stað, er bróðir Þórhalls Arasonar, sem var skrifstofustjóri fjárreiðuskrifstofu fjármálaráðuneytisins, sem hafði innleiðingu og umsjón bókhaldskerfisins á sinni könnu."
  2. "Athygli vekur að þriðji bróðirinn, Sveinn Arason, hefur undanfarin fjögur ár haft það verkefni á sínu borði að vinna sem ríkisendurskoðandi skýrslu um útboðið, kostnað þess og innleiðingu til skoðunar fyrir Alþingi. "
  3.  Ríkisendurskoðandi hefur semsagt undanfarin fjögur ár haft til skoðunar mál sem tengist viðskiptum þar sem bræður hans sátu hvor sínum megin við borðið."

Samkvæmt þessari afhjúpun hefur embætti ríkisendurskoðanda gerst sekt um stórfelld afglöp í þessu máli!

Síðan bæta viðbrögð Ríkisendurskoðanda að sjálfsögðu gráu ofan á svart!

 

Verðum að krefjast afsagnar Ríkisendurskoðanda!

Mér finnst viðbrögð hans vera forkastanleg ofan í það, að embættið virðist staðið að "stórfelldum afglöpum" - embættið sem á að hafa eftirlit með öðrum stofnunum, og veita leiðbeiningar um góða stjórnsýslu.

Fyrstu viðbrögð embættisins koma fram í frétt RÚV - Getur stefnt almannahagsmunum í voða - eru dæmigerð fyrir vibrögð sem kallast "skjóta sendiboðann" þ.e. í tilkynningu embættisins er umfjöllun þáttarins Kastljóss gagnrýnd og talað um að umfjöllunin geti stefnt mikilvægum öryggismálum ríkisins í hættu. Þó akkúrat hvernig sé ekki útskýrt.

Eins og sést í tilkynningunni, er leitast við að gera sem minnst úr því plaggi sem vitnað er til í Kastljósi, maður veltir fyrir sér trúverðugleika þeirra mótbára í ljósi þess að það lá fyrir 2009. Greinilega hefur það ekki verið ofarlega í forgangsröðinni, að koma því í þá endanlegu mynd sem þarna er rætt um.

Ég á eiginlega í ljósi fjölskyldutengslanna sem sagt er frá að ofan, erfitt að trúa þessum mótbárum. Þetta hafi verið kláruð skýrsla - ekki vinnuplagg, en sjálfsagt þægileg aðferð - ef málið telst óþægilegt að "klára" verkið aldrei formlega, láta það vera endalaust í vinnslu.

Varðandi meinta öryggisógn, liggur kannski hundur grafinn sbr. aðra frétt Rúv - Öryggisgallar á kerfinu - ekki treysti ég mér að meta þá meintu öryggisgalla sem sagt er frá í þessari frétt, en manni dettur í hug að tilkynning Ríkisendurskoðunar vísi til þeirra meintu galla - af þ.e. svo, þá er það í reynd sjálfstætt mál, að ef Ríkisendurskoðun hefur verið kunnugt um þá en þagað.

Svo að lokum frétt Rúv - Ríkisendurskoðun ætlar að kæra -

"Sveinn Arason ríkisendurskoðandi staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagði að málið hefði ekki verið kært ennþá. Sveinn segist hins vegar hafa rætt þetta við Stefán Eiríksson lögreglustjóra í morgun. Allir starfsmenn Ríkisendurskoðunar liggi undir grun, einnig fyrrverandi starfsmenn og Gunnar H. Hall fjársýslustjóri. Gunnar er eini utanaðkomandi maðurinn sem ríkisendurskoðandi hefur sýnt skýrsluna."

Að auki verð ég að segja að mér finnst Sveinn Arason ekki nægilega sakbitinn sbr: „Við engan að sakast nema mig“

Það næsta sem hann fer - er að segja að honum þyki leitt að útkoma skýrslunnar hafi dregist, þetta séu ekki vinnubrögð sem séu til fyrirmyndar, en embættið hefur unnið að henni síðan 2004, eða 8 ár.

Svör hans og viðbrögð hans embættis eru full af hroka!

Skv. heimasíðu stofnunarinnar er eftirfarandi hlutverk stofnunarinnar:

"Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis. Meginhlutverk hennar er að hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármálastjórn og árangri stofnana og fyrirtækja ríkisins. Megingildi hennar eru fagmennska, heilindi, óhlutdrægni, óhæði og trúverðugleiki."

  • Það verður að segja, að rýrð hafi verið kastað á öll þessi gildi!
  • Þetta er einmitt stofnun sem verður að vera hafin yfir vafa!
  • Annars getur hún ekki gegnt yfirlístu hlutverki sínu af trúverðugleika.
  • Þegar svona lagað kemur upp í öðrum löndum, er ávallt krafist afsagnar hlutaðeigandi stjórnenda - - og nú er komið að því, að það sama verður að gilda hér á landi.
  • Upphafið af því að endurreisa traustið á þessari mikilvægu stofnun - verður að vera afsögn Sveins Arasonar, síðan þarf líklega að fara betur í saumana á þeim sem bera með ábyrgð á meðferð ofangreindrar skýrslu innan stofnunarinnar, líklega þannig að flr. en Sveinn taki pokann sinn.

 

Niðurstaða

Mín niðurstaða er að Sveinn Arason Ríkisendurskoðandi verði að víkja. En Ríkisendurskoðun hlutverks síns vegna, verður að vera undir strangari aga ef eitthvað er - en aðrar stofnanir. Þar þarf að sinna verkefnum ef eitthvað er, af enn meiri nákvæmni annars staðar. 

Það þíðir að sjálfsögðu, að viðbrögð við því þegar alvarleg afglöp koma upp í umsýslu stofnunarinnar eða meðferð hennar á málum, verða að vera sérdeilis hörð - harðari en ef sambærilegt mál myndi koma upp innan minna mikilvægra stofnana á vegum ríkisins og hins opinbera.

Í ljósi viðbragða stofnunarinnar við því að meðferð stofnunarinnar á tiltekinni skýrslu hefur komist í hámæli - bætir gráu ofan á svart, eru mál komin á það alvarlegt stig.

Að einungis afsögn yfirmanns stofnunarinnar - síðan full rannsókn á starfsemi stofnunarinnar, getur endurreist traust á henni.

Ég tek því undir tillögu Þórs Saari sbr.: Kalla eftir sjálfstæðri rannsókn

Að það fari fram óháð rannsókn - en fyrst þarf sem allra fyrst afsögn yfirmanns stofnunarinnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Einarsson

Sjálfstæð rannsókn,óháð rannsókn,hver á að framkvæma þá rannsókn? Allt íslenska samfélagið er gegnsýrt af kunningja og fjölskylduklíkum.Það verður að leita út fyrir landsteinana eftir mannskap í óháða rannsókn.Svo er annað kannski ekki tengt þessu máli beint,og þó,fréttir frá Íslandi um stöðu ríkisjóðs og almennt um fjármál eru svo misvísandiað míg sundlar við lesturinn.Er ekki staðan bara sú að Ísland er í raun gjaldþrota og þeir sem aðstöðu hafa eru að sópa til sín og sinna leifunum áður en hvellurinn kemur.

Þórður Einarsson, 26.9.2012 kl. 17:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, ég held mál séu ekki alveg það grimm. Ég held að Ísland í reynd muni fara betur þegar skellurinn erlendis kemur en mörg ríki í Evr. Kemur til v. þess að auðlyndirnar skaffa tiltekin grunnlífskjör og tryggjar útfl. tekjur - sem meira að segja héldu sér í gegnum báðar Heimsstyrrjaldirnar.

Á hinn bóginn er það rétt að smæð Íslands gerir óháða rannsókn erfiða í framkv.

Við erum einnig fremur skammsýn oft á tíðum, sennilega v. þess að í gegnum aldirnar var ekki móðir náttúra að velja þann hæfileika, að vera snöggur að grípa tækifæri - snöggur að koma sér aftur á strik eftir áföll, virðist hafa hentað betur. 

Það eiginlega lýsir okkur, við erum snögg en einnig skammsýn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.9.2012 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband