ASÍ að draga til baka fyrri fullyrðingar að lífskjaraskerðing hér hafi verið verst?

Það kom áhugaverð frétt á um helgina þ.s. vitnað var í hagfræðing Alþýðusambands Íslands, en hann hefur verið einn af þeim sem hafa hvatt til þess að evra sé tekin upp á Íslandi sem allra fyrst, m.a. vísað í þá "miklu kaupmáttarrýrnun krónunnar í kjölfar hrunsins - ath. alltaf sagt kaupmáttarýrnun krónunnar, eins og það hefði ekki orðið kaupmáttarrýrnun ef það hefði orðið bankahrun og við hefðum verið stödd innan evru!

Áróðurinn m.a. í ASÍ en mörgum öðrum hefur einmitt verið á þá leið, að þegar kaupmáttur féll um svipað leiti og bankahrunið var, að þá hafi krónan verið sökudólgurinn - hún hafi tekið lífskjörin niður ekki bankahrunið.

Því hefur verið margsinnis haldið fram, að ísl. króna gegni fyrst og fremst því hlutverki að rýra kjör almennings - fullyrt hefur verið margsinnis síðan okt. 2008 að lífskjarahrapið hafi verið hvergi verra innan Evrópu verið en á Íslandi einmitt vegna krónunnar.

Þeir "ágætu menn og konur" virðast vera að halda því fram "án þess að segja það beint" að án krónu hefði ekki orðið kaupmáttarhrun - - eða, ekki verður það skilið með öðrum hætti, þegar krónan er sögð sökudólgur lífskjaralækkunar í kjölfar bankahrunsins en ekki að það hafi verið bankahrunið sjálft.

Því hefur verið statt og stöðugt haldið fram, að Ísland hefði komið miklu mun betur út innan evru.

 

Hvað segir nú allt í einu hagfræðingur ASÍ? - Kaupmáttur hefur rýrnað

  • "Alþýðusambandið hefur reiknað út fyrir fréttastofu breytinguna sem orðið hefur á kaupmætti dagvinnu launa frá því í desember 2007. "
  1. "Laun hafa hækkað um tæp 33 prósent á tímabilinu."
  2. "Verðbólgan hefur hins vegar verið meiri eða 41 prósent."
  3. "Niðurstaðan er sú að kaupmátturinn hefur rýrnað um nærri 6 prósent."
  • "Ólafur Darri segir að enn sem komið er séu því lífskjörin hér lakari en fyrir hrun."
  • "Í hruninu hafi tapast ein króna af hverjum tíu af verðmætasköpun okkar, þ.e.a.s. samfélagsins í heild. "
  • "Mjög margir hafi orðið fyrir þungum búsifjum í hruninu og það mun taka langan tíma að vinna okkur upp úr því mikla áfalli sem við urðum fyrir 2008."

 

Hvað er þessi skerðing kaupmáttar launa í sbr. v. ástand mála á evrusvæði?

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/unit_labor_costs_ez.png

Takið eftir að mælt í evrum hefur kostnaður per vinnustund lækkað um:

  • 20% á Írlandi.
  • 25% í Grikklandi, mjög ört hrap í seinni tíð!
  • 4% lækkun á Spáni.
  • Eins og sést er örlítið lækkun á launakostnaði per vinnustund einnig í Portúgal.
  • Engin lækkun hefur enn orðið í launakostnaði per vinnustund á Ítalíu.

Það sem verður að muna, að í þessum samanburði - að lífskjör eru enn að lækka mjög hratt í Grikklandi í frjálsu falli á þessu ári eins og sést, síðan fara þau enn lækkandi á Írlandi, áhugavert hve lítið laun virðast enn hafa lækkað í hinum löndunum í vanda innan evru.

Ekki neitt enn á Ítalíu - sem bendir til þess að enn sé vart hafið það ferli þar, að snúa launakostnaði við, til að lækka viðskiptahalla landsins.

Spánn er staddur í efnahagssamdrætti, vitað er að mikill niðurskurður er í farvatningu hjá stjv. - einnig að til stendur að lækka laun frekar en orðið hefur, þetta eru ekki endanlegar tölur.

Sama um Portúgal, miðað við það hve menn hafa verið að lofa niðurskurðaraðgerðir stjv. Portúgals, kemur á óvart hve lítil lækkun launakostnaðar hefur átt sér stað, en Portúgal er enn statt í kreppu og frekari niðurskurði, þannig að það sama á við í því landi, að þetta eru ekki endanlegar tölur yfir lækkun lífskjara.

  • Við berum okkur gjarnan við Írland - vegna þess að landið er á sambærilegu þróunarstigi og Ísland, og lenti einnig í bankakreppu, hefur evru.
  • Aðgerðir írskra stjv. hafa verið lofaðar í hástert af mörgum evrusinnum erlendis, vegna þess hve viljug þau hafa verið að standa fyrir beinum launalækkunum.
  • Vísað hefur verið í fordæmi Írlands - sem sönnun þess að S-Evrópa geti framkv. svokallaða innri aðlögun, vandinn er að S-Evr. er fyrir utan Grikkland, vart hafin í því ferli, að lækka launakostnað per vinnustund.
  • Það á því enn eftir að koma í ljós, hvort að það tekst að framkv. sambærilegar lækkanir og írum hefur sannarlega tekist, en Írland er nú komið í jákvæðan viðskiptajöfnuð, þó sá plús sé ekki stór í prósentum talið, árangurinn því smærri en sá er Ísland náði á einni klukkustund með gengisfalli.

Þó þetta sé ekki endilega akkúrat jafnt og "kaupmáttur launa" þ.e. launakostnaður per vinnustund, en hugsanlegt er að inni í þessu sé einhver aukning á skilvirkni per unna vinnustund.

Þá væntanlega er ekki neitt stórt bil milli þessara talna og þess hlutfalls sem laun hafa lækkað.

 

Málið er að Ísland er statt í klassískum viðsnúningi í kjölfar gengislækkunar!

Ég bendi á áhugaverða rannsókn "BIS" sem gefin var út 2010 sjá umfjöllun mína frá

17.6.2010 Mjög áhugaverð nýleg greining frá "Bank of International Settlements" um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengishruns!

"On average, real GDP is around 6% lower three years after the event than it would have been otherwise."

Takið eftir þessari tölu sem þeir ná fram með samanburðarrannsókn á tugum raunverulegra tilvika.

Skv. því er Ísland akkúrat statt nú á miðjunni hvað rýrnun kaupmáttar varðar. Sem segir, að rýrnun kaupmáttar sé algerlega dæmigerð fyrir stórar gengissveiflur.

Við getum einungis gískað á stöðu Íslands ef það hefði verið statt innan evru - og ef ekki hefði verið mögulegt að fella gengi til að snöggminnka innflutning - svo viðskiptajöfnuður yrði þá þegar nægilega stór í plús til að standa straum af þeirri aukningu skulda er skall yfir okkur.

Í staðinn hefði þá þurft að lækka laun - sem aldrei hefði verið eins fljótleg aðferð.

Þannig að Ísland hefði óhjákvæmilega lent í neikvæðum viðskiptajöfnuði því innkoma hagkerfisins hrapaði um leið og bankahrunið átti sér stað - þá hvarf innistæðan að hluta fyrir lífskjörum á landinu.

Sá halli óhjákvæmilega hefði orðið að viðbótarskuldum.

Sem ég sé enga leið en að greiða til baka með með þeirri einu aðferð, að lækka lífskjör enn frekar en núverandi staða mála.

Sjálfsagt er einhver þessu ósammála að Ísland væri statt í verri stöðu.

Hið minnsta er það afsannað nú að staða okkar sé sú versta lífskjaralega af öllum löndum í Evrópu.

En í samanburðinum að ofan vantar Eystrasaltlönd, þ.s. einnig hefur átt veruleg lækkun lífskjara, þar voru laun lækkuð á bilinu 30-40%, en síðan 2011 hafa laun hækkað e-h aftur, hef ekki séð neina nýlega samantekt. 

 

Niðurstaða

Ég velti fyrir mér hvort ASÍ sé búið að ákveða að gleyma þeim fullyrðingum sem tönnslast var á fyrstu 2 árin eftir hrun, en síðan um mitt ár 2011 hefur jafnt og stöðug hallað undan fæti á evrusvæði. Lækkun lífskjara er greinilega komin í gang í nokkrum ríkjum. Eins og sést að ofan, sums staðar innan Evrópusambandsins eru dæmi um umtalsvert óhagstæðari stöðu lífskjaralega séð. Engin þjóð er þó í eins slæmum málum og aumingja Grikkir.

Spurning hvort að "allt er verst hér" fullyrðingin muni nú hverfa eins og dögg fyrir sólu úr umræðunni?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Einar og takk fyrir að vekja máls á þessum tvískinning ASÍ forystunnar.

Nú er það svo að forseti ASÍ er flokksbundinn Samfylkingu og var í framboði fyrir hana fyrir kosningarnar 2007. Honum hefur tekist að safna um sig, inn í forystu ASÍ, samherjum á þessum pólitíska vettvangi og er hagfræðingur sambandsins þar í góðum félagsskap. Því ber að taka öll ummæli, gögna og reyndar hvað sem er með þeim fyrirvara. Þar er pólitísk réttsýni látin ganga fyrir hagsmunum launafólks.

Síðasta vetur og allt fram á vor, voru haldnir reglulegir fundir í nafni ASÍ, þar sem ágæti evrunnar var básúnað og krónan troðin í skítinn. Fyrir þessum fundum stóðu fyrst og fremst forseti ASÍ og hagfræðingur þess. Á sama tíma var bál evrunnar orðið mikið og magnaðist hratt. hvernig er hægt að líta gögn þeirra sem svo haga sér á annan veg en sem pólitískan áróður?

Það sem þó er skelfilegast með þessu framferði forystu ASÍ, er að með slíkum málflutningi er hún beinlínis að grafa undankjörum launafólks.

Varðandi aðild að ESB, þá hefur aldrei verið gerð könnun á vilja aðildarfélaga ASÍ um það mál. Forseti sambandsins skýlir sér á bak vð samþykkt miðstjórnar, frá árinu 2000. Þar náðist naumur meirihluti til samþykktar á því að skoðað skyldi hver áhrif aðildar hefði á launafólk í landinu. 

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og í raun ekkert sem þá gilti í gildi lengur, varðandi ESB.

Þessi loðna samþykkt, sem náðist að berja í gegn í miðstjórn ASÍ árið 2000, gefur forustunni enga heimild til að vinna að þessu máli af þeim ákafa sem hún hefur gert. Þvert á móti.

Eins og ég sagði í upphafi er forysta ASÍ tengd órjúfanlegum böndum við Samfylkinguna. Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt, ASÍ hefur alla tíð verið spyrt við krataöfl landsins og hefur það verið dökkur blettur á starfi þess. Að vísu hefur þetta í sjálfu sér ekki mikið bitnað á launafólki og kjörum þess, þar sem krötum hefur blessunarlega verið haldið utan stjórna stæðstann hluta lýðveldisins. Þó má merkja að alltaf þegar kratar hafa komist til valda, hafa kjör launafólks staðið í stað eða versnað.

Verra hefur þetta pólitíska brölt ASÍ bitnað á launafólki á öðrum sviðum. Má þar t.d. nefna aðstoð ýmiskonar til launafólks. Þetta þekki ég persónulega, eftir störf í stjórn stéttarfélags og trúnaðarmaður á stórum vinnustað, á níunda áratug síðustu aldar. Ekki segi ég að maður hafi þurft að rétta fram flokksskýrteinið til að fá aðstoð, en allt að því. Ekki dugði að vera utan flokka og án allra þáttöku í pólitík. Það var litið sem andstaða við krata. Þeir sem höguðu sér með þeim hætti gátu alveg sleppt því að leita til ASÍ eftir hjálp. Hana var aðeins að fá fyrir þá sem voru "réttu" megin.

Ég hef ekki tekið þátt í stéttafélagsstörfum nú í rúma tvo áratugi, en þessi mál verða mér þó alltaf hugleikin. Þó ég sé ekki lengur beintengdur störfum stéttafélaga og ASÍ, er ég enn launamaður og enn fylgist ég með störfum sambandsins.

Því miður er ekki annað að sjá en að krumla kratana hafi náð enn sterkari tökum á ASÍ, hin síðari ár.

Gunnar Heiðarsson, 24.9.2012 kl. 09:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugavert, auðvitað var ASÍ og Alþýðuflokkurinn stofnað nokkurn veginn samtímis, Alþýðufl. upphaflega hugsaður sem pólit. armur ASÍ.

Ætli að nú þegar "allt er verst hér" er orðið of óþægilega augljóslega ekki rétt, að þá bakki menn á næstu lígi - sem a.m.k. er ekki enn jafn augljóslega ósönn. Voni að umræðan gleymi hinni fyrri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.9.2012 kl. 10:35

3 Smámynd: Bragi

ASÍ hefur engan trúverðugleika, best er að leiða hjá sér hvað þeir segja þar.

Þetta með að allt sé verra hér mun hverfa á næsta árinu þar sem batinn okkar er ávallt að verða æ sýnilegri samanborið við evrulönd sem lentu í svipuðum áföllum.

Þó er eitt stórt vandamál eftir sem þarf að leysa og það eru höftin. Það verður erfitt að leysa þann vanda vel. Hins vegar er það svo auðvitað þannig að höftin veita okkur ákveðið skjól frá evrukrísunni og heimskrísunni almennt. Ég tel að höftin hafi fært okkur nettógróða hingað til en hvenær það mun breytast í nettótap er erfitt að segja til um.

Bragi, 24.9.2012 kl. 12:03

4 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

Hólmsteinn Jónasson, 24.9.2012 kl. 14:50

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég bendi á að myndin að ofan sýnir muninn á verðbólgu í þeim löndum þ.s. laun hækka meir en í Þýskal. á sl. áratug - - munið vaxtastefna ECB miðaðist út frá Þýskalandi. Raunstýrivextir fyrir Írland voru að meðaltali -3% þ.e. verðbólga að meðaltali 3% yfir stýrivöxtum ECB. Meira að segja Ítalía var með verðbólgu cirka 1% að meðaltali yfir stýrivöxtum ECB. Öll löndin þ.s. launakostnaður hækkað svipað og á Ítalíu eða meira voru þá eins og Ítalía með verðbólgu yfir stýrivöxtum ECB.

Menn tala oft um að vaxtastefna sé "laus" eða loose" en, neikvæðir stýrivextir tíðkast yfirleitt ekki. Þetta sýnir eiginlega að sameiginleg peningastefna var ekki að virka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.9.2012 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband