24.9.2012 | 22:11
Joseph Eugene Stiglitz segir Evrópu vera að renna út á tíma!
Stiglitz er í reynd að vara við því sem hann verður vitni að þessa dagana í Brussel, sem er að því er virðist "skortur á getu til að taka ákvarðanir." Með öðrum orðum að hans mati sé Evrópa í stórfelldri hættu á því að glata enn einu tækifærinu - - sjá:
Bloomberg - Nobel Winner Stiglitz Says Time Is Running Out for Europe
Það er nánast lokatækifærið til að bjarga evrunni - það þarf að taka stórar ákvarðanir á næstu mánuðum, en samtímis er ljóst að í reynd hefur ekkert verið leyst af þeim vanda sem álfan stendur frammi fyrir.
Yfirlísing Mario Draghi Seðlabankastjóra Evrusvæðis, er í reynd það eina sem hefur um "hríð" - ath. það verða skammtímaáhrif ef markaðurinn sér ekki fljótlega eitthvað af hinum stóru ákvörðunum gerast - dregið úr spennunni sem hefur rýkt.
En sjá má þess merki að farið er að reyna á þá þolinmæði, rétt að taka fram að markaðir eru enn í hástöðu miðað við megnið af árinu fyrir utan upphaf þess, en sl. daga hefur nokkuð lækkun samt átt sér stað - - augljós vísbending að þolinmæðin er farin að dala.
Ef ákvarðanir dragast frekar, eru líkur sterkar á frekari falli - að spennan smám saman snúi til baka, ég á ekki von á því að þessi biðtími sé meiri en kannski út nóvember.
Ef enn hefur ekki verið tekin ein af hinum mikilvægu ákvörðunum, þá grunar mig að markaðir muni hratt leita aftur til baka í það far er þeir voru í, fyrir nokkrum vikum síðan.
Joseph Eugene Stiglitz - "European nations must share past debts to lift the burden of high interest rates on Spain and Greece and implement a banking union with deposit insurance to prevent capital flight, said Nobel Prize-winning economist Joseph Stiglitz" - "“If you don’t do that, you have this adverse dynamic: the weak countries get weaker and the whole system falls apart,”"
Hann tók einnig stórt upp í sig um daginn, er hann var staddur á málþingi á Spáni: The Nobel Prize in economics Stiglitz: “If Spain asks the rescue could be a suicide for the country”
Stiglitz er greinilega ekki sá eini sem hefur áhyggjur af því, að það virðist ekkert óðagot á pólitísku stéttinni innan Evrópusambandsins - sbr.:
Herman Van Rompuy: "Europe is on the way out of the crisis, but there is still work to do. I see a tendency of losing the sense of urgency both on short-term policies and on (the) longer term. This must not happen. As long as 25m people are looking for a job and as long as we have not fully stabilised the euro, we cannot sit back."
Þetta hefur áður gerst, þ.e. þegar dregur úr spennunni í smá tíma - þá einhvern veginn missa pólitíkusarnir viljann til að leita sátta, að ná málamiðlunum.
Það er eins og að pólitíska baklandið innan Evrópusambandsins sé orðið þannig, að ástand mála verði nánast að vera statt á blábrúninni -- svo að pólítíska stéttin þori að taka "óvinsælar" ákvarðanir.
Þá á ég við, að andstaða innan landanna meðal almennings við aðgerðir af því tagi sem þarf að grípa til ef evrunni á að bjarga, virðist hafa aukist - og þ.s. verra, fara vaxandi.
Einungis er gjáin blasir við eina ferðina, finna menn hjá sér á 11. stundu smá "hugrekki."
Það vantar í reynd að því er virðist fullkomlega í þessa krýsu innan Evrópu, leiðtoga - sem "leiðir" í stað þess, eru allir að taka ákvarðanir í ljósi skoðanakannana - og annarra vinsældakannana, meira að segja Merkel.
Það getur verið að sagan sé að endurtaka sig - - að enn eitt skiptið sé verið að misnota tækifærið. Og síðan standi menn aftur frammi fyrir gjánni.
Spurning hve oft geta menn endurtekið þann leik - án þess að hrapa framaf?
Niðurstaða
Ótti er að byrja hjá aðilum, að eina ferðina enn muni leiðtogar aðildarríkja evru, misnota tímabundið hlé á krýsunni, til töku mikilvægra ákvarðana.
Ástæðan er auðvitað sú, að hver einasta af þeim stóru ákvörðunum, er stórpólitísk.
Að auki, líkleg til að skapa verulega andstöðu.
Hættan er augljós að útkoman verði svo útþynnt að niðurstaðan bjargi ekki nokkrum hlut, gefi einungis enn eina smápásuna, spurning hve oft er unnt að sparka boltanum áfram?
T.d. standa menn frammi fyrir vanda Grikklands - - en ljóst virðist að þeim bolta er ekki unnt að sparka áfram frekar, annaðhvort þarf að framkv. frekari niðurskurð skulda þess lands eða veita meiri peningum, eða í þriðja lagi - heimila Grikklandi að verða gjaldþrota.
Sú ákvörðun verður vart dregin mikið lengur, en ljóst er að stór hola er enn einu sinni í gríska prógramminu - a.m.k. 20ma.€ skv. Der Spiegel um helgina. Kemur til meiri samdráttur tekna en gert var ráð fyrir og hitt að aðgerðir sem átti að framkv. komust ekki til framkv., stoppuðu í gríska embættismannakerfinu.
Lítill vilji til að moka meira fé - en samtímis, verður Spánn að óska eftir aðstoð ef tilboð Seðlabanka Evrópu um ótakmörkuð kaup, á að virkjast. Og Spánn er að hanga á málinu, í von um að fá hagstæðan samning um "akkúrat hvaða skilyrði." Annars gæti grískur "exit" valdið mikilli hættu innan evru.
Útlit er því fyrir að krýsan sé aftur á leið í stigmögnun - hve lengi það getur staðið yfir, er ég ekki viss. En ekki fram yfir nýárið - er mín tilfinning. Ákvörðun verði að liggja fyrir - fyrir nk. áramót í síðasta lagi, grunar mig. Annars geti farið af stað "stór boðaföll."
Kaldhæðnislega - er það nokkurn veginn það ástand sem evran stóð frammi fyrir akkúrat um sl. áramót.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning